Ísafold - 16.10.1880, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.10.1880, Blaðsíða 2
102 (múrinn) beint upp með árbakkanum, og hækkar smátt og smátt eptir því sem ofar kemur; þann fyrnefnda boga- dregna múr urðu þeir að byggja fyrst kring um víkina, til þess að hallinn ekki yrði ofmikill, því hefðu þeir hlað- ið múrinn beint upp frá víkinni, hefði hallinn orðið ofmikill; ofan á þennan múr er byggð trjerenna, ogerhúnhjer um bil 850 fóta löng (425 áln.) og nær uppað áðurnefndu síki, og hallast jafnt upp, svo að á 7 fóta lengd hækkar um i fót; rennan er 9 fóta breið innanmáls, og 3. fóta og 9 þuml. há (djúp), hún er rammlega byggð, ofan á múrinn eru fyrst lögð trje langsetis, og ofan á þau þvertrje, sem botninn er festur á, og við þau (þvertrjen) negldir stuðlar, og hlið- ar rennunnar byggðar upp með þeim, af 2. þumlunga plönkum, sem eru plægð- ir saman, svo vatnshelt verði, en að of- an eru þvertrje negld yfir rennuna, til þess að halda stuðlunum og rennunni saman. Til þess að geta fengið nóg vatn í síkið og rennuna, ætluðu þeir að byggja múr eður trjeverk fyrir ofan fossinn, til þess að stoppa framrás hans að nokkru leyti. þótt halli rennunnar sje ekki meiri en fyr er sagt, mundi verða svo mikill straumur í henni, að torvelt mundi verða fyrir laxinn að ganga upp, ef ekki í rennunni væri útbúnaður til þess að tempra strauin'inn, og gjöra hann jafn- framt nokkuð hringmyndaðan í renn- unni. þ>eir byggja þannig milligjörðir í rennunni, á eptirsagðan hátt: Renn- an er, — eins og fyr er sagt — 9 fóta breið, og þegar byrjað er að byggja milligjörðir þessar frá neðri enda renn- unnar, er strax fyrir ofan mynnið byggð 6 fóta löng milligjörð, beint út í renn- una frá hliðinni, og svo vinkilbeygður krókur á endanum hjer um bil 3. fóta langur, sem gengur beint upp eptir rennunni, svo þannig myndast 3. fóta breiðar dyr við hina hlið rennunnar. Hjer um bil 5 fóta fyrir ofan þessa þver- girðingu, er byggð milligjörð á sama hátt frá hinni hlið rennunnar, þó með þeirri breytingu, að hinn vinkilbeygði królcur gengur niður eptir rennunni á þessari milligjörðinni, í staðinn fyrir upp á hinni fyrstu, svo krókarnir ganga þannig á víxl, svo að fyrri krókurinn snýr ávallt upp, en annar niður, og þar báðir krókarnir til samans eru lengri en millibilið milli þvergirðinganna, geng- ur t. d. efri krókurinn lengra niður en hinn gengur upp, en eru þó báðir jafn- langir, og við þennan útbúnað myndast þannig dyr, upp eptir á víxl, t. d. að við fyrstu (neðstu) milligjörðin'a eru dyrnar við vinstri hlið, við aðra milli- gjörð við hægri hlið, o. s. frv. með sömu breidd, nefnil. 3. fóta breiðar, og þannig verða slíkar milligjörðir eðatröpp- ur í endilangri rennunni. Milligjörðir þessar eru 6 þumlungum lægri en aðal- rennan (nefnil. 3. fóta og 3 þuml.) svo vatnið geti runnið yfir þær, þegar renn- an er full. Utbúnaður þessi innan í rennunum við ofannefndar laxatröppur var ekki fullgjör, en verkstjóri sýndi mjer lítið sýnishorn, er hann hafði smíðað til reynslu og eptirsjónar, og setti það í læk með sama halla sem aðalrennan, og náði svo laxunga eða silung, og sleppti honum fyrir neðan rennuna, til þess að sjá hvort hann gengi hana upp, sem hann gjörði við- stöðulaust, og sýndi það von um góð- an árangur af áðurnefndum laxatröpp- um, enda hafa laxatröppur reynzt á- gætlega í öðrum löndum, t. d- Skot- landi og víðar. Af þessu sjest, að laxatröppur eru ekki byggðar upp eptir fossununum, — eins og jeg heíi heyrt suma ímynda sjer —heldur fram hjá þeim, með því að tilbúa nýja far- vegi fyrir árnar, sem laxinn óhindrað- ur geti gengið upp. I Bergen er maður nokkur að nafni Von der Lippe, sem hefur laxaupp- fósturs-verkfæri(Laxeudklæknings-Apa- rat), 3 mílur frá Bergen; gekkjegþess vegna til hans, og skrifaði hann sam- stundis til manns þess, sem er umsjón- armaður yfir fiskiuppfóstri þessu, að nafniNordal; jeg ferðaðist þangað með gufuskipi, og sýndi umsjónarmaður mjer allan útbúnað því viðvíkjandi. Upp- fóstursverkfærið er inn í húsi einu, sem að nokkru leyti er grafið í jörð niður, svo að einungis þalcið er ofan- jarðar. I efri enda hússins er upp- sprettuvatn, sem rennur upp í kassa, og frá honum gegnum rennu til upp- fósturskassanna, sem eru 8 að tölu, undir þeim er bekkur með fótum und- ir; bekk þessum hallar svo, að fæt- urnir eru lengstir efst — næst upp- sprettunni, — en lægstir neðst, svo að sá kassinn, sem næstur er uppsprett- unni, stendur hæst, og svo hinir lægra, eptir því sem frá dregur; kassarþessir eru fullar 3 álnir á lengd ?