Ísafold - 30.11.1881, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.11.1881, Blaðsíða 2
112 Á sumardag eru póstarnir vanalega minnst 2 daga á leiðinni frá Rvík að Saurbæ, og vor og haust jafnaðarlega 3—4 daga, í illviðrum og ófærðum á stundum talsvert lengur; og er því auðsætt hver sparnaður myndi verða við það, ef einn maður eptirleiðis flytti norðan og vestan brjef og sendingar á nokkrum klukkustundum milli Akra- ness og Reykjavíkur fram og aptur 8 sinnum á ári, í stað þóss að tveir póst- ar verja nú jafnopt til þess frá 2—4 og 5 dö'gum í hvert sinn, sem þeir nú fara norður og norðan og vestur og vestan. 2. Greidari og vissari samgöngur milli allra hjeraða og kauptúna í kringum Faxaftóa frd Garðskaga að Akraness- skaga. Slíkur gufubátur, semhjerræð- ir um, ætti jafnframt að taka að sjer alla flutninga innan Faxaflóa, svo sem milli Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Voga, Njarðvíkur, Keflavíkur, Garðs og Leiru, sömuleiðis milli Reykjavíkur, Akraness, Brákarpolls og Straumfjarðar. Myndu slíkir flutningar verða talsverðir, eru þeir það þegar eins og nú er ástatt, en yrðu sjálfsagt miklu meiri, þegar menn hefðu vissu fyrir reglubundnum milli-ferðum á tilteknum tímum og með þolanlegum kjörum. Einnig myndi allt ferðafólk bæði norðan og vestan miklu fremur sæta gufubátsferð af og á Akra- nes, af og á Brákarpoll, til og frá Rvík heldur en, að fara landveg alla leið um- hverfis Hvalfjörð, eða kaupa sjerstak- an flutning milli Rvíkur og Akraness, sem eins og nú hagar til, lcostar 18— 20 kr. fyrir einhleypan mann. Eptir að aðgjörðirnar á fjallvegunum yfir Holtavörðuheiði og Bröttubrekku nú þegar eru komnar langt á leið, ræður það að líkindum, að þessir millivegir milli norður- og vesturlands á annan bóginn, og suðurlands á hinn, muni verða miklu tíðfarnari en áður, ef fljót sjóvegsferð væri vís á ákveðnum tímum milli norður- og vesturlands á aðra hlið- ina og suðurlands á hina, sjer í lagi ef þetta á sjer stað á þeim tímum árs, þegar enginn annar fjallvegur verður farinn vestur og vestan, norður og norð- an, en Holtavörðuheiði. Hæfilega stór gufubátur, með fast ákveðinni ferða á- ætlun árið um kring eða þá mestan hluta árs, sem færi um Faxaflóa úr Garði og Leiru eða frá Keflavík upp á Akranes og Brákarpoll, og sem, auk Rvíkur, kæmi við á hæfilega mörgum stöðum, myndi brátt draga að sjer nægi- lega flutninga bæði af mönnum og varn- ingi, þótt hann færi þessa leið t. d. á hverjum 8—10 dögumj fram og aptur. þ>á er ekki ólíklegt að slíkur bátur þess á milli opt geti komið í góðar þarfir, þar sem sigling er eins' mikil og í Rvík, til þess að toga seglskip í og úr höfn í lognum eður andviðrum. þ>ví til frekari sönnunar, hver þörf er á slíkum bát, skal þess getið, hve miklar milliferðir þegar, eins og nú er ástatt, eru milli Akraness og Rvíkur í hverjum mánuði ársins. í janúarmánuði byrja vermannaferðir að norðan til suðurlands, og má telja þessa vermenn og aðra ferðamenn í öðrum erindum allt að 400. í febrúar halda þessar ferðir áfram á- samt ferðum Dalamanna^ Borgfirðinga og Mýramanna, og má ætla, að einn mað- ur fari til sjóar frá hverjum bæ úr þessum sýslum, eða um 400, að ótöld- um Akurnesingum. Mun í allt mega gjöra ráð fyrir allt að 500 farþegjum, sem vanalega verða að greiða 1 kr. hver fyrir sig og farangur sinn af Akra- nesi til Rvíkur. í marz minnka þessir flutningar mik- ið, nema fyrir og um póstskipskomuna. jþá eru opt férðamenn að norðan og vestan á leiðinni til þess að sigla með því, flytja rjúpur og sækja nauðsynjar til Rvíkur, og má ætla, að þessir flutn- ingar nemi 100 krónum. En ef vissar gufubátsferðir væri, myndu kaupmenn á Akranesi og jafnvel Brákarpolli nota þær mikið, og ekki horfa í að verja allt að 200 kr. tih þeirra. í apríl er umferðin minnst, sjer í lagi síðan Akurnesingar eru að mestu hætt- ir að sækja salt til Rvíkur. þó