Ísafold - 14.05.1881, Síða 2
38
fjórðunga, endurgjald fyrir niðurskurð
o. s. frv. Afleiðingarnar af þessum
seinni kláða voru þó ekki svo hræði-
legar fyrir íbúa landsins sem af hinum
fyrri á 18. öld, því hann setti smiðs-
höggið á allar þær hörmungar og hung-
ursneyð, sem harðindaár, fátækt, stjórn-
leysi og verzlunarkúgun höfðu leittyfir
landsbúa; kláðamaurinn lagðist á aðal-
bjargræðisstofninn, saug burtu allan
merg. Ogíbæði skiptiskyldi allt þetta
tjón hljótast af vanþekkingu einstakra
manna, heimskulegum fyrirtækjum, sem
aldrei hefði gjört landinu nokkurt gagn,
hvort sem var.
Nú er allt þar á móti með kyrrð
og friði, og kláðinn er ekki nefndur á
nafn; menn ugga ekki að sjer og halda,
að nú sje ekkert að óttast, gætandi
ekki að því, að mögulegleikarnir fyrir
innflutningi kláðans eru alveg hinir sömu
(eða meiri) nú á tímum einsogárið 1760
og 1856. Glópurinn lærir aldrei nema
í skóla reynslunnar; einhver mun bráð-
um fást, er yrkir upp á nýjan stofn og
gjörir þriðju tilraunina, því það finnast
æfinlega loptkastalasmiðir, sem hafa
nóg af glæsilegum vonum, en litla þekk-
ingu, og sem halda, að allt sje betra
erlendis heldur en heima. Vjer hlutum
í þessi bæði skipti kláða í staðinn fyrir
kynbætur og nokkur hundruð þúsund
króna skaða í staðinn fyrir hinn mikla
arð, sem menn höfðu gjört sjer vonir
um, og eins mun fara í þriðja skipti,
en tilraunir þessar voru byggðar á
tómri vanþekkingu og ávextirnir urðu
litlir eptir því. það er þess vegna
vissulega lcominn timi til að fyrirbyggja,
að þess konar tilraunir verði endurtekn-
ar frá einstakra manna hendi, þegar
maður hins vegar veit, að ekkert er að
vinna í aðra hönd, og ríður því meir
á því, sem vjer ekki höfum einn ein-
asta dýralækni, sem maður gæti tekið
til, ef á þyrfti að halda, ef hættulegur
sjúkdómur kviknaði einhverstaðar upp,
eða yrði fiuttur inn í landið.
það er annars beinlínis hryggilegt,
að vjer skulum vera komnir svo skammt
á veg, að vjer ekki álítum nauðsynlegt
að hafa dýralækna á íslandi, og að
menn skuli sjá eptir að veita fje til við-
unandi launa fyrir einn eða tvo dýra-
lækna, því með öðrum hætti geta dýra-
læknar aldrei staðizt að dvelja á ís-
landi, hálfu síðurheldur en í Noregi, og
fá þeir þó þar laun af opinberu íje, auk
þess sem þeir geta grætt á lækningum.
J>ar er langtum þjettbýlla og gripirnir
langtum dýrari en hjer, svo þeir geta
grætt töluvert með þessum hætti. Hjer
á íslandi er varla hugsandi, að nokkur
dýralæknir geti innunnið sjer meira en
í mesta lagi 200 kr. á ári við dýralækn-
ingar, svo að ef hann ætti að geta
haldist við, hlyti hann að fá laun af
opinberu íje. það mætti þó varla
hafa minna en tvo dýralækna á Is-
landi, einn fyrir norðan, hinn fyrir sunn-
an. Færeyingar, sem eru sjöfalt færri
en við, fá sjer dýralækni nú í ár, en
við höfum engan. Tveir dýralæknar
ættu að hafa nóg að gjöra, ekki svo
mjög til að ferðast um og lækna, sem
til þess að vera til taks, ef ein eða önn-
ur sýki gýs upp einhversstaðar, kynna
sjer eðli ýmissa sjúkdóma, og finna ráð
við þeim, t. a. m. bráðapestinni, hvetja
menn til að stunda kynbætur á kvik-
fjártegundum með ýmsum hætti, t. a.
m. sýningum, o. s. frv., en einkum gætu
þeir verið tímakennarar á vetrum á
búnaðar- (eða gagnfræðis-)skólum, og
kennt hinum ungu bændaefnum, sem
þar dveldu, hin helztu atriði húsdýra-
fræðinnar, og hina almennustu sjúk-
dóma og ráð við þeim, eins og venju-
lega er gjört erlendis, þar sem þó er
betri völ á dýralæknum en hjer. Ein-
ungis með þeim hætti er það hugsandi,
að þekking á dýralækningum geti kom-
ið að nokkru gagni á íslandi almennt,
með því nefnilega að bændur sjálfir geti
lært að bera nokkurt skynbragð á þær.
