Ísafold - 16.10.1880, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.10.1880, Blaðsíða 4
104 fullt eins háu -verði og kaupmenn hafa gefið, þó að þeir ekki borgi peninga fyrir hann, heldur ýmsar misjafnlega nauðsynlegar vörur. Eristján Ó. forgrímsson hefir nú keypt blaðið ,.þ>jóðólf;í, og ætlar hann að taka við því í byrjun desbr.mán. næstkomandi. Alþingiskosningar. 8. I ísafjarðarsýslu: þorsteinn þorsteinsson bakari. þórður Magnússon í Hattardal. 9. í Barðastrandarsýslu: Eiríkur Kúld. 10. í Strandasýslu: Asgeir Einarsson. 11. í Vestmannaeyjum: þorsteinn Jónsson. I síðasta blaði Isafoldar er málflutningur minn, sem skipaðs talsmanns í máli því, sem höfðað hefir verið af hendi valdsstjórn- arinnar gegn nokkrum bændum, fyrir brot í fyrra sumar á laxakistum í Elliðaám, settur í samband við hið konunglega kommisorium til nýrrar rannsóknar á Elliðaármálunum er mjer hefir verið trúað fyrir. Fyrir því lýsi jeg hjer með yfir því, að jeg hafði ekki hinn minnsta grun um, að slík rannsókn stæði til, fyrr en gufuskipið »Arcturus« kom hingað í miðjum fyrra mánuði, löngu eptir að öll af- skipti mín af fyrrnefndu máli voru hætt, og að jeg fyrst eptir ítrekaðar áskoranir, og ept- ir að menn höfðu fullvissað mig urn, að ekki væri kostur á öðrum manni til að framkvæma hina nýju rannsókn, tók að mjer hið nefnda kommisorium. Beykjavík 14. október 1880. Jón Jónsson. Nýprentað hjá Einari þórðarsyni »Stutt Ágrip af hinum helztu SÖNGBEGLUM# eptir Jónas organista Helgason, 6 arkir, kost- ar í kápu 1 kr. Eptir vitnisburði söngfróðs manns inni- heldur bæklingur þessi öll hin nauðsynleg- ustu undirstöðuatriði söngfræðinnar, og er skipulega og ljóslegasaminn. Höfundurinn starfar með lífi og sálu að eflingu sönglistar- innar. Með nöngvum og kvceðumn hefir hann hin síðari ár í sameiningu við Stein- grím Thorsteinson mjög vakið tilfinning al- þýðu fyrir hinum fögru listum, söng og skáldskap, og bætt í þeim efnum smekk manna. Einnig er Jónas Helgason ótrauð- ur til að veita mönnum, konum sem körlum, tilsögn í sönglist, og án þess að hirða um, hvort hann fær hjá þeim nokkuð í aðra hönd. Hann virðist kallaður til þessa starfa, og betur væri, að allir gegndu köllun sinni með sömu alúð og hann. — Nýprentuð í Isafoldar-prentsmiðju: »BEIKNINGSBÓK, eptir þórð J. Thorodd- sen«. Bók þessi er lipurleg og vel samin; Hún er tæpar 6 arkir og kostar hept 60 a. HITT 0 0 fETTA. — í Bandaríkjunum í Norður-Ameríku er almennt manntal ný fram farið. Fólkstal- an reyndist hjer um bil rjettar 50 miljónir ; hefir aukizt urn 11,700,000 eða nærri þriðj- ung á einum tíu árum, frá því að síóast var talið (1870). — 1 sumar kom til Kaupmannahafnar frakknesk leikmær ein, Sarah Bernhardt að nafni, einhver hinn mesti snillingur í sinni list núádögum, þó leitað sje um víða veröld. Hún ljek vikutíma á konungl. leikhúsinu, og þóttust Danir aldrei hafa haft jafngóða skemmtun; greiddu og fúslega fyrir marg- falt meira gjald en tíðkanlegt er. Að skiln- aði var henni haldin dýrleg veizla, af blaða- mönnum, leikurum og ýmsumfleirum. Einn í samsætinu var sendiherra þjóðverja i Kaup- mannahöfn, Magnús barún, gleðimaður mik- ill og unnandi mjög frakkneskri leikmennt. Hann mælti fyrir minni Frakklands, ótil- kvaddur, af kurteisi við heiðursgestinn, »hins fagra Frakklands, er vjer allir unnum«, kvað hann. Sarah ber grimmdarhatur til þjóð- verja, sem margir landar hennar, og kunni því miðlungi vel heillaóskum úr þeirri átt; stóð upp á eptir og bað menn drekka með sjer minni Danmerkur og Frakklands alls; »á eigi svo að vera, herra barún«, mælti hún. Sneiðin var auðskilin : Frakkland er því að eins allt eða heilt, að því fylgi skákin, sem þjóðverjar sniðu af því 1871, Elsass ogLot- hringen ; enda tóku Danir undir með mikl- um glaum, þótti vel mælt vera, en barúninn varð fár við, sem nærri má geta. Sagan varð hljóðbær, og kölluðu flestir saklaust gaman. En Bismark lætur ekki að sjer hæða. Eptir mikla rekistefnu milli Khafnar og Berlinnar