Ísafold - 24.09.1881, Page 1
1881.
ISAFOLD.
VIII 24.
Reykjavík, laugardaginn 24. septembermán.
Alit
nefndar þeirrar í neðri deild, er seit
var í málinu um ítarlega rannsókn mð-
víkjandi hinu konunglega umboði, er nú
er veitt jóni landritara Jónssym til að
meðliöndla og dcema í Elliðaármálum.
(Framhald frá bls. 92).
|>á var skoðaður uppdrátturinn, og
kom öllum saman um, sem viðstaddir
voru, að landamerki jarða þeirra, er
getur um í stefnunum, meðfram ánum,
sjeu þessi:
1. Milli Helliskots og HólmseðaVil-
borgarkots fyrir norðan aðalána ofan
að Gudduós, en fyrir sunnan aðalána,
sem Gudduós rennur í, nær land Hell-
iskots vestur að línu, sem er beint í
norður frá Silungapolli.
Fyrir vestan Hólm byrjar fyrir norð-
an Bugðu land Grafar í Almannadal
eða ef til vill Mjódal, sem er fyrir norð-
an Bugðu, beint norður af Rauðhól;
fyrir sunnan Bugðu á Elliðavatn land
á móts við Gröf, og er landamerkja-
línan 'milli Elliðavatns og Hólms, lína
frá Rauðhól í Rjettarklif, sem er fyrir
vestan Gvendarbrunn milli Vatnsness og
Hrauntúns. Fyrir norðan Bugðu er
næsta jörð fyrir neðan Gröf Árbær.
Landamerki við ána eru þar á Odd-
gerðisnesi, nokkuð fyrir neðan sjálfan
Oddann. Á sama stað, eða nærfellt því,
eru landamerkin fyrir sunnan Bugðu
milli Elliðavatns- og Vatnsendalands.
Dimma ofan undir Skyggni skilur Ell-
iðavatns og Vatnsendaland, þá ráða
vötnin og þá Vatnsvíkin rjett fyrir vest-
an þúngnes, sem er haldin landamerki
milli Vatnsenda og Elliðavatns, er þá
á að eiga allt þingnes. Fyrir innan
Bugðu á Vatnsendi land á móti Árbæ
og eins fyrir vestan Skyggni; þar sem
Vatnsendi á að mestu ley ti vesturkvísl-
ina hjá Árbæjar- og Vatnsendahólmun-
um, en hálfa austurkvíslina á móts við
Árbæ. En fyrir vestan Vatnsenda er
Breiðholtsland, sem byrjar hjá Grænu-
gröf, sem er nokkuð fyrir sunnan norð-
urendann á Árbæjarhólma, og þar ept-
ir á Breiðholt land fyrir sunnan árnar á
móts við Árbæ ofan að Blesugróf, sem
er nokkuð fyrir neðan stað þann, er
Hólms eða Breiðholtskvísl kemur í vest-
urána, á Breiðholt að minnsta kosti
hálfan Blásteinshólma. Herra Egill
Egilsson fyrir hönd Benedikts sýslu-
manns Sveinssonar, sem eigandi að 1/2
Árbæ, og Bjarni Ólafsson, sem ábú-
andi Árbæjar, halda því fast fram, að
Árbær eigi hálfan Blásteinshólma, apt-
ur segist ábúandinn á Breiðholti eigi
vita nema Breiðholt eigi allan Blá-
steinshólma.
Árbæjarland nær fyrir austan árnar
norður að Stórahyl, og mun Ártúns-
land byrja þar fyrir neðan, eins og landa-
merkin fyrir sunnan árnar milli Bústaða
og Breiðholts mega heita að vera 1
Blesugróf.
Ólafur á Vatnsenda bað þess getið,
að hann gæti ekki játað, að Júngnes
lægi allt undir Elliðavatn, og ekki hálft
undir hvora jörðina.
. Allir þeir, sem viðstaddir voru, skoð-
uðu ítarlega landsuppdráttinn, sögðu
hann fuilnægjandi í öllu verulegu, og
voru þar eptir landamerkin rituð á upp-
dráttinn.
þess var getið, að hálft Vilborgar-
kot sje álitið að vera byggt úr Hólms-
landi, en rjettarþræta hafi verið um
þetta, og mun ekki vera útkljáð.
jþegar landamerkin voru mörkuð á
uppdrættinum, var nokkur ágreiningur
um landamerkin milli Elliðavatns og
Grafar að austan, og Vatnsenda og Ár-
bæjar að vestan, og voru því þar mark-
aðar 2 landamerkjalínur.
