Ísafold - 04.06.1881, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.06.1881, Blaðsíða 3
bandi stendur við þenna kafla, t. d. öll landvörn gegn skepnuágangi o. fl., að geta náð fullnaðarúrslitum í sumar. 9. Kirkjumál, aukatekjur presta 0. þvl. fað verða svo margir andlegr- ar stjettar menn á þessu þingi, að bú- ast má við ýmsum úppástungum um þesssi málefni, og fjölg’i, sem út lítur fyrir, prestarnir við þær kosningar, sem eptir standa, t. d. í Árnessýslu, þá er sízt fyrir að synja, að presta- flokkurinn ráði lofum og lögum í þessu efni. Meðal bænda eru og einstakir, sem hafa mikinn áhuga á þeim spurn- ingum, er snerta ríki og kirkju. Apt- ur eru nokkrir, sem helzt vilja láta hreifa sem minnst við þessum málefn- um, og ekki þykir nein landsþörf á miklum nýmælum í þessu skyni, nema ef það skyldi vera, að menn viljikoma því á, að söfnuðirnir kjósi presta sína, eins og í Sviþjóð, og er það þó ýms- um anmörkum bundið. Eiga t. d. söfnuðirnir, að hafa upptökin, og kjósa sjer prest, þegar brauðið losnar? En þá þurfa þeir einnig að hafa vissu fyr- ir, að hinn kostni taki á móti köllun- inni, og stjórnin þarf að hafa vissu fyr- ir, að hinn kallaði fullnægi þeim skil- yrðum, sem lögin ákveða. Eða á um- boðsstjórnin að tilkynna söfnuðunum, hverjir um brauðið sæki, og bjóða þeim að kjósa einn af sækendum? Nú vill söfnuðurinn engan þeirra; hvernig fer þá ?—í Svíaríki hafa kosningarnar geng- ið svo misjafnlega, að margar raddir heyrast þar í þá stefnu, að breyta þess- ari tilhögun. Allt um það mun þó, að öllu samtöldu, rjett að láta söfnuðina eptirleiðis kjósa presta sína meðal þeirra sækenda, sem hafa þá hæfilegleika til prestlegrar stöðu, sem lögin heimta. þ>ví sú ákvörðun, sem nú gildir eptir nýju lögunum, að söfnuðirnir hafi rjett til að mæla með einum sækjanda, en stjórnin enga skyldu til að gefa meðmælunum gaum, er verri en engin. Fyrir suma þingmenn munu þessi mál, sem sagt, ekki vera nein kappsmál, og er þá rjett að fara eptir almennings óskum, þar sem ekki missist mikið, þó litið vinnist ef til vill við nýmælin. Aukcitekjur presta virðast mega standa við svo- búið, nema í einu atriði. Ný lög (9. jan. 1880) um. uppfræðing barna i skript og reikningi, hafa talsvert aukið upp- fræðsluskyldu presta, og er því sann- gjarnt, að fermingarþóknunin sje hækk- uð. Hún er sem stendur oflitil, þó ekki sje haft tillit til annars en fyrir- höfn sóknarprestsins fyrir að undirbúa barnið undir fermingu í kristilegum fræðum, en þegar þar á ofan bætist, að presturinn á einnig að sjá um, „að öll börn, sem til þess eru hæf að áliti prests og meðhjálpara, læri að skrifa og ■ reikna“, sjálfsagt á updan fermingu,! þá er prestinum með þessu lögð ný byrði á herðar, sem hin görolu lög ekki gjörðu ráð fyrir, og því ekki held- ur ætluðu neitt endurgjald fyrir. En 12 álnir fyrir'að undirbúa hvert barn undir fermingu var áður lítil borgun, nú nær hún engri átt, og ætti að tvö- faldast. Miklar umræður um sum önn- ur atriði, er snerta trú og kirkju, ætti þingið, að vorri hyggju að spara sjer. Er oss til efs, að sumt af því, sem i þessu efni hefir komið fyrir á undan- farandi þingum (leysingjamálið, borg- aralegt hjónaband o. þvl.) eigi nokkra rót í almennri meðvitund landsbúa. En þá koma einnig lög í þessa stefnu of snemma. 10. Friðunarlög. það er vonandi það sje nú orðið hávaða landsbúa ljóst, að skýrari og ljósari friðunarlaga á laxi þurfi með, en viðaukalaganna góðu, sem með sanni má segja, að komið hafi miklu illu til leiðar, bakað einstaka mönnum, sem hjeldu þeir væri í rjetti sínum, málsóknir og ærin útlát, sumum varðhald og ófrelsi, og, það sem verst er, ruglað og meingað rjettarmeðvitund manna i þessu efni, og skapað dóms- valdinu efasemdir og erfiðleika. Lögin þurfa að vera ljós; tviræð lög eru tví- eggjað sverð. Margt mun nú fleira koma til um- ræðu á þessu þingi; þó verður þetta að ætlun vorri það helzta. Og er því auð- sætt, að vel verður að nota tímann, ef öll þessi mál, og önnur fleiri auk