Ísafold - 15.10.1881, Síða 4

Ísafold - 15.10.1881, Síða 4
102 hinum háttvirta gefanda vort innileg- asta þakklæti forngripasafnsins vegna. Reylcjavík, 31. sept. 1881. Sigurður Vigfússon, umsjónarmaður forngripasafnsins. Forngripasafnið er nú aptur opnað fyrir almenning, eptir að búið er að flytja það í hið nýja þinghús, og koma því þar fyrir að miklu leyti. f að er opið tvisvar í viku: á miðvikudögum og laugardögum. Unglingar eða börn hafa ekki aðgang að safninu, nema því að eins að einhver fullorðinn þeirra vandamaður sje með. þ>að er ýmis- legt fleira safninu viðvíkjandi, sem þyrfti að taka fram, en sem ekki er rúm fyrir í þetta sinn. Sigurður Vigfússon. Veðraskipti: Jón Ólafsson og' síra fórarinn „Skuld“ 1879: í þjóðólfi 1881 „Oss dettur eigi í hug að svara einu orði fyrir hr. „Ósvíf“ móti sparkinu, sem hann fær hjá séra þ>. Hann er sjálfur færari um það, en vjer, ef annars prest- legri illgirni og þórarinslegri heimsku og fáíræði verður svarað, nema til að ata sjálfan sig. Eða hvernig á að skipta orðum við mann, sem hvorki kann að hugsa rjett nje rita satt, sem hefir enga hugmynd um, hvað ríki er, hvað hjú- skapur er, hvað eiður er,— og sem eng- an annan hæfileik eða hvöt hefir til að rita, en sorglegt meðvitundarleysi um sinn eigin vanmátt til að hugsa nokkra hugsun eða færa hana í letur, og hjegómadýrð og heimskulegt sjálfs- álit ?“................................... „Eptir tilvitnanirnartil þessara þriggja „vísindamanna11 heimsins (!!) kemur svo yðar eigin vísdómur, herra prófastur ! ...............þá byrjið þjer á þessu: „Rjettur aðskilnaður á því andlega og veraldlega valdi, og friðsamlegt sam- band milli þeirra, þannig, að ríki og kyrkja, án þess að vera sameinað, stefni að því sama takmarki, og efli andlega og siðferðislega fullkomnun ogvelvegn- an — það er ekki það, sem menn meina“. Svo? Er það ekki það? Jú, það er einmitt það. — það væri andskotanum samboðnara en presti, að falsa þannig kenningar mótstöðumanna sinna, og segja, að þeir meini ekki það, sem er einmitt það, sem þeir meina og segja skýrt og ljóst að þeir meini. . . Loks fáið þjer enn eitt aðsvifið og talið svo sem vjer fríkyrkju-vinir viljum aftaka allt hvíldardags-hald, og leyfa trúleys- ingjum að hindra trúaða menn í til- beiðslu guðs.— Vjer höfum ekki öðru hjer til að svara, enþví: að ef þjerer- uð nú ekki genginn af göflunum, þá er það sannarlega allt skynsamt fólk, sem nú situr á öllum heimsins vitlausra spítölum11. „eg átti elcki að eins að „draga þriðj- ung stjarnanna í mínum hala“, heldur hafa í fylgi með mjer meiri hluta merk- ustu þingmanna neðri deildar, þar á meðal varaforseta deildarinnar síra J>órarinn............ auk annara fleiri mjer vitrari og merkari manna . . Eg segi fyrir mitt leyti að mjer fjell við fáa samþingismenn mína betur, en við þá síra Arnljót og sjera þ>órarinn; en hitt vita allir, . . ., að sjera ]->órar- inn er einn hinn sjálfstæðasti maður í skoðunum, og mun enginn, sem þekkir hann, ætla, að hann „labbi á eptir“ öðrum; hann hefir jafnan verið kennd- ur við fylkingar-brodd hingað til, og ætla jeg hann sje svo skapaður, að hann eigi þar heima enn sem fyrri, en ekki í neinni „halarófuý.............. En ef doktor hneykslast á slíku eptir- leiðis, v^ldi jeg biðja hann, að hengja ekki merkustu þingmenn og mjer vitr- ari menn aptan í mig, en krækja mjer heldur aptan i þá. Mannalát. Ari kanselliráð Arason á Flugumýri yfir 70 ára. Hann hafði stundað læknisfræði við háskólann og var kallaður heppinn læknir, þegar hann tók á því. forsteinn bóndi Egg- ertsson á Haukagili í Vatnsdal, efnis- maður, dó