Ísafold - 15.11.1881, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.11.1881, Blaðsíða 2
io8 um vaxa, sandmelgrasið; þó þetta sje því ærið dýr fæða, þá geta þeir þó ekki annað fiáið, og hjálpar þannig hvað öðru að eyði- leggja hjer jarðirnar. jpá er jeg fór yfir Sólheimasand, h. 16. júlí, var jeg svo vongóður, að nú, þegar jeg kæmi í Rangárvallasýslu, fengi jeg nóg að starfa, en það fórst fyrir. Hjelt jeg þá rak- leiðis að Breiðabólsstað í Fljótshlíð, því prófastur síra S. Gíslason átti, í Rangár- vallasýslu, að segja mjer, hvert jeg ætti að fara. Höfðu þá alls 4'búendur beðið hann að láta mig koma við hjá sjer, og var það að Efrahvoli, Vatnsdal, Vestri-Kirkjubæ og Geldingalæk vestri. jpá er jeg kom að Efrahvoli, var ábúandi sá, er boð hafði fyrir mig gjört, ekki heima; fór jeg þá h. 19. s. m. að Vatnsdal, 21. að Kirkjubæ, 22. að Odda. A öllum þessum bæjum tók jeg ost úr 26—30 pottum ný- mjólkur, á hvérjum bæ, en aðeins á Odda vigtaði jeg ostinn og var hann 9pd.; fór þannig 3-J-pt. mjólkur í hvert pd. af osti. Misuosturinn var þar að auki 3-|-pd. Erá Odda fór jeg 25. s. m. og að Geldingalæk vestri; þaðan 26. s. m. og að Hamrahól í Holtum ; þar var jeg til h. 30. s. m. að jeg fór að Kálfholtshjáleigu. Á Hamrahóliskar jeg fram dý, daga þá er jeg var um kyrrt. Skurðurinn er 25 faðma langur, 8 feta breið- ur að ofan; átti hann að verða 4 fet á dýpt og 2 fet í botninn, en fyrir klaka varð ekki grafið meir en 2 fet á dýpt. Tilgangurinn með skurði þessum er, fyrst, að þurka upp dýið, og svo líka, þar töluvert vatnsmegn erí dýinu, að veita því á mýri, sem þar ligg- ur fyrir neðan. I Kálfholtshjáleigu var jeg til 2. ág. Skar jeg þar 40 faðma langan áveituskurð, 4 fet á breidd og 1 fet á dýpt. f>aðan fór jeg 2. ágúst og að Hróarsholti í Árnessýslu, eptir boði amtmannsins. .Hafði ábúandinn, HalldórBjarnason, beðið um vatnsveitingamann, til að skoða þar Hróarsholtslæk, er hann vill ná upp úr far- veg sínum. I læk þessum er töluvert vatns- megn (vanalega 50—60 teningsfætur pr. sek.). Náist hann upp úr farveg sínum, þá er það ekki einungis Hróarsholt, sem hefur gott af því, heldur allur Elóinn frá Hróars- holti og niður á Eyrarbakka; hve margar jarðir geta haft gott af því, læt jeg ósagt, en fyr mun vatnið þrjóta, en mýrar eða engi, er vatnið getur yfir farið. Stífla í læk þenn- an þarf að vera úr timbri, ef hún á að geta staðizt, og. eptir því verði, sem nú er á timbri, mundi hún kosta allt að 5—600 kr. Frá Hróarsholti fór jeg 3. s. m. og að Óseyrarnesi, þaðan 4 s. m. og að Hróars- holti aptur. 5. s. m. fór jeg til Reykjavíkur, 6. s. m. út í Engey, og var jeg þar til h. 16. s. m. Skar jeg þar varnarskurð, 54 faðma langan, 7 fet á breidd að ofan, grafinn í 45° vinkil. |>ar tók jeg einnig 2 osta. H. 17. s. m. fór jeg, aðbeiðni prestsins síra |>. Bjarnasonar, að Reynivöllum í Kjós. Var jeg þar til h. 22. s. m. að jeg fór til Reykjavíkur aptur. A Reynivöllum gjörði jeg áætlun um kostnað á engi, er prestur- inn vill fyrst þurka upp, og síðan gjöra að ' fiæðiengi eða uppistöðuengi. XJr Reykjavík fór jeg 24. s. m., og austur á leið aptur. Var jeg þá í 2 daga á Laug- ardælum, þaðan fór jeg 28. s. m. og hjelt þá beint austur i Mýrdal. Var jegþarþáí 7 daga og kom á 5 bæi (Höfðabrekku, Eagra- dal, Dyrhóla ogPjetursey). 