Ísafold - 30.11.1881, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.11.1881, Blaðsíða 1
r VIII 28- Reykjavík, miðvikudaginn 30. nóvembermán. 1881. Eins og sjá má af eptirfylgjandi S K R Á yfir alls konar kaffibæti (malað kaffi, kaffirót og exportkaffi), er flutt hefir verið inn í landið árin 1876—1879, 1876 1877 1878 1879 pund. pund. pund. pund. Skaptafellssýsla , 2323 2156 1860 3778 V estmannaey j as 11154 7161 6402 9593 Bangárvallas >)» »» »» »» Ámess 14019 21229 20578 19066 Gullbringu- og Kjósars 7229 27812 16703 18564 Beykjavíkur kaupstaður 41494 39143 25571 21124 Mýra- og Borgarfjarðars 1577 1880 2980 2476 Snæfellsness- og Hnappadalss 14656 14425 11766 13031 Dalas. .. )))> »» »» »» Barðastrandars 2231 25þ0 2430 3026 ísafjarðars 16867 20997 22328 24809 Strandas 7925 7479 7978 8656 Húnavatnss 7218 7903 9534 7978 Skagafjarðars 2753 3662 6958 7180 Eyjafjarðars 13303 13785 15178 14722 þingeyjars * 3588 3925 4352 3554 Norðurmúlas. . 9710 9997 9120 10771 Suðurmúlas 7387 6971 6316 9358 Samtals... 163435 191025 170054 177686, hafa þessi 4 ár upp og ofan verið flutt hingað til landsins 175550 pund af alls konar kaffibæti eða rjettara kaffispilli, og sje þess gætt, að skýrslu vantar fyrir Eangárvalla- og Dalasýslu, mun óhætt að telja 195000 pund að minnsta kosti sem aðflutning. til landsins á ári hverju af þessum varningi, eða milli i og^ gegn kaffi. |>ess hefir optar en einu sinni verið getið í blaði þessu, að tjeður varningur er ekki til bóta, þó hann kunni að gjöra kaffið rammara og dekkra á litinn. Ekki má heldur hrósa honum fyrir ódýrleika; því 40 a. fyrir pundið af kaffirót er vissulega dýrra að tiltölu, en 60—70 a. fyrir pundið af kaífi. Sparnaðurinn nemur því á ári hverju ekki nema rúmum 50,000 krónum fyrir allt landið, sem fær í staðinn óhollari og næringar- minni hressingu, heldur en kaffið er óblandað, og þó landsbúar ættu að draga við sig kaffi það, sem kaffirótinni nemur, þá virðist það engin frágangssök. Kaffirót er þvf ein af þeim varninstegundum, sem rjett virðist að tolla, og ' er ekki að örvænta um, að þetta geti tekizt með tímanum, þó alþingi í sumar er var . væri tilleiðanlegra til þess að leggja útflutningstoll á nauðsynjavöru (fiskæti), helduren aðflutningstoll á annan eins óþarfa eins og kaffirótina. ' Tollinn mætti nú reikna með tvennu móti, allt eptir því, hvort maður af heil- brigðisástæðum vill koma í veg fyrir aðflutning á kaffirótinni og malaða kaffinu, eða maður vill skapa landssjóði nýja tekjugrein. Yilji maður hið fyrnefnda, þá liggúr - beinast við, að leggja svo háan toll á kaffirótina, að hún hljóti að verða kaffinu hjer um bil jafndýr hjer á landi, og þá má ekki leggja minna á hana en 20—25 a. pundið. Afleiðingin af þeim tolli yrði sú, að kaupmenn hætta að flytja hana, og bættur sje skaði vor! En sje sú hugsun í fyrirrúmi, að útvega landinu tekjur af þessum tolli, þá má ekki leggja hærra gjald á malaðá kaffið, en 10—15 a. á pundið, sem myndi gefa af sjer laglégan skilding, 20000—30000 kr. á ári hverju, eða um helming á móti hinum tilvonanda afrakstri af útflutningstollinum af fiski, lýsi o. fl. Sje nokkuð ólýginn vottur um það, hve misjafnt getur legið á alþingi, þá er það vissulega það, að menn orðalaust samþykkja útflutningsgjald af innlendum nauð- , synjavarningi, en hafna flutningsgjaldi af öðrum eins óþarfa, ef ekki ólyfjan, eins og malaða kaffið. — I>að er engin ný tillaga, sem kom fram á alþingi í sumar er var, um að koma á reglulegum flutningum milli Reykjavíkur og Akraness, þó það væri ný hugsun, að viðhafa tiJ þess gufubát. Samkvæmt konungsbrjefi 26. apr. 1776, 6. gr. hreifði stiptamtmaður Rosen- örn þessu málefni fyrst með brjefi dags. 6. sept. 1848, til sýslumannsins í Borg- arfjarðarsýslu, þar sem hann beiddist álita sýslumannsins um, hvort ekki væri tiltök að koma á „reglubundnum flutn- ingum með einka rjetti (eneberettiget regelmtrssig Færgefart) millum Akra- ness og Reykjavíkur, með því sjóleið- in að eins er 2míla, en landvegur- inn aptur hjer um bil 10 mílur“, og hann vondur. Rosenörn stakk upp á því að kostnaðurinn til þessa fyrirtæk- is yrði lagður sumpart á þau hjeruð, sem hlut eiga að máli, sumpart ætti hið opinbera að styðja það, að minnsta kosti með láni. Oss er ókunnugt um, hvað eptir það var gjört við málefni þetta, þangað til það að þrjátíu árum liðnum, aptur kom á dagskrá, fyrir áskorun Hallgrims hreppstjóra Jónssonar í Guðrúnarkoti. Hefir það verið til meðferðar í sýslu- nefndum Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, og um það hefir verið skrifast á bæði við póstmeistarann og landshöfðingj- ann. J>að.v ^ém með uppástungunni mælir, er sjdr í lagi þetta : 1. Sparr(aður*og greiðleiki við póst- ferðirnar bæði norður og vestur. Mætti þá nota einn mann sem póst bæði fram og aptur milli Reykjavíkur og Hjarð- arholts, því eins og leiðin fyrir norðan- og vestanpóst er hin sama fram og aptur miili tjeðra póststöðva, þannig mætti hlíta einum manni til að koma póstflutningum að norðan og vestan, þessa sömu leið bæði fram og aptur. Hver sem tilþekkir mun og játa, að land- vegsferð póstanna fyrir innan Hvalfjörð sje eitthvert hið aumasta neyðarúrræði, ekki einungis þegar litið er til vega- lengdarinnar, og þess hve ógreiður og torsóttur vegurinn jafnaðarlega er sjer í lagi vetur, vor og haust, heldur og þegar þess er gætt, að á allri leiðinni frá Rvík að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, er að eins einn brjefhirðinga- staður, sem sje Mosfell, og að þaðan eða þangað eru optast allt árið um í kring engin brjef eða sendingar. Á þessari leið eru tveir örðugir fjallvegir, þótt stuttir sjeu, Svínaskarð og Reyni- vallaháls, sem báðir geta verið torsóttir yfirferðar með hesta og þungan áburð bæði vor og haust, auk heldur á vetr- ardag, þegar snjóþyngsli eru komin; þá er og á leiðinni Laxá í Kjós, sem einnig á stundum getur valdið farartálma. 1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.