Ísafold - 30.07.1880, Side 2

Ísafold - 30.07.1880, Side 2
74 ■sókn á hendur ráðherrunum, þar til er nýjar almennar kosningar eru um garð gengnar, eptir 2 ár, til þess að veita almenningi kost á að láta uppi sinn vilja í þessu efni, — eða þá, segir stjórn- arflokkurinn, — til þess að geta valið svo menn í lög'þingið, að málið hljóti þau úrslit í ríkisdómi, sem þinginu lílc- ar. Forseti fyrir þinginu í þessu máli sem öðrum þjóðmálum var Johan Sverdrup, hinn nafntogaði þingskör- ungur, og þótti sýna þar ágæta fram- göngu, enda gengur nú hans frægð fjöll- um ofar um land allt; því þjóðinni þyk- ir sem hún hafi sjálfsforræði sitt úr helju heimt fyrir atkvæði þingsins i þessu máli. Björnstjerne Björnson hefir og látið vel og sköruglega til sín taka í þessu máli í gegn stjórninni. Olokið þingi hjer enn. þ>að eru herlögin, sem lengst þvælast fyrir; ætla að lenda í samþingisnefnd á endanum. Fulla viku stóð 4. umræða úm þau núna í fólksþinginu, og mesta mildi, að þau komust lífs þuðan aptur, yfir í lands- þingið. Tveir menn nafnkendir dóu hjer í f. m.: Mourier, forseti í hæstarjetti, og Dirckinck-Holmfeldt barún, fyrrum amt- maður, báðir um áttrætt. Afhjúpað 26. f. m. í Rosenborgar- garði eirlíkneski skáldsins H. C. An- dersen, með mikilli viðhöfn. Hjer varð fágætur atburður í bæn- um fyrir skemmstu, 18. f. m.,sem mjög hefir orðið tiðrætt um síðan, fyrir ýms atvik, er þar að lutu : Manni veitt bana- tilræði með skotum á fjölförnu stræti umhádag, af ungri stúlku af heldri stig- um. Skotin voru 3, úr marghleypu; kom eitt í hendina mannsins, en 2 misstu hans. Maðurinn var læknir, Leerbeck að nafni, roskinn nokkuð, hálfsjötugur rúmlega, og tilefni morðræðisins það, að því er stúlkan bar fyrir sig og nú er talið nokkurn veginn fullsannað, að hann hafði framið við hana svívirðileg- an glæp einhverju sinni, er hún ætlaði að leita sjer lækninga hjá honum. Stúlk- an heitir Anna Hude, hafði verið sett til bókar og var um það leyti að verða stúdent. Læknirinn var settur*í varð- hald, við framburð stúlkunnar, en hengdi sig þar næstu nótt, og kom sjer þann veg undan manna höndum. Stúlkan bíður nú dóms. J>arf eigi þess að geta, að hann mundi naumast þungur, ef al- menningsálit fengi þar nokkru um að ráða, og það því fremur sem stúlkan hafði haft á sjer bezta orð. J>að er sagt, að sjálfsmorð sjeu ó- víða eða hvergi jafnalgeng og í Dan- mörku, en þó hefir líklega eigi í ann- an tíma kveðið meira að þeim hjer í Höfn, en umþaðleytisemLeerbeckþessi kvaddi heiminn: fyrirfóru sjer þá hjerí bænum 6 menn aðrir á einum vikutíma, sinn með hverju móti. -En sagt er að það hafi þó verið laust við hans óþokkamál. — Ár 1880 mánudaginn 19. júlim. var í hinum konunglega yfirdónri í málinu Nr. 28/1880. Dr. Grvmur Thomsen sem varaforseti þ>jóðvinafjelagsins gegn Jóni Jónssyni, landshöfðingjaritara, kveðinn upp svo látandi Dómur: Með stefnu dagsettri 20. dag maí- mán. þ. á. hefir varaforseti jýjóðvinafje-1 lagsins, Dr. Grímur Thomsen, skotið til yfirdómsins dómi, gengnunr á bæjar- þingi Reykjavíkur kaupstaðar 29. dag aprílmán. þ. á., og er hinn stefndi, landshöfðingjaritari Jón Jónsson, með þeim dómi dæmdur til innan 15 daga frábirtingu dómsins að gjöra áfrýjand- anum, varaforseta hins íslenzka f>jóð- vinafjelags, Dr. Grími Thomsen: 1. full reikningsskil fyi'ir fje því, erhann á tímabilinu frá alþingislokum 1877 til alþingisloka 1879 hefir veitt mót- töku fyrir hönd hins íslenzka J>jóð- vinafjelags, og skila því fje, er það enn kann að eiga í vörzlum hans; 2. gjöra greín fyrirþeim bókum nefnds fjelags, sem hann hefir tekið við, og skila þeim, sem enn þá kunna að vera í hans vörzlum, og sömuleiðis eldri reikningum fjelagsins, að við lagði'i 5 kr. sekt fyrir hvern þann dag fram 3>fir ofan til tekinn tíma, er hann lætur farast fyrir að fullnægja dómi þessum í