urðu þau málalok, að sendi- herrann var látinn beiðast burtfararleyfis, fyrir fullt og allt að sagt er, í refsingarskyni fyrir dálæti hans við hina frakknesku leik- mey, sem varð tilefni til þessa ónotasvars frá hennar hálfu. — þýzkur fornfræðingur einn mikill og frægur, Dr. Schliemann að nafni, hefir haft það fyrlr stafni í mörg ár að grafa í jörðu á Grikklandi og öðrum grískum fornstöðvum eptir merkilegum fornmenjum, einkum þar sem haldið er að frægar borgir hafi staðið. Hefir hann kostað tilþess ógrynnifjár, enda orðið stórmikið ágengt. Lengst og mest hefir hann fengizt við Tróju-völlu, og hefir nú skýrt frá árangri erfiðismuna sinna þar í mikilli bók, sem er nýkomin út. Hann tel- ur sig hafa fundið þar menjar sjö borga, er hver hafi verið reist á rústum annarar, og allar heitið sama nafni, Trója. Sú Trójan, er Grikkir unnu og brenndu, hafi verið hin þriðja í þeirri röð : tvær verið undir lok liðn- ar áður. Hann fann þar meðal annars leyf- ar af húsi, er hann hyggur vera höll Príams konungs, eptir lýsingu hennar í Ilíonskviðu, enn fremur marga gripi af gulli og aðrar gersemar, hlífar og vopn. AUGLÝSING. FJÁBMABK Jóns Jónssonar á Llraun- túni: heilrifað hægra, geirstýft vinstra, Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju. orði kveða, nokkrar sögur eru gjörf- ar. því þeir tímar voru, sem akur- yrkja var haldin ómöguleg í Grikk- landi, Vallandi, Frakklandi og þýzka- landi. það er heyrum kunnugt, að fyrir 150 árum færðu hollenzkir kál og næpur til Englands, og hvað segi jeg: löngu síðar til Danmerkur, í manna minni, og fyrir einum 30 árum tilNor- vegs. Jeg hefi með mínum eigin aug- um sjeð, að skiparar frá smáeyjunum í Danmörku hafa í Kaupinhöfn keypt marga vagna af káli, og flutt heim. það sem hjer er sagt um matarjurt- irnar, á allt eins heima hjá akuryrkj- unni, og sýnir að menn opt og tíðum ekki vita hvað þeirra landslag þolir, og má það gefa sjerhverjum þá þegj- andi ráðlegging: reynið og prófið. En jeg þykist heyra mörg mótmæli um þetts lands og veðurlag, sem öll gjöra það hjer í landi verra en annarstaðar og harðara en kornyrkja kunni að þola. Jeg vil stuttlega skoða hvern póst sjer í lagi. 11. Vjer erum svo nordarlega á heimsendanum, að hjá oss kann eigi heima að eiga, það sem gleður og nær- ir þá, sem nær búa veg sólarinna. Að vísu, vjer erum ekki norðar en vorir forfeður, sem fyrir 500 árum höfðu kornyrkju; ekki norðar en sá ódauð- legi Gísli Magnússon á Hlíðarenda, sem fyrir frekum mannsaldurstíma, eða varla svo, uppskar árlega 1 t. korns fullvaxins. Ekki norðar en sá hrós- og æruverði apóthekarinn Björn Jónsson, sem fyrir fáum vikum hefir uppskorið fullvaxið bygg og hafra; og að síðustu ekki svo norðarlega, sem margir aðrir, sem yrkja akur og' fá gott korn. En sannleikann að segja: hjer er ekki norður- eða suð- uráttin, sem mest á ríður í alcuryrkjunni. I Qvito rjett undir sólarlínunni eru varla 2000 faðmar upp að jökli og sterkum kulda, frá þeirri forbrenndu landsbyggðinni. I Moxen, sem er þar á bí við og er eitt sljett land, er ýmist óþolandi hiti eða kuldi, sem stendur af þeim jöklum, sem þar eru ekki langt frá, og sá nafnfrægi Drake varð að rýma Neualbion vegna kulda, þó að þetta land liggi undir 42. gr. þetta er um suðuráttina segja, en norðrið er ekki aldeilis óhentugt fyrir akuryrkju. Jeg vil nú ekki tala um landsgæðin, sem opt eru bezt, þar sem snjórinn liggur sem lengst, heldur og segir Dr. Der- ham einnig, að á Englandi, þá sterkur kuldi hefir fallið inn, hafi hann meiri skaða gjört suður í landinu en norður. Já, í Tromsöen var fyrst farið að sá byggi 1730, sem lukkaðist vel, og þó er það hjerað undir gr. 70.; eins norð- arlega var, skömmu fyrir lögmanns Becherstíð, farið að sá korni í svensku Finnmörkinni, sem tókst vel, og í I.app- landi undir gr. 68 og 69 er góð korn- yrkja, hver öll lönd eru miklu norðar en Hornstrandir, eða norðasti parturinn af Islandi. (Framh. síðar).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.