Ísafold - 09.11.1880, Blaðsíða 2
Kosningar til alpingis mega yfir
höfuð heita allbærilegar. Reyndar hafa
mislitar kindur slæðzt með, en það er
ekki tiltökumál, þótt misjafn sauður
finnist í mörgu fje. Af gömlum þing-
mönnum eru margir endurkosnir, sem
söknuður hefði verið að, hefði þeir ekki
komið aptur, en suma vantar, sem
missir er í, t. d. Hjálm Pjetursson og
Pál í Dæli, ekki það vjer viljutn hall-
mæla hinum nýju, sem í þeirra stað
eru komnir, en hina þekktum vjer bæði
að greind og samvizkusemi. Sömu-
leiðis hefðum vjer heldur kosið pórð á
Rauðkollsstöðum en Holgeir Clausen.
Sumar kosningar eru oss enn þá ókunn-
ar, sem sje í Austur-Skaptafellssýslu
og í Norðurmúlasýsl^. En þótt þær
misheppnist, þá geta þær þó aldrei
farið eins slisalega, eins og önnur kosn-
ingin i Suðurmúlasýslu, ef það er satt,
sem raunar er lítt trúlegt, að monser Jón
Olafsson sje þar kosinn; þó er þinginu
og störfum þess þar fyrir engin hætta
búin. Einn óþveginn lagður skemmir
ekki alla ullina.
Aptur á móti sleppur þingi'ð við
suma, sem mega missa sig, bæði eldri
þingmenn og þingmannaefni, sem ekki
þarf að nefna, allir þekkja þá. pykir
oss tvennt að kosningunum yfir höfuð.
Prestar verða helzt til margir, bændur
helzt til fáir. Og annað það, að kosn-
ingarnar allviða bera vott um áhuga-
leysi á því velferðarmáli landsins, að
kjósa vel til þings. Kjósendur hafa
víðast hvar verið mjög fáir, og því
sumstaðar látið þá menn ráða, sem sízt
skyldi. Allt fyrir það mun sannast,að
kjarni þingsins og mergur reynist
heilbrigður og ósvikinn. par verður
varla meira af misjöfnu en þarf, til að
halda hinum betri mönnum vakandi.
Barnaskólar fjölga nú smámsaman
sunnanlands. Auk skólanna í Reykja-
vík, á Seltjarnarnesi, í Garði, áYatns-
leysuströnd, Akranesi, Flenzborg og
Leirá er nú (i. nóv.) byrjuð skóla-
kennsla fyrir börn í Bessastaðahreppi
á Bessastöðum. Sömuleiðis mun skóli
þegar vera stofnaður í Kjós, og á
Eyrarbakka stendur til að byrja gagn-
fræðakennslu. Er húsrúm þar ætlað
fyrir 20 lærisveina. Mun, síðan lögum
uppfræðslu barna i skript og reikningi
komu út, bráðum reynast nauðsynlegt,
að skólakennsla hefjist í hverjum hreppi
landsins, því varla er við því að búast,
að foreldrar eða húsbændur hafi al-
mennt ástæður til þess á heimilum sín-
um, að sjá börnum þeim, sem þeim eru
á höndum, nægilega fyrir svo yfirgrips-
mikilli uppfræðingu, en víðast ókljúf-
andi á vetrardag, að senda börn hreppa
á milli, þó skóli væri t. d. í öðrum eða
þriðja hverjum hreppi, nema með þeim
kostnaði, sem óbærilegur yrði fyrir hina
fátækari; því með þessu fyrirkomulagi
væri varla annars kostur en koma börn-
unum algjört fyrir á skólastaðnum eða
þar i nánd. Eptir þvi sem skólar fjölga,
vex sjálfsagt byrðin landssjóði, en
því fje er vel varið.
Yegabætur, að minnsta kosti áþjóð-
vegum, aukast nú árlega, enda væri
það annaðhvort, svo ríflega sem landið
leggur fje fram til þeirra. Frá þeim
vegum, sem vjer höfum farið, svo sem
yfir Svinahraun og Hellisheiði, er allvel
gengið. pó eru þeir í mjórra lagi (5
álnir), því þar sem ófært er utan með
veginum, og það er víða, geta lestir,
t. d. skreiðar og dráttarlestir varla
mætzt. Allir vita, að á vegunum sjálf-
um myndast smámsaman brautir eða
stígir eptir hestafætur, og hvort sem
teymt er eður rekið, vill það verða, að
hesturinn sækir á þessa götu, en ekki
er altjend hægt að þræða yztu randir
vegarins. Reynist 5 álna vegur þá of
þröngur, og mun eptirleiðis ekki van-
þörf á, að hafa þjóðvegu breiðari, veit-
ir ekki af 7 álnum, ef nægja skal. Yfir
höfuð mun það verða drýgra upp á
kostnaðinn, þegar fram í sækir, eins og
það er í sjálfu sjer hentugra fyrir ferða-
fólk, að vegirnir sjeu góðir að fyrstu
gjörð. En þótt una megi við þjóðveg-
ina, þá er öðru máli að gegna um sýslu-
vegina. peir eru hjer syðra víða mjög
ófullkomnir, bæði mjóir, og slæmur of-
aníburðurinn í þá. Er sumstaðar því
líkara, að þetta sje unnið til málamynda,
og er það svipaðra káki en góðri vinnu.
