Ísafold - 15.10.1881, Síða 3
IOI
áleiðis í toll-lögum Spánverja, en það getur
verið, að Danir geti nokkuð á unnið, ef þeir
fara svo að, sem jeg hefi nú þegar bent á.««
Síðari hluti brjefs þessa hljóðar um það,
hversu haga ætti kaupræðismennsku Dana,
bæði á Spáni og annarsstaðar, og hversu
hirðulitlir Danir sjeu í því efni f saman-
burði við aðrar þjóðir, og loksins stingur
brjefritarinn upp á því, að láta gufuskip
ganga frá Eystrasalti, og taka svo á Ieið-
inni fisk í Noregi og fiytja til Spánar; en
með því að þetta allt er til engrar skýring-
ar fyrir fiskiverzlun Islendinga, hirðum vjer
eigi um, að taka það hjer upp.
Síra í>órarinn Böðvarsson og sannleikurinn.
I 23. tölublaði »ísafoldar« er það borið
fram, að jeg á síðasta þingi hafi »tvisvar
gjört þá játningu, að jeg á tveim þingum
samfleytt (1877 og 1879) hafi í einu máli
(skiptingu Kjósar- og Gullbringusýslu):
talað á móti sannfæringu minni». Jeg verð
að lýsa yfir því, að þetta er ranghermt. Jeg
tók það fram, að jeg hefði borið mál þetta
fram, ekki af eigin hvötum, heldur eptir
ítrekaðar áskoranir nokkurra kjósenda
minna, sem vildu um fram allt, að mál þetta
væri borið upp, þó að það fjelli. Jeg lofaði
þeim að síðustu, að bera málið upp eptir ósk
þeirra, og mæla það með þvf, sem eptir
sannfæringu minni væri satt og rjett, og
það gjörði jeg, eins og þingtíðindin frá þeim
árum sýna. Aðrir þingme.nn tóku það fram,
sem móti því mátti mæla. 1877 mátti tölu-
vert mæla með máli þessu, þar sem Gull-
bringusýsla var þá nálega sauðlaus, lausa-
fjártíundir þar fyrir þá sök sárlitlar og gjöld
til sýslusjóðs þess vegna tilfinnanlega þyngri
á Kjósarsýslubúum, en Gullbringusýslu-
búum. 1879 var þetta farið að breytast,
enda mælti jeg þá fátt með málinu. Nú
eiga Gullbringusýslubúar fjölda fjár og er
því aðal ástæðan til skiptingarinnar að mestu
fallin, enda mælti jeg nú móti henni. Jeg
neita því sem ranghermdu, að jeg hafi gjört
þá játningu, að jeg hafi ntalað f máli þessu
móti sannfæringu minni«, eða fært þær á-
stæður, sem eptir meðvitund minni voru ó-
sannar eða rangar. |>eim ummælum um
mig í »ísafold«, sem byggð eru á þessu, vil
jeg engu svara. Að jeg hafi verið »einn af
þeim sem slitu« er mjer ókunnugt, eins og
fleira, sem fram er borið f hinni sömu grein.
Jeg krefst þess, að þjer, herra ritsjóri,
takið línur þessar sem fyrst í blaðið »ísa-
fold«.
Með virðingu
Görðum, 22. september 1881
pórarinn Böðvarsson.
Við fyrstu umræðu um frumvarp til
laga um skiptingu Gullbringu- og Kjós-
arsýslu í 2 sýslufjelög á 45. fundi neðri
deildar 12. ágúst 1881 kl. 5 e. m.,
sagði síra þórarinn Böffvarsson meðal
annars:
—»Jeg verð einnig að mótmæla mínum
lögfróða sessunaut (2. þingmanni Skagfirð-
inga), jeg hefi ekki sagt að jeg hafi haft rangt;
heldur hef jeg áður borið málið fram irwti
sannfæringu minni, og fyrir þrábeiðni kjós-
enda minna-----«.
Við 3. umræðu um sama mál á 58.
fundi neðri deildar 20. ágúst kl. 5 e. m.
sagði síra þórarinn Böð'varsson meðal
annars:
— »Viðvíkjandi því, sem framsögumaður
sagði um 3. gr. frumvarpsins, að hún væri
eptir mínu frumvarpi 1879, þádugar honum
ekki að vitna til þess lengur. Jeg hefi fyrir
löngu gefið ástæðu fyrir því, hví jeg bar mál
þetta fram, þó það væri á móti sannfœringu
minni, af þrábeiðni ogfyrir ítrekaðar áskoran-
ir frá einstöku mönnum í Kjósarsýslm—.
