Ísafold - 07.07.1881, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.07.1881, Blaðsíða 1
ISAFOLD. VIII16. Reykjavík, fimmtudaginn 7. júlimán. 1881. Ileikniiigsdómur. Svo lesendur „ísafoldar“ geti sann- færzt um, með hve góðum rökum herra Indriði Einarsson bar oss á brýn, að vjer vildum blekkja almenning í þessu máli, setjum vjer hjer öll höfuðatriði hjeraðlút- andi laga frá 29. okt. 1846 fyrir Belgíu. 1. gr. I reikningsdómnum sitja einn dómsforseti, 6 meðdómendur og einn dóms- skrifari. þeir eru sjötta hvert ár útnefndir af neðri deild þingsins, sem ávallt hefir rjett á að víkja.þeim frá. Dómsforseti og meðdómendur eiga að minnsta kosti að vera þrítugir. Skrifarinn á að minnsta kosti að hafa fimm um tvítugt; hann hefir ekki dómsat- kvæði. 2. gr. hljóðar um skyldugleika og mægða- meinbugi, bannar þeim að vera þingmenn eða launaðir embættismenn, eða að vera nokkurt starf eða fyrirtæki viðriðnir, sem heyrir undir reikningasvið ríkisins. Ekki mega þeir heldur dæma neitt málefni, sem svertir sjálfa þá, eða frændur þeirra og venzlamenn allt að fjórða Iið. 3. gr. fyrirmunar þeim alla verzlun eða því um lík gróðastörf. 4. gr. Meiri hluti dómenda verður að vera til staðar til að ljúka við reikninga. 5. gr. Dómi þessum er falið að rannsaka og Ijúka bæði við reikninga hinnar æðstu umboðsstjórnar og allra reikningshaldara við landssjóð. Hann gœtir þess, að engum gjaldlið fjár- laganna sje ofboðið, og að enginn1 umflutn- ingur gjaldliða d milli eigi sjer stað. Hann úrskttrðar reikninga hinna sjer- stöku stjórnarvalda ríkisins, og skal hann, í þeirri veru, safna öllum skýringum og reikn- ingafylgiskjölum. A dómurinn rjett á að heimta sjer afhent öll yfirlit, skýringar og skilagreinir, er snerta tekjur og gjöld ríkis- ins og hjcraðanna (provinces). 6. gr. Dómurinn skrifast beinlínis á við aðalstjórnarvöldin; sömuleiðis við hjeraðs- ráðanefndimar (amtsráðin) um það, sem snertir reikninga hjeraðanna, og við reikn- ingshaldarana um það, sem snertir reikn- ingskil þeirra. 7. gr. I sjerstökum atvikuin, svo sem þegar reikningshaldari fer frá embætti, deyr, eða hefir sjóðsþurð, setur dómurinn frest fyrir reikningsskilum til sín, að óskertum þeim ráðstöfunum, semumboðsstjórninkann að gjöra til reglu og eptirlits. 8. gr. Eptir hæfilega áskorun, og aðmeð- teknu svari reikningshaldaranna, dæmir dómurinn þeim sekt, er ekki má fara fram úr hálfum launum þeirra eða öðrum þókn- 1) Hjer hefir danska þýðingin bætt inn orðinu; uberettiget (heimildarlaus). unum. Einnig getur dómurinn, ef svo ber undir, heimtað þá afsetta eða þeim vikið frá embættum. þá sem hvorki hafa laun nje þóknun, getur dómurinn dæmt í sekt, sem þó ekki má fara fram úr 2000 fr. (hjer um 1347 kr.), að óskertum rjetti sínum til að krefjast reikningsskila, samkvæmt lögum, af hverj- um reikningshaldara innan tiltekins tíma. 9. gr. þegar sekt er dæmd, skeður það eptir kröfu ýngsta meðdómanda, sem þá er kærandi fyrir hönd hins opinbera. 10. gr. Dómurinn greiðir og sker úr (régle et apure), reikningum ríkisins og hjer- aðanna, og leggur fullnaðarúrskurð á um það, hvort reikningshaldarar hafa goldið fullt, fram yfir eða of lítið. Eigi hið fyrra tvennt sjer stað, kvittar hann þá alveg, fyrirskipar, að tryggingarfje þeirra sje þeim aptur skilað, eða, ef svo ber undir, að burt sje numið allt bann og hapt á eigum þeirra, sem lagt kynni að hafa verið á þær, í ábyrgðarskyni. I síðasta tilfellinu setur hann þeim frest til þess að gjalda fullt út. þegar reikningarnir snerta landssjóð, eru, hvernig sem á stendur, samrit af úrskurðum dómsins send fjármálaráðherranum tilfram- kvæmdar, en hjeraðsráðsnefndinni, þegar þeir snerta hjeraðaeyri. Hafi reikningsdómurinn ekki öðruvfsi ályktað, skulu