Beztir eru þessir vegir, þar sem vjer
þekkjum til, í Arnes- og Rangárvalla-
sýslu; lakastir í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu og sumstaðar í Borgarfjarðarsýslu,
t. d. Hvalfjarðarstrandarvegurinn. Sum-
staðar virðist vegabótin helzt í því fólg-
in, að raðað er smásteinum utan með
veginum, en vegurinn sjálfur ekki upp-
hækkaður; sumstaðar eru mjóar brýr,
með ofaníburði af leir og leðju; þessar
brýr verða sjálfsagt afbragð í frosti, en
í hlákum á vetrardag? Fen og foræði.
Yfir höfuð sýna þessar svokölluðu „vega-
bætur“ sig bezt á því, þegar betra
reynist að fara utan með veginum en
veginn sjálfan. Undantekning gjöra
Hafnfirðingar á veginum til Reykja-
víkur yfir Garðahraun. Fyrir þessum
vegi stóðu upphaflega kaupmenn og
borgarar í Hafnarfirði, söfnuðu fje til
hans með samskotum, en hafa síðan
fengið nokkurt tillag af sýslusjóði. pessi
sýsluvegur er langbeztur af Gullbringu-
sýsluvegunum. Vjer leyfum oss því,
að skora á yfirvöldin að hlutast til um,
að betra eptirlit sje haft með þessari
vegavinnu. pað ríður á því í fyrstu,
þar sem vegir þurfa að upphækkast,
og það þurfa þeir miklu víðar en á sjer
stað, að vegurinn sje steinlagður í botn-
inn allur, og ekki einasta yztu randir
hans. pví næst þarf víða að hafa meira
fyrir íburðinum, heldur en aö moka
næst veginum upp í hann hverju sem
fyrir verður, mosa og leirleðju. En þar
sem svona stendur á, að ekki þarf að
hækka vegi upp, þar virðist óþarfi, að
tefja sig á, að raða utanmeð götunni
smávölum, sem hver hestfótur þeytir
burt á seina gangi, ef hann kemur við
þær. Vegabótagjaldinu er því illa var-
ið til sumra af þessum vegleysum.
Ferðamaður.
Frumvarp til laga uiu brúargjörð
ytir pjórsá og Ölfusá hefir enn sem
komið er ekki náð staðfestingu kon-
ungs, svo menn viti, og verði það ekki
staðfest fyrjr næsta þing, þá nær það
ekki lagagildi að svo stöddu. Vjer
þorum ekki að fullyrða, að með því
sje nokkur skaði skeður. Skýringar
síra Jóns Bjarnasonar í ísafold hafa
vakið efa hjá mörgum, hvort ekki eigi
víðast hvar hjer á landi betur við, eins
og það er stórgm kostnaðarminna, að
hafa líkt og i Vesturheimi dráttarfleka
á stórám, sem ekki eru því straum-
harðari; á þeim má flytja hesta með
klyfjum og heilar lestir, án þess ofan
sje tekið, og jafnvel vagna, ef þeir
kæmist á mfeð tímanum, sem reyndar
lítur út fyrir, að langt muni eiga í land.
Hver sem hefir farið nýja veginn yfir
Kamba, og þó Lágaskarð sje, mun, ef
hann þekkir vagna og vagnbrautir, ef-
ast um, að akandi sje upp og ofan
þessa Qallvegu, eins og þeir nú eru
sneiddir. pað yrði þá fyrst að breyta
þeim og skásneiða þá miklu meir; nú
er annar vegurinn nýlagður, og væri
þar fje lógað til lítils, ef ætti um
hæl að fara að leggja hann um. Tals-
verður kostnaður yrði einnig fyrir sjálf
sýslufjelögin samfara öllum þeim nýju
vegagjörðum, sem nauðsynlegar yrðu,
ef brýrnar yrðu lagðar á þeim brúa-
stæðum, sem um hefir verið talað, og
sem sumir einnig vefengja að óyggj-
andi sjeu. Að öllu samtöldu virðist
því hentugra, að yfirvega þetta mál-
efni á ný, og búa það betur undir næsta
þing. Sjer í lagi væri æskilegt, að
sýslunefndir þær, sem hlut eiga að máli,
vildu leggja niður fyrir sjer, hvort ekki
væri haganlegast, að sætta sig við drátt-
arfleka-ferjur á hinum núverandi ferju-
stöðum, eður að minnsta kosti á þeim
helztu: Egilsstöðum, Sandhólaferju,
Laugardælum og Oseyri. Til þessa
myndi eigi útheimtast þriðjungur af því
stórfje, sem lagafrumpið gjörði ráð fyr-
ir, auk þess sem sýslufjelögin myndu
spara í nýjum vegagjörðum. Og væri
ekki ólíklegt, að löggjafarvaldið til þessa
fyrirkomulags reyndist fúsara á að gjöra
sýslufjelögunum hin greiðustu kjör,
heldur en til að telja út hundruð þús-
unda af krónum til brúnna. Vjer leyf-
um oss að vekja máls á þessu, af því
ósýnt er, að næsta þing verði fáanlegt
til að endurtaka hið fyrra lagafrumvarp,
ef það deyr útaf; en hart væri fyrir
þær sýslur, sem nú hafa lifað 1 x/2 ár í