Ísafold - 15.11.1881, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.11.1881, Blaðsíða 3
109 sbr. »Lov angaaende SandflugtSis Dœmpning af 29. marz 1867». Fyr meir voru einnig þessar urtir brúkaðar: Salix arenaria, Carix arenaria og Hippoptæ rhamnoides o. fl., en nú eru þær lítið sem ekkert brúkaðar. Einnig er sandfokið stöðvað með torfi. Torfurnar eru þá skornar 18 þuml. langar, 9 þuml. breiðar og 6 þuml. þykkar ; eru þær lagðar í raðir með 9 þuml. millibili, og á þá sandurinn að gróa upp með tímanum. Sumstaðar þekja menn sandinn með grjóti, leir, hrísi, lyngi, mosa o. s. frv., eptir því sem kostnaðarminnst og hentast þykir á þeim og þeim stað. |>á hrís, lyng eður mosi, er brúkaður^ er vanalegast plantað í sandinn trjáplöntum samsumars, því það verður, hvort sem er, að þekja hann með einhverju, áður þeim er plantað. Af trjá- plöntum má heita að það sje einungis pinus montana og abies alba, sem til lengdar geta vaxið í sandi, þótt fleiri hafi brúkaðar verið og þrifist vel fyrstu árin. Úr því búið er að planta trjáplöntunum, er sandfokinu lok- ið á því svæði. jpótt liðin sjeu hjer um bil 340 ár síðan stjórnin í Danmörku fór fyrst að skipta sjer af sandfokinu á Jótlandi, og enn sje ekki búið að stöðva það að öllu, þá eru, til þess margar orsakir. 1. að það stöðvast ekki af sjálfu sjer, þótt það sje friðað, 2. friðunin var aldrei í hin fyrstu 200 ár full- komin. 3. umsjónarmennirnir voru engir fagmenn er hefðu yndi af þessu, þar að auki ólaunaðir eður lítt launaðir, og sem þá einnig lifðu á því að beita sandinn, komu sjer því saman við íbúana að borga vissa sekt um árið, sem þá var jafnað niður á hvern einstakan, eptir tiltölu, því það sáu þeir, að sektir máttu til að vera, svo þeir gætu hylmað yfir yfirtroðslur sínar. 4. lög- um var ekki hlýtt. 5. eptir að byrjað var að stöðva sandfokið með sáning og plöntun, gekk fyrst langur tími áður þeir vissu, hvernig bezt væri að stöðva sandinn og 6. sáning og plöntun gekk ekki alltaf frá vestri til austurs, eða með vindinum, eins og eðli- legast og bezt var, heldur allt í óreglu, þar sem sandfokið var mest. En þrátt fyrir þetta getur enginn annað sagt, en að stjorn- in tæki þetta mál frá rjettri hlið, með því að friða fyrst, því hvað dugir sáning og plöntun, ef menn og skepnur mega eyðileggja það jafnóðum ? En engum getur komið til hugar að afgirða alla þessa sandeyðimörku, og eins þarf að friða þær plöntur sem af náttúrunni vaxa. |>ar það er ekki áform mitt að gefa neina skýrslu eða lýsingu af sandfokinuá Jótlandi, þá læt jeg hjer nú staðar nema og vík því næst málinu að söndunum í Skaptafells- sýslu; þeir eru svartir að lit, bruna- og vik- ursandar; hver efni þeir innihalda veit jeg ekki. Hvaðan þeir eru upphaflega komn- ir þykjast allir vita. nfl. frá eldgosum og jökulhlaupum, og dettur mjer ekki í hug að rengja það; en jeg vil spyrja: Er öll þessi eyðilegging frá náttúrunnar hendi? Nei, náttúran er að eins orsök í að sandam- ir eru til, en mennirnin aðalorsökin í eyði- leggingunni, að undanteknum þeim bæjum eður hjeruðum, sem beinlínis hafa í auðn farið af eldgosum og jökulhlaupum, (sjá »rit um Jarðaelda á íslandi« eptir M. Loptsson, 1880, um bæi þá, er af hafa farið, bæði fyr- ir sandfoki, vatnagangi og eldgosum, bls. 77—83—89). En það mun verða erfiðara að sanna þetta en segja. Jeg, veit að sönnu, að sumir láta aldrei sannfærast um það, en þá hina sömu vil jeg leiða fram hjá mjer. því nær allstaðar fram með graslendinu eru mjórri eður breiðari »leirur« sem þar öru nefndar, er það enginn sandur, heldur send- in moldar- eður mýrarjörð; fyrst þar fyrir framan kemur hinn eiginlegi sandur, »melar«. Úr þeim fýkur sandurinn yfir þessar leirur og iiin á graslendið. Að sögn hafa þessar leirur, ekki alls fyrir löngu, verið grasi og víði vaxnar, og það svo eður svo langt út á sandinn. Graslendið var slegið, til fóðurs fjenaði, en víðirinn rifinn til eldneytis, og það svo miskunnarlaust, að jörðin hefir orð- ið sem svart flag á eptir; á engjunum hefir grasrótin smátt og smátt þynnst, þar jörðin engan áburð fjekk, eður annað, er gæti haldið »frjóvgunarkrapti« hennarvið líði. það er ekki einungis í Skaptafellssýslu, að sandjörðina verður að meðhöndla með mestu varúð, og heldur auka en ræna hana sínum »frjóvgun- arkrapti«, heldur er það alstaðar, hvar sem hún er. f>egar hún nú var orðin svona út- pínd á allar lundir, hefir hún ekki lengur, eða ekki eins getað þolað sandáganginn, sem þá einnig var æstur upp á graslendið, með því að ræna sandinn sem mest varð sínum fá- tæklega skrúða, er orsakaðist bæði af mönn- um og skepnum. Að