Ísafold - 15.11.1881, Blaðsíða 4

Ísafold - 15.11.1881, Blaðsíða 4
110 Qáraukalögin óbreytt, eins og þau komu frá neðri deildinni, þá er nú afleiðingin af þessu glappaskoti sú, að læknir, sem átti skilið að fá uppbótina, verður af 1125 kr., að minnsta kosti til næsta þings. Við 2. umræðu fjárlaga 1882 og 1883 í neðri deild var breytingartillaga 9 þingmanna (alþ.tíð. 1881 II, bls. 24) um, að fœra fjárveitingu til ýniislegra út- gjalda við' hinn lærða skóla úr 1500 ofan í 1200 kr., samþykkt (alþ.tíð. 1881 II, bls. 81); en allt um það var sami gjaldliður við 3. umræðu í sömu deild ranglega tilfærður með isookr., kom þá sama breytingartillaga um niður- færslu aptur fram, en féll í þetta sinn. Um hið fyrra glappaskot er það að segja, að það er brot á stjórnarskrá vorri, sem í 28. gr. mælir svo fyrir: ..þegar lagafrumvarp er samþgíkkt í annarihvorri þingdeildinni, skÆ það lagt fyrir hina þingdeildina f pví formi, sem það er samþykkt. —J—“ og að réttu lagi héfir stjórnin því ekki næga heimild til að staðfestg. fjárauka- lögin fyrir 1880 og 1881. Um hið síð- ara verður það reyndar ekki sagt, áð stjórnarskráin sé brotin, en þingsköpin hafa rofin verið, og forseti neðri ddild- ar, ásamt öðrum þingskrifaranna hafa í hvorugt skiptið nægilega gætt 14.gr, þingskapanna, sem skipar svo fyrir, að' annar skrifarinn með' titsjón forseta skuli skrásetja lagafrumvörp samkvæmt öllum peim atkvæðagreiðshim, sem fram hafa farið. Vjer skulum svo ekki fara fleiri orð- um um þessi þingslys. £>að væri ósk- andi, að eptirleiðis yrði séð um, að þau kæmi ekki fyrir. pau eru bæði skað- leg og ósæmileg. ]það eru fleiri þjóðir en Norðmenn einir, sem leggja mikla stund á síldar- veiði. Hollendingar, Skotar og Eng- lendingar og Svíar græða stórfje á ári hverju með þessari veiði. En — þeir veiða mest með svokölluðum drifnetum. Reynslan hefir kennt þessum þjóðum, að það er næstum eingöngu hin lakari síld, er leitar inn á fjörðu. Hin vænni heldur sjer dýpra, úti fyrir fjarðamynn- um og utanskerja. Urðu Svíar þess sjer í lagi áskynja veturinn 1877—78, er miklar síldartorfur komu innanskerja að ströndum Bohúsláns. Raunar var þetta áður kunnugt af riti prófasts C. U. Ekströms, „Praktisk afhandling om Idmpligaste sdttet att fiske sild’1, en allt um það þótti Svíastjórn rjett, að senda próf. Smitt til Skotlands til þess að kynna sjer sildarveiði á djúpi. Norð- menn draga, eins og kunnugt er, á fyrir síld með nótum innfjarðar, en með drifnetum er aðferðin á djúpi önnur. Jessi veiðimáti er sjer í lagi við hafð- ur í Yarmouth á Englandi. Til veiðar- innar er haft þilskip með 12—13 manns, og fylgja því 80—130 síldarnet. Siglu- trjenu er þannig fyrir komið, að trje- leggja má, þegar vill, svo skipið drifi jafnar. Skipið dregur netin á eptir sjer, þar sem síldarvart verður á sjávar- borði, á móti torfunum, sem þá ánetja sig. Sú síld, er þannig fæst, er betri en innfjarðarsíld, og borgast t. d. í Gautaborg með 6—10 kr. meira tunn- an, en innfjarðarsíldin. Svíastjórn hefir vakandi auga á þessari atvinnu, og hefir veitt próf. Smitt 6000 kr. styrk til þess að gjöra tilraunir í þessu skyni, og þar að auk ljeð honum lítinn gufu- bát, Frey, til þess að hann geti farið til og frá að líta eptir veiðinni. Próf. Smitt rekur veiðina með skozkum drif- netum, og heppnast vel. í desember- mánuði 1880 veiddust með 8 netum frá 20—50 tunnur á nóttu af þeirri