Ísafold - 11.06.1881, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.06.1881, Blaðsíða 2
50 1. 48. gr. Sfjórnarskrdartnnar, er svo hljóðar: Sjerhver sá, sem tekinn er fastor, skal leiddur fyrir dómara svo íljótt, pom auð- ið er. Megi þá ekki jafnskjótt láta hann lausan aptur, ber dómaranum--------í seinasta lagi áður en 3 dagar sjeu liðnir frá því, að sá, sém tekinn er fastur, var leiddur fyrir dómara, að leggja áúrskurð, er byggður sje á tilgreindum ástæðum, um hvort hann skuli settur í varðhald, og megi láta hann lausan móti veði, þá skal ákveðið í úrskurðinum, hvert eða hversu mikið það skuli vera. Úrskurði þeim, sem dómarinn kveður upp, má sá, sem í hlut á, þegar skjóta sjer í lagi til æðra dóms. Engan mann má setja í gæzluvarð- hald fyrir yfirsjón, er að eins varðar fje- sekt eða einföldu fangelsi. (sbr. 130 gr. hegningarlaganna). 2. 127. gr. hegningarlaganna. Ef að rannsóknardómari í sakamáli beitir ólöglegri þvingun til þess að kúga mann til játningar eða sagna, þá varðar það einföldu fangelsi eða cmbœttismissi, eða sektum, ef málsbætur eru. 3. 128.gr. hegmngarlaganna. Dómara, sem setur eða lætur setja mann í fangelsi ólöglega, eða heldur honum þar að ólögum lengur en vera ber, skal refs- að með einföldu fangelsi ekki skemur en mánuð, eða með embœttismissi, ef að verk hans ekki er svo vaxið, að þyngri refsing hggi við því. 4. 129. gr. hegningarlaganna. Hver sá embættismaður, sem að ólögum setur mann fastan, rannsakar heimili hans, eðatekur til sín brjef eða önnur skjöl og rannsakar þau, eða lætur gjöra nokkuð af þessu, skal sæta sektum eða einföldu fangelsi, eða missa embœtti sitt, ef miklar sakir eru til. jón. Afli hefir til þessa (snemma í júní- mánuði) verið góður, og bætt vel upp vetrarvertíðina, sem víðast hvar í inn- verum reyndist litilfjörleg. þ>eir sem ekki brúka lóðir, fá mestallt þorsk; enda banna lóðirnar sig nú sjálfar, sök- um beituleysis. Sauðhurður hefir hjer nærlendis og austanfjalls gefizt heldur illa, og lömb farizt með mörgu móti; enda munu ærnar hafa gengið illa undan, en gróður lítill, þó vorgott væri í aprílmánuði, sjálf- sagt vegna þess, hve mikill klaki var og er enn í jörðu. I.ítur helzt út fyrir að mór verði ekki tekinn upp, fyr en um Jónsmessu, eða, ef til vill, á túna- slætti. Eru þetta verstu afleiðingarnar af hörðum vetrum, þegar skepnur ann- ars tóra af. Möðruvallaskólaliúsið varð í fyrstu nokkuð dýrra, en um var samið, en munar þó ekki því, að það sje nokk- urt umtalsmál, ef húsið annars væri í góðu lagi. En — oss er skrifað að norðan, að það þegar í sumar muni þurfa talsverðra aðgjörða við; „viður- inn, sem í það var brúkaður, hafi ver- ið grænn, húsið sje ekki laust við leka o. fl.“; hafa sumir þeirra, sem þar búa, kvartað yfir óþolandi kulda í vetur er var, og er það nú raunar eðlilegt. J>egar þeir þ>orsteinn umboðsmaður Daníelsson og J. C. Stephánsson timb- ursmiður sömdu áætlun sína um kostn- aðinn við endurbyggingu hússins, að meðtöldum notandi leifum hins brunna húss, þá náði hún hjer um bil 27000 kr. Húsið er nú, ef til vill, bæði stærra og fyrirkomulagið öðruvísi, en þá var gjört ráð fyrir, enda er það þegar orðið dýrra, og verður miklum mun dýrra, ef það nú þegar á að sæta nýrri að- gjörð. J>ótt vjer sjeum sannfærðir um, að sá maður, sem stóð fyrir endur- byggingu hússins, hafi í þessu sem öðru breytt eptir beztu sannfæringu, þá er þó leiðinlegt, að nú þegar skuli þurfa að umbæta húsið, og eru eflaust sumir þeir þingmenn, sem kynoka sjer við að veita fje á ný til þessa. En — allt um það mun ekki verða hjá því kom- izt, að veita það fje sem þarf, því bág- ur búskapur væri, að láta nýtt hús verða hrörlegt á fárra ára fresti. Endurskoðun ísl. reikninga. Vjer höfum heyrt, að sá maður, sem nú hefir þessa endurskoðun á hendi, sje ekki ánægður með þá póknun fyrir hina umboðslegu endurskoðun, sem er veitt á fjárlögunum með 2000 kr. á ári, og að stjórnin muni ætla