Ísafold - 31.12.1881, Síða 1

Ísafold - 31.12.1881, Síða 1
VIII 31. 1881. Reykjavík, Laugardaginn 31. desembermán. Eptir ósk eiganda Isafoldar, herra cand. philos. Björns Jónssonar, hefijeg undirskrif- aður tekið að mjer ritstjórn blaðs þessa fyrst um sinn. Reykjavík 31. des. 1881. Eiríkur Briem. Fyrir minni ións Sigurðssonar. (Sungið í samkvæmi til minningar um hann 8. des. 1881). Hve fríð er þeirra frægðar-æfin góða, Sem föðurlandi helga sína dáð ! þeim sprettur eilif rós í lundi ljóða, I lið frá lið er þeirra blessun tjáð. Skal þá ei minnzt, hver frelsi fyrrum glatað A fornar slóðir aptur leiddi heim, Hver fyrir vilta veginn hefir ratað Og vísað leið úr deyfðar þokugeim. 1 þjóða sögum þungar finnast tíðir, Er þrælkun ríkir, frelsið legst 1 dá; f>á hverfur dáð, menn sættast við um síðir, Og sannleik, drengskap, þústarharðstjórn grá Svo breytast aldir, himinkraptar hrærast, f>ví heimslíf stundar frelsis degi mót; En seigt er strit, unz loks þau tökin lærast, Er leysa sálir jafnt sem hönd og fót. Sj á tíman s son!—með brosi fram hann brunar, Hann birtist sinni þjóð á rjettri stund, I snörpum augum sigurgeisli funar Og sannleikshjörinn reiðir hann í mund. Hann höggur hlekki, sviptir svefna þorni, Um sára limu strýkur þjóð með hik, Og fálmar höndum fyrir sjón á morgni, Sem fái’ ei þolað árdagsgeisla bhk. Hjer borið er Jóns Sigurðssonar minni; Hann sinnar þjóðar fremsti maður var, jpví letrast, Island ! innst á hjartrót þinni Með ástar trega heitið, sem hann bar. þess eptirmælis einn fær hann að njóta, Að enginn honum jafnt til bóta vann, Og því gefst honum fórn, sem fáir hljóta Að fáir hafa elskað þig sem hann. þannmanndómskappann, silfurhærða, hvíta, þinn hróðrar-mög og bjargvætt orpin mold, þó opt þú saknir, aldrei muntu líta, Vor endurrisna, kæra móðurfold ! En dæmi hans skal drengjum þínum kenna I dirfð og framkvæmd hans að rekja spor, Og aldar nýrrar áfram skeið að renna, Sem enn þá lifði hann á meðal vor. I landi hjer þá auður vex og andi, Og ekki margir rjetta tóma hönd, þá fagurhúsuð blasir byggð á landi, Og blika þúsund segl í kringum strönd, Og íslands synir fagna fyltum vonum Með fögrum bróðurhuga-—verði það ! þá munið vel, að hvötin kom frá honum, Sem hverjum landa var í bróður stað. Vjer heiðrum þann, sem hóf vort fallna gengi. I honum þjóðin týnd sig fann á ný, Jóns Sigurðssonar minning lifir lengi I lýða hjörtum blómguð æ og sí því fríð er þeirra frægðar-æfin góða, Sem föðurlandi helga sína dáð, þeim sprettur eilíf rós í lundi ljóða, I lið frá lið er þeirra blessun tjáð. Steingr. Thorsteinsson. Afhjúpun íniimisvarðans á leiði Jóns Sigurðssonar. Hinn 7. þ. m., dauðadag Jóns Sig- urðsonar fyrir tveimur árum síðan, var ttm hádegisbil afhjúpaður minnisvarð- inn á leiði hans og konu hans. Veð- ur var hið fegursta þann dag og færð hin bezta. Á þeim tíma sem til var tekinn söfnuðust menn saman í kirkju- garðinum, og mun það eigi fjarri fara, að þar hafi komið saman fullt þúsund manns; stúdentar skólapiltar og iðnað- armenn gengu þangað undir merkjum. Nefnd sú, er staðið hafði fyrir samskot- um til minnisvarðans og látið reisa hann, nam staðar á palli, er gjörður hafði verið austanvert við leiðið, ásamt nokkr- um ættingjum Jóns heitins og umráða- mönnum kirkjugarðsins. Yfir minnis- varðanum varblæja, en grindurnar kring- um leiðið settar