/2 al. á breidd, og 8 þumlunga djúpir, með smámöl á botni, og standa hver við annan. í gegn um neðri hlið efsta kassans, — við ann- an enda hans — og efri hlið hins næsta, er trjepípa, sem vatnið rennur um, frá þeim fyrsta (efsta) kassa í hinn næsta; í hinum enda á öðrum kassa, og til hins þriðja er samskonar trjepípa, og þann- ig á víxl milli allra kassanna, svo að á þennan hátt er ætíð ferskt vatnt í upp- fósturskössum þessum; en til þess að laxaungarnir ekki gangi gegnum trje- pípur þessar, er festfyrir þær í hornin á kössunum smáriðið net af járnvír, eður járnþynnuplata með mörgum smágötum, sem vatnið rennur í gegnum. Fyrir utan húsið er grafin tjörn, og múraðir stein- veggir í kring; til hennar í gegnum varla held jeg, og hvað segi jeg, ekki alleina jeg, heldur og allir sem tilvita, og um hafa skrifað, að í nokkru öðru landi sje almúgi hugvitsmeiri en hjer, hvar til merkin eru ótal. þetta er oss til æru. Látum ei þess vegna berja oss um of til vanæru. Flestir hafa aldrei sjeð plóg nje kornstöng; en sje akur- yrkjan góð og nauðsynleg, þá látum oss ekki spara neitt ómak eða kostnað til að fá þekking á henni, og af þekk- ingunni nytsemina. Jeg segiennmeir: í því landi, sem er eitt frítt upplýst fólk, hvar hver hefir sinn eigindóm út af fyrir sig, ætti að vera hægast að innfæra nýjan næringarmáta. 5. pó hjer yrði í einum eða öðrum stað sáður lítill blettur, þá vœri pað einkis vert, en stóra akra hefir fólkekki hentugleika, plás nje krapta til aðyrkja. Hjer til svarast: „fyrr er gilt en valið sje“. Hvar sem gras vex, þar má sá, og ekki þarf stórt pláz nje kostnað til að yrkja til eins mjólkurkvartils, sem jeg vil til geta vera kynni stærst 12 ál. í hvert horn, og myndi þó margur vilja vinna til, að pæla upp tvöfait meira pláz, þegar honum er hægast, um haust eða vor. jpeir rómversku vildu láta hverju heimkynni, hversu stórt sem það væri, nægja það pláz, sem væri hjer um bil 45 faðma langt í hvert horn, sem bæði ætti að þjena fyrir akra, engjar og beitarhaga; og það nægði þeim í langan tíma, meðan þeir vökt- uðu og yrktu vel þenna litla blett, en þá þeir síðar meir fengu meira undir hendur,' urðu þeir að klaga yfir, að það væri landsins fordjörfun. 6. Vjer höfum ei meira tún njeengj- ar en nœgir handa vorum natiðsynlega kvikfjenaði. J>ar sem þetta er satt, þá er það mestan part af ræktarleysi, og þó það sje ræktað, eptir því sem nú er siður til, þá er það lítil forbetrun hjá því, sem með akuryrkjunni og plægingunni ske kann. þ>ess minna tún, sem maður á, þess betur ætti að yrkja þau og rækta. Akuryrkjan gef- ur bæði korn handa manninum og strá handa peningnum; peningurinn gefur bæði fæðu handa manninum og áburð jörðinni, og jörðin færir þrefaldan á- vöxt aptur, þó hún ætti gras að bera, svo túnin og engjar geta upp á engan vissari máta forbetrast, en með plógn- um, sem hjer erofiangt að sýna. J>eir sem ei þykjast mega missa neitt af tún- inu til kornyrkju, mega hugga sig við, að hvar sem nokkurt gras vex, má einnig gjöra að akri, hvort það er ut- angarðs eða innan, og það bezta úr túnunum kynni kannske að reynast of feitt til akuryrkju. 7, Jeg hefi áður í nr. 1 sýnt, að ak- uryrkjan sje ábatameiri fyrir landið en verksmiðjur, ef annaðhvors ætti án að vera, en nokkrir hafa fallið upp á eptir sem Mercure Danois vottar í Juillet 1754, að hjer í landi kynni kornyrkja ekki að vinna upp kostnaðinn, pó hún lukkaðist. Jeg skil ekki, hvaða mismun- ur kynni að vera milli vor og annara þjóða í þessum pósti, þar akuryrkjan kastar í öllum heiminum svo miklu af. Verkfærin eru það ekki, því búhagir bændur smíða margt það, sem vandara sýnist. Vinnu fólks laun og kostur er það ekki, því þau eru hjer þrefalt ó- dýrari en annarsstaðar, hvar nokkur kauphöndlun er. J>ung landsleiga er það ekki, því vjer gjöldum ekki meir opt og tíðum, en 4 rdl. eptir svo stórt land, sem svara kynni greifadæmi hjá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.