Ísafold - 26.05.1880, Qupperneq 3
55
hluti af eigum hans, þá er þeim fjórða
hlut borgið.
Sem veð fyrir lánum til skamms tíma
eru útlend skuldabrjef, þau ættu helzt
að vera gefin sem handfengið veð og
nemur alls hjerum bil . . 900,000 kr.
og veð fyrir víxlbrjefum eru
vörubirgðir sjer í lagi, sem
jeghef talið eptir„ísafold“
á kauptíð c...............4,000,000 —
samtals . 4,900,000 —
Og eptir því ætti þjóð vor að geta gefið
í veð fyrir víxlbrjefum og lánum gegn
handfengnu veði 4,900,000 kr.
En þetta kemur ekki allt á markað-
inn. Ef bankinn væri stofnaður með
seðlum og öllu saman upp á 500,000 kr.,
þá er '/4 þar af (eða lán þau, er hann
eptir minni ætlun strangt tekið gæti
gefið gegn fasteignarveði) 125,000 kr.
Fyrir þeim er nóg veð í fasteignum
landsins. Mjerþykir eðlilegt, að bank-
inn hafi jafnan á reiðum höndum 50,000
kr., og eptir eru þvi 325,000 kr., sem
hann getur lánað á ýmsan hátt, eink-
,um gegn víxlbrjefum og svo móti hand-
fengnu veði o. s. frv. Móti þessum
325,000 kr. hafaþeir sem lána vilja veð,
allt að 4,900,000 kr. Til þess að bank-
inn hafi allt það fje i veltunni, sem hann
þarf að hafa með þessari stærð, þurfa
menn þá að setja í veð af fasteignum
sinum V75 blut, og gegn hinu 716 hlut
af lausri eign, sem bankaveð, til þess
að hann geti staðizt.
En þetta eru kenningar, sem ef til
vill mundu reynast rjettar, og ef til vill
ekki. Til þess að fá hugmynd um,
hvort banki geti staðizt hjer, þarf að
bera ástand vort saman við annara
landa. Dammörk á samtals 5000 milj.
kr.; ije það sem bankar Dana höfðu
undir höndum árlega frá 1875—77 var
(eptir V. Falbe Hansen og Will. Scharl.
Danmarks Statistik 3. B. bls. 353)
249,445,000 eða 5 kr. af hverjum hundr-
að, sem landsmenn áttu og flestir þessir
bankar stóðu vel. Bankaeignir á ís-
landi, sem svöruðu til þess, sem er í
Danmörku, ættu að nema 1,600,000 kr.
En svo hátt getum vjer ekki komizt,
því vjer stöndum Danmörku svo langt
á baki í viðskiptum, og þess utan eru
bankar þeirra dreifðir út um allt land,
svo þeir ná svo vel til allra sem þurfa
þeirra með. Ef vjer sleppum nú ein-
um þriðjungi af upphæð þessari, til þess
að gjöra fyrir því, hvað Danir eru langt
á undan oss, verða eptir 1,066,000 kr.
og sleppum vjer öðrum þriðjungnum,
vegna þess að bankar þeirra ná til allra,
sem þurfa þeirra, sem isl. banki mundi
naumast geta, þá verða eptir 533,000 kr.
og banki stofnaður með þeirri upphæð
ætti að líkindum að geta staðizt hjer.
— Bretar eiga orð, sem komið er
inn í flest mál norðurálfunnar og einn-
ig íslenzkuna, líkast til sökum þess, að
hugmyndin, sem orðinu fylgir, er orðin
svo algeng, þótt gamalt orð vanti fyrir
hana. þ>etta er orðið humlbug, sem
gengur næst orðinu hjegómi, nema hvað
hið síðara er ekki fullt eins yfirgrips-
mikið. Húmbúg innibindur í sér alls
konar gort, yfirlæti, látalæti, yfirdrep-
skap, sem ekki er beinlínis hegningar-
verður, alla blekking, öll ósköp út úr
smáræði, alla óþarfa viðhöfn, allan sjón-
armissi á því verulega, allar andlegar
sjónhverfingar og ógerðaruppþot.
