Ísafold - 13.09.1881, Page 1

Ísafold - 13.09.1881, Page 1
r VIII 23. Reykjavík, þriðjudaginn 13. septembermán. 1881. Alþingi er nú á enda. Margt talað, lítið afrekað. Að fjárlögin komust 1 kring í brúkanlegu formi, var — í fyrsta sinni, síðan alþingi fjekk hlutdeild í löggjafarvaldinu — efri deildinni að þakka. Til hennar urðu helztu fjárlaga- nefndarmenn neðri deildar, formaðurinn (Tryggvi Gunnarsson) og framsögumaður- inn (Arnlj. Ólafsson) að flýja, til þess að þeim nauðsynlegu breytingum á fjárlögun- um yrði komið að, sem aðrir fjárlaganefnd- armenn, svo sem Jón Ólafsson og hans á- hangendur, síra þórarinn Böðvarsson o. fl. höfðu fellt við eina umræðu í neðri deild- inni. það sannaðist við þetta tækifæri, að þau samtök, sem eru af öðrum rótum runn- in, en samhljóða skoðun ámálavöxtum, rjúf- ast fljótt; skjóta ríkið (því það væri rangt, að kalla það Norðlingaríkið), varð í sjálfu sjer sundurþykkt, og hin mislita lest slitn- aði um Jón Ólafsson; á eptir honum löbb- uðu í halarófu síra þórarinn, Friðrik Ste- fánsson, Benedikt Sveinsson, Jón ritari og aptastur Bgilsson. Síra Arnljótur stóð uppi með einvalaliðið, Tryggva, þorstein frá Vestmannaeyjum og fáeina aðra. Svona fer, þegar minna er um fasta stefnu, en um hvumpni og kippi. Einn af þeim þingmönn- um, sem slitu (síra jpórarinn) gjörði t. d. þá dýrmætu játningu, að hann í einu máli (skiptingu Kjósar- og Gullbringusýslu í tvö sýslufjelög), hefði á tvehn þingum samfleytt (1877 og 1879), talað d múti sinni sannfær- ingu. þó sagði sami þingmaður við annað tækifæri, «að sannleikurinn gjörði sig frjáls- an». Gefur þá sannleikurinn einnig frelsi til þess, að hafna sannfæringunni ? Svona frjálsir og samvizkusamir þingmenn reynast heldur stopulir, þegar á herðir. Síra Arn- ljótur hafði framan af þingi verið fullur af sætindum, sem hann sjer í lagi hellti út yfir landshöfðingjann. Bn — þegar á leið, fór að minnka um sykurinn, því þó hann hefði stundum síróp á vörunum, þá sýndi það sig undir þinglok, að hjartað var fullt af pipar, jafnvel landshöfðingjanum til handa. TIL KJÓSENDA MINNA. Af þeim málefnum, sem mjer var falið að bera fram eður styðja á þingi, hafa þessi náð fram að ganga : 1. Kosning presta, 2. Laun hrejipstjóra, 3. Heimild til lækninga fyrir leikmenn, 4. Fjárkláðakostnaðarskuld Borgfirðinga endurgjaldist laudssjóði með 6j° í 28 ár (hjer um 57 kr. á ári). 5. TiL búnaðarskúla veitast lán úr lands- sjóði (100000 kr. öllum ömtum). Aptur var: 1. Lagafrumvarp um stofnun lœknishjeraðs í suðurparti Borgarfjarðars. ekki útrætt, og 2. Tillaga um fjárstyrk af landssjóði til að koma á gufubátsferðum á Faxaflóa var felld undir umrœðunum um fjárlögin. Kom þetta sjer í lagi af því, að nægar skýringar vantaði um fyrirkomulagið, og kostnaðinn við ferðir þessar. Vissi þó for- maður fjárlaganefndarinnar (Tryggvi Gunn- arsson), hvernig því var varið, að skjölin þessu máli viðvíkjandi höfðu glatazt. Hefði spurningin verið um gufubát á Eyjafirði eða Seyðisfirði, þá hefði, ef til vill, ekki verið heimtaðar skýrslur jafn stranglega, eins og nú átti sjer stað. Skora eg því á kjósend- ur mína, að undirbúa málið vel til næsta þings, vaka og biðja og falla ekki í freistni. Bessastöðum, 2. sept. 1881. Grímur Thomsen. Utlentíar frjettir. Khöfn, 22. ágúst 1881. Gladstone hefir haft fram á þingi land- búnaðarlagafrumvarp sitt handaírum, eptir nokkurn hrakning milli deildanna, en ó- skemmt hjer um bil; lávarðarnir slökuðu til, þegar á tók að herða. Hefir Gladstone unnið sjer mjög til ágætis í því máli, að dómi þeirra, er bezt geta um borið. Garfield er all-þungt haldinn enn af sár- um sínum. Honum hnignaði skjótlega