Ísafold - 30.11.1881, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.11.1881, Blaðsíða 3
113 fasta, þarámeðal þingmenninaParnell, Dillon o. fl. En— eigi voru þeir bún- ir að vera deginum lengur í varðháldi, fyr en flokkurinn gaf út opinbert for- boð til allra leiguliða á írlandi gegn því að greiða nokkurt jarðaafgjald af hendi til landsdrottna sinna. Hafa fundir verið haldnir ei aðeins á írlandi, held- ur jafnvel á Englandi sjálfu (t. d. í Glasgow), í þá stefnu, að styðja land- flokkinn gegn stjórninni. Og er það Ijós vottur þess, hvernig ástandið er, að nauðsynlegt hefir þótt að hafa lög- regluvörð umhverfis býli Glaðstones, Hawarden, þegar hann dvelur þar, og er garðurinn þó ekki á írlandi, heldur á Englandi. Sjálfur var Gladstone, þegar siðast frjettist, lasinn. þ>ann 14. f. m. og dagana þar á ept- ir var mannskaðaveður af útnorðri með snjó og frosti á Skotlandi. Fórst þá fjöldi skipa og báta. í einu þorpi Egemouth fórust á annað hundrað fiski- manna á sjó í veðrinu. Af þiljubátum björguðust nokkrir, en opnu bátarnir fórust allir, og er það kenning fyrir fleiri, en Skota. jpiíjubátarnir fórust flestir á innsiglingu á boðum. en opnu bátarnir á rúmsjó. (þegar var tekið til að safna fje handa ekkjum og börnum þeirra, sem farizt höfðu, en jafnframt voru fundir haldnir um það að afnema fiskiveiðar á opnum bátum en efla sem mest þilskipa-útgjörð. Er það von, að öllum, sem nokkra sinnu hafa, blöskri að sjá eitt mannskaðaveður eyða vinnu- kraptinum í heilu plázi, og svipta heimili hundruðum saman forsorgurum sínum. NOKKUE OBÐ UM SAND OG SANDFOK, EPTIR ÓLAF BÚFRÆÐING ÓLAFSSON. » (Niðurlag frá bls. 109). það ætti máske hjer vel við, að geta þess, að á 1 hest af melgrasi fara 18 .bindi, hvert bindi 22 þuml. ummáls (hjer umbil 7. þunfl. að þvermáli). Úr hverju bindiverður plant- að í 35 holur. Hafi maður nú á milli rað- anna 9. þuml. og 9 þuml. milli plantanna í röðunum (9 þuml. á hvem veg), þá dugir 1 bindi á 19,8 Dfet; hesturinn á 9,8 afaðma. Álítist nú að 1 dagsverk sje, að rífa á 4 hesta og flytja þar sem vegurinn ekki yfir- stígur 800—1000 faðma og 1 dagsverk til að planta þessa 4 hesta, þá verða 46 dagsverk að planta eina dagsláttu. Hafi maður þar á móti 10 þuml. milli plantanna á hvern veg, sem óhætt er á öllu sljettlendi, þá dugir 1 bindi á 24,4 □ fet; hesturinn á 12,2 □ faðma (73 hestar á dagsláttuna); álítist nú hið sama 1 dagsverk, verða 36,9 dagsverk að planta hverja dagsláttu. 1 dagslátta = 900 □ faðmar. Sje nú 1 dagsverk metið 2 kr., þá kostar, eptirþví seinna, hver dag- slátta 73/80 kr. Ef nú hið opinbera veitti 1000 kr., til að planta sandmelgras, yrði þar fyrir plant- aðar 13,5 dagsláttur; enn fremur ef að ábú- endum væri gjört að skyldu að planta 1 dagsláttu fyrir hverjar 5 dagsláttur, er það opinbera lætur planta, yrði árlega plantaðar 16,2 dagsláttur1, en hversu mörgum dag- sláttum, að maður með því gæti bjargað frá eyðileggingu, er ómögulegt að segja. Setj- um nú svo að hið opinbera, veitti 500 kr. til annara tilrauna, t. a. m. til