Ísafold - 04.06.1881, Blaðsíða 4

Ísafold - 04.06.1881, Blaðsíða 4
48 eður hlutkesti. f>á er hinn ákærði kall- aður fram, lesin upp fyrir honum kær- an, og nöfn kviðdómsmanna, og er hann spurður að, hvort hann tjái sig sýknan eða sekan. Játi hinn ákærði sig sekan, leiðir dómsforseti honum fyrir sjónir afleiðingarnar af játningunni og skorar á hann að kalla hana aptur. Standi hinn ákærði við játningu sína, ákveður dómsforseti þegar hegninguna. Að öðrum kosti—ef hann tjáir sig sýkn- an, eða þegir—er honum boðið að ryðja kviðinn. Að því búnu sverja kviðdóms- menn eið að því, að þeir skuli íhuga málið og leggja á það dóm eptir beztu samvizku. Byrjar þá málsókn með því að kærandi skýrir kæru sína, kallar síðan vitni sín, og eru þau látin afleggja eið, áður en farið er að spyrja þau. Bæði hinn á- kærði, kviðdómsmennirnir og dómsfor- seti geta lagt spurningar fyrir vitni kæranda. |>ví næst er hinum ákærða gefinn kostur á að verja málstað sinn og leiða fram vitni sín, og fer vitna- leiðslan þar á sömu leið. Hinn ákærði er alls ekki yfirheyrður. Að því búnu hreifir dómsforseti málið, skýrir það á alla vegu og leiðbeinir kviðdómsmönn- um, sem því næst fara inn í annað her- bergi til ráðagjörðar, og sitja þar sam- an, þangað, þeir verða allir á eitt sátt- ir. þ>á kveða þeir upp dóminn: sykn eða sekur, en dómsforseti heimfærir lögin upp á glæpinn. Kviðurinn er ekki bundinn við annað, en sannfæring sína, en alls ekki við neinar sönnunar- reglur; þó er í stöku málum bannað að kveða upp áfellisdóm, nema tvö góð vitni komi fram gegn hinum á- kærða, eða eitt vitni og sterkar líkur, en á hinn bóginn er aldrei skipað að sakfella á móti sannfæringu sinni, hversu sterkar sem sannanirnar gegn hinum á- kærða kunna að vera. Yfir höfuð er ekki kostur á að áfrýja kviðdómi; þó getur dómsforseti undir vissum kring- umstæðum látið málið koma undir ann- an kvið, virðist honum hinn fyrri hafa kveðið upp rangan dóm, og í stöku tilfellum má skjóta kviðdómi undir efri deildþjóðþingsins, lávarðadeildina. En— þetta eru undantekningar, sem mjög sjaldan koma fyrir. J>ví hefir verið sleppt hjer viljandi, að minnast á hina svokölluðu grand jury (Stóra-ífö'm) sem sker úr, hver mál skuli koma fyrir kviðdóm, og hver skuli niðurfalla ; því þessi kviðdómur virðist hvergi eiga við, nema á Englandi, ef hann á þar við. J>ar sem stór glæpa- mál koma sjaldan fyrir, er þessi stóri dómur að minnsta kosti óþarfur. Loksins vill Vilhjálmur Finsen ekki hvetja menn til hastarlegra breytinga á meðferð þeirri á sakamálum, sem nú er höfð á Islandi, og til að hrapa að því að taka upp kviðdómaskipun, heldur færi bezt, að slíkar lagabætur væri ekki teknar upp, fyr en búið væri að skoða málið ýtarlega á alla vegu, og einkum hvernig fara eigi að samlaga sem bezt hina nýju skipan við skipulag það, sem nútíðkasthjáoss, þannig, að því sje haldið, sem orðið gæti til nota, og einungis því sleppt af hinni fyrri skipun, sem eigi má takast að umbæta, svo það samsvari reglu þeirri, sem að öðru leyti er upptekin. J>á er einnig eitt atriði, sem ekki sízt mundi verða tekið til greina, þegar taka ætti upp kviðdóma- skipunina, en það er kostnaðarauki sá fyrir landið, sem af henni kynni að leiða, bæði af ferðum yfirdómaranna um hjeruðin, sem þó mundu ekki þurfa nema einu sinni á ári, og af dómshúsabyggingum í sýslunum og af fjölgun yfirdómaranna og launahækkun við þá.