Ísafold - 15.10.1881, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.10.1881, Blaðsíða 2
100 alvöru, en það fer ekki hjá því, svo fróðir menn - og ljósir í hugsunum sín- um sem þeir annars eru, að þeir hafa haft fremur fyrir augum ástæður ann- ara landa, þar sem bánkar þrífast sök- um þess, hve mikið fjör er í öllum sam- göngum og viðskiptum, þar sem nóg önnur veð eru til fyrir peningalánum heldur en jarðir, og þar sem auðmenn eru bæði fleiri og meiri en hjer á landi — heldur en hitt, hvernig til hagar á Islandi, þar sem lítið annað er til að veð- setja en fasteignir, landið strjálbyggt og samgöngur erfiðar, auðmenn, helzt pen- ingamenn, fáir, og öll viðskipti bundin, að heita má, við einn tíma árs. Bánkar þurfa að hafa mikið fje í veltu með lág- um vöxtum, og peningar bánkans mega ekki standa lengi inn í sömu höndum. Veðin verða að vera auðseld við fullu verði í peningum, svo allajafna geti verið nóg fje fyrir hendi til þess að innleysa seðlana, sem undir eins falla í trausti og verði, og nokkur tregða finnstá að fá þá innleysta með gulli og silfri. Tilþessa eru, að svo stöddu, ekki ástæður hjer á landi, svo æskilegt, sem það annars væri, að vjer gætum eignast seðilbánka. Fyrsta stígið til þess er, að vorri ætl- un, lánsfjelag, sem gefur út arðberandi skuldabrjef til handhafa, því með þeim skapast einmitt hið handfengna veð, sem nauðsynlegt er fyrir öll bánkavið- skipti. Komist lánsfjelag á gang, verður þess ekki lengi að bíða, að bánki komi á eptir. En núfórsvo, að landið fjekk hvorugt, og peningar viðlagasjóðsins liggja enn sem fyr, gagnslausir fyrir landsbúa að öðru leyti en vöxtunum, í fjehirzlum ríkissjóðsins. Málinu var fylgt með kappi á báða bóga, en þetta varð árangurinn, og tvísýnt er, að stjórnin fyrst um sinn gjöri oss eins gott boð. Elliðaáainálin. Suðuramtið er fyr- ir nokkru síðan, eptir áskorun um loðs- dómarans, búið að skipa sækjanda og verjanda í málum þessum. En dómar- inn fór sjálfur með „Arcturus11, sumir segja til Kaupmannahafnar, en — hver veit nema hann verði eptir á leiðinni eins og annar merkismaður, sem, þótt hann væri búinn að láta útborga sjer ferðakostnað af landsfje til Kaupmanna- hafnar, komst ekki lengra með póst- gufuskipinu „Valdemar11 en á Patreks- fjörð, og hvarf svo aptur til Reylcja- víkur ? Vegir þessara manna eru ó- rannsakanlegir. Heyskapur hefir í sumar reynzt mis- jafn; sumstaðar, t. d. í Ölfusi, Flóa, Landeyjum, Víðidal, allgóður, en víð- ast bágur á vallendi, betri á mýrum og góður á flæðiengi. í sama plássi hefir þessi mismunur komið fram; þannig hefir t. d. heyjazt vel í Odda á Rang- árvöllum, en lakar á næstu bæjum, Móeiðarhvoli og Breiðabólstað í Fljóts- hlíð. Helzt lítur út fyrir, að nautpen- ingur rnuni, að öllu samanlögðu, þegar í haust, fækka um þriðjung, ef ekki allt að helming'i, og sömuleiðis getur ekki öðruvísi farið, en að hross og fje einn- ig fækki að mun. Hætt er þó við, að margur maður muni af hinu milda hausti láta leiðast til, að fækka skepnum ekki nægilega í tíma. Til merkis um vetr- arhörkuna í vetur er var, má geta þess, að það hefir reynzt fullerfitt í haust, að bera út haug, sökum klaka. Tíðin hefir í seinni tíð verið mild, en stormsöm, og hefir það valdið ýms- um ströndum, í Keflavík (Draxholm, skip Knudtzons), á Brákarpolli (skip Jóns kaupmanns frá Ökrum), í Reykja- vík (saltskip Brydes) og máske víðar. Mun það einnig valda því, að skipkoma til Eggerts kaupstjóra Gunnarssonar hefir dregizt lengur en til stóð. Miiiinalát. Nýdáin er frú Guðlaug Hjálmarsen, ekkja Gísla læknis Hjálm- arssonar. Hún var merkislcona að greind og dugnaði. Bólgusótt hefir gengið um tíma í sumar og haust, en að öðru leyti hefir heilsufar manna á meðal verið gott. Fiskiverzlun á Spáni. (Niðurlag frá bls. 98). það er einkum samkeppni Frakka, sem jeg vil beina athygli manna að, og það þvi fremur, sem flestir hafa ætlað, að samkeppni þeirra hefði eigi nein þau ábrif, sem vert væri um að tala. Fyrrum var samkeppni Frakka því nær þýðingarlaus, sökum þess, að verkun þeirra á fiskinum var svo afar- ljeleg, að fiskur þeirra komst eigi í neinn samjöfnuð við íslenzkan fisk. Af þeim sök- um urðu Frakkar fyrrum að binda fiskisölu sína við það, sem landsmenn þeirra sjálfir neyttu; en nú aptur á móti verka Frakkar fisk sinn svo vandlega, að hann stendur lít- ið eitt á baki fiski þeim, sem fluttur er frá Reykjavík og Hafnarfirði, í hvítleik, útliti og bragðgæðum, og jafnvel fiski frá Isafirði, og og þess vegna stendur allmikil hætta af hon- um fyrir fiskiverzlun vora á Spáni. þetta hefir einkum sýnt sig þetta árið, og ef vjer virðum fyrir oss, hversu til hefir gengið þetta árið, þá sjáum vjer, að fiskur Frakka hefir dregið úr verði íslenzka fisksins um hjer um bil 4 pesetas (2 kr. 88 a.) á hverju Qvintal (92 pd.). Ef engin hefði samkeppnin verið, þá hefði hinn íslenzki fiskur vafalaust kom- izt í 40 pesetas (28 kr. 80 aura), þar sem hann nú eigi komst nema í 34—36 pesetas (24 kr. 48 a.