Ísafold - 11.06.1881, Side 3
51
vissi, var enginn fótur undir þessum á-
burði H. Th. A. Thomsens. þ>að þarf
því ekki að efa það, að nefndur kaup-
maður verði lögsóttur fyrir rangar saka-
giptir samkvæmt 226. gr. hegningarlag-
anna. Saklaust fólk á ekki að liggja
bótalaust undir þess konar meðferð.
Uin sxirliey.
(Tekið úr norsku tímariti.)
Með þvi að það ber ósjaldan við á
vætu- og rigningarsumrum, að meira
eða minna af peningsfóðri liggur undir
skemmdum eða spillist algjörlega, ann-
aðhvort af því, að grasið verður ekki
slegið fyrir sífelldum rigningum og rýrn-
ar þannig að kostum óslegið, eða þá
af því, að langvinnar rigningar og þerri-
leysi tekur við, eptir að búið er að slá
grasið—og er það reyndar miklu al-
mennast og höfuðorsökin til skemmd-
anna-—, þá virðist eigi illa til fallið að
minnast á, hvernig farið er að búa til
súrhey.
þ>essi meðferð á heyi mun vera lítt
kunn almenningi hjer á landi (þ. e. í
Norvegi) og því síður, að hún sje al-
mennt notuð. þ>að væri því æskilegt,
að fleiri reyndu hana; þvf það er mín
óbilug sannfæring, að hún mundi koma
að mjög miklu gagni. þ>ar á móti
hefir hún verið alkunn lengi í ýmsum
öðrum löndum, þar á meðal t. d. á
Frakklandi.
þ>essi meðferð, heysúrsunin, á vel við,
hvaða gras sem er og yfir höfuð við
allt peningsfóður, sem mikill safi er í.
|>ó á hún sjer í lagi við það fóður,
sem illa þornar, svo sem smára, alls
konar kál og kálkennt gras, og yfir
höfuð allt stórgert og ólystugt gras;
súrsunin gjörir það bragðbetra og mýkra
og þar með auðmeltara. En líklegast
kemur þessi aðferð sjer 'samt allra bezt
við hána. Há er að jafnaði svo sein-
slegin, að opt er mjög örðugt eða jafn-
vel ómögulegt að fá nógan þurk á
hana, því hún þarf hann mikinn. þ>ar
að auki á og súrsunin vel við rófur og
aðrar ætirætur, sem á að geyma vetr-
arlangt, svo og kartöflur, ef þær eru
sýktar, en þá er samt bezt að sjóða
þær áður, enda er það gott ráð til að
verja því, að sýkin aukist.
Einfaldast og fyrirhafnarminnst er að
hafa til heysúrsunarinnar tóman kjall-
ara, ef hann er til. Sje það ekki, eða
sje mikið úm að vera, verður kostnað-
ariflinnst að grafa sjer til þess gryfju,
um 3 álnir á dýpt og 4!/2 al. á breidd.
Lengdina má hafa eptir hentugleikum,
eptir því hvað heyið er mikið, sem
súrsa á. Svo verður að verja hana
vatni með afveizluskurðum og lokuðum
ræsi í botninum. Hliðarnar verður að
gjöra svo þjettar sem auðið er. þ>að
er því bezt að grafa hana í leir eða
leirkennda jörð, eða hafa leirlimda
hleðslu í hliðunum. Sumir vilja jafn-
vel hafa sement í hleðsluna. J>að mun
þó þykja nokkuð kostnaðarsamt; en bezt
verður það samt og vissast, það er ó-
efað; þvi undir því er mest komið, ef
súrsunin á að lánast, að lopt og vat/n
komist sem allra minnst að heyinu. Að
grafa heygryfjurnar í sandbörð, sem
sumir hafa lagt til, verður sjálfsagt
kostnaðarminnst; en þá kemst bæði
lopt og vatn að heyinu miklu heldur,
svo það er ekki hollt, nema þá að
gryfjan sje hlaðin vel innan og þjett.
J>egar heyið er látið í gryfjuna, eða
hvaða fóður sem er, ríður á að þrýsta
því mjög fast. Rófur eða þesskonar
er bezt að brytja niður áður, til þess
að það megi þjappa þeim betur sam-
an. Sje fóðrið af ýmsu tagi, er bezt
að rugla því sem bezt hverju innan um
annað. J>að má gjarnan vera vott;
það virðist jafnvel vera reynsla fyrir
að það gefist bezt, að láta heyið niður
í rigningu, svo það sje sem allra vot-
ast. Til þess að heyið þrýstist sem
bezt niður og lopt verði sem minnst í
því, hafa margir það ráð, að láta einn
eða tvo hesta traðka til og frá eptir
gryfjunni, meðan verið er að láta í hana.
Gryfjan er látin meira en barmafull.
Ofan á heyið er látið vænt lag af hálmi
(hjer mætti nota marhálm, þang, torf),
og þar ofan á mokað mold, leir eða öðru
hentugu efni, og lagið af því haft hjer
um bil 11/2 fet á þykkt. J>essari mold-
ar- eða leirþekju verður að þjappa vel
saman, bæði að upphafi, og eins seinna,
þegar fara að koma sprungur í hana
af því að heyið sígur. — Gott er að sá
dálitlu af salti í heyið um leið og það
er látið niður, einkum þar sem langt
er frá sjó; og er nóg að ætla 2 pund
í 5 hesta af heyi af 10 fjórðungabandi,
þ. e. 1 pd. af salti í 500 pd. af heyi.