úr bólgusótt, Y erzlun Eggerts Gunnarssonar. Enskt gufuskip kom til hans um dag- inn með talsvert af ýmsum varningi, bæði til hans og annara, sjer í lagi nauðsynjavöru. J>að fór aptur með rúma 300 hesta, og er von á því til baka innan skamms til þess að sækja sauð- fje. Matvara í þessari verzlun reynist góð og sandlaus og ódýrri að tiltölu, en í öðrum verzlunum vorum. Oðru máli er að gegna með kaffi. J>að er heldur dýrra og ekki betra. Mun Skotland varla vera góður kaffimark- aður. Skipstrand. Kolaskip til Smiths fyrir framan Stafnnes. HITT OH ETTA. Yegalbrjef Sölva Helgasouar. «Sýslumaðurinn yfir Norðurmúlasýslu gjörir vitanlegt: að herra silfur- og gull- smiður, málari og hárskerari m. m. Sölvi Helgason Guðmundsen, óskar í dag af mjer reisupassa frá Norðurmúlasýslu yfir austur- og suður- og norðurfjórðunga íslands, til ýmislegra þarflegra erinda. Meðfram öðr- um hans erindum, ætlar hann að setja sig niður í einhverri sýslu á þessari ferð sem annar handverksmaður, hver að er þó flest- um handverksmönnum meiri, og betur að sjer til sálar og líkama; og er hann fyrir löngu búinn að gjöra sig nafnfrægan í norð- ur- og austurfjórðungúni landsins með sín- um framúrskarandi gáfum á flestum smið- um, og á alla málma, klæði og trje; líka fyrir uppáfinningar og ýmsar fróðlegar og hugvitsfullar h'mstir, en þó mest fyrir iðni, kapp, minni, ástundan, sálarfliig, skapandi ímyndunarafl og Jcrapt, bœði smekk, tilfinn- ing og fegurð í öllum bókmentum og vísinda-• greinum, líka svo fyrir karlmennsku, krapta, glímur, fjör og fimleika, gang og hörku, sund og handahlaup. Með sundinu hefir hann bjargað að öllu samanlögðu 18 manns, er fallið hafa í ár, vötn (ströng og lygn) og sjó. A handahlaupum hefir hann verið reyndur við færustu hesta, bæði nyrðra og eystra, og hefir hann (að frásögn annara en hans sjálfs) borið langt af. Margar eru hans íþróttir, fleiri og meiri, þó ekki sje hjer upptaldar, og mætti þó til nefna nokkr- ar, sem hann skarar fram úr öðrum í, sem eru : allar listir hjer að ofan töldu, einnig frábær ráðvendni og stilling, góðmennska og lítillæti, hógværð og hreinskilni, greiði og gjafmildi o. fl. Eyrir þessar dygðir og list- ir, sem hann er útbúinn með, og sem hann sýnir jafnt öllum, af öllum stjettum, þá er hann elskaður af bverjum manni, í hverri röð sem er, sem verðugt er. þessi passi gildir frá 1. ágústm. 1843 til þess30. júníusmán. 1844, handa herra gull- smið, málara og hárskerara S. H. Guð- mundsen, sem reisupassi, en að öllu sem fullkominn sýslupassi, ef hann setur sig nið- ur í einhverri sýslu, eins og hjer er getið um að framan. þessi passi gildir fyrir herra Guðmundsen hjeðan frá Norðurmiilasýslu yfir allan þann part landsins, sem hjer er að framan skrif- aður (þótt enginn embættismaður teikni á hann) heim til Norðurmúlasýslu aptur, ef hann setur sig ekki niður í einhverri sýslu á ferðinni, eins og áform hans er, sem fyr er sagt hjer að framan. (Niðurlag síðar). Steinhúsið í Laugarnesi, sem nefnt hefir verið Laugarnesstofa, fæst til kaups, hvort heldur til eignar og íbúðar, eða til niðurrifs. þeir, sem kynnu að vilja kaupa húsið, geta snúið sjer til yfirkennara H. B. Helgesens með tilboð sín innan 15. nóvembermán. næst- komandi. Eeykjavík, 14. okt. 1881. Sameigendur Laugarness og Klepps. Tapazt hefir nálægt Nauthól við Beykja- vík, 1 ær, hvít að lit, mark: gagnbitað hægra, tvírifað í heilt vinstra. Hver, sem kann að finna kind þessa, er beðinn að skila henni til faetors L. Larsens í Eeykjavík mót sanngjarnri borgun. Jón Högnason, Eeykjadal. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.