Ísafold - 16.07.1880, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.07.1880, Blaðsíða 4
72 halda reglur fyrir byggingu á þjóðjörð- um, sem virðast nokkuð flóknar á sum- um stöðum, þó höfuðinntakið kunni að vera gott. A sama stað, bls. 105—106 finnst einnig erindi frá ráðherranum í þá stefnu, að kennarar við prestaskól- ann láti prenta fyrirlestra sína, eða noti að öðrum kosti kennslubækur annara rithöfunda. Enn fremurer í tíðindunum reglur fyrir gagnfrœðaskólann á Möðru- völlum. — Enn að nýju er búið að rífa laxa- kisturnar og brjóta úr Elliðaánum. þ>etta eru þær eðlilegu afleiðingar af hygg- indum þeirra þingmanna (sjer í lagi Benedikts Sveinssonar), sem á síðasta þingi með engu móti vildu láta breyta hinum nýju laxalögum (5. gr.) svo, að dæmt yrði eptir þeim skýlaust. j?ótt aldrei væri annað en þetta, þessi stefna og viðleitni, að rugla rjettarmeðvitund- ina og æsa menn til gripdeilda og yfir- gangs, til þess að ná rjetti sínum, þá ætti annar eins maður og Benedikt Sveinsson, aldrei framar að koma á þing. Ef slíkum mönnum tækist að neyða landsstjórnina til þess, að eptirdæmi Trampes, að panta hingað upp danska hermenn, til að halda reglu, þá hefði þeir unnið fósturjörðu sinni þarft verk. — Mál það, sem amtmaðurinn í Suður og Vesturumdæminu höfðaði gegn lands- sjóði út af skrifstofufje sínu, hefir hann unnið fyrir hæsta rjetti. Aptur hefir landssjóður unnið mál, sem stórkaup- maður Knudtson höfðaði gegn honum út af brennivínstollgjaldi. — Mælt er að kaupmenn hjer syðra hafi nú komið sjer saman um, að borga saltfisk með 40 kr. skippundið. Á Seyð- isfirði og Vestmannaeyjum gengur hann á 45 kr. skippundið. Ull borga kaup- menn hjer nú með 80 a. pundið; dúnn stendur í sama verði og í fyrra. Yfir höfuð virðist verzlunin muni verða enn þá óhagstæðari en síðastliðið ár, sökum þess að útlenda varan, sjerílagi nauð- synjar, standa nú í hærra verði enn þá. — Á amtráðsfundi suðuramtsins, sem haldinn var dagana frájo.júní til 3. júlí var meðal annars rætt, hvernig verja skyldi fje því, sem í hluta suðuramts- ins er ætlað til eflingar búnaði, og var sú stefna tekin, að fjenu bæri sjer í lagi að verja til búfræðisferða og verkfæra kaupa. Nokkrum nafngreindum mönn- um voru gefin meðmæli til þess að fá verðlaun fyrir miklar og góðar jarða- bætur. Nöfn þeirra verða kunnug, þeg- ar landshöfðingi er búinn að leggja úr- skurð á málið. Sömuleiðis var kvenna- skóla Reykjavíkur veittur álíka styrkur fyrir 1881, eins og í fyrra. Afli hefir til þessa verið hinn bezti, og mun bæði vetrar- og vorvertíð mega reiknast með þeim beztu sem komið hafa á öldinni. En hætt er við að verð- lag og, verzlun dragi talsvert úr arðin- um. Ohóf landsbúa bætir ofan á því sem á vantar, til þess að lítill ávöxtur sjáist af árgæzkunni. „Norðlingur44 fer nokkrum, en ekki fögrum orðum um úrslit málsins um þinghússstæðið. þ>ar er ýmislegt rang- hermt og sumt rangfært. |>að mun á sínum tíma gefast færi á, að Jeiða sann- leikann í Ijós. Sama blað ritar í líka stefnu um jarðarför Jóns Sigurðssonar. þ>að er ekki gott að sjá, hvað blaðinu gengur til, að sakast þannig um orðinn hlut. J>ví jarðarförin verður ekki gjörð um, þótt ritstjórinn kæmi sjáifur. Enda var hún í alla staði sómasamleg, enda þótt ritstjóri „Norðlings“ ekki kæmi að prýða hópinn. Alþingiskosiiingrtr. Mælt er,aðherra Skapti Jósepsson bjóði sig fram til þingmanns í Skagafjarðarsýslu; verði hann kosinn í Skagafirði í stað hvers sem er hinna fyrri þingmanna þessa kjördæmis, þá má með sanni segja, að Skagfirðingum eru ekki mislagðar hend- ur með alþingiskosningar. Sje það apt- ur á móti satt, sem raunar er ólíklegt, að |>ingeyingar ætli að kjósa Benedikt Sveinsson í staðinn fyrir Jón Sigurðsson á Gautlöndum, þá verður ekki móti því borið, að þeim væru mislagðar hendur, og það í meira lagi. Mælt er enn frem- ur, að Theodor bæjarfógeti Jonassen bjóði sig fram í Borgarfjarðarsýslu, sira |>órarinn Böðvarsson í Isafjarðarsýslu og Björn kennari Olsen í Mýrasýslu. |>að væri mikið vanþakklæti af Mýra- mönnum, að hafna Hjálmi Pjeturssyni, ef hann annars gefur kost á sjer; því