Ísafold - 24.09.1881, Síða 3

Ísafold - 24.09.1881, Síða 3
97 dálítið ofar en farvegur sá eða kvísl, sem Skötufoss er í, kemur saman við suðurána, er Búrfoss, neðsti fossinn í aðalkvísl suðurárinnar. Efri fossinn í norðuránni er skammt fyrir neðan þann stað í norðuránni, þar sem Breiðholtskvíslin tekur sig úr norð- uránni og rennur í suðurána. Sunnan í melbakka fyrir norðan ána og undir ioo faðma frá Stórahyl sjest einkenni- legur stór steinn, sem bændurnir Bjarni og Sæmundur segja að sje merkissteinn milli Ártúns og Árbæjar; þar sem hraunið liggur hæst á hólmunum fyrir sunnan Stórahyl og Breiðholtskvísl sjest einkennileg þúfa, er mannaverk virðist vera á, segir Bjarni að hann hafi heyrt að þessi þúfa væri horn- mark milli Árbæjar, Breiðholts og Ár- túns. þ>úfa þessi er mjög skammt frá Breiðholtskvísl, er Árni telur landa- merki milli Ártúns og Breiðholts. Skoð- uðu dómarinn og áreiðarmennirnir ít- arlega þessa þúfu, og var það sam- eiginlegt álit þeirra, að mannaverk væri á henni, og að hún líklega væri merki- þúfa. Rjett fyrir austan þúfu þessa, sjest, nálægt upptökum árhólmans, og á honum, stór einkennilegur steinn, sem 3 minni steinar eru lagðir upp á, og segist Bjarni hafa heyrt, að landamerk- in milli Árbæjar og Breiðholts, væri lína frá þúfunni hjá Breiðholtskvísl í þennan stein. Árni segist hafa heyrt, að steinninn væri landamerkjasteinn milli Breiðholts og Árbæjar, apturá móti segist hann ekki hafa heyrt getið um hornmark í þúfunni. þegar þúfan er miðuð við merkja- steininn í melbrekkunni fyrir norðan ána, verður Stórihylur nálega allur fyrir of- an þá línu, en nær fast að henni. Fyr- ir ofan Stórafoss sjest móta fyrir garði út í ána, og segja þeir Árni og Bjarni, að þetta sje brot af hleypigarði, er Thomsen notar á vorin, þegar hann setur kistur sínar í ána. Garður þessi byrjar þar sem Breiðholtskvísl rennur út úr norðuránni, og eru hjer um bil 5—6 faðmar frá Stórahyl eða fossinum þar upp að hleypigarðinum. Annar á- reiðarmaðurinn, Jóhannes, og bóndinn á Breiðholti, Árni, taka fram, að Stóri- foss hafi lækkað mikið og hylurinn undir honum grynnzt, af því að klettar hafi hrunið ofan af berginu niður í hylinn. Nú var vatnið meira í Skora- hyl og fossinum þar en í Stórahyl, en bæði Jóhannes, Bjarni og Árni fullyrða, að það sje að eins sökum ísa, og að vatnið, þegar árnar eru auðar, sje venju- lega nokkuð meira í Stórahyl en í Skora- hyl. Hinn fossinn í norðuránni er lítið eitt fyrir ofan árkjaptana. Árni og Jó- hannes segjast hafa heyrt þennan foss nefndan Sjáfarfoss; aðalkistan í norður- ánni er hjer um bil mitt á milli Sjáfar- foss og vegarins, og sást glöggt móta fyrir garði, sem kista þessi er sett í. Hjá Sjáfarfossi skiptist norðuráin af steirii eða klettarifi í 2 kvíslar, og er í hinni nyrðri af þessum kvíslum sú kista, sem nefnd er Hjáleigan. I suðuránni eru tvær kistur, hin svo kallaða Poll- kista í kvísl, sem myndast skammt fyr- ir neðan Búrfoss, og rjett hjá Pollkist- unni er hin kistan í aðalkvíslinni. Efri kistan í norðuránni hlýtur að sjást frá aðalveginum, sem liggur um þveran árhólmann, Hjáleigukistan sjest þar á móti ekki, þar sem hún er fyrir neðan Sjáfarfoss. Jóhannes gat þess, að síðari árin hafi veiðin í hjáleigukist- unni verið meiri eða fullt svo mikil og í aðalkistunni. Engin af kistunum voru nú í ánum, en stóðu á árbökkunum, þar sem garða- brot lágu út frá þeim, þó voru teknir úr kistunum rimlar og háfar. Flest af örnefnum þeim, sem nefnd eru að framan, voru merkt á uppdrætt- inum, eptir að áreiðarmennirnir höfðu farið heim að Bústöðum og dómarinn bókað með leiðbeiningu og samþykki áreiðarmanna hið framanskráða. Sökum þess að norðuráin var alveg ófær af ís, gátu áreiðarmennirnir ekki komizt yfir hana upp að Árbæ; en ept- ir því, sem þeir gátu ráðið með augna- máli, er Stórihylur svolítið nær Árbæ í beinni línu, en Skorahylur, þó þessi sje nær upptökunum í suðuránni, en Stórihylur í norðuránni, og voru báðir hylirnir merktir í uppdrættinum. Til staðfestingar því, sem þannig hef- ir farið fram, undirskrifar dómarinn með áreiðarmönnum og bændum hið bókaða. Jón Jónsson. þ>orlákur Guðmundsson. Jóhannes Oddsson. S. Sæmundsson. Bjarni Olafsson. Árni Jónsson. Rjett eptirrit staðfestir Jón Jónsson. Merkilegt Frumvarp til laga um nöfn manna. 