Ísafold - 16.07.1880, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.07.1880, Blaðsíða 2
70 um þeirra sjerstaklega. En þá færi svo, er til vitnisburðar safnaðarins kæmi, að hann hefði ekkert, eða lítið annað en gott til prestins að segja, og yrði því skýrsla prófastsins samkvæmt því þannig, að eptir henni yrði ekkert á- kæruefni fengið gegn hinum umrædda presti; en biskupinn gæti þó ekki af lausum sögusögnum, sem reynslan sýndi, að optast væri erfitt að sanna, er til kæmi, lagt það til, að prestur yrði setturfráem- bætti. það var samhuga álit fundarins, að áríðandi væri, að prófastar í þeim fáu prófastsdæmum, þar sem eru óreglu- prestarnir, ljetu betur til sín taka en hingað til, einkum í því að skýra bisk- upi afdráttarlaust frá ástandinu eins og það í raun og veru er, og aptur á hinn bóginn yrðu allir siðsamir og áhuga- samir prestar, að gjöra allt sem í þeirra valdi stendur, til að eyða bæði þessu og öðru skaðræði í hinu kirkjulega lífi voru. Var að svo mæltu fundi slitið. Skýrsla frá ívari Hclgasyni Um nokkur atriði viðvikjandi veiðiað- ferð Norðmanna í Lofoten. I þetta sinn hefi jeg lítið að skrifa veiðiaðferð viðvikjandi, því jeg hefi áð- ur skrifað um þau atriði, er jeg hefi sjeð breytingu á í samanburði við það er tíðkast hjá oss, og mjer virðisthag- kvæmara, og er það helzt hvað snert- ir útbúnað veiðarfæra, því aðferð Norð- manna á sjónum er næstum hin sama sem tíðkast á Islandi. Jeg hefi nú gjört mjer kunnugt, hvernig Norðmenn hjer í Lofoten greiða, legg'ja,og draga þorskanet. þegar mað- ur greiðir netin í bátana, gjörir maður það næstum á sama hátt og á Islandi. I milli glaskúlanna hafa menn vanalega i faðm, og sumir lítið meir, og sömul. millum steinanna, en í kúlunum hafa þeir löng bönd, líkt því sem margir hafa áður brúkað á Islandi, en sem fleztir hafa nú hætt við, og get jeg ekki í- myndað mjer, að það sje betra, einkum þegar möskvar netanna eru svo stórir eins og á sjer stað hjá oss, að kúlurnar smjúga í gegnum, því eptir því sem kúluböndin eru lengri, slæst kúlan meira til í sjónum, og því hættara við að kúl- an gangi í gegnum möskvana, en hjer eru möskvar netanna svo smáir, að kúl- urnar ganga ekki í gegnum þá. Dufl- færi netanna eru sterk, vanalega af bik- uðum köðlum, en ofan við þau mjórra tóg, og eru þar á fest duflin 3—4 á hverjum enda netatrossunnar með löngu millibili, og álít jeg það mjög gott, því þegar duflfærin eru nógu löng, og langt bil í millum duflanna, er sjaldan að þau (duflin) gangi undir, þó straumur sje, en ofan við duflfærin getur maður notað mjórra færi, og er það kostnað- arminna; en að hafa fleiri en eitt dufl, álít jeg ómissandi, því það veit jeg af eigin reynslu, að t.d. í Garðsjó, þar sem straumur er mikill, verður maður stund- um að bíða fleiri tíma eptir liggjanda, þar til duflin koma upp, en ef við brúk- uðum þann sið, að hafa 3—4 dufl á hverju duflfæri með 2—3 faðma löngu millibili, mundu þau trauðlega ganga undir, svo framarlega sem duflfærið er ekki of stutt. f*egar menn greiða hjer net í báta sína af landi, greiða þeir vanalega í. apturskutinn, en leggja þau á sama hátt og tíðkast hjá oss. Til að draga netin á, brúka þeir kefli (rulle) hjer um bil 21/., aln. á lengd, sem þannig er fest í borðstokkinn, að við hvern enda keflis- ins er stungið niður í borðstokkinn lítið flötu járni; á fremra járninu er gat á efri enda þess, og er þar í stungið járn- ás, er fastur er í enda keflisins, en á aptara járninu er opið upp úr gatinu, svo járnás sá er fastur er í apturenda keflisins, fellur niður í skarð það, sem þannig er myndað í aptara járnið.sem stendur í borðstokknum. A fremri enda keflisins er negldur hringur af þunnu járni með tönnum hringinn í kring, lík- ast því sem vanalega brúkast á vefstóls- rifi, og á það áðurnefnda borðstokksjárn er negldur stoppari, sem liggur þannig undir keflinu og gengur í hverja tönn á áður nefndum hring; þegar maður dregur upp netin, snýst keflið með, og sleppur þá stopparinn tönn af tönn, en ef að netin vilja út, sem opt á sjer stað, t. d. þegar kvika ríður undir, stendur stopparinn við, og er því ljett að halda netunum, þegar keflið stendur fast, og álít jeg slíkt kefli ómissandi, þegar net eru dregin. Keflið er fest miðskipa, og þegar