Ísafold - 18.08.1880, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.08.1880, Blaðsíða 2
78 hina flokkana báða saman, hægrimenn og- vægðarmenn, og er hið nýja frum- varp nú langt á leið komið í fólks- þinginu og þar með hólpið, því lands- þingið vita menn að lætur sjer það vel líka. Georg Grikkjakonungur er nú hing- að kominn i kynnisferð til foreldra sinna, og drottning hans Olga einnig frá Pjet- ursborg. Náttúrufræðingafundur í Stokkhólmi 7.—14. þ. m., frá öllum Norðurlöndum, um 700 manns. Kböfn, 31. júlí 1880. þúnglok hjer 24. þ. m., loksins, eptir nær 10 rnánaða þingsetu, eða 293 daga, og er það meira en dæmi finnast til bæði hjer og annarstaðar; langlengsta þingseta ríkisþingsins önnur en þessi hefir verið 243 dagar (1866—67). I grundvallarlögunum er eigi gjört ráð fyrir lengri þingsetu en í 2 mánuði. Til þess fyrir fám árum var þingkostn- aðurinn rúml. 200,000 kr. á ári að með- altali; nú komst hann fram undir 800,000 kr. J>ó eru dagpeningar þing- manna eigi hærri en fyr: 6 kr. Attatíu og fjögur lagafrumvörp hafði þetta langa þing til meðferðar: 63 frá stjórninni, 21 frá þingmönnum. þujátiu og níu náðu fram að ganga, þar á með- al ekki nema 2 af þingmannafrumvörp- unum. Höfuðárangur þingsetunnar eru ný herlög tvenn: fyrir landherinn og sjó- herinn, sem hafa verið að hrekjast á þingi í 7 ár samfleytt, sakir andróðurs vinstrimanna, og varð nú sundurlyndi þeirra lögunum til bjargar á endanum. Stjórnin og hennar lið, hægrimenn, eiga þar góðum sigri að hrósa, þótt nokk- urs þyki á vant. Frumvarpinu um landherinn lá við falli hvað eptir annað fram undir þinglok, þar til er málið komst í samþingisnefnd, og „vægðar- menn“, þá er þar fjekkst ekkert sam- komulag, bjuggu til nýtt frumvarp, við- auka við hin eldri herlög, sem síðan var rætt og samþykkt í snatri, þing- skapalaust, og lokið við þinglausnar- daginn. Eptir lauslegri áætlun verður kostnaðurinn til landhersins eptir hin- um nýju lögum rúml. 200,000 kr. meiri en áður, eða nál. 8% milj. kr. á árialls; til sjóhersins og sjóvarnanna ganga 5 —6 milj. kr. á ári. þ>að sem stjórnar- mönnum þykir enn á bresta, til þess að landið megi heita vel við búið ófriði, er, að herskipastóllinn sje aukinn tölu- vert’ og Kaupmannahöfn viggirt. Víg- girðing Kaupmannahafnar er ætlað að mundi kosta um 42 milj. kr., að með- töldu kastalahverfi utan víggarðsins, á sjó og landi. Garðurinn verður um 40,000 álnir á lengð; hann þarf nefni- lega að vera rúmlega 1 mílu fyrir utan borgina, af því að fallbyssur eru nú orðnar svo langdrægar. þetta er nú að vísu eigi komið fengra en á papp- írinn enn, í blöðum og bæklingum. Önnur merlc lög frá þessu þingieru víxlbrjefalög, til orðin með samtökum við Norðmenn og Svía, svo að nú ganga ein vixlbrjefalög yfir öll Norðurlönd; lög um umsjón með sparisjóðum; um fjárforráð giptra kvenna; um lánstofn- anir handa jarðeigendum hinum smærri. Nýdáinn erhjer Buntzen yfirlæknir, um sjötugt. Tyrkjasoldán hefir færzt undan að gegna áskorun stórveldanna frá Ber- línarfundinum viðvíkjandi landaþrætu- málinu við Grikki. Svar frá þeim apt- ur heyrist ekki getið um enn þá. Tal- að um, að þau muni Ieggja saman í flotaleiðangur á hendur Tyrkjum, til að ógna þeim, eða þá meir; en þeir hafa viðbúnað eptir föngum til fands og sjávar. Margar spár um, að nú dragi að þeirra skapadægri. Öll von þeirra er á því byggð, að samheldni stórveld- anna þrjóti, er til kastanna kemur, enda hefir það fyr orðið þeim til bjargar. Abdurrhaman prins hefir tekið ríki í Kabúl í Afganistan með samkomulagi við Breta, og bjuggust þeir því til að snúa á braut þaðan með lið sitt og fá þannig lokið ófriðnum. En í sama mund skall á þá hríð úr annari átt, frá Ayub, jarli í Herat, útnorðurfjórðungi landsins (Afganistans), bróður eða ná- frænda Jakobs konungs. Hann hafði haft liðsafnað, Bretum að óvöru, rjeðist að einni höfuðsveit þeirra hjá Kanda- har, og vann hana i skæðri orustu. þ>essi tíðindi eru nýorðin, og því eigi sannspurt um manntjón Breta, en mikið orð á því gert. þ>eir búa nú lið af nýju, bæði frá Indlandi og heiman frá Eng- landi; verður því að líkindum enn langt að bíða endaloka þessa ófriðar. Belgar halda í sumar þjóðhátiðmikla