Hjálmur er góður og samvizkusamur þingmaður, eins og hann er greindur og vandaður maður. Um kosningar í öðrum kjördæmum landsins hefir lítið heyrzt með vissu, nema í Eyjafirði álítast sjálfsagðir síra Arnljótur og Einar í Nesi. • — A bókmenntafjelagsfundi 8. þ. m. var það ákveðið, að semja skyldi »Frjettir frá íslandi« fyrir árin 1878 og 1879; var til þess kosinn hinn sami sem fyr, Valdimar prestur Briem í Hrepphólum. Embættismenn voru flestir kosnir hinir sömu sem áður: Forseti Magnús Stephensen, skrifari Helgi Helga- sen, fjehirðir Ami Thorsteinssen (í stað Hallgríms Sveinssonar, sem baðst undan kosningu). — Með gufuskipinu Camoens, sem kom hjer 14. þ. m. frá Skotlandi, frjettist, að Jón Hjaltalín í Edinborg hefir fengið forstöðu- mannsembættið við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, en þorvaldur Thoroddsen kennaraembættið við sama skóla. Sömuleið- is frjettist að Friðrik Petersen (Færeyingur) og Guðni Guðmundsson hafa nýlega tekið embættispróf, báðir með 2 einkunn (haud primi gradus), hinn fyrri í guðfræði og hinn í læknisfræði. .Lög uui brúargjðrð yfir þjórsá Og' Ölflisá hafa til þessa ekki náð stað- festingu konungs. Tímarit Bókmcnntafjelagsins*, 2. hefti, er út komið, og hefir inni að halda tvær fróðlegar ritgjörðir, um straumana umhverfis landið, og um fornleifar. VEÐUEÁTTUFAR í REYKJAVÍK, í JÚNÍMÁNUÐI. þennan mánuð másegja, að veðurhafiyfir höfuð verið einstaklega hlýtt og gott; fyrstu viku mánaðarins var veður stillt (optast logn) með talsverðri úrkomu; 8. var hvasst ánorð- an, en svo aptur hægur, ýmist á austan eða sunnan með rigningaskúrum, þangað til 18., að hann var hvass á austan, en bjart veður; síðan var veður bjart og stillt til hins 24., að hann gekk til landsuðurs í nokkra daga, svo aptur logn eða útræna og bezta veður. Hitam. var hæstur (um hád.) 18. + 15°R. ---- —lægstur(-------) 5.14. + 6°R. Meðalt. um hád. fyrir allan mán. +9,05°R. ----á nóttu — — — +5,06'R. Mestur kuldi á nóttu (aðfaranótt hins 8. og 9.) .......... + 2°R. Loptþyngdarmælir hæstur 2. og 3. 30,30) "g --------------- lægstur 12.... 29,35:4 Að meðaltali ............... 29,58 f| Rvík J 80. J. Júnassen. Fyrirspurn til E. þórðarsonar. Mig langaði til að eiga Passíusálmana, en mjer brá heldur en ekki í brún, þegar jeg heyrði, að þeir kostuðn í snotru bandi, 2 kr. 50 a., því jeg er ekki rílcur. — Eins og á sálmunum stendur, lcosta þeir óbundnir 66 a., (ó)myndin framan við þá (sem mætti selja á 2 eða 3 aura), lcostar 15 a., og eptir þessu kostar því bandið 1 kr, 69 a. Hvernig stendur nú á því, að viðlíka band á hinni dönsku lestrarbók Stgr. Thorsteinssonar, sem að öllu leyti er meira en helmingi stærri, er selt fyrir eina60a., en bandið á Passíusálmunum 1 kr. 69 a. ? Kristján. AUGLÝSINGAR. Hjá undirskrifuðum fæst til kaups : FORTEPIANO, vandað, nokkuð brúkað. JARNSTOLL, sem má hafa fyrir rmnstœði. SAUMAVJEL, vönduð, til að stíga. BROKKBÖND, ný, mjög vönduð. VINDLAR, margar tegundir, og FRANSKT RAUÐVÍN. Allt með bezta verði. Reykjavík 10. júlí 1880. Kr. 0. porgrímsson. Fyrir haustið kemur út, á mitt forlag, REIKNINGSBÓK, eptir J>. Thóroddsen. Bókin er samin með tilliti til laga 9. jan. þ. á. um uppfræðingu barna í skript og reikningi. Verðið mun ekki verða yfir 60 aura. Presta og aðra, sem þurfa bókarinn- ar, bið jeg að láta mig vita það sem fyrst, því töluvert af upplaginu er þegar pantað. Reykjavík, 14. júlí 1880. Kr. (). porgrimsson. SVISSAR-OSTAR, KRISTÍANÍU-ÖL, MYSU-OSTAR og KONÍAK og GAMAL-OSTAR W I S K Y fæst í hinni iwrsku verzlun í Reykjavík. Nýjar birgðir aif NÍBURSOÐNUM MAT- VÆLUM (kjöti og fiski) frá Mandals Pre- serving Co., eru nú komnar til hinnar norsku verzlunar í Reykjavík. Frá Skildinganesi tapaðist aljarpur HEST- UR 5 vetra gamall, marklaus á eyrum aðmig minnir, en á báðum framhófum brennimerkt- ur með 'híi. Sá sem kynni að hitta þennan hest, er beðinn að gjöra svo vel að afhenda hann hið allrafyrsta—mótborgun—til járn- smiðs Björns Hjaltsted í Reykjavík. p. t. Reykjavík, 16. júní 1880. porgrímur Gudmundscn. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.