Ísafold - 24.09.1881, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.09.1881, Blaðsíða 2
96 ár komu einnig fyrir, að faðir vitnisins gerði enga tilraun til að veiða í ánum, eða að hann reyndi að veiða, en ekki fjekk neitt; hve mörg ár það hafi ver- ið, getur vitnið ekki sagt neitt um, en það hafi ekki verið öllu fleiri en 5 ár á tímabilinu frá 1838—53, sem faðir vitnisins alls ekkert veiddi. það voru þau ár, sem hann veiddi í ánum, að hann einnig varð var við lax í silunga- netum sínum í vatninu eins og í ánum. Silungaveiði hafði faðir vitnisins á hverju ári í vatninu, eins og enn á sjer stað á hverju ári bæði frá Vatnsenda og Elliðavatni.—Upplesið. Játað rjett bókað, og lýsir vitnið yfir því, að hann treysti sjer til að staðfesta þessa skýrslu sína með eiði. Hinir stefndu bændur lýstu allir, hver fyrir sig, yfir því, að eins og silungur hefir verið veiddur fyrir þeirra landi í Elliðaánum og vötnunum, er þessar ár renna í og úr á hverju ári, svo lengi menn muna, án þess að umráðamenn veiðinnar frá Stórahyl og út fyrir ár- ósinn í sjónum milli Árbæjarhöfða og Geldingatanga hafi hreift hinum minnstu mótmælum þar á móti, þannig yrði hver fyrir sig að álíta það alveg vafa- laust, að enginn annar en hlutaðeig- andi jarðeigandi geti veitt lax þann, er kynni að koma upp fyrir veiðitak- mörk tjeðrar laxveiði. Hinir viðstöddu bændur byggja þetta álit sitt fyrst og fremst á því, að neðsta laxveiðin, bæði meðan konungur átti hana og eptir að H. Th. A. Thomsen og faðir hans eign- uðust hana, hafi ekki verið talin lengra upp eptir ánum, en að Stórahyl, og í annan stað á því, að enginn umráða- maður þessarar veiði, hvorki konungs- menn nje Thomsen, hafi nokkurn tíma gjört tilraun til að veiða fyrir ofan tak- mörkin, hvorki silung nje lax, nje til að banna bændum þeim, er eiga land fyrir ofan takmörkin, að veiða silung þann og laxa, er þar kæmufyrir. Sil- ungsveiði hefir verið mest frá Vatns- enda og Elliðavatni, minni frá hinum jörðunum, en þó nokkur. Tekur ábú- andinn á Breiðholti það fram, að hann hafi lítið borið við silungsveiði fyrir sinni jörð, mest af því, að þvergirð- ingar Thomséns hafi varnað, ekki ein- göngu laxinum, heldur einnig öllum silungi, að ganga upp eptir ánum. Silungur er sumsje tvenns konar, uppgöngusilungur eða sjóbirtingur, sem kemur frá sjónum, og vatnasilungur, sem heldur sjer í vatninu og ánum. Bændurnir á Elliðavatni og Vatnsenda segjast veiða á hverju ári silung svo hundruðum og þúsundum skiptir, en lít- ið hafi þar af verið sjóbirtingur, nema á haustin eptir að Thomsen hafi verið búinn að taka upp kisturnar. Sæmundur á Elliðvatni lýsir þar að auki yfir því, að sjer hafi sýnzt í fyrra sumar, þegar laxakisturnar hafi verið brotnar þrisvar sinnum, að þá hafi verið í meira lagi en áður af sjóbirtingum með vatnasil- ungnum. Laxveiði segja bændurnir, að ekki hafi síðustu árin verið í ánum fyrir ofan Stórafoss nema einu sinni. Var það sama sumar og laxafriðunarlögin voru þinglesin hjer í hreppi, eða sum- arið 1877. J>á tóku sig saman Sæ- mundur bóndi á Elliðavatni, Olafur bóndi á Vatnsenda, Árni bóndi á Breið- holti og Bjarni bóndi á Árbæ, eptir að laxakistubrot það, er getur um í skjal- inu nr. 7. (málinu H. Th. A. Thomsen gegn Árna Jónssyni, Magnúsi Bene- diktssyni og Grími Olafssyni), hafði átt sjer stað, um, að reyna laxaveiði í án- um fyrir neðan Skyggni; drógu þeir þá á með neti hjer og hvar í ánum frá Skyggni ofan að Stórahyl, og fengu þeir alls um 20. |>egar þeir komu of- an að Stórahyl, hittu þeir vökumenn Thomsens, Olaf Steingrímsson á Litla- seli og Svein Ingimundsson á Stóra- seli, sýndu þeim veiði sína, og báðu þá að segja Thomsen, að afþessugæti hann sjeð, að það væri ekki satt, sem Thomsen kvað halda fram, að laxinn gæti ekki gengið upp fyrir veiðitak- mörk hans. Thomsen hefir aldrei síð- an gjört neina ráðstöfun til að fylgja því fram, að bændur hefðu ekki haft heimild til að veiða þennan lax. Sama ár og þetta átti sjer stað, fjekk