þ>að er t. d. húmbúg, þegar fram eru
taldar til verðlauna svo og svo miklar
jarðabætur, en hvorki fjölga nje batna
skepnur, nje heldur vex arðurinn af
jörðunum. J>að er húmbúg, þegar
skepnur eru með ærnum kostnaði pant-
aðar til kynbóta úr öðrum löndum, án
þess menn viti neitt um það, hvort þær
taki landsins eigin kyni fram, eða eigi
hjer eins vel við landslag og loptslag.
þ>að er húmbúg, þegar stofnuð eru
bindindis- og framfarafjelög með trumbu-
slætti, en óhófið er hið sama, þótt öðru-
vísi komi fram, og framfaranna verður
lítt vart í því verklega. þ>að er húm-
búg, þegar eingöngu er hugsað um
höfðatöluna, en skepnuhirðingin er
þannig, að tvö höfuðin gjöra minna
gagn en eitt gott. J>að er húmbúg,
þegar við sjóinn er mest hugsað um
hlutafjöldann, en hvorki horft í kostn-
aðinn nje sinnt um mannvalið. J>að er
húmbúg, þegar rausað er um „þjóðvilj-
ann“, án þess að vita, hvað þjóðin vill,
eða hvað til hennar friðar heyrir. þ>að
er húmbúg að liggja í dýrkeyptum
landaþrætum um einhvern óræktarmel,
en niðurníða það land, sem maður á ó-
átalið. Góður helmingur af málaferlum
vorum, sjer í lagi í höfuðstaðnum, út
úr litlu tilefni, eru húmbúg, óáreiðan-
legar landhagsskýrslur eru húmbúg.
Langar ritgjörðir um landsmál í þá
stefnu að öllu fleygi fram hjer á landi
frá því sem var á 17. og 18. öld, eru
húmbúg, ef höfuðinntakið reynist óá-
reiðanlegt. Sje það t. d. satt, að kýr
vorar mjolki nú svo miklum mun betur
en fyrrum, að nytin meira en bæti upp
hvað nautgripir hafa fækkað síðan á
17. öld (frá 18. öld miðrium 10000, og
frá 17. að líkindum um 20000 að minnsta
kosti), þá ætti landið, með líkum fólks-
fjölda, ekki að eins að geta smjörfætt
sig, heldur einnig að geta flutt smjör
út. þ>ví árið 1655 fluttust eptir höfuð-
bók ísl. verzlunarfjelagsins, af smjöri:
1., partur af farmi til Danzig upp á
24046 sljettadali; 2., partur af farmi til
Gliickstað upp á 34150 sl. d., og 3.,
542 V* tunna smjörs (hver upp á 240 pd.)
til Kaupmannahafnar, Lubeck og Am-
sterdam. En nú flyzt ekkert smjör út
úr landinu, en nokkuð inn. Annað-
hvort hafa þá íslendingar etið þurrt á
17. öld, eða þessi auðfræðiskenning er
— húmbúg. J>að er sömuleiðis húm-
búg, að segja, að verzlun vorri, hvað
áhrif hennar á efnahag landsbúa
snertir, hafi farið fram frá því á miðri
17. öld. Kaupstað'arshiIdir voru pá á
öllu landinu, eptir núverandi peninga-
gildi, alls hjer um bil 42000 kr. eða
minni, en pœr eru nú (1880J í einni af
vorum stcerri verzlunum syðra. Og þótt
vjer að verðhæðinni til, flytjum yfir
tvöfalt meira út nú en þá, hvað sannar
það um meiri velmegun, ef jafnvægið
milli hins aðflutta og útflutta er þann-
ig vaxið, að landsbúar eru í skuld við
kaupmenn um nokkuð á annað þúsund
þúsunda af krónum og sveitaþyngslin
meiri, en þau hafa nokkurn tíma verið
síðan landið byggðist. SKkar hagfræða-
kenningar eru húmbúg. Og þó það
sje satt, að ástandið í landinu er betra
nú en um aldamótin eptir öll þau
„undur sem yfir dundu“ (eldgos, fjár-
pestir, hallæri, skepnu- og mannfelli,
stríð, siglingaleysi o. fl.) 1755—58 °g
frá 1783 fram yfir aldamótin, hvernig
getur nokkrum manni komið til hugar,
að nota slíkar röksemdir til að sanna
með framför landsins á 19. öldinni (sem
að eins má miða við aðrar aldir eða
önnur tímabil, þegar engin stórslys vildu
til — nema þeim einum, sem viljandi eð-
ur óviljandi fer með húmbúg? — En í
einu hefir oss íslendingum fleygt stór-
um fram síðan á 17. og 18. öld, og þó
fjær sje til tekið, — í húmbúgi. Fyrr
meir var það þjóðarmerki með íslend-
ingum, að láta lítið yfir sjer, en vera
raungóðir og drjúgir, og reynast það,
sem þeir sýndust. Nú er stefnan, að sýn-
ast, hvað sem maður kann að vera.
Útlendar frjettir.
Kaupmannahöfn 4. mai 1880.
Ráðherraskiptin á Englandi eru nú um
garð gengin. Drottning leitaði fyrst Har-
tingtons lávarðar, oddvita Vigga í neðri mál-
stofunni, um að gjörast formaður hinnar nýju
stjórnar, en hann baðst undan þeim vanda
og vfsaði á Gladstone. þá sneri Drottning
sjer til Granvilles lávarðar, oddvita meira
hlutans í efri málstofunni, enfjekkþar sömu
svör. það er haft fyrir satt, að drottningu
sje miður í þokka til Gladstones, þyki hann
ráðríkur og skorta hirðmannlegt mjúklæti.
En hjer var henni nauðugur einn kostur að
fela honum stjórnarformennskuna, og urðu
þau málalokin, 23. f. m. Ensk blöð kváðu
þó drottningu hafa hjer að eins fylgt dyggi-
lega rótfastri og viturlegri stjómarreglu: að
leita fyrst oddvita meira hlutans í báðum
þingdeildum, og eigi annara fyr en að þeim
frágengnum.
Auk ráðaneytisforastunnar tók Glad-
stone einnig að sjer forstöðu fjármálanna, er
honum þykir jafnan hafa látið manna bezt.
Hann hefir nú einn um sjötugt, en kennir
þó Ktt ellinnar enn, svo mikill eljumaður sem
hann hefir þó verið allaæfi. Hann hefir ver-
ið þingmaður í 46 ár, síðan 1834, og jafnan
þótt mesti afreksmaður í þeirri stöðu, fyrir
sakir framúrskarandi málsnilldar og atorku.
1 ráðherrastöðu hefir hann verið í 15 ár alls,
fyrát 1852, frá 1859—1866, og síðast 1868—
1874, og jafnan staðið fyrir sömu stjórnar-
grein, fjármálunum; siðustu árin sex, 1869
—1874, var hann jafnframt forsætisráðherra,
eins og mx. þeim hefir lengi verið jafnað
saman, Beaconsfield og honum, og leiddu
opt saman hesta sína í neðri málstofunni
fyrrum, meðan þeir sátu þar á öndverðum
meið, hvor fyrir sínu liði, og er svo sagt, að
Gladstone hafi leiðzt þar síðan að hinn fór,
og var setturupp í efri málstofuna (1874), af
því að hann hafði þá engan honum jafnsnjall-
an að glírna við. Hafa þeir orðið síðan að
láta sjer nægja að senda hvor öðrum kveðj-