Ísafold - 16.07.1880, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.07.1880, Blaðsíða 3
71 borga hagatoll í hverjum áfangastað, en sá sem ekki ferðast nema i eða 2 daga á fram, getur optast sloppið við að borga hagatoll, en litlu munar það fyrir búandann, hvort hrossin bíta 5 kl,- tíma og 50 mínútur ellegar 6 kukku- tíma. Enn sá sem einhverra orsaka vegna ekki komst af stað fyrr en eptir 6 stundir, hann á nú að fá að borga. Jeg þarf ekkiað færa til dæmi, því það er auðsætt hverjum heilvita manni, áð þegar ekki eru lögákveðnir áfangastaðir og ferðamaðurinn er sjálfráður, hvar hann æir, nema þar sem er auðsjáan- lega tún eða engi og menn opt eru á ferð nótt sem dag, þá yrði innheimta á hagagjaldinu svo dýr, argsöm og óvin- sæl, að flestir mundu, heldur enn eiga í slíku, fyrirbjóða alla áfangastaði á sínu landi, eins og margir eru nú farnir að gjöra. Og til þess hafa menn fullan rétt. „Eignarrjetturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings þörf krefji, þarf til þess lagaboð og komi fullt verð fyrir11. (Stjórnarskráin 50. gr.) J>essi grein gefur ábúandanum rjett til að banna sjerhverja brúkun á landi hans án hans leyfis, það er miklu meira tjón að því, að hrossum sje beitt til og frá um haga manns, þarsem þjóðbrautliggur yfir land hans, en þó skorið væri torf eða slegnir nokkrir hestar af heyi, það er því fyllsta nauðsyn fyrir alþing sem fyrst að ráða bót á hinum fjarskalega ágangi, sem einstakar jarðir verða fyrir af ferðamönnum, ogþað því heldur,þegar litið er til hins vaxandi hrossafjölda víst hjer á suðurlandi til ómefanlegs tjóns fyrir landbúnaðinn. Af því á hinn bóginn er ómögulegt fyrir menn að ferðast, ef þeir ekki geta fengið að æja hestum sínum, þá er nauð- synlegt, að nefnd manna í hverri sýslu væri falið á hendur, að tiltaka hæfilega þjetta áfangastaði með glöggum um- merkjum, sem hverjum ferðamanni væri auðsæir, og ætti sjerhverjum ferðamanni að vera heimiltaðæja þar fjenaði þeim, er hann hefur meðferðis, borgunarlaust. En ef ferðamaður sleppir hrossum eður fjenaði, er hann hefir meðferðis, útyfir ákveðin mörk, sæti hann ábyrgð fyrir, eins og sá sem beitir land annars manns vísvitandi. Nefndarmenn eiga að meta landið til peningaverðs, og á eigandan- um síðan að borgast það að fullu. Svo ætti sá, sem áfangastaðurinn liggur í landi, að hafa umsjón á, að enginn gjöri þar jarðrask, eður skeri torf eður þvílíkt, er skemmi grassvörðinn, en þar á móti ætti honum að vera vítalaust, þó skepn- ur hans bíti þar, en ekki má hann sitja þar að fjenaði, þá hlyti jörðin líka að lækka að dýrleika við það, að þetta land væri tekið frá henni og lagt til almenningsþarfa, ef hún áður hefði verið rjett metin. J>ó margt þyrfti fleira að athuga hjer við, þá er það ekki meining mín með þessum línum að rekja það út í yztu æsar, jeg væri líka illa fær til þess Elliðakoti, i Júní 1880. Guðm. Magnússon. Uiu vatnsveitingar Eptir Olaf búfræðing Olafsson. Vatnið færir með sjer áburðarefni, frá túnum, haugstæðum og öðrum feit- um stöðum, uppleysir steintegundir (mi- neralstoffer) og flytur með sjer til lægra liggjandi sfaða. Flestir munu játa, hversu áríðandi það er fyrir jurtirnar að hafa nóg af vatni; hversu harðvelli sprettur illa í þurkasumrum. Urtirnar innihalda 70 til 8o°/» vatn, og má þá nærri geta hvað þær líða í langvinnum þerrum á sumrum, og þá einkum framan af, með- an þær eru í uppvextinum; er því opt, að þótt votveðrasamt verði þegar á líð- ur, þá er þó grasbrestur, ef vorið hefir verið þurt, því urtirnar geta þá ekki náð sjer, af því að kýtingur kom í þær í uppvextinum. Ekki er það heldur ein- hlítt, að jörðin innihaldi nægð af urta- fæðu (áburði), ef hana vantar vatn, því flest áburðarefni, mega til að vera í því ásigkomulagi, að þau sjeu uppleysanleg í vatni, ef urtirnar eiga að geta tekið þau sjer til fæðu. Enn fremur eykur vatnið hita jarðarinnar með því að fyr- irbygg'ja næturfrost og vorkulda. J>að hefur varanlegri hita en loptið eða með öðrum orðum, það kólnar ekki svo fljótt. Á nóttunni er það heitara en loptið, á daginn kaldara. Ef maður nú gæti því við komið, að veita vatninu á á kvöldin og af á morgnana, þá mundi engið