reikningshaldarar lausir allra mála þrem árum eptir það, þeir hætta starfi sínu. 11. gr. þrátt fyrir fullnaðarúrskurð á reikningi, getur dómurinn í þrjú ár frá dag- setningu úrskurðarins yfirskoðað hann á ný, hvort heldur eptir beiðni reikningshaldara, byggðri á skjölum, sem fundizt hafa eptir það úrskurður var fallinn, eður ex officio, hafi við yfirskoðun annara reikninga fundizt villur, einhverju verið sleppt, eður eitthvað tvítekið. Jafnvel eptir þennan tíma má taka hvern reikning til ítrekaðrar yfirskoðunar, hafi úr- skurðurinn stuðzt við fölsk fylgiskjöl. 12. gr. Finni dómurinn við rannsókn reikninga, svik eða fjárdrátt, gjörir hann fjármálaráðherra viðvart, og ber málið undir dómsmálaráðherra, sem þá hefja málssókn við hina almennu dómstóla gegn þeim seka. 13. gr. Úrskurðir dómsins gegn reikn- ingshöldurum hafa lagakrapt; þó má áfrýja þeim til hæstarjettar (cour de Cassation), sökum formgalla, eða komi þeir í bága við lögin. þykist reikningshaldari hafa ástæðu til að fá úrskurði hrundið sökum formgalla eða lögleysu, skal hann áfrýja honum innan þriggja mánaða frá birtingu úrskurðar. Skal dæma málið eptir stefnu án málaflutnings. Sje úrskurði hrundið, er honum vísað til nefndar, sem þar til er kvödd af neðri deild þingsins, og sem dæmir málið fullnað- ardómi eptir þeirri málsaðferð, sem reikn- ingsdómur fylgir. 14. gr. Engin iítgjaldsdvísun greiðist úr landssjóði, nema reikningsdómtor hafi skrifað upp á hana. pyki dómi sjer ekki bera að skrifa upp d ávísunina, rannsakar ráðherrafundur á- stœðurnar fyrir neituninni. Komist rdðherrar að þeirri niðurstóðu, að fjeð skuli greitt ei að síður upp á þeirra ábyrgð, skrifar dómur upp á ávisunina með fyrirvara. I ársskýrslu sinni til þingsins gjörir dómur grein fyrir ástœðum sínum. 15. gr. Rjettlœta má lántökuna eptir uppáskriptina: 1., þegar gjaldliðurinn, eptir eðli sínu, útheimtir fjárstyrk til einhvers útgjalds ; 2., þegar framkvœmd einhvers fijrir- tœkis, sem umboðsvaldið ráðstafar, útheimtir fjárreiðu fyrirfram (avance) til reiknings- haldara fyrirtækisins. pó má þessi fyrirframgreiðsla ekki fara fram úr 20000fr. (hjer um bil 14000 kr.), og skal rjettlœta brúkun fjárins innan 4 mán- aða. Engin ný fjárreiða upp á 20000 fr. eða þar fyrir neðan, má eiga sjer stað i þarfir fyrirtækis, sem umboðsvaldið stendur fyrir, fyr en biíið er að leggja fyrir reikningsdóm- ( inn öll fylgiskjöl til rjettlœtingar hinni fyrri fyrirframgreiðslu, eða sjeu ekki liðnir fullir fjórir mánuðir frá þvi sá partur af fjárreið- unni, sem ekki er búið að rjettlœta, var út- goldinn. Allar aðrar undantekningar verða að vera teknar fram i lögum þaivi, sem heimila útgjaldið. 16. gr. Samrit af skuldaskrá rlkisins á að geymast hjá reikningsdómi. Dómurinn hefir vakandi auga á, að allir umflutningar og afborganir (á skuldabrjefum), sem og öll ný lán sjeu nákvæmlega bókfærð. Hann sjer og um, að allir reikningshaldarar gefi lögboðna tryggingu fyrir fjárinnheimtu sinui. I þessu skyni fær dómurinn frá öllum aðal- umboðsvöldum skrá yfir tryggingarupphæðir allra reikningshaldara, í hverri veru sem trygging er gefin. Ekkert skuldabrjef eða skuldarflutnings- brjef, eða tryggingarskjal er gilt, nema reikn- ingsdómur hafi skrifað upp á það. Dómurinn heldur bók yflr öll lán, sem samkvœmt fjárlögum eru veitt í þarfir verzl- unarinnar, iðnaðarins , jarðyrkjunnar eða i hverju öðm skyni sem er, og sem endurborg ast eiga, og sjer um, að lán þessi sjeu ná- kvœmlega bókuð bœði í reikningum reiknings- haldara og i aðalreikningi ríkisins. 17. gr. Reikningsdómurinn heldur skrá % samriti yfir eptirlaun af landsfje. Dómur- inn bókfœrir og skrifar upp á öll veitinga-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.