enn á ný fyrir fám dögum svo mjög, að læknar ætluðu honum varla líf. Sú hríð leið þó frá aptur. En síðan óttast margir, að bata- vonin muni vera valtari en látið hefir verið. I gær fóru fram þingkosningar á Frakk- landi. Málalok eigi kunn orðin enn; en enginn efi á því talinn, að þjóðvaldsmönn- um hafi þar orðið mikils sigurs auðið, eink- um þeim Gamhetta og hans fylgismönnum. þá er búizt við Gambetta muni taka sjálfur að sjer stjórnarformennsku, en þar til sjer almenningur engan jafn vel fallinn sem hann. Ríkisþingið hjer situr nú yfir fjárlögunum í þriðja skipti þetta ár. f>au eru komin leið sína gegnum fólksþingið, en voru sniðin þar upp eptir höfði vinstrimanna, er nú fylla allir einn flokk í því máli, 75 að tölu, með forustu Bergs, enda þykist hann dú eiga eigi lítið undir sjer, og hefir lesið ó- mjúka þulu yfir hausamótum ráðherranna. Hann hóf svo mál sitt, að hann kvað sig furða stórlega, að þeir dirfðust að láta sjá sig á þingi enn af nýju, eptir slíkar ófarir, sem þeir hefðu farið í kosningunum síðustu. Estrup hafði sömu svör fyrir sjer og áður: að sín köllun og skylda væri að verja stjórn- arlögin við vanþyrmslum þeim, er vinstri- menn vildu í frammi hafa þeim til handa. Konungur og drottning eru austur í Pjetursborg, í orlofi hjá dóttur sinni og tengdasyni. Kliöfn, 28. ágúst 1881. Nú er svo komið, að þrotin þykir vera öll von um að Garfield verði lífs auðið eptir áverkann. Sóttin hefir dregið úr honum nær allan mátt og öll viðleitni lækna að færa fjör í hann árangurslaus. Hann hefir ljetzt í legunni um meira en þriðjung, um 8 fjórðunga af 21. I gær andaðist Hans A. Krúger, hinn nafnkenndi þingmaður Norður-Sljesvíkinga, mjög einarður formælandi þeirra á ríkis- þinginu þýzka, höfuð-flutningsmaður þess, að þeir næðu að komast aptur í löguneyti við Dani, svo sem til stóðu eiðar og einka- mál, að því er þeim þykir verið hafa. Hann varð hálf-sjötugur. Búizt við þingslitum hjer á fárra daga fresti, á nýjan leik, við sömu málalok og áður. Hvorug þingdeildin slakar nú hót til. Vinstriflokkarnir alveg á einu bandi og því ósigrandi. I öndverðum október tekur þing- ið aptur til starfa; þá byrjar hin reglulega þingseta, eptir stjórnarlögunum. |>á á þingið að taka til meðferðar fjárlagafrum- varpið fyrir fjárhagsárið 1882—1883. f>. e. að óbúnum fjárlögunum fyrir árið á undan, sem nú er að líða og byrjaði 1. aprll þ. á. Hlaupið yfir þau ! Hvað sem þá tekur við. Útlitið engan veginn álitlegt. þingkosningar á Frakklandi 21. þ. m. gengu prýðilega. Mótgöngumenn stjórnar- innar fjellu unnvörpum. Keisarasinnar t. d. fækkuðu um helming, úr 80 ofan í 40. Byltingamenn höfðu engu betra gengi. Fundur með málfræðingum frá öllum norðurlöndum í Kristianíu snemma í þess- um mánuði. Maðvíg forseti. Lögfræðinga- fundur frá öllum norðurlöndum hjer í Kaup- mannahöfn dagana 25.—27. þ. m. Krieger forseti. Álit nefndar þeirrar í neðri deild, er se/t var i málinu um ítarlega rannsókn við- víkjandi hinu konunglega umboði, er nú er veitt jóni landritara Jónssyni til að meðhöndla og dæma í Elliðaármálum. (Framhald frá bls. 88). Utdráttur úr vörn í málinu : Hið opinbera gegn Kristni Magnússyni o. fl. I 298. grein hegningarlaganna stend- ur beinum orðum, að opinbera málsókn skuli því að eins höfða út af því broti, er þar ræðir um, og sem hinir ákærðu hafa verið dæmdir fyrir, að almennum friði hafi verið raskað eða brotið á móti almennum ákvörðunum um lögreglu. þ>að getur nú ekki komið til tals, að brotið hafi verið á móti lögregluákvörð- unum með þeirri athöfn, er gefin er hin- um ákærðu að sök, og það er heldur

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.