það hjálpar ekki að vitna til þess, að
sá dýralæknir, sem var síðast settur, kom
að litlu haldi; maður verður að álíta
það sem óheppni, að hann ekki gat
gjört meira gagn, hver svo sem orsök-
in var; en það má öllum vera ljóst, að
ein og hin sama staða heimtar það ekki,
að allir þeir, sem í henni þjóna, skuli vera
með sama sinnislagi eða lundernisfari,
eða allir gjöra jafnlítið eða mikið gagn,
því það fer eptir þreki, vitsmunum og
framtakssemi hvers eins, og vjer erum
heppnir eða óheppnir eptir því sem vjer
hljótum menn af þessu eða hinu tagi
í slíka stöðu. Dæmi Snorra ogáhuga-
leysi landsmanna á þessu málefni, hefir
verið sá versti þrándur í götu fyrir
ungum mönnum heiman af Islandi til
að læra dýralækningar ; til þess hafa
þeir æfinlega vitnað, þegar jeg hefi
hvatt einhvern til að stunda dýralækn-
ingar, og það er vonlegt, því minna en
3 ár og 2500 kr. í minnsta lagi þarf
enginn að hugsa til að komast af með
til að nema dýralæknisfræði, og það
fælir alla, þegar lítið er hins vegar í
aðra hönd.
í grein, sem jeg skrifaði í fyrra í
ísafold um þetta málefni, færði jeg rök
fyrir því, að við engan hag myndum
hafa af innflutningi útlendra kvikíjár-
tegunda til kynblöndunar. Jeg hefi
ekki heldur sjeð neinstaðar siðan, að
nokljur hafi hrundið þeim rökum, er jeg
byggði þá ritgjörð á, er jeg samdi um
þetta málefni. þ>að má líka vera öll-
um ljóst, að það gengur fávizku næst,
að láta þann brunn standa stöðugt op-
inn, sem maður hefir tvisvar sínnum
áður ætlað að drukkna í. það er fá-
sinna að flytja inn útlenda gripi, þegar
þeir eru ekki í neinu betri en vorir
eigin, og eiga þó engu að síður svo
langt í land með að bæta okkar eigin
kvikfjártegundir, eins og nógsam-
leg dæmi sýna. Við megum ekki leng-
ur vera svo skeytingarlausir að leyfa
hverjum sem vill, að gjöra það að
gamni sínu, að flytja inn kvikfjárteg-
undir frá útlöndum og láta tilviljunina
ráða, hvort þeir með sama flytja kláð-
ann eða aðrar sjúkdómstegundir inn i
landið eða ekki.
Vjer vonum, að alþingi taki þetta
málefni fyrir í sumar og fyrirbyggi nú
loksins með lögum, að þess konar fyr-
irtæki verði endurtekin. J>að er eitt
málefni, sem er á ábyrgð alþingis gagn-
vart landinu, ef það er dregið þangað
til í ótíma, ,.því seint er frið að festa,
þá fjendur ríða um hlað“, og er eins
gott að fresta því ekki allt of lengi.
Maður þarf ekki beinlínis að banna
allan innflutning af gripum frá útlönd-
um, en sjá að eins um, að það sje ekki
gjört nema með leyfi þeirra laga, ertak-
marki slíkt með þeim varúðarreglum,
er nauðsynlegar þykja, og það ætti
elcki að vera alllitil hegning, sem væri
við lögð, ef út af væri brugðið.
S. Sveinsson.
Dálítið um Yinnufólk.
Blöðin eru farin að hafa meðferðis
greinir um vinnufólk, helzt vinnumenn,
og er um margt mál meira skrifað,
sem minna er í varið, því það er satt
sagt, að „hjúin gjöra garðinn frægan“,
ekki þó þau hjú, sem ísafold VIII 7
talar um, því það sem þar er sagt, er
hvorki mjúklega mælt, og mun líka
eiga sjer óvíða stað. Að vísu er mörg-
um hjúum ábótavant, og „heimtufrekj-
an“ þeirra kann að fara fremur vax-
andi en minnkandi, en hún mun vera
nokkuð samfara annari heimtingu, sem
hver frjáls maður þykist eiga heimt-
ing á, að lifa sælu og góðu lífi. En
hvað er nú það, sem mest venur upp
þenna ósóma í vinnumönnum ? að minni
meiningu þau háu daglaun, sem hverri
mannsmynd, má heita, er boðið, ekki
einungis um heyskapartímann, hinn
arðmesta á árinu, heldur um vertíðirn-
ar Hka, og hver bíður þau? landstjórn-
in, kaupmenn og bændur. Landstjórn-
in leigir marga, og ekki sumasjerlega
duglega, og borgar þeim 20 kr. um
viku hverja í 12—-15 vikur á sumrin
við vegagjörðarvinnu, og er það álit-
legt gjald að fá 200 kr. í peningum,
auk i kr. fyrir fæði um hvern dag í
15 vikur; og jýjóðólfur bíður núna dug-
legum mönnum 400 kr. um sumarið.
Kaupmenn borga 3—4 kr. um daginn
óvöldum mönnum verkfæralausum, og
þó að sú vinna sje ekki að staðaldri,
er hún þó nóg til þess, að vinnumenn
við verzlunarstaðina vita, að þessi vinnu-
laun er að fá. Bændur borga kaupa-
mönnum sínum um heyskapartímann
vanalega flestum vætt um viku, það
má kalla 12 kr. eða 2 kr. um daginn,
auk fæðis, og hið sama gjald viðjarða-
bætur eða húsastörf; enn fremur bjóða