til minningar þess, að liðin er hálf öld síðan þeir brutust undan Hollendingum og urðu sjálfum sjer ráðandi. jpeim hefir vegnað prýðilega síðan, eins og kunnugt er, og stjórn landsins farið svo vel úr hendi, að fyrirmynd þykir. Rochefort hamast í París gegn Gambetta og stjórninni, en fær svo lít- inn byr, að lítill eða enginn uggur stendur af honum. fjóðhátíðarhaldinu var haldið áfram marga daga eptirþann 14., bæði í París og annarstaðar; Gam- betta mestur hrókur alls þess fagnaðar. Fornleifafjelagið. þ>ann 2 ágúst þ. á. var haldinn árs- fundur í fornleifafjelaginu- Fundurinn byrjaði með því að varaforseti fjelags- ins Sigurður Vigfússon hjelt fyrirlestur um hinar síðustu rannsóknir fjelagsins á Kjalarnesi, Hvalfjarðarströnd, Geirs- hólma, o. fl. A Kjalarnesi var skoð- aður Leiðvöllur þar sem elzta Kjalar- nesþing á að hafa staðið, sömuleiðis Hof á Kjalarnesi. Síðan skoðaði hann Harðarhólma, mældi hann og tók landa- brjef af honum, og er hólminn 250 fet á lengd og 100 fet á breidd, síðan skoð- aði hann alla þá staði á Hvalfjarðar- strönd, sem við koma ILarðarsögu, og reyndist lýsing sögunnar á þeim hin nákvæmasta. Síðan skoðaði hann „blót- húsið“ á J>yrli, tók fyrst teikningu af því eins og það leit út áður en gröftur var byrjaður, og Ijet svo grafa út alla tópt- ina að utan og innan. Hún hafði öll forn kennimerki. Hún er 57 fet á lengd, og 17 fet á breidd, hvorttveggja út á ytri hleðslur. Afhús er í öðrum enda húss- ins og engar dyr á milli; á aðalhúsinu eru dyr á hliðvegg nær öðrum enda, og á sama hliðvegg eru útidyr á af- húsinu. Grjótbálkur (stallur) fannstíaf- húsinu, á móti dyrunum, og fannst beggja megin við hann öskuþró, og nokkuð af ösku, hrosstennur fundust í öskunni. Blótsteinn sem á að hafa verið í hofinu, fannst í bæjarveggnum á jpyrli, hann var tekinn úr^veggnumog iriynd tekinn af honum. I blótsteininn er haglega klappaður lítill kringlóttur bolli 4 þuml. að þverrnáh og 2 :/2 'buml. á dýpt. Annar blótsteinri, sem kallað- ur er, fannst í botni upp frá Hvaifirði þar sem Geir bjó, fóstbróðir Harðar. Af honum var einnig tekin mynd. Síðan skýrði forseti fjelagsins, Arni landfógeti Thorsteinsson, frá aðgjörðum, ástandi og fyrirætlun fjelagsins næsta ár. I fjelaginu hafa verið haldnir 6 fyrirlestrar, og hjelt Sigurður ,Vigfús- son 4. en skólakennari Björn Ólssen 2. Fjelagið hefir látið grafa á Júngvöllum, eins og kunnugt er, og látið taka mynd af Almannagjá eins og hún lítur út frá Lögbergi, ennfremur hefir verið rann- sakaður allur hinn forni farvegur Öxar- ár, og er það fullsannað, að henni hefir verið veitt í Almannagjá og á fingvöll, eins og Sturlunga og Landnáma segja. Aður rann hún út fyrir neðan Brúsa- staði og Kárastaði, þar út hraunið, og í Ölfusvatn fyrir utan Skálabrelcku. Enn fremur hafa verið skoðaðir allir þeir staðir, sem getið er um í_ Harðarsögu kringum þfingvallavatn á Ölfusvatni og víðar, einnig Dráttarhlíð sem kölluð er, og liggur fram með Sogi. jþetta eru þær helztu aðgjörðir fjelagsins, þá 8 mánuði sem það hefir staðið. I fjelagið hafa gengið 19 fjelags- menn með 25 kr. tillagi og 158 með 2 kr. tillagi. jþar á meðal 18 konur, svo hefir fjelagið fengið þetta ár 200 kr. styrk til vísindalegra fyrirtækja. Fjelagið ætlar að gefa út tímarit um fornfræðileg efni, sem á að koma út síðast á þessu ári, og fá fjelagsmenn það ókeypis; það er áform þess að láta rannsaka hina fornu hauga við Plaugavað hjá Traðar- holti í Flóa, Goðahól við Flateyri, Borg- arvirki í Húnavatnssýslu o. fl. Svar til yfirkennam H. E. Friðrikssonar. Yfirkennari H. K. Friðriksson hefir í blaðinu ísafold VII, 16. og 17. tölublaði, tekið til máls af nýju til þess að styðja skoð- anir sínar um íslenzka stafsetning 0. s. frv. Eg er eigi hræddr um, að frœðimenn utan- lands muni leggja mikinn trúnað á kenning- ar hans og að því leyti eru þær eigi hættu- legar, enn öðru máli er að gegna um landa mína. Margir þeirra munu ætla, að sámaðr, sem kent hefir íslenzku í meir enn þrjá tigi ára, muni eigi fara með hégóma, þá er um íslenzka stafsetning er að rœða eða yfir höf- uð um eitthvað það, er snertir kunnáttu í ís-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.