Ísafold - 04.06.1881, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.06.1881, Blaðsíða 2
46 en var, þegar vjer síðast vissum til, ekki nægilega undirbúið. Loks virðist oss bæði fjallskilanauðsyn og sómi landsins bjóða, að nokkurt fje sje ætl- að fyrst um sinn til þess að k&bna vora helztu gömlu fjallvegu landsfjórðunga á milli, sjer i lagi Eyiirðinga- eða Vatna- hjallaveg og Bárðargötu eða Vatnajök- ulsveg, og síðar meir, ef tiltækilegt þykir, til að gjöra þá almenningi færa. 3. Spítalalög'gjöfill. það mun af hálfu stjórnarinnar vera von á frum- varpi um breyting á þessari löggjöf, eptir Stjórnartiðindunum, helzt i þá stefnu, að skapa nýjan atvinnuskatt af sjávarútvegi. Sú breyting virðist ekki heppileg. Innheimtan á þeim skatti, þegar kostnaðinn við rekstur þessarar atvinnu á frá að draga, myndi reynast viðlíka umsvifamikill og eptirtekjan af þessum skatti viðlíka stopul, eins og eptir hinni núgildandi löggjöf. þá mun, að því er vjer hyggjum, reynast bæði hægra og arðmeira að leggja lágt ýt- flutningsgjald á fisk, segjum 50 a. á skippundið af saltfiski, 1 kr. á skpd. af harðfiski, 25 a. á lýsistunnuna, og að tiltölu á sundmaga og gotu, og ættu kaupmenn að greiða þennan toll af hendi, áður en varan er burtflutt. í sambandi við þennan toll virðist einn,- ig rjett hjer á landi að leggja lágt út- flutningsgjald á kjöt og lifandi pening (hross og sauðfje), en bæta engu nýju aðflutningsgjaldi við, nema háu gjaldi á kaffirót og allan kaffispilli (Export-kaffi, cicoriu, ,.malað kaffi“ o. þvl. 4. Lánastofnun. þ>að mun úr fleiri en einni átt vera von á lagafrumvarpi um lánastofnun fyrir landið, gegn fast- eignarveðum, svo að landsstjórnin losist við það umstang, sem lánum úr lands- sjóði er samfara. þ>arf stofnun þessi að gjörast svo öflug, að hver, sem á gott jarðar- eða húsveð, geti fengið lán að tiltölu við gæði veðsins, án þess, eins og nú á sjer stað, annaðhvort að vera látinn fara synjandi frá viðlaga- sjóði, eða látinn biða missirum saman eptir bænheyrzlu. Stofnunum þessum hefir verið svo vel lýst í blaði þessu af landfógetanum og öðrum, að ekki þykir þörf á að fara um þær fleirum orðum að þessu sinni. Hver maður sjer, hver áhrif þvílík stofnun myndi hafa á pen- ingaveltu og með því jafnframt á jarða- bætur og önnur nytsöm fyrirtæki í land- inu, og er þess meiri von um, að þetta nái fram að ganga, sem líkindi eru til að stjórn 'og þing verði hjer á eitt sátt. 5. Ólærðir læknar. það mun varla þurfa að orðlengja um það, hver nauðsyn er á því, eptir því sem hjer er á statt, að leikmenn megi að ósekju veita læknis- hjálp, svo framarlega sem engum verð- ur mein að, og virðist tillaga Jóns há- yfirdómara Pjeturssonar í blaði þessu (1881, 9) vera aðgengileg í þessa stefnu. Opinberar málsóknir gegn mönnum, sem nú einu sinni hafa traust sjúkling- anna, gjöra heldur ógagn en gagn hjer á landi, og munu ekki vinna bug á smáskammtalækningum. 6. Meðferð á skepnuin. Hinn af- staðni Vetur hefir sufhstaðaf á latidinU sýnt, hversu ókristilega skeytingar- lausir sumir landsbúar eru með skepn- ur sínar, og að sömu mennirnir, sem bæði kunna að selja hross og sauði, hafa ekki lært, að halda í þeim lífinu. Yfir þessa menn þurfa lög að geta náð, svo það sje saknæmt að láta skepn- ur sínar horfalla, og jafnframt að halda skepnur án þess að ætla þeim hús og hey. Samfara þessu vilja sumir hafa heyásetning hjá búendum af hálfu hreppsnefnda, eða manna, sem sýslu- nefndirnar þar til kveðja; og jafnvel eru þeir, sem vilja láta stofna heyforða- búr í hverjum hreppi. Hvorttveggja getur gott verið; en hægra verður, eins og það og hefir fyrrum átt sjer stað hjer á landi, að setja á hey bænda. Varla þarf að óttast, að því verði of hart fram fylgt; flestir landsbúar, þótt sýslu- og hreppsnefndarmenn sjeu, munu treysta útiganginum nóg. En ef það á fyrir oss að liggja, að þessi öld endi, eins og sumar hinna fyrirfarandi, með harðindavetrum, hverjum á annan ofan, þá er hey-ásetningin sönn landsnauðsyn, og þarf þá, ef til vill, ekki annara laga við, auk þeirra, sem vjer þegar höfum í hegningarlögunum, en heimildarlaga fyrir hrepps- og sýslunefndir að setja á hey bænda. 