Ísafold - 28.08.1880, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.08.1880, Blaðsíða 1
VII 22. Reykjavík, laugardaginn 28. ágústmán. 1880. TJtlendar frjettir. Khöfn 14. ágúst 1880. Helzt virðist svo, sem kominn sje nú apt- urkippur í framkvæmdir stórveldanna í aust- ræna málinu, sjer í lagi á þann bóginn, sem Grikkir eru við riðnir. Að minnsta kosti ber ekkert á hinum fyrirhugaða flotaleiðangri. |>að mun hver hafa otað öðrum fram, en enginn viljað verða fyrstur; óttazt, að meiri vandræði mundi af hljótast. Ósigur Breta í Afganistan fjekk þeim áhyggjuefni þegar verst gegndi, og um sama leyti lagðist Glad- stone veikur,—hafði lagt of mikið á sig,—en hann var sá sem mest gekkst fyrir samblástr- inum í móti Tyrkjum. Hann er nú samt á góðum batavegi, en ekki vinnufær enn. I annan stað kom allt í einu sá geigur í Frakka, að Bismarck mundi hafa búið þeim með læ- vísi sinni einhverja hættulega gildru, ef þeir hættu sjer mjög íramarlega í sókninni á hendur Tyrkjum ; þeir þóttust sjá, að hann mundi gilda einu, þótt þeir deyfðu eggjar sínar í annara beinum áður en þeir færu að reyna þær á jþjóðverjum, sem hvorugum dylst að fyrir liggur fyr eða síðar. Sem nærri má geta, hefir dofnað hljóðið í Grikkjum við þetta, en eru þó góðrar vonar um, að betur rætist úr en á horfist, og búa lið sitt af miklu kappi. Tyrkir hafa og hins vegar gert það til að mýkja reiði stórveldanna, að þeir hafa að þeirra ráði gjört Svartfellingum þá kosti í landaaukum við þá, er þeim líkar. fúsund manna ljetu Bretar í orustunni við Ayub prins í Afganistan 27. f. m. f>eir áttu við ofurefli liðs, höfðu 2400 gegn 12000. Ayub hefir ekkert látið á sjer bera eptir sig- urinn, og óttast Bretar það mest, að hann gangi sjer úr greipum áður en þeir verðavið búnir til hefndanna, en það yrði orðstir þeirra og veg til mikils hnekkis þar eystra. A Frakklandi eru amtsráðskosningar ný- gengnarum garð. |>að er því í frásögur fært, að þjóðvaldsmenn unnu þar ágætan sigur, svo að allur þorri amtsráðsmanna á Frakk- landi eru nú á þeirra bandi; en amtsráðin ráða miklu um kosningar til öldungadeildar- innar á þinginu, og því mun nú eigi þurfa að óttast framar neinn andróður frá hennar hálfu gegn því sem fulltrúadeildin og stjórn- in vill vera láta. — Hátíðarhald mikið fyrir fám dögum í Cherbourg, þar sem mestallur herskipastóll Frakka á sjer lægi, og var þar viðstaddur ríkisforsetinn, Jules Grévy, og með honum þingforsetarnir báðir, Gambetta og Leon Say. Aðalerindið þeirra var að láta sýna sjerflotann, sem átti ýmsa orustuleiki á höfninni þeim til virðingar. Yiðtökurnar í borginni hinar dýrðlegustu og fagnaðarhljóð í öllum þar sem forsetarnir komu. jpó mest dálætið á Gambetta. Enskurlæknir í New-York í Vesturheimi, Tanner að nafni, hefir leyst þá þraut af hendi j í sumar að neyta hvorki matarnje drykkjar í 40 daga og fjörutíu nætur samfleytt, utan blávatns. Hafði veðjaðumþað viðkunningja sinn, útafþráttium föstu Krists á eyðimörk- unni. Hann ljettist um fjóra fjórðunga, eða fram undir það, en er nú á góðum viðreisn- arvegi. Strangur vörður var hafður á, að eigi væri nein svik í tafli; en málþræðirnir fluttu daglega út um allan heim tíðindin um, hvern- ig honum leið. Svar til yfirkennara H. K. Friðrikssonar. (Niðrlag frá bls. 84). IV. Um hendingar í dróttkvæðum hætti. það vill svo vel til, að eg get vísað fróð- leiksgjörnum mönnum til ágætrar ritgjörðar um þetta efni eftir Professor Dr. Konráð Gíslason : Om helrim i förste og tredje linje af regelmœssigt 'dróttkvœtt' og 'hrynheada’. Kh. 1877. I þessari ritgjörð hefir K. G. sýnt og sannað, að aðalhendingar finnast oft í frumorðinu í staðinn fyrir skothendingar hjá fornum skáldum í reglulegum dróttkvæðum hætti; enn aldrei skothendingar í viðrorðinu í stað aðalhendinga. |>að er og tekið fram í SE. 1, 610 (í útg. þorleifs Jónssonar 199bls.) í skýringunni við áttundu vísu í Háttatali