fjár- laga, fjáraukalaga, reikningslaga, eiga að geta orðið afgreidd, svo í lagi sje, á 6 til 8 vikna tíma. Eitt ætti þingið ekki framvegis að láta bjóða sjer, að því sje þröngvað til síðasta hálfa mán- uðinn af þingtímanum, að hraða mál- unum af, á stundum án þess þau hafi verið i nefnd, bera þingsköpin ofurliða og fá svo eptir á snuprur í Stjórnar- tíðindunum fyrir, að lögin, sem frá þinginu koma, sjeu illa samin. J>á er betra að afgreiða ekki meira, en hægt er með jöfnu áframhaldi og nægri um- hugsun, og láta þá það verða eptir til næsta þings, sem ekki getur komizt af með góðu móti. Mun það innan skamms sannast, að þing, sem ekki kemur sam- an nema annaðhvort ár, þarf lengri þingtíma, en 8 vikur; en með þvf hann eins og hjer er á statt, varla verður lengdur fram yfir ágústmánaðarlok, þá þarf breytingar á stjórnarskránni til þess, að setja reglulegt þing fyrir fyrsta virkan dag í júlimánuði. Hingað til hafa húsakynni þingsins bannað þessa breytingu ; eptirleiðis er þingið að þessu leyti ekki upp á aðra komið, og breyt- ingin er því, af þessari orsök, möguleg. (Niðurlag frá bls. 42). Höfundurinn skýrir nú frá kviðdóma- meðferðinni á málunum, sjer í lagi eins og hún er höfð á Englandi, getur hann þess, að þar sje í flestum málum hvorki nein rannsókn höfðuð af hendi þjóðfje- lagsins, nje heldur málin kærð fýrir hönd þess, nema f hinum stærstu mál- um, er snerta stjórnina sjálfa, t. a. m. landráðamálum og í manndrápsmálum; þar er til undirbúnings undir kviðdóm- inn gjörð nokkurskonar rannsókn á dauðastaðnum, og loksins er löggæzlu- þjónum gjört að skyldu að kæra ekki allfá mál. þegar mál eru kærð, verð- ur að fara á fund hjeraðs- eða friðar- dómarans og skýra honum frá af- brotinu og frá því, hver sje grun- aður. Dómarinn ákveður þá stund og stað, og stefnir hinum grunaða, sem í stærri málum má setja í varð- hald, þó svo, að hann sje hið bráðasta leiddur fyrir dóm, og eru rammar skorður reistar við því, að mönnum sje haldið ranglega í varáTialdi, eða að dráttur verði á málum þeirra, sem í varðhald eru settir. Á hinumákveðna degi ber sækjandi fram kæru sína og leiðir vitni sín, og má hinn ákærði vera viðstaddur vitnaleiðsluna, en ekkert rannsóknarpróf er yfir honum haldið, og er einkum bannað að tæla hann með lof ')rðum, eða lirœða hann með hót- unum til að játa ; honum er að eins gef- inn kostur á að halda svörum uppi fyrir sig og að leiða vitni sjer til sýknu eður afbötunar. Allt fer fram í heyr- anda hljóði og munnlega, en skrifari bókar það helzta af skýrslum vottanna og hins ákærða. þ>egar þessu er lokið, þá er þrennt til: annaðhvort getur dóm- arinn dæmt hinn ákærða sýknan, eða sekan (nemi málið ekki meira, en tveggja mánaða varðhaldi), eða hann vísar því beinlínis til kviðdóms, og læt- ur hann þá kæranda sverja sjer eið, að hann muni fylgja ákærunni fram fyrir kviðdómi. Kviðdómar eru með tvennu móti. íyrst þeir, sem hjeraðsdómarar halda fjórum sinnum á ári. Undir þessa dóma eiga minni háttar mál, sem reyndar eru stærri en svo, að þau geti komið undir hjeraðsdómara úrskurð, einungis þau sem sje, er nema stærri hegningu en varðhaldi í tvo mánuði. J>ar að auk dæma þessir kviðdómar þau mál, sem áfrýjað er frá hjeraðsdómi. pví næst eru kviðdómar í öllum hinum stærri sakamálum, og eru dómarnir í aðal- dómum landsins forsetar f þessum kvið- dómum. Eru þeir haldnir tvisvar á ári um allt land og sumstaðar optar, jafn- aðarlega í marz og í júlímánuði. í kviðu eru kvaddir innlendir menn, er búa í hjeraðinu, eigi yngri en 21 árs, ekki eldri en sextugir, sem gjalda til- tekna upphæð f skatt, og er hún hærri en sú, sem kosningarrjettur til þjóðþings- ins er bundin við. Frá kviðsetu eru undanskildir andlegrar stjettar menn, dómarar, málaflutningsmenn, læknar, lyfsalar, löggæzluþjónar, o. fl., og um fram allt allir þeir, er drýgt hafa eitt- hvert af brot, er skerðir mannorð þeirra. í kviðdómi sitja ávallt 12 menn, sem teknir eru annaðhvort eptir stafrofsröð

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.