Ísafold - 09.11.1880, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.11.1880, Blaðsíða 3
111 voninni, enga endurbót að sjá innan skamms á samgöngum sínum. Giiifubátur á Faxaflóa. F>að vantar enn mikið á, að strandsiglingar fuUnægi þörfum vorum. Til þess þyrftu gufu- skipin að koma á langtum fleiri staði, og ferðirnar að ná yfir miklu lengra tímabil. En til þessa eru stór gufuskip ekki hentug. Hjá oss Borgfirðingum og þá einna helzt Akurnesingum hefir sú hugsun lifnað, að æskiiegt væri fyr- ir samgöngur og vöruflutninga úr Reykjavík og á Akranes, að til væri lítill gufubátur, upp á io—15 smálestir, sem um alla tíma ársins flytti póstana, og jafnframt væri brúkaður til að flytja farþegja, farangur og annan varning milli Reykjavíkur og Borgarfjarðar. Virðist þetta rjett hugsað, því allir þekkja af reynslunni þann farartálma, sem póstum og öðrum ferðamönnum er í því, að þurfa að fara landveginn milli nefndra staða, auk þess hversu menn, þá sjóveg er farið á opnum skip- um, optlega teppast og biða byrjar á öðrum hvorum staðnum svo dögum og jafnvel vikum getur skipt. Fyrir lands- sjóð og landsbúa yfir höfuð hefði slík- ur gufubátur þá þýðing, að greiða póstgöngurnar og öll ferðalög norður og vestur, en fyrir Reykjavík, Borgar- fjarðar- og Gullbringusýslu væri þess utan auðsær hagur af þessum fljótu og vissu samgöngum og flutningum. Vjer ímyndum oss, að þetta málefni, þegar það er nægilega undirbúið, komi fyrir næsta þing, og væri fróðlegt að heyra, hvern róm almenningur hjer á landi gjörir að því, því frá sjónarmiði póst- anna er það almennt landsmál. Allir vita, að nú sem stendur er póstunum bannað að brúka sjóvegsferð fram og aptur milli Akraness og Reykjavíkur, hversu erfiður sem landvegurinn kann að vera sökum ófærðar. En þetta bann myndi hverfa, ef gufubátar, nægilega traustir, væriá reglubundnum milliferð- um milli Reykjavíkur og Akraness; að talsvert fje myndi sparast á ári hverju fyrir pósferðirnar með þessu fyrirkomu- lagi, er einnig auðsætt. Póstarnir færi þá ekki með hesta sína lengra en á Akranes, eða þar i nánd, og þarf ekki að fjölyrða um, hver munur það yrði bæði í hægð og kostnaði. Borgfirðingur. Tíinarit bókiuenntatjelagsiiis hefir til þessa ekki orðið fyrir þeim stuðn- ingi, sem sumir gjörðu ráð fyrir, þeg- ar áþví var byrjað. Enginn tekursjer það til, þó sumar þær ritgjörðir, sem það hefir haft meðferðis, verði fyrir misjöfnum dómum; við því á maður ávallt að vera búinn og taka því með rósemi. En hitt er bágara, að þeir menn, sem senda því ritgjörðir, eru svo fáir. Ritnefndin hugsaði sjer aldrei, að skapa sjer þar hirzlu fyrir sínar eigin bækur; hún hugsaði hitt, að þeir menn um land allt, sem eitthvað gagnlegt geta og vilja rita, myndu bjóða tíma- ritinu styttri eður lengri greinir til fróð- leiks fyrir almenning. En það hefir reynzt öðruvísi; þeir eru sárfáir, sem til þessa hafa orðið, og er þetta ekki vottur um nývaknað andlegt fjör hjá þjóðinni. Hvar er nú framfaraáhuginn ? Landsbúar hafa rit, sem fúslega kostar prentun og pappír á hugsunum þeirra, ef þær eru almenningi nokkurn veginn boðlegar, og greiðir þeim hæfileg rit- laun að auk hverjum einum, sem rita vill og ritað getur, en þó ætlar tíma- ritið að dragast upp af skorti á and- legri fæðu. f>ví það skulu menn ekki hugsa, að ritnefndarmennirnir, þó þeir væru frjóvsamari höfundar en þeir eru, ætli að láta það verða með nokkrum sanni sagt, að þeir hafi búið sjálfum sjer til fjeþúfu og fylli ritið með grein- um eptir sjálfa sig. Eins og menn þeg- ar hafa sjeð, hafa þrír af ritnefndar- mönnum látið prenta eptir sig greinir í tímaritið, hinir hafa hingað til ekkert samið handa því, og mun nú verða beðið átekta, hvort enginn, sem fyrir utan hana er, gefur sig fram til að fræða og gleðja landa sína. En ekki væri það svo ómerkilegt í hinni nýj- ustu sögu landsins, ef þetta er fjörið og framfaralystin á íslandi 1880. Hafa menn ekkert að tala um, ekkert að rita um, nema tíðarfarið, verðlag á varningi og bresti náungans? Eða vinna dag- blöðin upp allar hugsanir og allan fróð- leik manna?