að sá og planta öðrum plöntum, er hentaSt mætti sýnast. Hverjar þessar frætegundir eður urtir helzt ætti að vera, er enn torvelt að segja, en jeg hef fyrir nokkru (í janúar þ. á) sent lista til hins háa amts yfir þær frætegundir, er mjer þykir likast að reyna ætti, en það eru óefað margar fleiri, sem þar hefðu átt að standa, svo tilraunin hefði getað orðið sem fullkomnust. Einkum verð jeg, að svo stöddu, að halda framþessumfrætegundum: 1. »pinus montana«, »abies alba«, fleiri teg- undir af »salix«, »spartium scoparium«, 2. »arundo arenaria«, »elymus arenarius«, »carix arenaria«, »hippoptæ rhamnoides#, »festuca«, og fleiri tegundir, er til heyra sandjörð, en sem eiginlega lítið sem ekk- ert fóður er í, eður annað gagn; það er ærið gagn ef þær að einhverju stemma stigu fyrir sandágangi. |>etta getur ekki kallast stór upphæð; þó 1500—2000 kr. sje varið til þessara tilrauna á ári, en það mætti mik- ið gjöra fyrir það, eður svo mikið að maður gæti komizt að einhverri niðurstöðu, hvort tiltækilegt sje að eiga nokkuð við sandinn eður ekki. þær frætegundir eru komu í vor og sáð var í Hraungerði, voru máske hinar óheppi- legustu af frætegundum þeim, er á listanum stóðu, að undanteknum »pinus montana« og »abies alba«, er sjálfsagt var að reyna og sjálfsagt er að reyna, ef tilrauninni verður haldið áfram. Hvernig tilraun þessi í Hraungerði heppnast, er að nokkru enn þá hulið, og ætla jeg engan dóm á hana að ieggja> því það munu verða nógu margir til þess. En það er þegar í Ijós komið að þeir gallar voru á henni1, er við hefði mátt gjöra ef jeg hefði þar stöðugt verið, og geta verið enn þá fleiri, þó þeir sjeu ekkiíljós komnir, en sem getur verið nóg til þess að tilraunin misheppnist algjörlega, þegar ekki verður við því gjört í tíma, en þá er ekki að spyrja að afieiðingunni. Er það mjög leiðinlegt að vita til þess hvernig þetta hefir farið, en vjer skulum vona hið bezta og treysta því, að stjórnendurnir sjáibrátt, hvers við þarf, sem er, að yfir þessa tilraun og þær, sem gjörðar verða, (ef það verður ekki hjer við látið sitja), verði settur áreiðanlegur fag- maður, sem hefir yndi af þessu, og hverjum óhætt væri að trúa. Manni þessum væri gefið nær því ótakmarkað vald, hvernig og hvar tilraunirnar væri gjörðar; einnig sæi hann um alla friðun, oghjeldi alla reikninga yfir hvað, hvað eina kostaði. í stuttu máli: hann væri settur yfirumsjónarmaður yfir allt, sem að sandinum liti, segði til hvar korn mætti skera eða rífa til plöntunar o. s. frv. Sjálfsagt yrði hann aptur að hafa undirumsjónarmann undir sjer, sinn í hvoru byggðarlagi, eður svo marga, sem á þeim stöðum mætti sýnast þurfá. jpessa undir- 1) Á Jótlandi er borgað fyrir að rífa 90 bindi, hvert 22 þuml. ummáls, ltr. 1,17; flytja það á plpntun- arstaðina kr. 1,17 og planta kr. 1,16, þannig til samans að rífa, flytja og planta 90'bindi kr. 3,50. 