beztu síld, sem hugsast getur, og sem ekki stendur hinni skozku síld á baki. I þessa eða þvílíka stefnu ætti stjórn vor 'að veita einhverjum líklegum Islendingi styrk. Bókafregtt. Pjetur .biskup hefir ný- lega gefið út æfiágrip föður síns og þeirra bræðra eptír sí’ra Jón Konráðs- son. þ>að er vel, að þessi bæklingur er út kominn. Hann lýsir fallega þess- um merkispresti og merkismanni sinn- ar tíðar, Pjetri prófasti á Víðivöllum, sem hafði margt til síns ágætis, auk þess hve'ft latínuskáld hann var, Kenn- ir það meðal annars, að maður getur verið afbragðsmaður í mörgu, þó mað- ur sje góður í latínu, og hafi verið á- stundunarsamur alla æfi. Mannalát. Nýdáin er á Eskifirði frú Kristrún Jónsdóttir, fædd 31. ádH®u8o7, ekkja sira Hallgríms próf. JóMSiphr á Hólmum. Hún var mesta merkTskona, bæði að hjartagæzku og gáfun^ AUGLYSINGAR. W ------- Hjá undirskrifuðum fást: M I M S T E RIALBÆ K l lt á góðum pappír, í stóru arkarbroti og sterku bandi, með prentaðri yfirshript ocj dálha- stryhum á hverri blaðsíðu, í lögboðnu formi, innihaldandi þessa fiokka : fiœddir, fermdir, hjónabönd, innhomnir, burtvihnir og clánir —allt í rjettu hlutfalli (eptir 20 ára reynslu í stóru prestakalli). Við pöntun óskast til- tekið, hversu margar bækur af pappír í bók- inni eiga að vera. Eeykjavík, 26. septbr. 1881. . Chr. E. Gemynthe. Hjá ekkju *EGILS sál. JÓNSSONAR fást fESSAR B Æ K U R KEYPTAR: Prjedikanir, Hugvekjur, (1.—2.) og Bænakver Pjeturs biskups, Myn- sters Hugleiðingar, Hugvekjusálm- ar síra G. E., Dönsk málfræði H. K. Fr., Biflíusögur með myndum, Biflíumyndir, STAFRÓFSKVER, Mjallhvít, Myndabók handa börn- um, Ráðgjafasögur, Kvæði B. Grön- dals, Sögur úr 1001 nótt, Ilíóns- kviða og Ljóðmæli Svbj. Egilsson- ar (með afar lágu verði), og yms- ar fleiri bækur með niðursettu verði. URSMIÐAR.—Hjer með gef jeg hinum heiðruðu bæjarbúum og öðrum til vitundar, að jeg hefi sezt að í húsum Teits Finnboga- sonar hjer í bænum sem úrsmiður. Er jeg því fús á, að taka alls konar úr og stunda- klukkur til aðgjörðar, ef menn vildu sýna mjer þá velvild, að snúa sjer til mín. Einn- ig panta jeg og sel alls konar úr og klukkur. Reykjavílc, iq. september 1881. T. Tómas Ingimundarson, úrsmiður. Eptir fýrirlagi landsetanna hjer á eyju kunngjörist hjer með, að af landskipum þeim, er eptirleiðis ganga hjer til fiskiveiða á vetrarvertíð, verður, eins og á síðastliðinni vertíð, krafinn fyrir skipsuppsátur einn gild- ur þoTskur af hverjum hlut lifandi'og dauð- um; skulu formennirnir innistanda fyrir gjaldi þessu, og greiða það innan góuloka ár hvert, og skal þvf viðbætt, að þeim for- mönnum, semeigi greiddu uppsátursgjaldið á um liðinni vertíð, er hjer óheimilt skips- • uppsátur eptirleiðis, nema þeir borgi hið á- fallna gjald, þegar er þeir koma hingað til sjóróðra. Vestmannaeyjum 3. dag októbermán. 1881 Hreppsnefndin. GLYSVÖRU til jólanna;- af ýmsum tegundum, fæ jeg með póstskipinu. Nákvæmari auglýsing síðar. Reykjavíkf 14. nóv„ 1081. F. A. Löve. HÍ?R FÆST KLIPPT frá kl. 9—11 f. m. d. á Sunnudögum, í húsi hr. Einars Zóega við Hlíðarhúsastíg. H. Andersen. HERBERGI TIL LEIGU. — Stofa og svefnherbergi búsgagnalaus; leiga 9 kr. um mánuðinn, fást í næstk. desember; húsið er í miðjum bænum. Menn- snúi- sjer til af- greiðanda Isafoldar. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar pr^ntsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.