myndi hún aptur aukast, ef vissar og áreið- anlegar milliferðir kæmust á. í maí er umferðin aptur mikil, því þá hverfa sjómenn aptur heimleiðis og jbændur eru þá á loka- ferðum sínum. Má telja þessa flutninga um 500 kr. í júní er umferðin sömuleiðis tals- verð, mest. af skreiðarflutningum að sunnan, og heldur mikið af þeim á- fram sjóleiðis inn í Borgarfjörð. Má svo að orði kveða, að á degi hverjum sje með hverju aðfalli flutningsferð inn í Borgarfjörð, þegar veður leyfir. En ekki er hægt að segja, hverju það nemur. I júlí er minna um ferðir, nema kaupa- fólks, sem'þá streymir að sunnan, vest- ur á Mýrar og inn í Borgarfjörð, þá eru og nokkrir kaupstaðarflutningar í og úr Rvík. í ágúst eru flutningarnir minnstir, en byrja aptur í septembex ; bæði kaupa- fólk og haustlestir til Rvíkur. þess- ar ferðir haldast einnig fram i októ- bermánuð. í nóvember komast menn ekki hjá flutningum. fví veldur hin síðasta póst- skipsferð, og myndi kaupmenn á Akra- nesi og Brákarpolli þávilja vinna líkt til ogi marz, að vissar samgöngur væri milli Rvíkur á annan bóginn og Akra- ness og Brákarpolls á hinn. 1 desember eru jólaferðir Akurnesinga, og myndi þá margur vilja gefa nokkuð til þess, að kostur væri á vissum og fljótum milliferðum. Hjer að auk má til nefna laxflutning úr Borgarfirði til Rvíkur á sumardag, o. a. fl. Af þessu má ráða, hve mikið fje mætti sparast við slíkar gufubátsferðir, en enginn reiknar i tölum það tlma- tjón, sem ieiðir af því samgönguleysi, sem nú er, þegar margur maður má dögunum saman liggja til byrjar i nauð- synjaerindum sínum. f>að sem alþingi í sumar er var þótti vanta til skýringar málefni þessu, var áætlun um kostnaðinn, og væri því bæði rjett og einnig kleyft, að útvega þess- ar skýringar til næsta þings. J>að ervonandi, að málefnið þá bæði verði og þyki vera nægilega undirbúið til þess það geti fengið góða áheyrn hjá löggjafarvaldinu. Lán ætti að minnsta kosti að geta fengizt, og einn- ig nokkurt tillag á ári hverju fyrir póst- flutninga. Af hálfu stjórnarinnar ætti maður að mega búast við eins góðum undirtektum, eins og Rosenörn Ijet í tje fyrir rúmum 30 árum siðan. En — mikið er eigi að síður undir því komið, að þau sýslufjelög, sem hlut eiga að máli, og jafnframt amtsráð suður- og vesturamtsins í orði og verki sýnir á- huga á þessu velferðarmáli sunnlend- ingafjórðungs. Reykjavíkurkaupmenn hafa nú einnig tækifæri til a sýna þá framtakssemi í verzlunarmálum -— því þetta fyrirtæki snertir verzlun þeirra á margan hátt — sem vjer ekki efumst um þeir hafi til, þegar áliggur. Stjett- arbræður þeirra á Brákarpolli og Akra- nesi munu eflaust fylgja þeim örugg- lega. Loksins ættu landsbúar um land allt að minnast þess, að þótt málefni þetta snerti sjer í lagi suðurland, þá er það allra hagur, að póstferðirnar verði greiðari og fljótari. Borgfirðingur. Skipreikar. Fyrir Sljettu fórst í haust (sökk ?) að sögn gufuskip norskt, hlað- ið með síld. Skipið kom af Akureyri. Nokkrum af skipverjum varð bjargað. í veðrinu manudaginn 21. nóv. fórst 2. manna far úr Garði og með því merk- isbóndinn Einar á Hofi. Síldaryeiði hefir fram eptir öllu hausti verið mikil á Akureyri. A Garðskaga óska nú margir sjófar- endur, sem fara um Faxaflóa, að viti yrði byggður, og ætla þejr, að annars sjeu ekki hálf not af vitanum á Reylcja- nesi. Enda er mjög óhreinn sjór fyrir Garði; hættir skipum því við að halda sjer of fjarri suðurströndinni, en straum- ar vilja jafnan þoka þeim til útnorðurs, og veldur það þeim mörgu skipreikum sem orðið hafa undir Jökli. Útlendar frjettir. Ekki eru hin nýju írsku landbúnað- lög Gladstones enn þá farin að sýna neinn góðan árangur. Æsingarnar á írlandi hafa fremur aukizt en rjenað. Og hefir stjórnin því sjeð sig tilknúða að taka ýmsa af höfuðmönnum hins isvo kallaða landflokks (land-l'eague)

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.