fá meiri meðalhita, en ef það annaðhvort hefði vatnið eingöngu eða loptið, og eptir því gæti maður vonast eptir meira heyi. En þar eð margar þær kringumstæður geta verið, að menn ekki geta komið þessu við, þá er betra að láta vatnið vera á dag og nótt, svo lengi sem búast má við næturfrosti, en að vera að veita því af einstaka morg- un, og svo ef til vill ekki veita því á aptur á kvöldin, því ein nótt er nóg til að eyðileggja hina ungu og veiku frjó- anga, ef kalt er. J>egar ekki er leng- ur að óttast næturfrost, má láta engið liggja þurt 2—4 daga. Hjer gjöri jeg ráð fyrir, að ekki sje svo mikið vatn til, að veitt verði á allt engið, er þá einn partur þess látinn liggja þur svo lengi sem næturfrost eru; en úr því veitt á hina einstöku hluta þess til skiptis. I stuttu máli sagt gjörir vatnið, þetta gagn: 1. J>að veitir áburð. 2. Vökvar grasið. 3. Hjálpar til að uppleysa næringar- efni jurtanna. 4. Eykur hita jarðarinnar. 5. Drepur mosategundir. Aptur á móti getur maður sagt, að það gjöri ógagn: 1. Við að gjöra jörðina súra. 2. J>að getur uppleyst of mikið af nær- ingarefnum jurtanna og jafnvel flutt þau burt. 3. Uppleysir eitruð efni. 4. Gjörir jörðina kalda. Bændum mun þykja kynlegt, að vj er- þannig tölum um að vökva tún og engi,'samhliða ogveriðer að ráðleggja að skera fram og þurka upp tún, engj- ar og mýrar. En þetta tvennt getur vel samrýmzt. J>að eru mjög ólík áhrif, sem mýrar- vatn og stöðupollar hafaájarðveg og gras- vöxt, ogvatn semveitter áúrám eðalækj- um. Mýrarvatnið gjörir jörðina súra og kalda, fyllir holur og æðar 'hennar, svo loptið kemst ekki að með sín gagnlegu áhrif, það heldur málmtegundum upp- leystum, t. d. járni, svo það bindur sig við loptsins súrefni og myndar ..járn- oxydat“, sem er eitur fyrir jurtirnar. En þegar engin eru skorin fram, með opn- um skurðum eða lokrásum, verður jörð- in heitari, sýran (humussyren) hverfur, og járnið samlagast súrefni loptsins og verður að „járnoxyduloxyd11, sem ekki skaðar jurtaríkið. Ef brennisteinssýra er í mýrunum, getur járnið við framskurðinn samein- ast henni, og orðið að brennisteinssúru „járnoxyduloxyd11, sem einnig er eitur fyrir grasið; til að koma í veg fyrir þetta, getur maður sáð „kalki11, sem brenni- steinninn sameinast, og verðurþábrenni- steinssúrt kalk (Gibs), sem er ágæt jurtafæða. Til þess að geta skorið skurðinn svo, að hann færi vatn á engið, þar sem það er hæst, þarf fyrst að mæla hallann, og ætti að skera skurðinn svo, að hall- inn á honum yrði 1 fet á 400—500 feta lengd. Sje hallinn meiri, verður að skera beint niður eptir, og myndast þá foss; verður maður að leggja grjót í botninn undir bununa. Stærð skurðarins verð- ur eigi ákveðin, því stærð áveizluengis- ins, og vatnsmegnið, hlýtur þar að ráða, en dýptin er vanalega 1 — i1/^ fet. Seitluengi má skipta í marga flokka, en að þessu sinni vil jeg að eins nefna 3 hinar almennustu aðferðirnar: 1. Hin náttúrlega aðfcrð' er sú kostn- aðarminnsta, einfaldasta og sú ófull- komnasta, er hún að öllu eins og sú næst á eptir að öðru, en skurðirnir eru skornir í króka og hlykki, eptir því sem þeir eptir hallamælinum geta legið lárjettir þvert yfir hallann. Verður þannig sumstaðar langt á milli þeirra, en sumstaðar koma þeir rjett saman, þar sem hallinn er mestur. Er það því mjög erfitt að fá vatnið til að seitla jafnt yfir engið, einkum ef það er ó- sljett. Vatnið tapar krapti við að seitla lengi yfir engið, áður það nái rennun- um aptur. Aðferð þessi er víða brúk- uð, því hún er bæði kostnaðarlítil og fljótleg. Verður það að líkindum hún, sem hjer á bezt við af áðurtöldum á- stæðum. (Niðurl. síðar). — Af Stjórnartíðindum 1880 B. 14 bls. 100 sjest, að ráðherrann ekki álít- ur gjörlegt að leggja það til, að frum- varp til laga um skyldu presta til a& sjá ekkjum sínum borgið' með' fjárstyrk eptir sinn dag nái staðfestingu konungs. En á hinn bóginn leiðir ráðherrann athygli landshöfðingja að því, hvort ekki væri tiltækilegt að stofna sjerstakan eklcju- sjóð á Islandi í líkingu við ekkjusjóði þá, sem eru í hverju stipti í Danmörku. Sömu tíðindi 15, bls. 106 hafa inni að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.