Ísafold - 18.08.1880, Page 4
80
gufuvagnarnir nú áfram viðstöðulaust, opt
um hvelfmgar og göng neðan jarðar, en milli
þeirra er í bergið höggvinn rennislj ettur stokk-
ur fyrir járnbrautina, fyrir ofan er heiður
himin og á báða vegu bergið eins og heflaður
veggur.
Stokkhólmur er fagur bær, hann er reist-
ur sem kunnugt er, þar sem Lögurinn sam-
einast hafi. Lögurinn er allur þakinn skógi-
vöxnum eyjum, og dregst saman í örmjó sund
þar sem borgin stendur á landi til beggja
handa og á ýmsum smáhólmum. Náttúran
hefir hjer hagað öllu sem bezt til þess að
gjöra prýðilegt bæjarstæði, á báða vegu eru
eintómar hæðir vaxnar grenitrjám og furu
og millum þeirra skerast ótal krókóttir firðir
og sund; og þegar nú þar við bætast öll
mannvirkin í kring, húsaraðirnar og skraut-
hýsin í bænum sjálfum, stórir búgarðar og
lystihús á hverri eyju og hverri hæð, og ótal
gufubátar, er smjúga gegnurn sundið undir
skógarlimið, þá má geta nærri, að hjer er
fagurt á að líta. Fyrir norðan Löginn er að-
alhluti bæjarins, en hinn elzti hluti hans á
eyjum milli landa, og þar brýst vatnið úr
leginum undir brúnum út í »Saltsjó«. Sá
hluti bæjarins, sem stendur fyrir sunnan,
heitir Södermalm; hann stendur utan í brött-
um hæðum og þaðan er hin beztaútsjónyfir
eyjarnar, vogana og sundin. 011 stjórnar-
hús í Stokkhólmi eru prýðilega byggð, bæði
fleiri, stærri og skrautlegri en í Kaupmanna-
höfn, innan um bæinn eru víða grasreitir og
skógarrunnar.
J eg sný mj er þá að aðalfr j ettunum, nefni-
lega náttúrufræðingafundinum, sem nú er
nýlega afstaðinn. það hefir nú verið tízka
um langan aldur hjer á norðurlöndum að
náttúrufræðingar koma saman 5. hvert ár í
einhverri höfuðborg. Slíkir fundir hafa mikla
þýðingu, því þar kynnast menn úr ýmsum
löndum, talast við, vingast og hjálpa hver
öðrum seinna meir í vísindalegum iðkunum.
Náttúruvisindin eru orðin svo yfirgripsmikil
og þýðingarmikil fyrir allt mannhfið, að mik-
il nauðsyn er til, að sem bezt og mest sam-
vinna verði; ef einhver stærri rannsókn á
að fara fram, verða margir að hjálpast að,
og hver einn að bera þann stein til bygging-
arinnar, er hann bezt fær viðráðið. Hver
menntuð þjóð gjörir nú á dögum allt sitt til
þess að sækja sem bezt verklega og vísinda-
lega mannfundi, til þess að sjá hvernig aðr-
ir hagnýta sjer náttúruna og hennar öfl og
svo laga það hjá sjálfum sjer sem miður fer,-
Fundurinn var settur 7. júlí í Eiddara-
höllinni, og stóð í viku. þar var við staddur-
konungur, synir hans og margt stórmenni
Svía, og flestir hinir merkustu náttúrufræð-
ingar á norðurlöndum. Sven Lovén prófess-
or, merkur dýrafræðingur, setti fundinn með
ræðu; síðan talaði próf. Mohn frá Kristianíu
um marardjúp og strauma í norðurhöfum.