2) Sjá skýrslu mína um tilraunina í Hraungeri. umsjónarmenn mætti kannske kjósa til viss ára fjölda,annaðhvort úr hreppsnefndinni eða önnur nefnd væri til þess kosin. Allan sandinn ætti að friða hjer um bil þannig: að öllum sje bannað að slá blöðku, rífa sumtag og busku, samt engum fjenaði beita á sandinn, nema, ef vera skyldi, vissa tíma, sauðfje, sem þó yfirumsjónarmaður nánar tiltekur. Einnig verður núna fyrst um sinn, að leyfa ábúendum að skera korn- ið sjer til bjargar. I lögunum væri sjálfsagt bezt að tiltaka, hvað mikið mætti skera á hverri jörð, en umsjónarmaður tiltekur hvar það má skerast. Yið broti gegn öllum þess- um bönnum yrði að leggja hæfilegar sektir. |>að væri mjög þarflegt og gagnlegt, ekki einungis fyrir vísindin, heldur og einnig fyrir hið verklega að rannsaka: 1. hver efni eru í sandinum, ef maður því fremur gæti komizt að einhverri niðurstöðu, um hverjar urtir maður helzt skyldi velja, til stöðvunar sandfoki, það eru efalaust til þeir menn, er segja, að sandurinn hafi engin plöntu nærandi efni í sjer fólgin, og svo máske aðrir, er halda þau töluverð. Að sandurinn er mjög ófrjór eða fátækur af urtafæðu verða víst allir að játa, því hvaða nafn skyldum vjer þá gefa hinum blómlegu túnum og engjum vorum ef sand- urinn væri talinn ríkur af efnum þessum? Enaðsegja, að sandurinn hafi alls enga urta- fæðu hygg jeg eins óbilgjarnt, þó þeir sem hafa þá skoðun, hafi það til síns máls, að engin grashýungur eður grasvöxtur sje í honum; þá eru þar til margar orsak- ir, og aðnokkru'er það heldur ekki satt, því góður vottur er til þess hjer og hvar, að gras geti á honum vaxið. Sjest það víð- ast, þar sem sandurinn, annaðhvort ekki fýkur t. a. m. á Síðunni sumstaðar, austan til í Meðallandi (hjá Fljótum og framundan Fagradal f Mýrdal; eða og þar sem hann einhverra hluta vegna, er að nokkru eður öllu friðaður, t. a. m. á Lambey á Mýrdals- sandi, sem er umfiottin af vatni og þar fyr- ir afgirt fyrir skepnum, en melur hefir þar sjaldan verið skorin og öldungis ekkertíþau síðustu ár. Sem orsakir til að gras ekki geti vaxið alstaðar á sandinum tel jeg : 1. að fræið verð- ur fyr sandi orpið eða sandi kafið, en það náir að »spira«, og 2. að það litla sem á sandinum vex og gæti að nokkru eður öllu stöðvað sandfokið, sem er : Sandmelgrasið, er eyðilagt bæði af mönnum og skepnum. En sandmelgrasið fjekk óhaggað að standa í Lambey, enda er hún nú að verða grasi vaxin. Til eru fleiri orsakir, en sem mjer þykir óþarft upp að telja, svo sem grasfræ, er lítið sem að sandinum flyzt og straum- hörð vötn er iðulega breyta farveg sínum, rífa það litla, erupp kemur, með sjer, o.s.frv. Ef maður nú einnig skoðar hvað útheimt- ist til þess að fræ geti spírað, sama hvaða tegund fræið er, sem er: hiti, raki og lopt, þá er allt þetta í svo litlum mæli í sandin- um, nema hitinn er nógurogmáske á stund- um ofmikill. Engin jarðtegund þornar svo fljótt, sem sandurinn og það svo, að engin væta finnst í honum í langvinnum þurkum, ef til vill ekki fyr en 1—2 þuml. undir yfir- borðinu, nema því að eins að rakinn komi að neðan; en þetta er ofdjúpt til þess að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.