—Sje svo, þá er það eina rjetta, að láta tímaritið hætta og bíða betri tíma. Sama liggur að líkindum fyrir Kirkjutíðindunum, þrátt fyrir það með sóknarnefndum og hjeraðsfundum, ný vaknaða trúar- og kirkjulíf. þ>að er ekki svo mikið sem nokkur „leys- ingi-1 riti í þau. Ritnefndarmaður. Yerzlunarskuldir hafa hjer sunnan- lands minnkað nokkuð í sumar, þó ekki eins og við hefði mátt búast eptirann- að eins öndvegisár. Heldur hefir lands- búum hætt við að lána á ný upp íþað skarð, sem þeir hjuggu í eldri skuldir, og fremur hefir verið tekið meira út af óþarfa, en á hinum undan gengnu bágu fiskiárum. petta er nú nokkur vorkunn, því margur hafði um tveggja til þriggja ára tima orðið að neita sjer og sínum um ýmislegt, sem nú einu sinni er orðið þörfum næst í aðbúnaði manna, sjer í lagi það sem heyrir til fatnaðar, en þó hefir það verið í meira lagi. Jeg var á kauptíð vel birgur af sjölum. £>au eru öll gengin út, og ekki er einn tref- ill eptir í búðinni. Sama er að segja um saumavjelar, og er slíkt ekki last- andi, þar sem efnin leyfa. Sömuleiðis hefir úttekt á kaffi og einkum kaffirót farið stórum vaxandi, einnig á brenni- víni, þó er það minna. Jeg er nú far- inn að flytja inn maismjöl, sem ekki kostar (200 pund) nema 18—igkr., og, að dómi þeirra, sem til þekkja, er eins drjúgt og saðningsmikið eins og banka- bygg, sem kostar 32—34 kr. sekkurinn, en þó halla jafnvel þeir snauðustu sjer heldur af gömlum vana að því dýrra. Nokkrum, sem höggvið hafa gott skarð í eldri skuldir, hefi jeg' gefið afslátt frá 10 til 15 af hundraði, en miklu fleiri hafa átt kost á þessu, en þegið hafa; sumir vilja þvi miður heldur sæta lög- sóknum og afarkostum. Jeg er sann- færður um, að allir hinir betri kaup- menn vilja slaka talsvert til með eldri skuldir, ef landsbúar vilja sinna því. í októbermánuði 1880. Kaupmaður. „Sjómenn44. J>að er komin upp í fjelaginu ný staða, eða nafnbót, eða hvað jeg á að kalla það, að vera „sjó- maður“. Einn velvinnandi maður, gipt- ur eða ógiptur, er sjálfs sin, fer í sveit, og, ef til vill, helzt þangað, sem hann hefir alizt upp, vinnur þar fyrir sumar- kaupinu, kemur svo á haustin að sjón- um og rær þar allar vertíðir, stundum á sama bæ og í sama skiprúmi. J>essi maður er hvorki vinnumaður, bóndi nje lausamaður; hann geldur hvergi til sveitar nje nein opinber gjöld; hann er hvergi heimilisfastur, en hann er „sjómaður“.— Fari nú svo, að hann þurfi sveitarstyrks við, þá byrjar ágreining- urinn um, hvar hann og hyski hans, ef það fylgir honum, sje sveitlægt. Hann hefir í tuttugu ár samfleytt unnið í kaupa- vinnu á sumrum í sínum fæðingarhrepp eða uppeldishrepp, þó segir hlutaðeig- andi sveitarstjórn: hann hefir í 10 ár eða þar yfir dvalið mestan part ársins í Rosmhvalaness eða öðrum sjávarhreppi; því er sá lireppur skyldur að forsorga hann og hans. En sveitarstjórnin í sjávarhreppnum svarar: „Nei, meðengu móti; hann hefir hjer ekki dvalið öðru- vísi en sem „sjómaður", og það hefir hann ávallt kallað sig; hann hefir borg- að eptirgjald eptir sig, eins og sjómenn gjöra, og aldrei verið hjer heimilisfast- ur. Nú fer málið til sýslumanns— amt- manns—landshöfðingja, og setjum þeir úrskurði hann og hans hyski sveitfast í sjávarhreppnum, hvað erþáaðgjöra? UrSkurðurinn væri nú, að mmni ætlun, ekki rjettur, þó erfitt kunni vera úr að ráða, og sjer í lagi væri hann hættu- legur framvegis; því ef sú verður nið- urstaðan, að jeg með því að hafa sama sjómanninn 10 ár samfleytt á mínum vegum, vinni honum, konu hans og börnum sveitarframfæri, þá verður byrð- in yfrið þung á sveitarfjelaginu viðsjáv- arsíðuna, því sama á sjer stað með marga, sem jeg tij þekki; en hart mun þykja, að hafna vönum og duglegum sjómönn- um 10. árið, sem hann vill ráðast í skiprúm hjá mjer, og sízt fyrir að synja, að einhver nágranni minn taki fegins höndum við honum, þótt aldrei sjeþað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.