blómsveigum. Athöfnin byrjaði því næst með því, að blásið var sönglag á lúðurhorn; að því búnu var sungið kvæði eptir skóla- kennara Stgr. Thorsteinsson, og er því var lokið hjelt yfirkennari Halldór Kr. Friðriksson ræðu1; tók hann það fram að hver, sem að nokkru ljeti sjer annt um heill fósturjarðar vorrar, yrði að minnast þess þá er hann kæmi að leiði þessu, hversu mikið Jón hefði unnið fyr- ir hana. Eptir að hann því næst hafði minnst þess, með hveiju kappi hann hafði barist fyrir stjórnfrelsi voru og verzlunarfrelsi, tók hann það fram að hann eigi hefði haft minni áhuga á að losa þau bönd, er vjer sjálfir hefðum lagt á oss og atvinnuvegi vora og að hann í því tilliti hefði ávallt látið sann- færingu sína ráða, án tillits til þess hvort öðrum líkaði betur eða ver; og er hann ennfremur hafði minnst þess hvíiíkur vísindamaður hann var, þátók hann fram, að það væri skylda vor að viðhalda sem bezt minningu hans, og þetta hefði þjóðin einnig viðurkennt með því að gefa fje til að reisa þenn- I) Ræðan er í heild sinni prentuð í f»jóðólíi 30. bl. þ. á. an bautastein. En bautasteinn þessi (sem blæjan var þá tekin af) væri eigi að eins heiðursvarði á leiði hins látna mikilmennis, heldur og áminniugarvarði til allra íslendinga um að vinna ætt- jörðu sinni eins og Jón Sigurðsson gjörði það með einlægum og einbeitt- um vilja. Eptir að hann því næst hafði lýst blessun yfir minningu Jóns var sung- ið kvæði eptir skólakennara Benedikt Gröndal, og athöfnin endaði svo með því að blásið var aptur sönglag á lúð- urhorn. Hvelfing sú er gjörð hafði verið í fyrra vor yfir leiði Jóns Sigurðssonar og konu hans þótti eigi nógu traust til að bera varðann, og var hún því endur- bætt. í varðanum eru neðst þrjú lög af steinum, er mynda þrjár tröppur; því næst koma tveir steinar, hinn efri nokkru minni ummáls en hinn neðri, og þar ofan á er aðalsteinninn með ó- beliska lögun, 4 ál. á hæð, 5 kvartil á breidd og 3 kvartil á þykkt; framan á honum er andlitsmynd Jóns Sigurðs- sonar úr kopar og gyllt stjarna fyrir ofan, en nafn hans með gylltum stöf- um fyrir neðan; þar fyrir neðan eru þessi orð með gylltu letri: Stein þenn- an reistu honum landar hans 1881 Minnisvarðinn er allur 7 ál. á hæð frá jörðu og allur úr granit; fyrir austan minnisvarðann er reist upp hvít mar- marahella með nöfnum þeirra hjóna fæðingardögum og dauðadögum. Leið- ið er allt lagt með sementi, þar sem minnisvarðinn nær eigi til, og járngrind- ur í kringum það. þegar afhjúpun minnisvarðans var lokið var fundur haldinn í bókmennta- fjelaginu að tilhlutun stjórnar þess, til þess að minnast Jóns Sigurðssonar sem vísindamanns og forseta bókmennta- fjelagsins. Fundurinn var haldinn í al- þingishúsinu, og voru þar saman komn- ir yfir 50 bókmentafjelagsmenn, flutti Dr. Jón forkelsson rektor þar ræðu, og skýrði nákvæmlega frá öllum hin- mörgu ritum Jóns, sem komið hafa út á prenti; nefndi hann ti! dæmis um, hversu mikil þau væru, að í einu riti, er hann hafði unnið að (Scriptores rerum Danicarum 9. bindi), væri eptir hann útdráttur úr hjer um bil 60000 seðlum, og það væri eigi minna vert hversu vandað það væri allt er eptir hann lægi. Hvað sögu íslands snertir, sagði hann, þá hefir enginn einn mað- ur unnið jafnmikið að henni eins og Jón Sigurðsson, og svo mikið sem ligg-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.