Ísafold - 07.07.1881, Blaðsíða 3
63
bólusetningarefni sje fyrir hendi hjá
læknum vorum og bólusetjendmn.
LandMnaðarlagafrumvarpið hefir
verið lagt fyrir alþing í sumar á ný.
að menn halda óbreytt frá því, sem
það var lagt fyrir efri deildina í hitt
eð fyrra. f>að verður drjúgur biti fyrir
þingið, ef það á að koma honum öllum
niður í einu lagi.
Hyað lengi ætla bændur að Jegja?
Nú er komin út reglugjörð fyrir
hreppstjóra, sú leng'i fyrirhugaða reglu-
gjörð, sem miklu lengur hefir verið i
móður-kviði en Volsungur var, og þó
hún sje undirskrifuð af Hilmari Finsen,
landshöfðingja, er það sögn manna, að
hún muni eiga kyn sitt að rekja til
Jóns ritara Jónssonar, en hvort svo er
eða ekki, stendur á litlu, því sjálf ber
hún það með sjer, að hún er ekki get-
inn af heilögum anda.
i. gr. er auðkennd með því, að hún
segir að hreppstjórar skuli gjöra það,
sem þeim ber ekki að gjöra; hún segir
berlega, að þeir skuli vinna að því,
sem hreppsnefndinni ber að gjöra.
J>etta eina hnifsbragð er nú nægilegt
til að einkenna reglugjörðina, en þau
eru þó fleiri,
Annar kafli (um meðferð á glæpa-
málum) er svo að kalla allur óbrúk-
andi. J>að er t. a. m. harður kostur
fyrir hreppstjóra að vera skyldur til að
hlaupa fram og aptur um hreppinn
fyrir enga borgun, þó honum berist
einhver pati af rangsleitni eða óráð-
vendni, náttúrlega opt ósannur; eða
hvernig ætli það verði þegið af sak-
lausum hlutaðeigendum, að hann, —
hreppstjórinn, sem verður álitinn í til-
gangsleysi að hafa þetta stjettarnafn,
eða skipaður til málamynda, þar hann
er ólaunaður — fari að gjöra rannsókn
hjá mönnum út af slíkum kvitt. En
samkv. io. gr. nær þetta mikla snudd-
unar-verksvið hreppstjórans ekki ein-
ungis til endimarka hans eigin hrepps,
heldur einnig til annara sveita ; það er
ótakmarkað, af öllu nema máske At-
lantshafi; það nær út á hvern skika,
hvert nes alls Islands!! Allt sem hann
finnur á sinni löngu, krókóttu sporhunda-
braut, skal hann bera sýslumanni sín-
um! Margt líkt þessu má finna í 3. og
4. kafla. Um 5. kafla vil jeg fátt tala;
þó má geta þess, að allt það sem hann
leggur hreppstjórum á herðar, skulu
þeir gjöra fyrir alls enga borgun. J>að
mundi þó eklci draga úr áhuga þeirra
á því að ganga ríkt eptir t. a. m. tíund,
að þeir fengi þóknun fyrir starfa sinn,
og þegar þess er gætt, sjest, að það
mundi ekki verða tilfinnanlegt fjártjón
fyrir landssjóðinn, þó úr honum væru
greidd hæfileg laun til hreppstjóra;
eða getur nokkur ætlað hreppstjóra svo
góða „upp til hópa“, að þeir vilji leggja
hart á sig með því, að reka rjett þess,
sem berlega gjörir þeim órjett? En
það gjörir landssjóðurinn, skoðaður sem
persóna.
Landshöfðinginn hefir líklega verið
hræddur, um að bændum mundi verða
illt af fje úr landssjóði, hafi hann á
seinasta þingi sagt, að ekki mætti launa
hreppstjórum úr honum, en sú hræðsla
hans virðist ekki á nægum rökum
byggð, því fyrst honum verður ekki
sjálfum meint við að þiggja úr honum
12—14000 kr. á ári, má ekki minna ætla
170 bændum, en að fara vel með, að
minnsta kosti jafn-mikla upphæð, öll-
um saman; það gæti varla orðið þeirra
banabiti.
Svo jeg nú víki að reglugjörðinni
aptur, vil jeg minnast á það, að hún er
prýdd með þeim fögru orðum, að hún
sje „geftn út af landshöfðingj'anumyftr
Islandi að fengnu dliti amtsráðanna11,
en sagan segir að amtsráðin hafi tekið
hana til yfirvegunar, tínt úr henni mörg
illgresi — og var þeim það ætlandi —
en að Jón ritari hafi safnað þeim sam-
an aptur og gróðursett þau í henni,
svo að þau skyldu bera ávöxt. Hve
dýrt var þá þetta fengna álit amtsráð-
anna metið?
Reglugjörð þessi er yfir höfuð lítt
brúkandi, því auk þess, að eptir henni
verður hver hreppstjóri að vera ómagi
á búi sínu, er það flestum ef ekki öll-
um þeirra ómögulegt, að halda sinn
hreppstjóra-eið samkvæmt henni. J>að
gegnir því furðu, að landshöfðingi, sem
má telja yfir höfuð að tala með þeim
nýtustu embættismönum landsins, skuli
hafa ljeð nafn sitt undir hana.