7. Eptirlit með hrúkuii á landsíje. J>að er nægiiega búið að sýna sig, að stjórn vorri, ráðherra og landshöfðingja, hættir við að brúka landsfje um lög fram, í von um aukafjárveiting. Um- boðsstjórnin er nú víðar með því marki brennd, að hana langar til að brúka meira, en hún má; en annarstaðar eru ýmisleg höpt á þessari tilhneigingu. í sumum löndum, svo sem Englandi, Belgíu, Frakklandi, Hollandi o. fi. eru svo nefndir reikningsdómar, sem hafa heimild til að banna hverja fjárreiðu af opinberu fje fram yfir það, sem veitt er með fjárlögum, og þarf þá ný lög til þess að fjeð sje greitt úr landssjóði, Dómendurnir, sem ekki verður vikið frá embætti nema með dómi, eiga að skrifa upp á hverja peningaávísun á landssjóð, til þess hún sje gild til út- borgunar. Með því móti er stjórninni gjórt ómögulegt að syndga í þessa stefnu. í Danmörku er þessu ekki svo varið; þar er enginn reikningsdómur; en, allt um það er þar meira hapt og aðhald í þessu efni, en hjer hjá oss. Fyrst og fremst neitar íjármálastjórnin öllum útborgunum um fram fjárlögin, nema eptir ríkisráðsályktun (Statsraads- beslutning), svo allir ráðherrar hafa með þessu móti ábyrgðina af umframgreiðslu, sem í rauninni, ef til vill, ekki snertir nema einn ráðherra. Hjá oss er ráð- í herra einn um hituna í Kaupmanna-' höfn, ávísar landsfje til útborgunar eptir eigin geðþótta; hjer á landi send- ir landshöfðingi seðil ofan til landfógeta og ávlsar, sömuleiðis upp á sitt ein- dæmr, fje af þeim gjaldið, sem, ef til vill, þegar er tæmdur eptir fjárlögun- um, allt í trausti til aukafjárveitingar eptir á. J>etta er ekki gott. Sje stjórn- in vinsæl, þá fær hún fjeð, þó það hafi verið greitt að óþörfu, og það er ekki eins og það á að vera, að löggjafar- valdið vinm pað fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans, og líði neinum að fara í vasa skatt- gjaldenda — því hvað er landssjóður annað? — Sje stjórnin aptur óvinsæl, þá kemur það fyrir, sem nóg er búið að sjá af hjá Dönum, að þingið liggur í eilífu þrasi og jafnvel málaferlum við stjórnina. 011 löggjafarstörf heptast, og ekkert ávinnst landinu til góðs. J>að er því stórum betra, bæði fyrir þing og stjórn, að eptirlit sje með allri brúk- un á opinberu fje, um leið og þess er krafizt. J>að er miklu öfiugra, en öll yfirskoðun eptir á, og betra að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í, heldur en á eptir. Vjer játum, að vjer erum ráðalausir með eptirlitið á því fje, sem í Kaupmannahöfn er talið út úr landssjóði, eptir ávísun ráðherr- ans, en það er bótin, að það nemur að tiltölu litlu. Hjer á landi væri hægt að koma eptirlitinu við, með því að gjöra yfirdómnum að skyldu, að lög- gilda allar ávísanir landshöfðingjans á landssjóð, meðan þær fara ekki fram yfir fjárlögin, en láta þær vera ógildar og því óinnleystar af landssjóði úr því þær eru um lög fram. J>essu þarf að koma fyrir með lögum, og myndi það litlum erfiðleikum bundið, með því nóg forsnið eru til í löggjöf annara landa. J>að vill og svo vel til, bæði að yfir- dómendur eru óafsetjanlegir, nema ept- ir dómi, og að þeir ekki myndu telja þenna litla starfsauka eptir sjer. Sama er að segja um það, að þaðámjög illa við, að landshöfðinginn, sem hefir yfir- stjórn jarðarbókarsjóðsins, úrskurðar einnig reikninga hans. |>etta er dæma- laust á byggðu bóli og nær engri átt. jpetta starf á einhver maður að hafa á hendi, sem ekkert er við reikningana riðinn og enga ábyrgð hefir af þeim. G-egnir það jafnvel furðu, að landsh. ekki skuli fyrir löngu vera búinn að finna þetta sjálfur og afsala sjer þessu óeðlilega starfi, sem sannarlega er meinbugum blandið. 8. Landhúnaðarlög. þótt varla líti út fyrir, og jafnvel ekki sje æskilegt, að lokið verði við þau í heild sinni á þessu þingi, þá ætti þó ’sá kafli, sem 1879 var til meðferðar í efri deild þingsins, og sem bráðasta nauðsyn ber til að klára, sem sje um bygging Ijarða, viðskipti milli landsdrottins og ^leiguliða, og það sem í nánustu sam-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.