Ísafold - 09.11.1880, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.11.1880, Blaðsíða 4
112 nema io. sjómannsárið hans í sama hreppi, enda spyrja fæstir um það. Komi þetta tilfelli fyrir, og það mun hafa fyrir komið, þó fullnaðarúrskurður sje máske ekki fallinn í því, erþaann- að þar við að gjöra, ef úrskurðurinn gengur á móti sjávarhreppnum, en láta dómstólana skera úr?-—Jeg held ekki, því að öðrum kosti sitja sjávarhrepp- arnir innan skamms uppi með lieilan hóp af sjómönnum“. Hreppstjóri í sjávarhreppi. Smáskamiutalæknar. Vjer höfum heyrt, að búið sje í hjeraði að dæma Lárus Pálsson smáskamtalækni á Hell- um í 20 króna sekt, fyrir lækningar hans. Vjer skulum hvorki í þessu nje öðrum tilfellum leyfa oss að metast við dómstólana eður áfella þá fyrir dóma þeirra, því þeir, sem lögunum eiga að beita, mega bezt þekkja þau. En hart virðist það, að maður, sem fjær og nær er almennt álitinn bjargvættur sjúkra, jafnvel þeirra, sem lærðir læknar voru frá gengnir,— sem opt hefir fengið á- skorun frá þessum sömu læknum (t. d. hjeraðslækninum í Vestmannaeyjum) um að liðsinna, þar sem þeir gátu ekki hjálpað, —sem hefir verið beðinn að líkna sjúkam af öðrum eins mönnum og dómkirkjuprestinum, bæjarfógeta Reykjavíkur, Halldóri yfirkennara Frið- rikssyni o. fl. merkismönnum,— sem hefir vottorð frá prestum og sýslumönn- um um allt land tugum saman, að hann hafi mörgum líknað, en engan skaðað,— þessi maður skuli vera sakfelldur fyrir lækningar sínar, þó að hinir og þessir skottulæknar, helzt allopatar, sjeu látnir káka við lækningar óátalið. J'að lítur svo út, sem helzt sje beinzt að þeim, sem mest gjöra gagnið og því mest ber á. Hvar eiga nú þessar lögsóknir, að vjer ekki segjum ofsóknir, staðar að nema ? Ólíklegt er að Lárus hætti við lækningar fyrir þennan dóm, og þeim mun ólíklegra, sem maðurinn er nátt- úraðri fyrir lækningar og hjartabetri. Hann verður dómfelldur aptur og apt- ur, og síðast settur inn á hegningar- húsið, setjum vjer. En naumast verður hann þar alla æfi, og þegar hann kem- ur út aptur, þá byrjar hann á lækning- unum að nýju, ef hann ekki, meðan hann er í. varðhaldinu, læknar hina fangana, sjálfan fangavörðinn, lækninn við hegningarhúsið, bæjarfógetann og dómkirkjuprestinn, því þetta er ekki óhugsandi. Gömlu skottulæknalögin frá 1794 eru úr lögum numin íDanmörku, en hjer þykja þau gilda. Er ekki mál komið, að stytta þeim einnig stundir hjer á landi? því það er þó aflagi, að dönsk lög, sem einhvern veginn hafa slæðzt inn í landið, skuli vera látin gilda hjer, eptir pað að búið er að breyta peim í Danmörku. Við vonum svo góðs til þeirra þingmanna, sem á síðasta þingi börðust bezt fyrir smáskömmtunum, að þeir boli tilskipunina frá 1794 úr lög- gjöf vorri, hvað setti öðru líður. Afli er nú aptur farinn að verða á Sviði, og í Hafnarfirði fá sumir, sem góða og_ næga beitu hafa, fullkominn þorsk. Álíta gamlir menn það vott um, að þorskur muni ganga í fjörðinn á vetrarvertíð. — Spurningu ritstjóra ísafoldar, hvort jeg hafi verið málaflutningsmaður nokk- urra manna, er ákærðir hafa verið fyr- ir brot á laxakistunum í Elliðaám, er jeg búinn að svara, og leiðir af því svari, að sumir af þessum mönnum hafa bor- ið sig saman við mig um þetta verk sitt löngu ('ptir iift þeir höfðu unnið það, þar á móti hefi jeg ekki verið ráðanautur neins manns áftur en hann braut kisturnar. Svarámanns mun eng- inn af þessum mönnum hafa þurft, síð- an þeir komu til vits og ára, trúnaðar- maður þeiira, hefi jeg aldrei verið. Ritstjórinn misskilur alveg ætlunar- verk rannsóknardómara, ef hann heldur, að það sje aðeins að fá menn þá, er fyrir sök eru hafðir, ,.sakbitna“ eða ,.sakfellda“. Hin opinbera rannsókn er stofnuð til að leiða sannleikann í ljós og fá rjettvísinni framgengt, og það er ekki síður skylda rannsóknardómarans að rannsaka sýknarástæður hinna á- kærðu, en að útvega sannanir gegn þeim. Hvað sjerstaklega snertir þá menn, er jeg hefi varið fyrir yfirdómi, þá veit ritstjórinn eins vel og jeg, að þeir hafa aldrei borið á móti að hafa framið verk það, er þeir voru ákærðir um ; en að þeir þvert á móti játuðu verk- ið upp á sig sama dag, sem þeir fram- kvæmdu það. Rannsókn þeirri, er hing- að til hefir átt sjer stað, að því er þessa menn snertir, hlýtur því að vera ábóta vant í einhverju öðru, en því, að ekki hafa verið útvegaðar nægilegar sannan- ir gegn þeim. Reykjavík 6. nóvbr. 