menn greiða á sjó, eru netin ,greidd jafnóðum í apturskut, en hjer ieru net sjaldan greidd á sjó. þ>ví hjer 'er svo stutt róið, að menn draga netin inn, og greiða þau optast í landi, róa svo út á kveldin, til að leggja, en á hverjum laugardegi eru net tekin upp, svo framarlega sem veður leyfir, því ef nokkur lætur veiðarfæri standa í sjó yfir helgidag, verður hann fyrir útlátum, svo framarlega sem veður leyfir að taka upp veiðarfæri, og álít jeg það gott. þar sem netastappa er mikil, því þá fær fiskurinn betra rúm til að ganga, þar sem hann er óhindraður, en jeg veit að menn hafa mótbárur við því á íslandi, þar sem (eins og nú í seinni tíð hefir átt sjer stað) að svo langt hefir verið róið, og illt að koma því við, og sumir geta máske tekið upp, en sumir ekki. Allir fiskimenn brúka hjer í Lofoten ^samkynja báta, smíðaða í Helgoland í (Noregi, og hefi jeg áður lítið eitt minnzt á lag þeirra, enda vil jeg sem minnst skrifa um það bátalag, þar til jeg fæ að sjá aðrar bátasortir, er mjer máske geðjast betur að, því þó nefndir bátar sjeu hentugir hjer, þar sem svo stutt er róið, álít jeg að þeir væru ekki hentug- ir hjá oss, sem þurfum langt að sækja sjó og þess vegna að slaga, en hjer slaga menn sjaldan. Jeg læt hjer við staðar nemaíþetta sinn; en ef mjer gefst færi á að sjá eitthvað nýtt viðvíkjandi veiði- aðferð, mun jeg rita þar um svo ná- kvæmlega sem mjer er unnt. Sörvaagen í Moskenæs 3. apríl 1880. I. Hclgason. — I frumvarpi til nýrra landbúnaðar- laga er meðal annars ákvörðun í 26. gr., er heimilar ferðamönnum að æja hross- um á landi annars manns, þar sem ekki er tún eða engi, og er það glöggt fram tekið, þar sem sagt er: „Enginn getur meinað ferðamönnum að æja hrossum í landi ábýlisjarðar sinnar allt að dægri í senn, nemaþarsem er tún eða engi“. þetta er nú fyrri partur greinarinnar, og er hann allt annað en rjettarbót; ferðamanninum er með þessu gefinn meiri rjettur yfir landinu í þessu tilliti en ábúandanum ; þegar ábúandinn ekki getur meinað ferðamanninum að beita land hans borgunarlaust allt að dægri í senn, eins þó það væri t. d. hinn engelski hrossakaupmaður með fleiri hundruð hrossa, og lægi í þröngum búfjárhögum einhverrar jarðar allt að dægri í senn, ætti hann eptir þessum lögum ekkert að þurfa að gjalda; dæm- in get jeg til fært mörg fleiri, sem sýndu, hve óhafandi þessi ákvörðun er, og þar að auki stríðir hún móti 50.gr. stjórnarslcrárinnar. þ>að er nokkuð sanngjarnara til orða tekið í frumvarpi Jóns Pjeturssonar 72. gr.: „ J>að varðar eigi við lög, þó maður lofi peningi þeim, er hann hefir með- ferðis, að grípa niður í úthögum annara óumgirtum11. En þó álít jeg hentugast að hafa enga ákvörðun um þetta í lög- um, þegar ekki er að tala um jarðir, sem liggja með þjóðbraut. þ>að er vanalegt, þegar menn fara um sveitir en ekki þjóðbraut, að þeir gista á bæjum ellegar æja hjá bæjum, og ræð- ur þá ábúandinn, en ekki ferðamaður- inn hvar hestunum er beitt, enda vakir sú rjettarmeðvitund hjá almenningi, að ábúandinn eigi með landið, sem hann býr á, og þess vegna er það vanalegt, að ferðamaðurinn spyr búanda, hvar hann megi hepta hestana, en yrði áður nefnd grein að lögum, gæti þetta opt orðið öðruvísi. Svo kemur seinni part- ur greinarinnar þannig hljóðandi: „Nú er jörð á þjóðbraut, og verður fyrir til- finnanlegu tjóni af ágangi ferðamanna, og er þá ábúanda heimilt að bera sig upp um það við hlutaðeigandi sýslu- nefnd, og ef sýslunefnd virðist umkvört- un hans á rökumbyggð, skal hún ákveða hæfilegt lagagjald fyrir hvert það hross, sem áð er í landi jarðarinnar, svo það nemi hálfu dægri eða meiru; en ábú- andi heimtar sjálfur hagagjaldið af ferða- mönnum“. Jeg efast nú ekki um, að þeir sem með þjóðbraut búa og enn pá líða áfangastaði á jörðum. sínum, muni geta sannfært viðkomandi sýslunefnd um, að þeir biði tilfinnanlegt tjón af ágangi ferðamanna, og hún þar eptir ákveði hagagjaldið. En eins og nú stendur, eru ferðirnar æði kostnaðarsamar. fyrir þeim, sem langt eiga til aðdrátta,' þó ekki bættist þdð við, að þeir þyrfti að borga hagatoll fyrir hvert hross á hverjum degi. Langferðamönnunum er drjúgast upp á áframhaldið, að æja lengur og sjaldnar, og koma svo til að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.