8. sept. fór jeg að Hraungerði í Álptaveri, og var þar til h, 14. s. m. að jeg lagði alfarinn á stað og vestur. Á vesturleiðinni kom jeg á þessa bæi í Mýrdal: Hvamm, Steig og Eell. í Rangárvallasýslu : að Núpakoti og Stóru- völium. Á Stóruvöllum var jeg frá 23.—30. sept. Skar jeg þar 80 faðma langan áveitu- skurð, 5 fet á breidd og 2 fet á dýpt; einnig byrjaði jeg lítið eitt á stíflunni í læknum. Stífla þessi þarf að vera mjög rammgjörð og kostar mikla peninga, og væri æskilegt að prestinum væri að einhverju leyti hjálp- að til koma henni í, þar þetta að líkindum er hið eina meðal til að bjarga jörðunni undan eyðileggingu af sandfoki. Erá Stóru- völlum fór jeg 30. sept. og að Austvaðs- holti, þaðan 1. okt. og að Kálfholtshjáleigu, hvar jeg var til þ. 10. s. m. Var þá hald- ið áfram skurði þeim, er jeg byrjaði á í sum- ar, og var nú bætt við hann 66 föðmum á lengd, svo hann er nú 106 faðmar á lengd, þar að auki var grafinn annar skurður 30 faðmár á lengd, 5 fet á breidd að ofan, 3 fet á dýpt og 1 fet í botninn. Skurður þessi á að flytja vatnið í burt og þurka upp mýr- ina. jpar að auki voru einnig skornar nokkr- ar smá áveiturennur. 10. okt. fór jeg frá Kálfholtshjáleigu og austur að Bjólu, eptir beíðni hreppstjórans |>órðar Guðmundsson- ar í Hala, til að skoða og yfirlíta, hvort nokkuð yrði bætt upp á hina alkunnu gull- kistu Raugæinga, Safarmýri, er liggur fyrh' hættulegum vatnaágangi. H. 12. s. m. var jeg aptur í Kálfholtshjáleigu, en þá var frost og önnur ótíð orðin svo mikil, að leng- ur varð ei unnið að jarðabótum, hvar fyrir jeg lagði af stað til Reykjavíknr 15. s. m. NOKKUR ORÐ UM SAND OG SANDEOK, EPTIR ÓLAF BÚFRÆÐING ÓLAFSSON. |>að hefði máske fyr átt að koma dálítill samanburður milli sandfoksins á Jótlandi og sandfoksins í Skaptafellssýslu, en »betra seint en aldrei«. jpessi dráttur hefir mest komið til af því, að jegenn þykist of ókunn- ur eðli og ásigkomulagi sandfoksins hjer í Skaptafellssýslu, þar jeg hefi haft allt of lítinn tíma til að kynnast því til hlítar. |>ótt hjeraðsmenn þykist þekkja það út í yztu æsar, þá er það þó ekki svo; þeir geta mjög litlar upplýsingar gefið manni aðrar, en þetta og þetta svæði hafi þá eða þá eyði- lagst, eða þetta og þetta hafi á þessum tíma byrjað að blása upp; það er að segja, frá því þeir muna eptir. Um orsakirnar geta þeir lítið sem ekkert frætt mann. Hið fyrsta, sein hverjum manni verður að koma til hugar, sem hefir sjeð sandana á Jótlandi og Skaptafellssýsu, er: að á, Jót- landi er þetta allt hvítur sjávarsandur (Qvartssand), er því nær samanstendur ein- ungis af nkiseU, sem ár frá ári kastast upp af »Vesterhavet«, og sem þaðan hefir blásið inn yfir landið, þá vindur er á landnorðan. |>ótt, ef til vill, nokkuð komi annarsstaðar frá, þá er þetta þó aðaluppsprettan. Hvort vesturströnd Jótlands hafi nokkurn tíma verið grasivaxin eður ávallt sandiorpin, er óvíst, en svo mikið er víst, að mörg presta- köll eru nú eyðilögð af sandfoki, sem áður voru til. Hin fyrsta vörn gegn sandfokinu á Jót- landi, sjáum vjer að er frá Kristjáni 3. Danakonungi, ár 1539, sem er lög um frið- un, að hver sem slær eður rífur urtir þær, er vaxa á sandinum, skal -sektaður um 40 mk., og x?