Bóndi.
* * *
Líkar greinir þessari höfum vjer feng-
ið úr ýmsum áttum, og verður án efa
nauðsynlegt, að taka hreppstjórareglu-
gjörðinni alvarlegt tak.
Útg.
Laxayeiðin í Elliðaánum.
(Eptir kaupmann H. Th. A. Thomsen).
Eptir öll þau ósköp, sem á hafa geng-
ið, bæði í ritum, orði og verki út af
laxveiði minni í Elliðaánum, væri eigi
ólíklegt, að nú sje kominn sá tími, að
athugasemdir mínar þessu viðvíkjandi
verði lesnar og athugaðar. Hingað til
hefir enginn fyrir mína hönd talað eða
skrifað opinberlega um þetta málefni,
sem að eins hefur verið skoðað frá
einni hlið, þeirri er á mót mjer er.
Sjálfur hef jeg ekki hreift þessu máli
í blöðum, bæði afþvíað málhafa verið
út af þessu fyrir dómstólunum, þar sem
málspartar gátu og áttu að koma fram
með þau skjöl og sannanir, sem gátu
stutt að því, að skýra málið, og líka
af því, að mjer alltaf hefir fundizt það
privat-mál, sem almenningi kæmi ekki
við, mema hver úrslit málin fengju við
dómstólana. J>ví að mjer hefir ekki
fundizt það heppilegt, að leitast við
með einstrengingslegum lýsingum, að
vilja hafa áhrif á almenning, og hann
svo gæti með fjölda sínum og hávaða
haft áhrif á yfirvöldin.
Árið 1853 keypti faðir minn sálugi
laxveiðina í Elliðaánum af hans há-
tign konunginum, sem þá hafði átt hana
og við haft sömu veiðiaðferð og nú
tiðkast með þvergirðingum, laxakistum
og hleypum, og leigt hana öðrum með
þessum hinum sömu rjettindum, frá
því löngu fyrir 1752, samkvæmt skjöl-
um, sem fyrir dómstólana hafa verið
lögð. Faðir minn vildi að eins kaupa
laxaveiðina, ef hann fengi hana með
sömu rjettindum og konungur hafði
haft hana, og fjekk því hæstarjettar-
málaflutningsmann, etasráð Bleching-
berg, sem löngu er dáinn, til þess að
semja við stjórnina um kaupin fyrir
sína hönd, og sjá um, að í afsalsbrjefi
væri skýrt og glöggt tekið fram, að
öll þau rjettindi, sem konungur hafði
haft til veiðarinnar, fylgdu henni. J>etta
var líka gjört, og menn þekkja svo vel
orðið afsalsbrjefið, að ekki er þörf á, að
auglýsa það hjer aptur. Áður en
veiðin var seld föður mínum* hafði kon-
ungur þegar fyrir löngu jarðir þær, sem
með ánum liggja, sjá jarðatal J. John-
sens 1847:
Elliðavatn eptir úrsk. kgs. 5. nóv. 1812.
Vatnsenda.11. sept. 1816.
Gröf......ig. apríl 1837.
Helliskot og Bústaði ... 17. maí 1837.
Árbær og Ártún .... 2i.marzi838.
Breiðholt eitt og Hólmur voru óseld-
ar.—Breiðholt var kirkjujörð, sem heyrði
undir dómkirkjuna í Reykjavík, er kon-
ungur átti, og Hólmur var konungs-
jörð. Eptir uppboðsskilmálum 1. dag
ágústmánaðar 1791, (og því áður en
nokkur af þessum jörðum var seld) var
laxayeiðin í Elliðaánum seld á leigu,
manni, sem Scheel hjet, og hafði hann
hana átt að 1828, þá hann mun hafa
dáið; og í þeim skilmálum er honum
leyft að veiða með þvergirðingum,
kistum, netum og hleypum, cins og
fyrr hafði gjört verið. Á eptir honum
var öðrum seld veiðin á leigu með
sömu skilmálum allt að 1853, nema
með þeirri ritvillu í seinni uppboðsskil-
málanum: „til den store Fos ved
Gaarden Arbæ Storahyl kaldet“, sem
í eldri skilmálunum heitir: „til den
store Fos ved Gaarden Arbæ Skora-
hyl kaldet“. En með þessari veiðiað-
ferð var af numin öll laxveiði fyrirjarð-
ir þær, sem fyrir ofan mitt fiskisvæði
liggja. J>að getur því eigi hugsazt að
konungur hafi selt laxveiðina með jörð-
um þeim, sem með Elliðaánum liggja,
þegar liann á undan var búin að selja
pessa veiði á leigu öðrum; því síður
sem laxveiði eigi er nefnd í nokkru af-
salsbrjefi fyrir jörðum þeim, sem kon-
ungur átti upp með öllum Elliðaánum.
Kaupendur sjálfir gátu sjeð, hvernig
komið var, og gátu eigi búizt við að