—25 kr. 92 a.j, og það þrátt fyrir hið mikla aðflutningaleysi í janúar- mánuði og febrúarmánuði. Fiskurinn frá Frakklandi hefir orðið æ betri og betri og aðflutningurinn á honum hefir gjörsamlega dregið úr aðflutningnum á íslenzkum fiski. þegar þar við bætist, að stjórn Frakka gjörir allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að efla þennan atvinnuveg, og veit- ir útflytjendum 15—16 franks (10—11 kr.) af hverjum 100 kilo (200 pd.) í þokkabót fyrir útflutninginn, þá vii'ðist það auðsætt, að hin danska verzlun muni að engu verða, því að hagurinn við verzlun Dana á íslandi getur naumast verið svo mikill, að hann geti vegið upp á móti því, sem Frakkar standa betur að vígi, er þeir fá 10—11 kr. í útflutningstoll. Hættan fyr- ir verzlun Dana er því fólginn á annan bóginn í því, hversu vel Frakkar verka fisk sinn, og á hinn bóginn í því, við hversu lágu verði þeir geta selt fisk sinn sökum út- flutningsþóknunarinnar. Eitt er atriðið enn þá, sem með tíman- um mun reynast hið hættulegasta. Fiski- markaðurinn á Spáni hefir hingað til byrgt sig upp í stórkaupum, með því að sam- bandið við Danmörk og Noreg leyfir eigi smáflutninga. Að hve miklu leyti Noregur geti við haft smáflutninga á fiski til Spánar, þori jeg ekkert um að segja, en það er auðsætt, að flutningurinn frá Islandi getur aldrei orðið minni í senn en heill skipsfarm- ur. I þessu atriðinu felst mesta hætta fyr- ir fiskiverzlun Dana; því að ef gufuskip ganga eigi á milli Kaupmannahafnar og Spánar, geta Spánverjar þeir, sem selja fiskinn í smákaupum, fengið fiskinn frá Frakklandi á járnbrautum og þannig byrgt sig upp fyrir viku og viku í senn, og hvað meira er, fyrir dag og dag í senn, og það er auðvitað, að Spánverjar muni heldur kjósa þessa aðferðina, sem hvorki bindur fje þeirra, nje heldur veldur því, að þeir eigi á hættu, að bíða tjón á fiskiforða sínum, og þetta atriði verður hver maður fyrir augum að hafa þegar þess er gætt, hversu örðugt veit- ir, að geyma fiskinn óskemmdan í Suður- löndum sökum hitans. það ber brýnustu nauðsyn til, að danskir kaupmenn og stjórnin fái Ijósa hugmynd um þetta. Astæðurnar eru alvarlegar, og ónógar eða óákveðnar’aðgjörðir mundu að engu gagni koma. Geti stjórnin eigi aptr- að fiskiveiðum Frakka úti á rúmsjó við Is- land, og eigi greitt neina þokkabót fyrir út- flutning á fiski, sem svari til þeirrar, er Frakkar greiða, og geti kaupmenn ekki komið öðru lagi á fiskiverzlun sína, þá mun verzlun Dana á Spáni að engu verða innan skamms tíma, og þá verða þeir að leita annara markaða, og láta Frakka eiga hina spánversku. Fyrir nokkrum árum var kveðið á um, að breyta toll-lögunum á Spáni; stjórnin skipaði nefnd til þess, og hefir nefnd sú all- lengi haft það mál með höndum til undir- búnings. Nú sem stendur er fjörug barátta milli flokkanna, þess, sem vill vernda inn- lendu verzlunina, og þess, sem heldur fram frjálsri verzlun, pg nú er búizt við, að stjórn- in muni í haust leggja fyrir þingið uppá- stungur sínar í þessu máli. þetta atriði mætti ef til vill nota til hagnaðar fyrir Dan- mörku, annaðhvort með því, að fá lækkað- an tollinn á Spáni á íslenzkum fiski gegn sams konar eptirlátsemi af hendi Dana, t. a. m. með því að lækka tollinn á spánsk- um vínum, eða, ef til vill, með því að sanna, að verkunin á fiskinum á Islandi hafi í för með sjer beinan flutning hans til Spánar, þar sem Frakkar verki fisk sinn til fulln- ustu heima hjá sjer, og flutningur þess fisks sje óbeinlínis, og það mundi eigi hafa all-litla þýðingu á Spáni, þar sem þar er gjörður svo mikill munur á beinh'nis og ó- beinlínis aðflutningum og mismunandi tollur er heimtaður eptir því. það mun næsta örð- ugt verða fyrir Danmörk, að koma nokkru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.