1880. Jón Jónsson. VEÐUBÁTTUFAB í BEYKJAVÍK í októbermán. Hina 5 fyrstu dagana var veður bjart og logn, norðangola til hafsins, 6. og 7. sunnan- gola með nokkurri rigningu; 8. logn, dimm- ur; 9. landsunnan með mikilli rigningu seinni part dags ; 10.—12. útsunnan, hvass, með hryðjum ; 13.—16. hægur á útsunuan með rigningu við og við; 17.—23. við norður, optast logn og bjart veður; 24. sunnanátt með rigningu, en eptir hádegi hvass á út- sunnan með miklum hryðjum; 25.—28. bjart veður, viðnorður; 29. úts.hægur með rigningu; 30. og 31. á norðan, bjartur, nokkuð hvass. Hitamælir liæstur (um hád.) 7.9.14. . + 70 R. — lægstur (_ —) 31..........+ 50 R. Meðaltal um hádegi..................+ 3°> R- ------- á nótttu....................+ 0°, I R. Mesturkuldiánóttu(aðf.n.hins3l.) . ) +-: 7° R- Loptþyngdamælir hæstur 19.......... 30, 70 l'g ----------------lægstur 9.......... 29, 40 Ui Meðaltal........................... 30, 10 h» ' <U Bvík tL- 80. J. Jónassen. Póstskipift Pllöllix fór hjeðan 18. fyrra mán. — Með því sigldu meðal annara Dbrm. Geir Zoega, í verzlun- arerindum, I.ange verzlunarstjóri, o. fl. t -27. f. mán. andaðist skólapiltur Ula/ur Eiuarsson frá Hvítanesi, einn meðal hinna siðprúðustu og ástundunarsömustu af læri- sveinum skólans. AUGLÝSINGAR. Bæjarstjórnin í Beykjavík hefir í hyggju að byggja NÝTT BABNASKÚLA-HÚS á næstkomandi sumri úr steini, með 8 kennslu- stofum, ogliæfilegum herbergjum handaein- um kennara. Fyrir þá sök er lijer með skor- að á húsasmiði þá, sem nú eru hjerálandi, að búa til uppdrátt yfir slíka byggingu, og ljósa og sundurliðaða áætlun yfir, hvað hún muni kosta, og senda uppdráttinn og áætlun- inatilbæjarfógetans í Beykjavík fyrir 1. jan. næstkomandi, og má sá húsasmiður, er sem- ur þann uppdrátt og þá áætlun, er bæjar- stjórnin samþykkir aðbyggja skuli eptir, bú- ast við að fá fyrir hann allt að 200 kr. borgun. Skrifstofu bæjarfógetans i Beykjavík 29. október 1880. E. Th. Jónassen. P. J. Bövings Efterfölgere Gothersgade 15, Kjöbenhavn K. hafa til sölu margs konar gripi og áhöld úr járni, svo sem smíðatól fyrir gullsmiði, söðla- smiði, skóara, snikkara og aðra iðnaðarmenn, málmþynnur, vír o. £L; eldhúsgögn o. s. frv. Verðið gott. Borgun með pósti fyrir fram eða eptir á. Eptir fyrirlagi landsetanna hjer á eyju, kunngjörist hjer með, að af landskipumþeim, er eptirleiðis ganga hjer til fiskiveiða, ávetr- arvertíð, verður krafinn einn gildur þorskur af hverjum hlut lifandi og dauðum, og skulu formenn innistanda fyrir gjaldi þessu, og greiða það innan góuloka ár hvert. Vestmannaeyjum, 27. dag septembrm. 1880. Hreppsnefndin. Við undirskrifaðir getum ekki fundið okkur skylduga til að undirhalda þann stóð- ágang, sem um undanfarin ár hefir hjer geng- ið, og rjettum við annan hvern laugardag, og verður það tekið til pössunar, sem ekki út gengur, á kostnað eiganda. Katanesi, V. Jónsson. Lambhaga, S. Jónsson. AGBIP AF SÖGU ÍSLANDS, eptir síra þorkel Bjarnason á Beynivöllum, 9 arkir að stærð, verð 1 kr. hept í kápu, er nú nýprent- að, og fæst til kaups hjá Páli Jóhannessyni amtsskrifara, hjá bóksala Kristjáni Ó. þorgrímssyni og póstmeistara 0. Finsen. Sögu-ágrip þetta er haft við kennslu í lærða skólanum. fS* þBIB ÚTSÖLUMENN OG KAUPENDUB 'ÍSAFOLDAB”, sem cigi liafa greitt and- virði blaðsins fyrir undanfarin dr, og fyrir þetta ár, eru beðnir að greiða það sem fyrst til amtsskrifara Páls Jóhannessonar í Bvík. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð i ísafoldar prcntsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.