Umboðsmaður Benedikts sýslumanns
Sveinssonar bað þar eptir yfirheyrt vitni,
sem góðfúslega var mætt með tilliti til
skýrslu Guðmundar Jakobssonar frá
Brekkubúð í þingsvitnum 12. marz 1870,
sem er rituð í hjeraðsdómsgjörðum þeim,
sem lagðar voru fram í dag. Mætti þá
Helgi Guðmundss., b. í Móakoti í Garða-
hverfi. Hann segist vera á 52. árinu,
fæddur á þorranum 1829, og sonur
Guðmundar Jakobssonar, er 1870 bjó
í Breklcubúð, en nú eru 8 ár síðan að
hann dó. Hann segist hafa verið 9
ára gamall, þegar faðir hans árið 1838
fluttist að Vatnsenda, og segist hann
hafa verið hjá föður sínum þau 15 ár,
er hann bjó þar. Hann segist hafa orð-
ið var við laxagöngu á þessum 15 árum
í þeim hluta ánna, er liggur undir
Vatnsenda land, eptir því, sem nú er
skýrt frá. Laxinn gekk upp eptir allri
Dimmu í vötnin, og veiddu bæði faðir
vitnisins og Jón heitinn, sem þá bjó á
Vatni jafnaðarlega lax í silunganetum
sínum. f>að var þó ekki hvert ár, og
segist hann ekki geta með vissu sagt,
hve opt á því 15 ára tímabili, er hjer
er um að ræða, að þetta hafi orðið, en
víst hafi það orðið minnst 3 sinnum.
Hann veit að laxinn hefir gengið jafn-
vel upp fyrir vötnin, og var hann þann-
ig eitt af þeim árum, er faðir hans bjó
að Vatnsenda, vottur að því, að faðir
hans veiddi 2 laxa í ánni, sem rennur
ur fyrir sunnan Hólm; þeir feðgarnir
voru þá snemma hausts að veiða rjúp-
ur uppi hjá Hólmi, og sáu laxana í
ánni, þegar þeir fóru yfir hana, og
stakk faðir vitnisins laxana með brodd-
staf sínum. Laxarnir voru hvor upp á
7 eða 8 merkur. Faðir vitnisins veiddi
þessa laxa með samþykki hins þá ver-
andi ábúanda á Hólmi.
Laxinn kom, þá er faðir vitnisins
veiddi, í árnar eptir að þvergarðarnir
voru settir í þær, og man ekki vitnið
til, að laxins hafi nokkurn tíma orðið
vart í ánum, fyr en eptir það, að þver-
girðingarnar voru settar í, en laxinn
mun hafa komizt upp fyrir þær, afþví
að þær hafa bilað, eða þá ekki verið
eins rammbyggilega hlaðnar, eins og
síðan hefir átt sjer stað. Faðir vitnis-
ins hafði fremur öðrum hug á veiði-
skap, og var álitinn einhver hinn mesti
veiðimaður hjer um slóðir. Hann fjekk
því opt leyfi til að veiða neðar í ánum,
en Vatnsendi átti land, og einhverja
mestu veiðina fjekk hann, í fjelagi við
Breiðholts og Árbæjar bændur, í norð-
uránni hjá Blásteinshólma. J>ar á móti
veiddi hann aldrei fyrir neðan Stóra-
foss og rengdi enginn rjett hans eða
hinna bændanna til þessarar veiði, sjer
í lagi ekki þeir, sem þá höfðu umráð
yfir konungsveiðinni. Optast var veitt
í laxanet á túnaslættinum. Eitt sumar
veiddust í Breiðholts og Árbæjar landi
yfir 500 laxar, og var það bezta veiði-
árið, en ekki man vitnið, hvaða árþað
var. Var þá veitt bæði með netum
og laxastingi og með því að hleypa
norðuránni í suðurána, og veiddust þá
þegar hleypt var um 200 laxar í einu.
Annað sumar, nokkuð seinna, hleypti
faðir vitnisins, f fjelagi með nábúum sín-
um, ánum aptur, og fengust þá um 60
í einu, en hvað mikið bændur það sum-
ar hafi veitt í viðbót við þessa 60 laxa,
segist vitnið ekki muna.
Við þessi tækifæri var hleypigarður-
inn settur hjá Selárfossi, og sýnir nú
vitnið, hvar þessi foss er á uppdrætt-
inum, og fossinn þegar marfeaður ept-
ir tilvísun vitnisins, þar sem árnar koma
saman fyrir neðan Vatnsendahólmann.
J>au 2 ár, sem vitnið þannig hefir skýrt
frá, veiddi faðir vitnisins mest af laxi.
Önnur ár, sem faðir vitnisins bjó á Vatns-
enda, veiddi hann minna og getur vitn-
ið ekki greint tölu á laxinum hvort ár-
ið nákvæmar, en hann hefir gert. J>au