sandurinn hefði ekki með tímanum eyðilagt samt, vil jeg ekki bera beinlínis á móti, en að þetta hafi mikið flýtt fyrir honum, verður sá að játa er vill brúka skynsemi. þar efnið er nóg fyrir al sandinum, eyðilegst graslendið meir og meir ár frá ári, unz sandurinn hefir sigur unnið. þetta sjer maður máske ljósar, og það hlýt- ur hver máður að sjá, sem farið hefir yfir Skaptafellssýslu og vill gæta skynseminnar, af girðingum, sem eru hjer vlða kringum tún. það er mjög gleðilegt að sjá, hversu margir þar eru ótrauðir með að hlaða girð- ingar, þó þær ekki ætíð verði sem endingar- beztar; af því hnausarnir (kekkirnir), sem brúkaðir eru í hleðsluna, eru stungnir þjett utan við girðinguna, þá byrjar brátt hin lausa sandjörð að blása undan garðinum, því þar varð hún nakin þegar grasrótin var burtu tekin og hrúgað upp í garðinn. þetta blæs nú smátt og smátt, þar til garðurinn fellur, túnið byrjar að blása upp í flag, og myndast þannig opt »rof« og uppblástur. Ef maðurinn á nú eða vill gjöra það gott aptur, sem hann hefir eyðilagt, eða í það minsta hjálpað til að eyðileggja, verður hann fyrst, að mínu áliti, að byrja með að friða sandinn1, eins og jeg þegar opt hefi nefnt; en þess friðun er mörgum erfiðleikum undir- orpin. Eru það margir, er því nær lifaein- göngu af sandinum; þeir skera stöngina, kornið, sjer til matar, sláblöðkuna til fóðurs skepnum sínum, beita fje sínu vetur og sum- ar á sandinn, rífa sumtag og busku, gjöra sjer það að peningum með því að búa til l)Hversu friðunin er nauðsynleg, má lesá í „K.lit- formationen af C. C. Andersen“ S. 315—319. Einnig heC jeg fært dálitla sönnun fyrir því i sltýrslu um ferð mina (til amtráðsins) i fyrra (1880) og víðar. reiðinga og reipi (legutögl), bæði handa sjer og öðrum. En ef einhverju á að verða framgengt, dugir ekki að setja allt fyrir sig; verður því, að mínu áhti, að afleggja þau býlin, er minnst hafa af graslendinu, en mest lifa af sandinum, og leggja þau undir annað býli, með öðrum orðum, að leggja svo mörg býli saman, að lifandi sje á þeim, þótt ekki hafi þau tilkall til sandsins. Eins er bæði ó- þarft og ógjörningur að friða að öllu alla sandeyðimörkina í einu, eða þegar 1 stað, heldur eitthvert víst svæði, sem þá merk- ist með staurum, stokkum eður vörðum, svo að hver sjáist frá annari. Friðun- in sjálf verður að vera svo ströng að hver skepna, er kemur inn á hið friðaða svæði, sje ófriðhelg eður í það minnsta verði hana út að kaupa, með svo eða svo miklu verði; munu þá eigendur smátt og smátt fara að hafa betri gætur á fjenaði sínum, og þótt það að vísu gangi erfitt í fyrstu, og lög- in sjeu hörð, munn þeir smátt og smátt venjast við þau. Með hverju bezt væri að stöðva sandfok- ið á hinu friðaða svæði, því friðunin getur aldrei orðið einhlít til þess, er enn þá nær því ómögulegt að segja, en að líkindum verð- ur hið íslenzka korn, sandmelgrasið, hið happasælasta til þess, f öllu falli í fyrstunni, og er þá sjálfsagt, að planta því að haust- inu svo sem á Jótlandi, en ekki sá því; en samt sem áður, má enginn þreytast á að gjöra tilraunir með öðrum urtum, og ýmsu öðru, er hentast mætti sýnast á þeim og þeim stað; því ef kornið er eingöngu notað, verð- ur það ekki nema með löngum tíma, að mað- ur geti unnið sigur á sandfokinu. Hvort það ætti aðgjöra það að lagaskyldu, að ábú- endurnir plöntuðu víst svæði að stærð á ári eða vissan fjölda eður mál af plöntum, sem á Jótlandi. ellegar hið opinbera kostaði það eingöngu, læt jeg ósagt. En mörgum þætti það, ef til vill, skerða frelsi manna, ef svo væri, að ábúendum væri gjört að skyldu að planta svo eður svo mikið endurgjaldslaust. En mjer finnst ekkert á móti því, að ábú- endur eður sveitin tæki tiltölulegan þátt í því, hvort heldur það er á þjóðeign eður 'bændaeign, þó mætti víst taka töluvert til- lit til þess. (Niðurlag síðar). — Við 3. umræðu um fjáraukalög fyrir 1880 og 1881 í neðri deild al- þingis 1881, þann 22. dag ágústmán- aðar, var breytingartillaga frá 6 þing- mönnum um, að veita hjeraðslœkni í 7. læknishjeraði Olaji Sigvaldasyni 1125 kr. fyrir fljónustu hans í 5. lœknislijeraði frá 1. sept. 1876 til 28. febr. 1878, samþykkt (alþ.tíð. 1881, II, bls. 179 og 195), en þegar fjáraukalögin komu upp í efri deild, voru þau svo úr garði gjörð, að þessi ákvörðun, sem átti að vera ný, 3. grein í lögunum, var fallin burt, og kom því hvorki til umræðu né atkvæða í efri deild. Með því nú má telja sjálfsagt, að efri deild hefði eins að- hyllzt þessa sanngjörnu fjárveitingu, eins og hún að öðru leyti samþykkti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.