1. í hvert sinn, sem kveðja skal mann til embættissýslanar, þingstarfs eða annars starfs, snertandi málefni al- mennings, skal nefna auk nafns þess, er hann er skírður með, nafn föður hans eða móður. Sömuleiðis á í hvert sinn, er yfirvald eða prestur nefnir mann í rjetti eða frá prjedikunarstóli að skýra frá því, hvers son eða dótt- ir hlutaðeigandi sje. Sje maður skírð- ur fleiri nöfnum, er nóg að nefna það nafn, sem hann almennt er kall- aður eða skrifar sig með. 2. Ekki má skíra neitt meybarn karl- mannsnafni og ekki má nefna eða skrifa neinn mann, sem hefir fast heimili á Islandi son annars manns, en föður síns eða móður. Nú lætur maður skíra barn fleiri nöfnum en einu, og skal hann þá borga 1 skírnartoll fyrir hvert nafn. 3. Eptirleiðis má ekki skíra neinn mann ættarnafni, nema konunglegt leyfi sje til þess. Ekkert ættarnafn má enda á „son“. Fyrir ættarnafnsle}>fi skal borga 500 krónur, sem renna í lands- sjóð. Hver sá, sem skrifar sig ættarnafni, skal þar að auki greiða árlegan nafnbótarskatt, 10 krónur fyrir hvert atkvæði, sem í nafninu er. 4. Mönnum, sem eldri eru en 20 ára og hafa skrifað sig syni annara manna en feðra sinna eða mæðra, getur lands- höfðingi veitt leyfi til að halda, með- an þeir lifa, slíkum kenningarnöfnum, ef þeir sækja innan 5 ára, eptir að lög þessi eru komin út, um, að mega halda slíku nafni, og skal borga slíkt leyfi með 20 krónum, sem renna í landssjóð. 5. Brot gegn lögum þessum varða sekt- um frá 1—500 kr., sem renna í lands- sjóð. Mál út af slíkum brotum eru opinber lögreglumál. Jón Jónsson, Jón Olafsson. flutningsmaður. Fiskiverzlunin á Spáni. I hinu danska blaði vNationaltidendei, 3. dag ágústmánaðar þessa árs, stendur grein ein með þeirri yíirskript: »Verzlunarsam- band vort við Spán, og kaupræðismenn vorir«, og ætlum vjer, að rjett sje, að sú grein komi Islendingum sem flestum fyrir sjónir, í þeirri von, að hún verði til þess, að þeir í- hugi vel ýmisleg atriði viðvíkjandi fiskiverzl- un sinni, og höfum vjer því snarað grein þessari á íslenzku. Greinin hljóðar þannig : »Útdrátt þann, sem hjer fer á eptir, úr brjefi einu frá dönskum manni í Barcelona til verzlunarfjelags hjer, höfum vjer fengið leyfi til að gjöra almenningi kunnugan; og að ætlun vorri mun verzlunarmönnum vor- um þykja útdráttur þessi fróðlegur, einkum þeim, sem eru viðriðnir hina íslenzku verzl- un, og sem láta það nokkuð til sin taka, að einmitt nú er lagt fyrir alþingi Islendinga frumvarp til laga um útfiutningstoll á fiski, 50 aura á hvert skippund, og það einmitt um sama leyti, sem frakkneska stjórnin heitir fiskimönnum sínum 15—16 franks 10—11 kr. fyrir hver 100 kilo (=200 pund) af fiski, sem þeir veiða í rúmsjó við Island, flytji síðan til Frakklands, t. a. m. til Bordeaux, og verka þar, sje fiskurinn því næst fluttur til Spánar, annaðhvort á járn- braut eða gufuskipum. það er mjög sorg- legt, að kaupræðismenn vorir á Spáni hafa eigi hingað til skýrt frá þessum atriðum, því með því móti hefði, ef til vill, mátt sleppa fyrir frumvarpi því, sem þegar var nefnt, og þetta er að minnsta kosti ein sönnun þess, að kaupræðis-fyrirkomulagið frá vorri hálfu í útlöndum þarf umbóta við. Oss vantar enn þá iðulegar og nákvæmar skýrslur frá kaupræðismönnum vorum um allt það, sem verzlunarstjettina varðar, skýrslur, sem þá fyrst fengju sína rjettu

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.