sögðu tilliti. Svo er hann og' dæmdur tilaðgreiða áfrýjanda í málskostnað 12 kr. Hefir áfrýjandi krafizt fyrir yfirdóm- inum, að dómur undirrjettarins verði staðfestur, og að hinn stefndi verði dæmdur til að greiða áfrýjanda fyrir hönd J>jóðvinafjelagsins fyrir yfirdómi málskostnað með 30 kr. eða einhvei'ju nægilegu, eptir mati rjettarins. Hinn stefndi hefir ekki gagnstefnt málinu, og hafði hann þó fengið 3 vikna frest til þess, heldur hefir hann, eptir að fresturinn var liðinn, lagt fram stefnu dags. 13. maímán, þ. á., sem átti að koma fyrir yfirdóminn 26. júlímán. næst á eptir, og samkvæmt þessari stefnu hefir hann krafizt að verða sýknaður af kærum og kröfum áfrýjandans í þessu máli, og að hann verði skyldaður til að greiða honum málskostnað bæði fyrir undir- og yfirdómi eptir mati rjettarins. Hefir hann viljað rjettlæta þessa aðferð sína með þvi, að áfrýjandinn hafi nefnt þá stefnu, er hann tók út í málinu, gagnáfrýjunarstefnu. En eins og það er rjettmæli, að á- frýjandinn hefir nefnt stefnuna gagná- frýjunarstefnu, af því stefndi var búinn að taka út og láta birta aðaláfrýjunar- stefnu, þegar hin var tekin út, eins gat hinn stefndi ekki, svo þýðingu hefði, lagt fram stefnu þá, sem hann hafði j tekið út, fyr en hún að rjettu lagi átti j að koma fyrir, nema mótparturinn sam- þykkti það, en það hefir hann ekki gjört, heidur miklu fremur mótmælt því. Með því hinn stefndi þannig ekki hefir gagnáfrýjað málinu, er ekki unnt að breyta hinum áfrýjaða dómi honum í hag, heldur ber, samkvæmt kröfu á- frýjandans, að öllu leyti að staðfesta undirrjettardóminn. Málskostnaður fyrir yfirdómi virðist eptir atvikum eiga að falla niður. J>ví dæmist rjett að vera: Hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi skal óraskað. Mélskostnaður fyrir yfirrjett- inum falli niður. Dóminum að fullnægja innan 8 vikna fi'á lögbirtingu hans undir aðför að lögum. TJiu vatnsTeitingar. Eptir Ólaf búfr. Ólafcson. (Niðurl. frá blaðg. 71). 2. Hengiaðferð er að eins breytt úr hinni hjer á undan. og er töluvert fullkomnari. Er hún brúkuð í brekk- um og börðum, þegar hallinn er svo mikill, að henni verði við komið. Skurð- irnir ei'u hjer einnig skornir þvert yfir hallann, og miðaðir eptir hallamælin- um, en af því þeir verða þá krókóttir, gjörir maður þá beina með því, að setja línu eptir pinnunum, en þó svo, að hún liggi hjer um bil mitt á milli þeii'ra allra. Hjer verður maður að haga því mikið eptir kringumstæðum. og eptir því sem vatnsveitingamaðurinn sjer það hentug- ast á þeim og þeim stað. J>egar skurð- irnir eru skornir, veitir maður vatninu í þá og jafnar barma þeirra, svo að vatnið seitli jafnt yfir þá, ekki meir á einum stað en öðrum, að því búnu byrj- ar maður að sljetta á milli þeirra. J>etta á við þar sem ekki er þýft, sje mikið þýfi, er sjálfsagt að stinga þúfurnar fyrst niðr, og rista svo skurðina. Af því það er nauðsynlegt, að vatnið seitli jafnt yfir engið, verður maður að sljetta það með því að flytja jörð úr hólum og bölum niður í lægðirnar, en þá verður að gæta þess, að eyða ekki grasrótinni, heldur skera hana ofan af, og leggja hana síðan yfir hið sljettaða á eptir. Á brekkubarminum sker maður stór- an skurð i álnar breiðan og i fet á dýpt. I skurð þenna leiðist vatnið frá ánni, læknum eða vatninu, 2 ál. fy>rir neð- an sker maður skurð af vanalegri stærð, síðan mælir maður 10—15 álnir í milli skurðanna. Hjer á landi mætti máske vera noklcuð lengra á milli skurðanna, því jeg ímymda mjer, að vatn hjer sje máske kröptugra pn í öðrum löndum. Við hvern 8.—10. skurð, eptir sem engið er stórt, sker maður skurð af sömu stærð, sem á brekkubarminum, setur 2 álnir á milli til næsta skurðar, o. s. frv. jþvert yfir alla lárjettu skurðina, er j ristur skurður, sem má vera þrístrendur

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.