Ísafold - 28.08.1880, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.08.1880, Blaðsíða 2
86 (þ. e. 0i' á gulli). Sveinbjörn Egilsson sýnist því taka saman: Ek lagða, mína anclaða arms orms gúða líns tróðu mér at armi. Gmð brd lift leyfðrar. Mér finst það mæla móti þess- ari skýringu, að nrlæti á gulli er eiginleikr og kostr karlmanns, enn eigi konu, og eg man eigi til, að konu sé nokkurs staðar í skáldskap talið það til gildis, að bún sé orlát á gulli, enn karlmönnum ótal sinnum. Eg get þvi eigi felt mig við þessa Skýring Svein- bjarnar Egilssonar. þá er eftir að minnast á visuna í þórðar sögu. Hendingarnar par: jarð eru eigi rang- ar, enn líklegra virðist mér, að skáldið, hafi haft orðmyndina vallar fyrir jarðar og eng- inn., sá er ber skyn á hendingar, mun neita því, að hendingarnar, fall- : vall- fari betr enn hinar. Tilgáta mín styrkist og, að því er mér virðist, af því, að skáldin við- hafa annars orðtœkið at falla til vallar og fatt til vallar, t. d. falli sjálfr til vallar (Mork. H622); heilagtfall tilvallar (Mork. 112 30); ágœtt fall sá er hlaut til vallar (SE. 2,222). — Yfirkennarinn virðist samþykkja tilgátu mína beima fyrir heima og mannr þína fyrir maðrþíns. Hann reynir að minsta kosti eigi að hrinda þeim. Eg skal að endingu svara með nokkurum orðum þeim áburði yfirkennarans, að eg rok- styðji (mótíveri) eigi tilgátur mínar. Hér bregðr hann mér um það, er honum hefir orðið sjálfum. Hann hefir, sem kunnugt er, gefið út Bjamar sögu Hítdœlakappa (Kh. 1847). i Þeikbi útgáfu eku um 60 TILGÁTUB O G EIGI EIN ÍEIKKa E0K- studd, því að það er enginrokstuðningað segja: svinn at Gisning for Haandskrifter- nes sunnat. pat Gisning for Haandskrifter- nes þa o. s. frv. það er satt, að tilgátur mín- ar eru lítt rokstuddar, enn því hafa valdið ýms atvik, sem eg hefi eigi getað ráðið við. Flestar af tilgátum mínum við fornvísur finn- ast í ritgjörðum, erprentaðar hafa verið með skólaskýrslum frá Eeykjavíkr skóla. Pening- ar þeir, er eg hefi fengið til að gefa þessar ritgjörðir út, hafa ávalt verið af skornum skamti. Kúmið, sem mér hefir verið ætlað, hefir verið hálf önnur örk, tvær, eða í mesta lagi þrjár arkir. f>ar sem svo er ástatt, er eigi rúm fyrir langa útlistun eða rokstuð- ning. Skýringina yfir vísurnar varð eg því að laga eftir þeim peningum, er fengust til að gefa hana út. Gunnlaugs saga var eigi ætl- uð lærðum mönnum svo sem yfirkennaran- um, heldr alþýðu. Hún þurfti þvi að vera ódýr og þess vegna mátti skýringin yfir vís- urnar eigi vera löng. Að öðra leyti liggr það í hlutarins eðli, að menn breyta að eins því, er þeir skilja eigi og ætla rangt vera, og það hefir yfirkennarinn gert í söguútgáfum sín- um; enn um það, hvað rangt sé, geta oft verið deildar meiningar. Yfirkennarinn bregðr mér ennfremr um, að eg breyti skoðunum mínum og taki aftr sumar tilgátur minar. f>að er satt, að skoð- atiir mínar á mörgum vísindalegum efnum hafa breytzt eftir því sem kunnátta mín hef- ir aukizt, og eg tel mér það til gildis, að eg held eigi dauðalialdi í hinar fyrri skoðanir mínar, þá er eg eftir nákvæma rannsókn sé, að þær eru eigi réttar. Kunnátta mín er breytileg og þvi einnig skoðanir mínar. Hefði eg ekkert lesið og ekkert lært'síðan á stúdents- árum minum, og ekkert aukið kunnáttu mína í þeirri frœðigrein, er eg hefi einkum lagt stund á, þá stœði eg í vísindalegu tiliiti kyr á sama stað, sem eg var á fyrir þrem tigum ára, og þyrfti eigi að breyta skoðunum mín- um eða kalla neitt aftr af því, er eg hefi áðr sagt. 31/7 80. Jón porkelsson. Svar til „Xorftlings44. Aðfinningunum við mig í síðasta blaði „Norðiings11, verð jeg að biðja yður, herra ritstjóri, að lofa mjer að svara í Isafold fám orðum : 1. Jeg veit ekki til, að jeg hafi nokkru sinni legið f deilum við forseta efri deildar, herra 'Pjetur biskup; þar á móti var jeg á einum fundi í fyrra áminntur af forseta, en tilefnið til þeirr- ar áminningar var að einsþað, að jegkom fram með fleiri uppástungur en forseta og skrifurum hans þeim Magnúsi og sira Eiríki líkaði, og efast jeg um, að það nokkursstaðar þar sem frjáls þingstjórn er, verði talið brot á þingsköpum, enda hafði jeg hinn lærðasta lögfræðing í efri deild, háyfirdómara Jón Pjetursson, með mjer í atkvæðagreiðslunni um þær uppástungur, sem mjer þá tókst að fá bornar undir atkvæði. 