/12 1558 af sama konungi; skal hverjum, sem eyðileggur sandjurtir, verða hegnt sem þjóf án allrar miskunnar1. Til 1779 skipa lögin að eins friðun2, en 1779? hefir stjórnin einnig byrjað með lögum að ákveða að stöðva skyldi sandfokið með sán- ing og plöntun o. s. frv. , Árið 1786 sendi stjórnin Etatsraad, Pro- fessor Viborg, Lector ved den botaniske Have og Veterinærskole, til að ferðast um strend-; ur Jótlands, og skoða sandfokið'. 1788 gaf hann skýrslu um ferð sína, en 1790 var hann settur »Inspecteur« yfir þær tilraunir, er gjörðar yrðu til að stöðva sandfokið. Erá þessum tíma (c.: 1792) er fyrir alvöru byrj- að að stöðva sandfokið, þótt það gengi tregt í fyrstu, og má næstum segja, að til 1860 gengi allur tíminn til tilrauna, jafnvel þó mikið yrði ágengt með að stöðva sandfokið. 1860 er svo að sjá, sem nýtt líf hafi byrjað, því þá hafa þeir fyrst byrjað að snúa þess- ari sandeyðimörku í fagurt skóglendi, og er síðan, ef til vill, búið að planta fleiri þús- und dagsláttur með skógi, fyrir utan það sem öðru vísi er ræktað og. stöðvað af prí— vatmönnum; en það sem plantað er með skógi er mestmegnis gjört af stjórninni. |>að sem vanalegast er brúkað til að stöðva sandfokið með í fyrstunni, þar sem sandurinn er alveg nákinn, er: »Klittag« (arundo arenaria) og »Marehalm« (sandmel- gras) (elímus arynarius). Urtum þessum er samt sjaldnast sáð með fræi, heldur erþeim plantað. Eru þær þá rifnar úpp með rótum, þar sem þær vaxa bezt af náttúrunni, og settar niður á hin auðu svæði. Er þeim þá' plantað annaðhvort i »raðir« eður »búska«. Raðplöntunin er kostnaðarmeiri, en aptur hylur hún sandinn betur; er þeim þá plant- að 9. þuml. á dýpt og með 9 þuml. milli- bilí milli raðanna; er það »búskplöntun«, þá er einnig 9—10 þuml. haft á milli í röð- ■ unum. Til þess að planta með, er brúkað- ur þar til búinn »spaði«, sem blaðið er á 6, þuml. breitt og 12 þuml. langt, með egg á báðum hliðum; skaptið er 1—1£ alin á Iengd. »Spaðinn« er allur úr járni. Með »spaða« þessum er holan stungin og plantan þar í látin og síðan sandinum troðið að með * hægra fæti. Við plöntunina eru vanalega 3 menn, 1 til að stinga holurnar og 2. til að planta og er það vanalega kvennfólk eð- ur unglingar. Urtir þe’ssar duga sjaldnast meir en 5-—10 ár í senn, þarf þá optast að planta þeim aptur, en til þess þarf æfinlega langtum minna fje. Vinna þessi borgast þannig: \ af áætluninni af ríkisjóði, \ af jafnaðarsjóð amtsins ogþað, sem þá er eptir, \, af eiganda og \ af sveitinni (Kommunen) 1) Til eru mörg önnur lagaboð, en sem mjer þykir óþarft upp að telja, þar öll lúta að því sama. 2) Friðrik 2. gaf út, 1569—70 boð um, að stöðva sanclfokið í nokkrum hjeruðum, en það er svo að sjá, sem þessu boði hafi ekki hlýtt verið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.