Snorra Sturlusonar, að það sé leyfi, að hafa aðalhendingar í fyrsta eða þriðja vísu- orði. jþetta er og alment viðrkent og þarf því eigi að sannast, og eru mjögmörgdœmiþess í fornum skáldskap. Ef þetta þyrfti að sann- ast, ætti að taka dœmin úr fornum skáldskap, enda er það auðvelt, þvíað fomskáldin hafa oft notað þetta leyfi. Yfirkennarinn sýnist því að vera að berjast við skugga eða ein- hvern ímyndaðan mótstöðumann, þar sem hann er að sanna þetta, enn mest furða er það, að hann skuli sanna það með dœmum úr skáldskap 19. aldar. Slík kvæði koma ekkert fornum skáldskap við og í þeim getr eigi fundizt neitt lögmál fyrir fornskáldin. |>ó að þessarar aldar skáld kunni að yrkja rangt í formlegu tilliti, eða kvæði þeirra kunni að vera aflöguð í útgáfunum og prentuð öðru- vís en þau vóru ort, þá kemr það ekkert fornum skáldskap við, og hleyp eg því yfir öll slík dœmi úr nýjum kvæðum. Skýringin við Háttatal Snorra sýnir, hvé mikla áherzlu fornmenn lögðu á formið ; efninu eða hugs- uninni virðast þeir að hafa skipað lægra sess. Eg veit eigi til, að það leyfi sé neins staðar nefnt í Snorra Eddu, að setja skothendingar fyrir aðalhendingar í viðrorði í reglulegum dróttkvæðum hætti. Fornskáldin hafa heldr eigi leyft sér það og myndi hafa skoðað það sem mestu afglöp, ef einhver hefði leyft sér það. jj>ar sem yfirkennarinn spyr mig, HVORT JÓMSVÍKINöADEÁPA EFTIB Bjabna byskup sé eigi dbótt- kvæð, svara eg, að hún sé það eigi. Mig furðar annars á slíkri spumingu hjá manni, sem hefir skýrt (eða viljað skýra) Háttatal Snorra Sturlusonar fyrir skólapiltum í mörg ár. Sá hátte,,sem Jómsvíkinga DBÁPA EB OBT UNDIB, HEITIE MUNNVÖBP O G Á EKKEBT SKYLT VI Ð DBÓTTKVÆBAN hátt, í> a ð e b TIL HENDINGA KEMB. Við dróttkvæð- an hátt er það regla, að skothendingar sé í frumorðinu, enn aðalhendingar í viðrorðinu; enn í munnvörpum er frumorðið hendinga- laust, enn viðrorðið skothent. Ií>eim HÆTTI MEGA ENGAB AÐALHEND- ingab veba. Til dæmis má taka 66. vísu i Háttatali Snorra : Eyddi úthlaupsmönnum ítr hertogi spjótum; sungu stál of stillis (Stóð ylgr í val) dólgum. Hal margan lét höfði hoddgrimmr jöfurr skemmra; svá kann rán at réfsa reiðr oddviti þjóðum. Svo og þenna vísuhelming úr Jómsvíkinga drápu: |>á gekk Ullr at eiga orlyndr þrymu randa (Menn fýstu þess) mæta (margir) Ingibjörgu. Með því að engar aðalhendingar mega vera í munnvörpvm, er eithvað aflagað, þar sem aðalhendingar finnast í Jómsvíkinga drápu. jpað er því auðsætt, að þó að skot- hendingar sé í viðrorði i Jómsvíkinga drápu, þá verðr engan veginn ályktað þar af, að skothendingar megi vera í viðrorði í regluleg- um dróttkvæðum hætti; enda má telja víst, að þar sem svo sínist vera, er eitthvað aflagað. V. Skýring á vísum og lilgátur. Yfirkennarinn reynir til að sanna, að til- gáta mín i Gunnlaugs sögu við hina siðustu visu (Lofnar fyrir leyðrar) geti eigi verið rétt, af því að Lofn og lif myndi eigi réttar hend- ingar. Hann vill, að því er mér skilst, sjálfr lesa : Guð bré leyfðrar lifi. Yerða þá hend- ingarna^r leyfð (eða leyfðr, ef skift er í sam- stöfur, sem yfirkennarinn vill) og lif. Má eg spyrja : Eru hendingarnar leyfðr og lif betri enn Lofn og lif? Visuorðin, sem yfirkennar- inn því næst tilfœrir, sanna eigi, að ótœkt sé að ríma saman Lofn og lif (eða Lof og lif, ef orðinu Lofnar er skift í samstöfurnar Lof- nar), heldr að eins það, að ríma megi sarnan samstöfur, sem endast á fn. Hver efast um það ? Til samanburðar við vísuorðið : ‘Guð brá Lof-nar lífi’ má tilfœra þessi vísuorð eft- ir Arnór jarlaskáld : ‘pat sá menn, at skat- na’ (Mork. H831). og ‘hlíf-'þ'at hlenna sœfi’ (Mork. 119i 7). I sömu vísu í Gunnlaugs sögu vill yfirkennarinn lesa armgóða og vitnar til orðbókar Sveinbjarnar Egilssonar. I þeirri orðbók finst undir orðinu armgoðr: armgóðr orms, id. qu. góðr arms orms, auri liberalis

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.