|>ví næst var náttrirufræðingum öllum skipt
niður í 12 flokka, eptir vísindagreinum, svo
hver gæti í næði talað um sín eigin málefni
og búið til dagskrá fyrir fundardagana. Jeg
varð í jarðfræðingatölu og heyrði mest á
ræður þeirra. I þeirri deild voru nær 50
manns, en alls voru á fundinum 700 nátt-
úrufræðingar frá Svíþjóð,Danmörku, Norvegi
og Finnlandi og fáeinir frá þýzkalandi, Eng-
landi og Bússlandi. Að svo æiargir urðu á
fundi, er ekki svo undarlegt, því Iangflestir
vísindamenn nú á dögum stunda einhverja
grein náttúruvísindanna; rit vísindafjelag-
anna f ýmsum löndum bera það bezt með
sjer, því í þeim er nærri ekkert annað en
náttiíruvísindi. Jarðfræðingar hafa rætt um
ýmsa hluti, þó mest um elztu myndunarsögu
jarðarinnar (um myndun á granít og gneis),
og voru þar eigi allir á sama máli. Theodor
Kjerúlf og Selef Dall frá Norvegi, og Torell
og Nordenskiöld frá Svíþjóð greindi á um
ýmsa hluti, og var það mikil skemmtun, að
heyra jafn-nafnfræga og orðhaga snillinga
skiptast orðurn á. þar var og talað mn ís-
tímann og myndun holta og hæða, og um
það, hve mikla þýðingu þekkingin á slíkum
hlutum hefir fyrir akuryrkju og grasrækt;
þess var getið, að jöklar og verkanir þeirra
væru allvel kunnar í Norvegi, Sviss, Græn-
landi og á Spitzbergen, en alls eigi á Islandi.
Fyrsta fundardaginn var mikil sýning hald-
in í konungshöllinni á öllum þeim gripum,
er þeir Nordenskiöld höfðu flutt heim á Vega.
|>ar var mesta mergð af dýrum, fuglum, fisk-
um, ormum og skorkvikindum, jurtir frá
heimsskautslöndunum, vopn og klæðnaður
villiþjóða, mikið bókasafn af japönskum rit-
um, beinagrindir af hvölum og rostungum,
og margt annað fleira, sem eigi verður hjer
upp talið. I öðrum enda salsins var reist
upp stýrið af Vega, allt ormsinogið og sett
hrúðrköllum. Nordenskiöld byrj aði sýning-
una með stuttri tölu, og því næst þakkaði
konungur í löngu og snjöllu erindi (því Osc-
ar er prýðilega máli farinn) honum og föru-
nautum hans fyrir þann heiður og sóma, er
þeir hefðu unnið hinni sænsku þjóð. Eptir
sýninguna var haldið til veizlu á Harsel-
backen, þar voru hinar beztu veitingar,
kampavínsstraumarnir ætluðu engan enda
að taka og glaðværðin hjelst fram á nótt.
Harselbacken er einhver hinn fegursti veizlu-
staður á öllum norðurlöndnm, veizluhöllin
stendur utan í skógivaxinni hæð, húsið er
prýðilega fagurt, með tvennum loptsvölum
allt í kring, fyrir framan er garður með
trjám, gras- og blómreitum, gosbrunnum og
bekkjum á milli, og hljóðfærasláttur í garð-
inum allan seinni hlutadags. Vinstramegin
við veizluhúsið er myndastytta Bellmanns
undir stórri eik; þar sat hann opt á fyrri tíð-
nm, og orkti og söng mansöngva sína, sem í
fegurð og fjöri bera langt af öllu öðru. Eikin
er farin að hrörna, en sá fegurðar- og frelsis-
andi, sem Bellmann hefir blásið í brjóst
Svía, vex dag frá degi, það sjer hver sá, sem
eitthvað þekkir þessa framtakssömu og táp-
miklu þjóð.
(Framh. síðar).
YEÐEÁTTUFAE í EEYKJAYÍK,
í tfÚLÍMÁNUÐI.
