Ísafold - 18.08.1880, Síða 1

Ísafold - 18.08.1880, Síða 1
VII 20. Reykjavik, miðvikudaginn 18. ágústmán. 1880. Útlendar frjettir. Khöfn 21. júlí 1880. jþjóðhátíðin á Frakklandi 14. þ. m. er nú aðal-umtals- efni allra frjettablaða. Hún var svo glæsileg, sem fram- ast má verða, og fór svo vel og skipulega fram, að ekk- ert varð til lýta fundið. Um 600,000 manna voru aðkom- andi í París hátíðardaginn, þar á meðal mikill fjöldi frá öðrum löndum. Meðal hátíð- arbrigðanna þar bar einna mest á hersýningu mikilli. á kappreiðarvöllunum Long- champs fyrir utan borgina í viðurvist ríkisforsetans Gré- vy, ásamt þingforsetunum Gambetta og Leon Say, og miklum múg og margmenni. Herinn er augasteinn þjóðar- innar, og hefir aldrei verið jafnblómlegur og nú; .svo er kappsmunum þjóðvaldsstjórn- arinnar fyrir að þaltka og eindrægni þings og þjóðar í þeirri grein, þrátt fyrir alla flokkadrætti í öðrum mál- um; enda er mjög orð á því gjört, hve vænlegur öllum áhorfendunum, útlendum jafnt sem innlendum, hafi litizthann í þetta sinn, og þess getið meðal annars til dæmis, að Canrobert marskálkur, fyrr- um hershöfðingi Napoleons þriðja, og sfðan fyllandi flokk keisarasinna, hafi klökknað við, og eigi getað orðabund- izt við forsetana um, hvern sóma hin nýja stjórn hefði af því að hafa komið slíkum her á fót. þ>að fylgdi hersýning unni, að ríkisforsetinn fjekk; hersveitum þeim, er látið höfðu merki sín f'yrir þ>jóð- verjum f ófriðnum síðasta, 1870—71, í hendur nýjafánaj f þeirra stað, mjög prýðilega,| ogmælti um leið nokkurorðj fögur og áhrifamikil, sem__ honum er lagið; og var sú athöfn hátfðlegasta. Fám dögum fyrir hátíðina var lög- tekið frumvarp stjórnarinnar um upp- gjöf saka við upphlaupsmennina frá 1870—71, eptir nokkurn hrakning milli þingdeildanna, vegna mótspyrnu öld- ungadeildarinnar; hún varð að láta und- Til LANDSH0VDING HILMAR FINSEN °g fru OLUFA FINSEN 11 skjönne Sol, du skjönne Sommerglöd, i§> som straaler i .det Fjerne gyldenröd, hvor ofte trylled du ei over Voven et Glædeskys, et Pust fra Bögeskoven ! Fra Danmark kom det, og til Danmark hen af Kærligheden bares det igjen— og skjöndt det dengang viftede fra Norden saa var det varmt, og ændsed ikke Jorden. Det gjorde godt for Eder, Mand og Viv, at faa det varme Kys af Sydens Liv, I, som forlod det kæreste paa Jorden, for os at pleje i det kolde Norden. Men saa kom Sorgen, saa kom Dödens Bud, og saa kom Afskedsvinket, saa kom Gud— det skummed og det sused over Voven— det var det kolde Pust fra Bögeskoven. Vi deler og med Eder denne Sorg, men Gud vor Herre er saa fast en Borg; den Haand, som sænker Livet ned i Döden, den hæver det igjen til Morgenröden. Gid denne Barndomstro i Eders Bryst og Eders Hjerter blomstre stærkt og tyst! Den yder Kraft og Tapperhed i Livet, thi den er jo af selve Herren givet. B. G. hin an síga að lokum. Voru þeir þannig teknir í frið og grið fyrir hátíðina, eins og stjórnin hafði fyrir hugað, og komu margir þeirra til Parísar um það leyti, þar á meðal Rochefort, hinn alræmdi æsingaseggur. Skríllinn í Parfs hópaði sig þúsundum saman að brautarstöðv- unum til að fagna honum, þegar hann kom. Og daginn eptir, þjóð- hátfðardaginn, byrjaði Ro- chefort á nýju blaði, í sama anda og fyrrum, og veittist einkum að Gambettu. þ>að eru þakkirnar, sem hann fær. Stórveldin rituðu Tyrkja- soldáni öll í einu lagi áskor- un um að taka til greina úrskurð Berlínarfundarins í f. m. í landaþrætumálinu við Grikki, en hann sagðist þurfa umhugsunarfr est þang- að til í öndverðum næsta mánuði. Allt lýtur að því, |að málið verði eigi kljáð öðruvísi en á vopnaþingi. I Grikkir hafa fengið sjer frakkneskan hershöfðingja, Bourbaki, til þess að standa fyrir liðsbúnaði hjá sjer. Fyrir skömmu frjettist, að soldán hefði beðið um og fengið hjá fýzkalandskeis- ara 12—13 fjárstjórnarem- bættismenn þýzka til að reyna að koma betra lagi á fjárstjórn ríkisins; en allir ganga að því vfsu, að þar búi engin alvara undir. Fyrir fám dögum varkona Skobeleffs hershöfðingja hins rússneska myrt til fjár ásamt þjónustustúlku sinni og fylgdarmanni áskemmti- ferð skammt frá Philippo- polis í Austur - Rúmilíu. Morðinginn var fyrirliði úr landvarnarliðinu þar, en rússneskur að kyni. Hann rjeð sjer bana áður en hann varð handtekinn. Herlagamálinu hjer á rík- isþinginu ætlar að reiða bet- ur af en á horfðist. |>að komst í samþingisnefnd. þar varð að vísu ekkert samkomulag, en á meðan nefndin var að þinga um mál- ið, komu nokkrir atkvæða- menn úr öðrum vinstri- flokknum, „vægðarmenn“, er svo nefnast, fram með nýtt frum- varp, viðauka við hin eldri herlög, svo lagað, sem hægrimönnum líkaði að miklu leyti og að undirlagi þeirra. „Káppsmennirnir11, Bergsliðar, urðu æfir við, sem nærri má geta, þótti hjer vera svik í tafli eða því líkast, en mega nú eigi að gera; þeir hafa engan afla við

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.