Orðin: „þó það væri á móti sannfær-
ingu minni“, hafa á síðaristaðnum verið
strykuð út; á fyrri staðnum standa þau
óbreytt, eins og skrifararnir hafa tekið
þau eptir prófastinum. En því til sönn-
unar, að þau einnig á síðari fundi hafi
töluð verið, er það, að einn þnngmaður,
sem talaði í málinu rjett á eptir pró-
fastinum, mælti þannig:
—»það er óþarfi fyrir mig að blanda mjer
inn í viðskipti þeirra, hins háttvirta varafor-'
forseta (þórarins Böðvarssonar) ogflutnings-
manns málsins (síra þorkels), en þegar eg
lít á þá játningu varaforseta, semvið þekkj-
um allir að því, að vera staðfestumaður, að
hann hafi á tveim þingum borið fram líkt
lagafrumvarp móti sannfæringu sinni, en nú
á 3. þingi mæli móti því eptir sannfæringu
sinni, þá er þetta f sannleika fróðlegt«-
Á þingi 1879 þykist prófasturinn hafa
mælt fátt með málinu. þó. það væri
máske fátt, þá var það, ef til vill, þess
merkilegra, t. d., þessi ræðubotn pró-
fastsins 1879: —„Úr Gullbringusýslu
er að vísu engin bæn komin (um að
skipta sýslunum), en ætla má, að jeg
sem bj í henni, pekki nægilega til, svo
jeg megi bera um pað, að pessi skipt-
ing er líka vilji margra Gullbringusýslu-
búa (alþ.tíð. 1879 II, bls. 982—983).
En 1881 er Kjósarsýslubúum umkennt!
eða var það eptir „þrábeiðni“ nokkurs
Gullbringusýslubúa, að prófasturinn þá
bar málið fram á móti sannfæringu sinni ?
Forngripasafnið.
Enskur vísindamaður, sem hjer ferð-
aðist í sumar Mr. W. J. Birkbeck
hefir heiðrað forngripasafnið með því,
að gefa því einn hinn ágætasta grip í
sinni röð, þ. e. brjóstmynd, steypta úr
gipsi af hinum forngríska guði Hermes,
(Merkúríus); mynd þessi, sem er upp-
runalega gjörð úr marmara, er fyrir
fáum árum síðan grafin upp í Olympíu
á Grikklandi, og er gjörð af hinum
heimsfræga myndasmið forngrikkja,
Praxiteles á 4. öld f. Kr. Myndin er
öll meiri enn í fullri stærð, handlegg-
irnir eru brotnir af, en á vinstri hand-
legg sjer hefir guðinn haldið á Bakkusi,
sem hefir stutt hendinni á öxlina á
henni, og sjest þar eptir af henni.
Jeg læt hjer fylgja orðrjettan kafla
úr brjefi til mín frá hinum háttvirta
gefenda, er hann skrifaði mjer eptir
að hann hafði afhent forngripasafninu
myndina:
— „Myndin hefir fundizt á hinum
fjórum eða fimm síðustu árum við út-
gröft í Olympíu, sem nú fer fram á
kostnað hinnar þýzku stjórnar og
undir umsjón hennar. Pausanías, er
ritaði á annari öld eptir Kristsburð.
nefnir myndina stuttlega og getur
þess, að hún hafi staðið í hofi Júnóar;
en fullkomin lýsing á myndinni finnst
hjá einhverjum öðrum klassiskum
höfundi, sem jeg er svo óheppinn að
hafa gleymt nafninu á. Hið bezta,
sem jeg get gjört, er að fá skýring
um hana frá hinu Keisaralega Museo
í Berlín, og vinur minn Eiríkur Magn-
ússon hefir boðizt til að þýða hana
á íslenzku fyrir mig. Myndsmiðurinn
Praxiteles lifði á fjórðu öld fyrir
Kristsburð, og ætlajeg, að hin helztu
verk hans sje gjörð á árunum 360—
340 f. Krb., og meðal þeirra þessi
Hermes, sem er partur af Hermes
mynd, er heldur ábarninu Bacchusi á
vinstra handlegg, og rjettir vínberja-
klasa að honum með hægri hendinni.
Hinum þýzku útgraftarmönnum hefir
nú tekizt aðfinnanæstum allt verkið,
og hefir frummyndin að ætlan minni
verið flutt til Aþenuborgar. Mjer þyk-
ir slæmt, að jeg get eigi gefið ná-
kvæmari eða greinilegri lýsing, en
jafnskjótt sem jeg kem aptur til Eng-
lands, ætla jeg að útvega hana frá
jþýzkalandi, og jeg efast alls eigi
um, að þjer munið fá hana í haust
hingað til íslands“.
fessi heiðursmaður á miklar þakkir
skilið af oss íslendingum fyrir að hafa
fyrstur manna orðið til þess að gefa
okkur þessa fögru og vönduðu eptir-
mynd af einhverju hinu ágætasta forn-
gríska listaverki, sem fundizt hefir, því
jeg hygg að fullyrða megi, að þess
konar eptirmyndað listaverk hinna fræg-
ustu forngrísku myndasmiða, hafi ekki
sjezt hjer á landi fyrri.
Jeg leyfi mjer því hjer með að votta