Eins og í undanfarandi mánuði hefir
veðuráttan þennan mánuð verið einstaklega
blíð og stillt. Fyrstu 5 daga mánaðarins var
veður bjart og logn, að eins nokkur úrkoma
hinn 4.; 6. og 7. var norðankuldi en úr því
optast logn til hins 14. að hann gekk til suð-
urs, en þó lygn með nokkrum sudda í 2 daga,
svo aptur bjart veður og stillt með lítilli úr-
komu við og við á landi, þangað til 25. að
hann gekk til norðurs, optast hægur og bjart-
asta veður (hvass 29. á norðan).
Hitam. varhæst. (umhád.) 11.23.25. +14°R.
---- — lægst. (--------) 14.29. +10°R.
Meðalt. um hád. fyrir allan mán. +12,01°E.
---- á nóttu — — — + 7,06°E.
Mestur kuldi á nóttu (aðfaranótt
hins 30.)...................... + 4°E.
Loptþyngdarmæl. hæstur 12. og 13. 30,20) "g
---------------— lægstur 1. ... 29,18: +
Að meðaltali ................... 29,801 %
Bvík ^ 80. J. Júnassen.
HITT Otr fetta.
I grein um alþingi kemur »Norðlingur«
(V, 5—6) að vanda fram sem lofdýrðarvjel
síra Arnljóts Olafssonar, og hrósar honum nú
fyrir það, sem hann myndi hafa afrekað á
Alþingi 1875, í launamáli embættismanna,
hefði síra Arnlj. þá verið þingmaður. Mun
»Norðlingur« þykjast vita að síra Arnljótur
sje »óumbreytanlegur«. Allt um það, er hægra
að dæma um hvað einn maður hefir gjört,
heldur um það hvað hann myndi hafa gjört,
hefði hann verið í þeim og þeim kringum-
stæðum. Síra Arnljótur var ekld á þingi
1875 en hann var á þingi 1879, og barðist
þá af alefli fyrir landshöfðingjamötunni (2000
kr. af landsfje annaðhvort ár) ferðakostnaði
landshöfðingja (rúmum 800 kr.) o. fl. og hefir
hann þá annaðhvort ekki talið landshöfðingja
með þeim »hálaunuðu«, eða hann gjörirmun
á »hálaunuðum« og /itBsflaunuðum. Fyrir
þessa sparnaðarviðleitni á landsfje má nú
búast við að »Norðlingur« hrósi síra Arnljóti
næst, því hvortveggja er merkilegt í sinni
röð, örlæti »Norðlings« á brennifórninni, og
heilsa goðsins, að geta komið öllum þeim
feitu bitum niður, sem »Norðlingur« brytjar
ofan í það.
— Kennaraembættið við prestaskólann er,
að sögn veitt síra Eiríki Briem.
— I Hafnarfirði voru, að sögn, fyrstu þing-
mennskuleitir þeirra síra þorkels á Eeyni-
völlum og þorláks í Hvammkoti. Kristinn
bóndi í Engey kvað hafa verið svaramaður.
|>á er allt með ráði gjört.
AUGLÝSINGAR.
KOSNING Á ALþlNGISMANNI fyrir
Eeykjavíkur kaupstað fyrir næstu 6 ár á að
fara fram á þinghúsi bæjarins 1. september
næstkomandi kl. 12 m. d.
Skrifstofabæjarfógetansí Evík 15. júlí 1880.
E. Th. Jónassen.
ÍSLENZK FEÍMEEKI,—Beúkuð íslenzk
skildinga- og aura-frímerki kaupir undir-
skrifaður fyrir 1—4 kr. hundraðið, eptir því,
sem þau eru af fleiri tegundum.
Didrik Amundsen.
Engen, BEEGEN, Nobge.
ÁGEIP AF SÖGU ÍSLANDS, eptir síra
þorkel Bjarnarson á Eeynivöllum, 9 arkir að
stærð, verð 1 kr. hept í kápu, er nú ný prent-
að, og fæst til kaups hjá Páli Jóhannessyni
amtsskrifara, hjá bóksala Kristjáni O.
þorgrímssyni og póstmeistara O. Finsen.
það er ákveðið að hafa sögu-ágrip þetta við
kennslu í lærða skólanum.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.