---— En reyndar mundi þá á hinn bóg- inn sparast kostnaður sá, sem leiðir af varð- haldi sakamanna, sem nú eru opt haldnir árunum saman, meðan á málunum stendur, og af skotum mála til yfirdóms og hæsta- rjettar. Vjer treystum því nú fastlega, að vorir innlendu lögfi'æðingar taki nú til máls opinberlega um þetta málefni, svo það verði skýrt vandlega fyrir almenn- ingi, áður en sá tími kemur—sem sjálf- sagt kemur—að kviðdómar verði einnig lögleiddir meðal vor. Undir því er það komið, hversu heppilega eða óheppi- lega það tekst, að samlaga hina nýju skipun á dómsvaldinu við það skipu- lag, sem nú tíðkast hjá oss. Skal það að endingu fram tekið, að með þessu einu móti, ef kviðdómar verða hjer lög- leiddir, geta íslendingar að mestu los- azt undan dómsvalds yfirráðum hæsta- rjettar, og er mikið leggjandi í sölurn- ar fyrir þennan eina ávinning. Sumir, og helzt lagamennirnir, munu svara, að alþýðu manna hjer á landi skorti þekk- ingu til að vera kviðdómsmenn. Vjer höfum sjeð, heyrt og þekkt kviðdóms- menn á Englandi (smákaupmenn, hand- iðnamenn, og bændur, sem ekki tóku góðum íslenzkum bónda neitt fram í menntun, og sjálfsagt hvorki í greind nje samvizkusemi. Enda er sú mótbára lík þeirri, sem bannar að fara á sjó, fyr en maður kunni áralagið. íslend- ingar yrðu, ef til vill, í fyrstu of væg- ir í dómum sínum, en betra er það, en rangir áfellisdómar. Messur í tlómkirlg'unni uin hátíðina. Hvítasunnudag: kl. 11, síra Helgi Hálf- danarson; kl. 1J, dómkirkjupresturinn, dönsk messa. 2. í hvítasunnu: kl. 12, dómkirkjuprest- urinn. A Trinitatishátlð verður ferming. Veðuráttufar í Keykjavík í apríhn. þegar með byrjun þessa mánaðar skipti algjörlega um veðuráttufarið, og má svo segja, að í þessum mánuði hafi verið óvenju- lega hlý og hagstæð tíð bæði á sjó og landi. Næstum allan mánuðinn hefir vindur verið við austur landsuður, stundum með tals- verðri rigningu. Optast hefir verið logn eða hæg gola. Stöku sinnum hefir veður verið hvasst á landsunnan kafla úr degi t. a. m. 13., 18.; nokkra daga hæg vestangola með nokkru brimi t. a. m. 20., 21. Réaumur. Hitamælir hæstur (um hád.) 30.... +10° (í fyrra..... -f 10° —»«— lægstur (um hád.) 1. -f- 2° (í fyrra .. -r- 4° Meðaltal, um hád., ............... +5,37 (í fyrra .... +5,30 Meðaltal á nóttu.................. +1,27 (ífyrra)..... +1,04 Ensk. þuml. Loptþyngdarmælir hæstur 18.......... 30.60 —»«— lægstur 24., 25......... 29.20 Að meðaltali........................ 29.85 Bvík i 81. J. Jónassen. AFLI var betri síðari en fyrri part vertíðar, þó sjer í lagi hjá þeim sem lengst sóttu. I Vogum og Njarðvíkum urðu meðalhlutir, í Höfnum góðir; en annarsstaðar mun vertíðin varla hafa náð því, að verða meðalvertíð. A netaútgjörðinni hafa í ár flestir haft skaða. Tíð í maí hvervetna hin bezta, en þó grænkar seint, að líkindum sökum þess, hversu mikill klaki er í jörðu. Hinn I. maí var hann á hálendu túni hjer syðra 22 þuml. AUGLÝSINGAR. peir fdu útsölumenn og hauyendur Isa- foldar, sem enn þá eiga ógoldið andvirði blaðsins fyrir undanfarin ár, eru beðnir að greiða það sem allra fyrst til amtsskrifara Páls Jóhannessonar í Reykjavík. ÁRBÓK FORNLEIFAF JELAG SIN S fyrir 1880 og 1881. Ársfjelagar fá árbók fjelagsins fyrir 1880 og 1881 ókeypis, ef þeir hafa greitt tvö fyrstu árstillögin sín, og þeir sem greiða til- lög fyrir þessi ár um leið og þeir ganga í fjelagið, fá hana fyrir sama verð. Fyrir utanfjelagsmenn eru fáein expl. til sölu og kosta 5 kr. Fornleifafjelagið óskar að fá skýrslur um fornstöðvar allar og fornleifar, svo og rnn forngripi, sem annaðhvort finnast eða eru í geymslu einstakra manna. Ollum gripum sem fjelaginu gefast eða það getur útvógað, er haldið til forngripasafnsins. Eg undirskrifaður hefi nú fengið sýnis- horn af nokkrum veiðarfærum frá Norvegi, svo sem: síldarnet, bæði lagnet og flotnet, enn fremur þorskanet, sökkur og öngla til þorskveiða, og geta menn því fengið að skoða þau hjá mjer, og jafnframt fengið tilsögn ókeypis við notkun þeirra. Ef menn óska að fá keypt norsk veiðarfæri, get eg pantað þau og fengið tilbúin frá Björgvin, hvar þau fást við svo vægu verði sem unnt er, þó með því móti, að þau sjeu borguð fyrir fram. —- Nokkrir menn hafa nú þegar beðið mig að panta síldarnet (lagnet), því jeg hefi til reynzlu lagt þau hjer með landi fram og hefir það sýnt von um góðan árangur. Flekkuvík, 24. maí 1881. Ivar Helgason. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð 1 ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.