að biðja um viðbót fyrir þetta starf. Vjer erum í efa um, að þessi viðbót fáist, allra sízt ef einhver annar hæfilegur maður væri fáanlegur til að takast starf þetta á hendur með þeim launum, sem því nú fylgja. jþað getur verið viðsjált, að ganga í upphafi að þeim kjörum, sem bjóðast fyrir að leysa eitthvert verk af hendi, en koma svo að vörmu spori og heimta betri kjör. J>að gæti legið svo í þinginu, að það reyndist hyggilegra að fara ekki fram á meira fyrst um sinn, en upphaflega var um samið. En — máske þingið verði örlátt í sumar. Brúin yfir Skjálfandafljót á að leggjast í sumar, og hefir amtsráð norður- og austuramtsins falið herra Bald, sem nú stendur fyrir þinghúss- byggingunni, að vera einnig þar fyrir verkum. þetta er heppilega valið, þvi það mun sannast, að þinghúsið lofar meistarann. J>að mun eiga að byrja á brúargjörðinni á mánaðamótum, eða fyrst í júlímánuði; á að byggja stöpul að minnsta kosti undir annan brúar- sporðinn. Fáum vjer nú reynslu fyrir, hvemig þessi brú gefst í vatnavöxtum og jakaburði, og er gott að hafa feng- ið þessa reynslu, áður en byrjað er á stærri og dýrri brúárgjörðum. Brúin á að leggjast skammt frá Goðafossi. Kosningar til alþingis. í þessum mánuði á að kjósa á ný 2 þingmenn fyrir Árnessýslu. Hversu góð þing- mannaefni, sem þeir tveir menn kunna að vera, sem kosnir voru í fyrra skipt- ið, þá er þingið þó þegar orðið svo bírgt af prestum að æskilegt væri að Árnesingar sendu að minnsta kosti annan þingmanninn af öðru sauðahúsi, en andlegu stjettinni. En sjer í lagi væri áríðandi, að kjósa einhvern mann, hverrar stjettar sem hann er, sem ekki er eins og reyr af vindi skekinn, og talar ekki eins og hver vill heyra, held- ur veit hvað hann vill. J>ar sem þessi kostur er góðri greind samfara, þar er og bezta efnið í góðan þingmann. Hafísillll mun að því er menn ætla, vera horfinn, að minnsta kosti um sinn, því sigling er, að sögn, komin, ekki að eins á Eskifjörð, Vopnafjörð, Húsa- vík og Akureyri, heldur og á Sauðár- krók. Allt um það er veðuráttufarið heldur kalsafengið og umhleypinga- samt. Aiutsráðskosningar í Suðuramtinu. Kosnir voru þeir sömu og áður til næstu 6 ára : Dr. Grímur Thomsen amtsráðs- maður, og kaupmaður Guðm. Thor- grímssen á Eyrarbakka varamaður. Arcturus fór hjeðan 3. þ. m., til þess í þriðja sinn að reyna að komast norð- ur um landið. J>að er vonandi, að þetta megi nú heppnast. Með skipinu fóru meðal annars amtmaðurinn í vest- uramtinu til þess að halda þar amtráðs- fund. Fregn unx eldgos í Hekluhrauni, sem um daginn barst hingað, er nú borin til baka. Hafa menn að líkind- um getið sjer til að svo væri, sökum misturs, sem nokkra daga var í loptinu. Síldarveiði. Yngismaðurinn ívar Helgason í Flekkuvik, sem eptir ráð- stöfun amtsráðsins í suðuramtinu, var látinn fara til Noregs, til þess að kynna sjer aflabrögð Norðmanna, hefir í vor með litlu síldarneti aflað sjer svo mik- illar síldar, að hann ognágrannar hans hafa haft næga beitu, og aflað þorsk afbragðs vel á hana. J>að væri, í þeim beituskorti, sem nú er, óskandi, að þetta yrði almennt tekið upp. í Norvegi hefir í vetur verið góður afli í Lófóten, en brugðizt í Finnmörk. Kemur því ekki eins mikill fiskur á markaðinn, eins og í fyrra. J>ettahlýt- ur að liafa þau áhrif á saltfisksverðið í sumar, að saltfiskur verði í hærra verði nú en í fyrra. Sundmagi er að stíga í verði bæði ytra og hjer, og myndi stíga meira, ef hann væri betur verkaður. Hann mun nú vera borgað- ur hjer syðra með 8o-—90 a. pundið og hær bráðum krónunni, eins og brenni- vínspotturinn. Elliðaáamáliii. Rannsóknarskjölin í máli þessu eru nú komin til ráðherr- ans. Sagt er, að ekki muni vera á- stæða til að höfða opinbert mál móti neinum þeirra, sem Jón landshöfðingja- ritari Jónsson ljet setja inn, sem grun- aða um „þjófnað“ (sbr. Stjórnartíð. 1880, B. bls. 131). J>ví, eins og hver maður

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.