Nú hitnar í heyinu innan skamms,
og á svo að vera, til þess að það komi
gerð í það, en þá leysast næringarefn-
in f fóðrinu, svo það verður miklu auð-
meltara en ella. Eptir 10—12 daga
er það svo orðið full-súrsað. Sje það
ekki varið lopti nokkurn veginn, mygl-
ar það og verður þá að einni ýldu-
klessu með tímanum.
f>egar fram á veturinn kemur og á
að fara að brúka heyið, er tekið af
öðrum endanum gryfjunnar og þekj-
unni mokað ofan af jafnóðum og gefið
er. Hafi þá rjett verið meðfarið frá
upphafi, er heyið hjer um bil eins
grænt og nýlegt að sjá og þegar það
var nýslegið. Ylmandi er það ekki á
lykt, sem sumir hafa sagt, en mjög
vel láta skepnur við því og verða ólm-
ar í það, þegar þær venjast því, enda
mjólka þær hjer um bil eins vel af því
og af nýslegnu heyi.
Sýsluuiannaæfir eptir Boga Bene-
diktsson, með skýringum og viðaukum
eptir Jón jústitíaríus Pjetursson, I. h.
295. bls., yfirgrípur æfir valds-og sýslu-
manna í Júngeyjar- og Eyjafjarðarsýsl-
um. Rit þetta mun flestum virðast mjög
fróðlegt og ómissandi undir sögu lands-
ins, þegar einhver verður til að semja
hana. Var það vel til fallið af bók-
menntafjelaginu, að koma því fyrir al-
menningssjónir. Skýringar ogviðaukar
Jóns Pjeturssonar eru til mikilla bóta,
en vafi er oss á, hvort ekki hefði verið
glöggvara, þar sem J. P. fortakslaust
telur eitthvað ranghermt hjá Boga, að
taka leiðijettinguna upp í textann, og
hafa þá meiningu Boga neðanmáls.
Bókin myndi með þessu móti, ef til
vill, hafa orðið ljósari og hægri aflestr-
ar. Eins og nú er, verður annað aug-
að jafnan að vera ofanmáls, hitt neð-
anmáls. J>að hefði verið haganlegra
fyrir lesendur, að allt það rjetta og ó-
efaða hefði verið sjer, en villurnar og
vafinn sjer. Annað er það, að þar sem
t. d. um sumt, er snertir sjer í lagi
ættartölur, er vfsað til annarar sýslu,
hefði verið hentugt að til nefna blað-
síðutalið í bókinni; nú verður lesandi að
leita að þvi einhverstaðar eptir nöfnum,
ogkemur það óþolinmóðum lesanda ekki
vel, sjer í lagi þegar vísað er til þeirra
kafla, sem enn þá eru óútkomnir, t. d.
bls. 25 neðanmáls (sjd Hi'mavatnssýslu),
29 (sjá Húnavatnsping), 42 (sjd Rang-
árping), 43 (sjá Strandasýslu), s- st.
(sjá Hegra?iesping), 83 neðanmáls (sjá
Barðastrandarsýslu), 216 neðanmáls
(sjá Hegranesping), og víða. En J. P.
hefir líklega gengið það til, að hann
hefir ekki viljað breyta neinu í hand-
riti Boga, og láta skýringar sfnar hver-
vetna leiðast við textann. Gjörir þetta
og minna til, þegar bókin er öll út
komin. J>að er helzt, meðan á þvf
stendur, að þetta er dálítið tilfinnan-
legt. En, þó svo sje, þá er það ekki
teljandi hjá þeirri nákvæmni, vand-
virkni, og alúðarfullri eptirleitni eptir
sannleikanum, sem bæði textinn og
skýringarnar bera vott um. En—nær
kemur nú framhaldið?
Bráðlátur.
HITT OH I>ETTA.
A ofanverðum embættisárum Guðbrandar bisk-
ups, kom til Hóla snauður förudrengur, og hittir
biskup úti staddan, fyrstan manna, kveður hann og
segir: sæll vertu. Biskup tekur kveðju hans.
Lætur drengur nú hvað reka annað, spyr biskup,
hvort hann ráði hjer nokkru. „Svo er það kallað“,
segir biskup.—„Villtu þá lofa mjer að veraínótt?“,
segir drengur.—„Vera má það“, segir biskup, spyr
dreng síðan að nafni og ætterni. Drengur leysir
úr því. Kanntu nokkuð að starfa?“ segir biskup.
„moka fjós, rífa þorskhöfuð og tefla skák“. — „pá
skulum við reyna eitthvað af þessu“, segir biskup.
Setjast nú báðir inn í stofu, sinn á hvorn stól, og
og fara að rífa þorskhöfuð. En—þegar biskup var
búinn að rífa þrjú höfuð, var drengur búinn með
sex. Nú fara þeir að tefla skák, og tefla frá einu
kvöldi til annars (mun það hafa verið valdskák)
og vann drengur taflið. j'á segir herra Guðbraþcl-
ur: „á æskuárunum, þótti jeg kunna að rífa þorsk-
höfuð, en skák hefi jegteflt bæði ungur og gamall;
fjós hef jeg sjaldnast mokað; villtu ekki vera hjer
i vetur?“—„Ójú“, segir drengur, „ef mjer er það