Olafur á Vatnsenda 15 laxa í silunganet sín í vatninu, og Sæmundur á Vatni 3. Sæ- mundur segist síðan hafa fengið nú í sumar (1880) 1 lax í silunganet sín. Olafur þar á móti segist hafa fengið í silunganet sín í sumar (1880) 8 laxa, en í fyrra (1879) 4 laxa, og í hitt eð fyrra (1878) kringum 10 laxa. Bænd- urnir segjast hafa sagt mörgum frá þessu, og ekki efast um, að Thomsen hafi frjett það, en ekki hafiennþábor- ið á því, að Thomsen hafi heimtað skaðabætur fyrir það, eða látið í ljósi, að laxveiði hans þar með hafi verið misboðið. Rjettarvottarnir, sem kallaðir hafa verið til þessa rjettarhalds, sem áreið- armenn, lýstu þar eptir yfir því, að þar sem allir þeir, sem mættir voru, hafa tekið uppdráttinn gildan ,án frekari skoð- unar eða áreiðar, en enginn hefir mætt fyrir hönd Thomsens, virðist það ó- nauðsynlegt að skoða önnur landamerki, en merkin milli Árbæjar og Breiðholts- veiðinnar af annari hálfu, og Thom- sens veiði af hinni hálfu, en með því nú er kominn dagur að kveldi, er ekki mögulegt, að þessi skoðun geti farið fram fyr en á morgun um sólarupp- komu kl. 10. Dómarinn frestaði þar eptir áreiðinni til þessa tíma, og til- kynnti öllum hinum mættu, að áreiðin þá mundi byrja hjá Blesugróf, þar sem hver, er við áreiðina vildi vera staddur, yrði að vera kominn kl. 10 á morgun. Rannsókninni frestað, þingi slitið. Allt hið bókaða var lesið upp og und- irskrifað af jarðeigendum og bændum, sem mættir voru auk dómarans og þingvottanna. Egilsson. Guðmundur Magnússon. S. Sæmundsson. Oiafur Ólafsson. Sigurður Guðmundsson. Bjarni Ólafsson Árni Jónsson. Jón Jónsson. J>orl. Guðmundsson. Jóhannes Oddsson. Ár 1880, hinn 16. desember kl. 10 f. m. mættu dómarinn og hinir til kvöddu áreiðarmenn í Blesugróf, og voru þar einnig til staðar Sæmundur bóndi Sæmundsson á Elliðavatni, Bjarni bóndi Ólafsson á Árbæ og Árni bóndi Jónsson í Breiðholti. í viðurvist þessara bænda skoðuðu þar eptir dómarinn og vitnin árkvísl- arnar fyrir neðan Blásteinshólma, eða smáhólma þá, sem eru þar fyrir neðan og kallaðir eru Kerlingarhólmar. í þessum kvíslum fundust alls 6 foss- ar, 2 í norðurkvíslinni, 3 í aðalkvísl suðurárinnar, en 1 í kvísl þeirri eða kvíslarfarveg, sem tekur sig úr suður- ánni hjá Blesugróf; en farvegur þessi er þurr á sumrum, og hverfur þá foss- inn nema í vatnavöxtum. J>essi foss er nefndur Skötufoss, og steypist fossinn þar niður af klöppum í kvímyndað gljúfur; en að öllum hinum fossunum er sljett grjót og grasbakkar, að und- anteknum stærsta og efsta fossinum í suðuránni, sem almennt er kallaður Skorahylur. Foss þessi fellur ofan í há, mjög einkennileg gljúfur eða klettaskor, og er hylur milli þessara gljúfra eða skora. J>að virðist því ekki geta orð- ið spurning um annað en að, af nefnd- um fossum, sje þessi foss sá, er helzt má kalla Skorahyl, og er sjer í lagi efri fossinn í norðuránni, sem Stórifoss nefnist eða Stórihylur, allt öðruvísi, en Skorahylur, og engin klettaskor hjá honum, sem hann gæti dregið nafn af. Skorahylur er í suðuránni skammt fyr- ir neðan upptökin á árhólmanum, þar sem árnar skiptast. J>ar sem Breiðholtskvísl kemurísuð- urána, eða dálítið þar fyrir neðan, er 2. fossinn í suðuránni er nefnist Arn- arfoss. Svo segja bæði annar áreiðar- maðurinn Jóhannes Oddsson og Árni bóndi í Breiðholti að hafa heyrt, en Árni bætir því við, að sumir vilji kalla hann Kermóafoss, og segir hann að Kermóar heiti plássið fyrir ofan foss- inn og þar upp eptir inn á móts við Skorahyl. Jóhannes segist elcki hafa heyrt þennan foss nefndan annað en Arnarfoss, en aptur hafi hann heyrt einn mann, Jónas húsmann, sem nú er í Reykjavík, en áður var húsmaður Ditleifs Thomsens á Bústöðum nokkur ár og á Ártúni 1 ár, nefna fossinn hjá Skorahyl Kermóahyl. Jónas þessi var ættaður vestan af Mýrum og dvaldi að eins fá ár hjer hjá ánum; aðra segist Jóhannes ekki muna að hafi getið um Kermóafossinn. Nokkuð neðar en alfaravegurinn og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.