2. þ>að voru að eins 5 þingmenn, þeir Bergur amtmaður, Magnús assessor, síra Eiríkur Kúld, Jón landfæknir og Asgeir frá |>ingeyrum, sem greiddu at- kvæði gegn Kolkuóssmálinu, og fjell það með 5 atkvæðum gegn 5. Jeg þori ekki að efa, að þessir herrar hafi breytt þannig samkvæmt sannfæringu sinni, og er það heldur nærgöngult af „Norð- lingi“ að drótta því að þeim, að þeir hafi haft aðrar ástæður fyrir atkvæða- greiðslu sinni. Að öðru leyti hafa Skag- firðingar varla gleymt enn mótspyrnu þeirri, er Jón heitinn Samsonsson átti við að strfða, áður en hann fjekk Sauð- árkrók löggiltan, og sannaðist þar hið sama, sem ætlar að rætast um Kolku- ós, að „sjaldan fellur eik við fyrsta högg“. 3. Ræður mínar og uppástungur kunna að hafa verið fleiri og lengri, en ritstjóri „Norðlings11, hefði haft, ef hann hefði verið þingmaður Skagfirð- inga; en margir þingmenn hafa verið landinu kostnaðarsamari en jeg í þessu tilliti. 4. J>að getur meira en verið, að jeg myndi eiga hægt með að ná kosningu í Rej^kjavík og víðar, en jeg hefi álit- ið það skyldu mína að taka Skagafjörð- inn fram yfir öll önnur kjördætni, úr því að Skagfirðingar buðu mjer þing- mennsku hjá sjer í hitt eð fyrra, þeg- ar jeg var þeim alveg ókunnugur, og úr því að mjer síðan, þegar jeg kynnt- ist þeim, hefir komið vel saman við þá. Slít jeg ekki tryggðum við þá, með- an þeir halda tryggð við mig, hvað sem svo „Norðlingur“ segir. 5. Jeg hygg, að fátækt sú, óþrifn- aður og kunnáttuleysi, sem helzt of mikiðberá ávoru landi. í öllu falli hjer fyrir sunnan, sje að miklu leyti sprott- ið af menntunar- og uppfræðingarleysi alþýðu, og þess vegna ætla jeg mjer, svo lengi sem jeg fæst við almennings mál, aptur og aptur að brýna fyrir mönnum, að oss rfður meira á að kippa því, sem ábótavant er í þessu tilliti, í lag, en að hækka laun embættismanna. J>að hefi jeg gjört á þeim stað í al- þingistíðindunum, er hneykslað hefir „Norðling“, og mun jeg ekki hætta því, meðan jeg veit nokkurn ungling hjer á landi óskrifandi, nokkurt heim- ili matarlaust á útmánuðunum, nokkurt barn með kláða og nokkurt rúm í því ástandi, að eigi verður í því sofið eða á því setið fyrir- óværð. Getur vel ver- ið, að lítið af þessu eigi sjer stað fyrir norðan, enda hefi jeg ekki orðið var við það þar; en Norðlendingar þurfa stundum að fara suður, og hvort sem er, er slíkt, hvar sem það kemur fyrir á landinu, ósómi fyrir þjóðina í heild sinni. Reykjavík, 21. ágúst 1880. Jón Jó/isson. (Niðurl. frá bls. 83). Af hinum mikla fólksgrúa, sem ár eptir ár þyrpist til Vesturheims úr hinum ýmsu löndum Norðurálfu, nemur nú varla neinn staðar í þvf skyni að nema land fyr en vestur í miðju meginlandi Norður-Ameríku —- langt nokkuð fyrir vestan Mississippi- fljót, því að allt land þar fyrir austan, sem ekki er þegar numið eða byggt, er svo hrjóstugt, eða með einhverjum öðrum annmörkum svo miklum, að þar þykir ekki byggilegt. J>að var þó ein- mitt í þessum parti landsins, að íslend- ingar fyrst báru niður. J>eir voru fyrst fjölmennir f Ontario, en sáu brátt, að þar myndi sjer ekki veranda. Ljetuþeir því berast með straumnum vestur á bóginn, og þannig myndaðist hin is- lenzka nýlenda við vesturströnd Winni- peg-vatns, Nýjaísland. Og nú erekki nema lítill tíningur af Islendingum eptir á hinum upphaflegu stöðvum þeirra í Ontario. Sumir af þeim, semþarvoru, leituðu reyndar aptur austur að Atlants- hafi til Nýja Skotlands, og við hóp þeirra þar hefir síðan nokkuð bætzt beinlínis heiman af Islandi, en geta má nærri, hvort land það, er Islendingum stóð þar til boða, hefir verið annað en úrgangur, þar sem Nýja Skotland ligg- ur austast á austurströnd Norður-Ame- ríku, og byggðir hófust þar svo snemma sem á öndverðri 17. öld. Af Islend- ingum þeim, sem þar eru niður komnir, hafa reyndar ekki farið miklar sögur, en svo mikið mun óhætt að fullyrða, að hagur þeirra er fremur örðugur, og engin líkindi til, að nýlenda þeirra nái verulegum framgangi. Sumir, sem flutt hafa þangað beint frá íslandi, hafa vit-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.