Ísafold - 14.01.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.01.1882, Blaðsíða 2
2 \l kring), en hitt æfilöng' lífsábyrgð (livs- varig Livsforsikkring). Eins og ábyrgð á húsum eða skipum byggist á því, að tillögin nemi svo miklu að ábyrgðar- sjóðurinn geti staðizt, þótt hann við og við þurfi að borga verð fyrir hús þau, er brenna eða skip þau, er farast, svo er því og líkt varið með lífsábyrgð- ina, Ef skýrslur um manndauða hafa um langan tíma sýnt, að af mönnum á vissum aldri deyr einn af 60 á ári, þá er auðsætt, að ef 60 manns á þeim aldri leggja í sjóðinn eina krónu hver á ári, þá getur sjóðurinn staðið sig við að gjalda við fráfall hvers þeirra 60 kr.; nú getur það að vísu komið fyrir, að á einu ári deyi fleiri en einn af þessum 60 mönnum, en þegar sjóðurinn er á góðum grundvelli byggður, þá gjörir það ekkert til, því að hann getur þá beðið þangað til hann vinnur það upp aptur seinna. Eptir því sem menn verða eldri, eptir því eru meiri líkur til að menn eigi skemmra eptir ólifað, og ábyrgðin á lífi manna fer því vax- andi með aldrinum; að sama skapi ættu því tillögin i raun og veru að fara hækk- andi ár frá ári, en venjulega eru tillög- in höfð alltaf jafnmikil frá því menn byrja að fá ábyrgðina, og eru þau þá framan af meiri en þau í raun og veru ættu að vera, en þetta er aptur bætt upp með því, að hvenær sem menn vilja hætta við að kaupa sjer ábyrgðina, þá fá menn endurborgað það, sem menn hafa greitt um of. Eins og fyrnefnt dæmi sýnir, eru tillögin fyrir hina æfi- löngu lífsábyrgð mikið hærri en fyrir lífsábyrgð um stundarsakir, en af því sem nú var sagt, leiðir, að það er samt enginn skaði að kaupa fyrnefnda á- byrgð jafnvel þótt menn hafi í huga, að hætta við hana eptir nokkur ár. Lífeyrir er í því fólginn, að stofnunin tekur að sjer að borga manni, meðan hann lifir, ákveðna upphæð á ákveðn- um gjalddögum fyrir tiltekna borgun fyrir fram. þ>annig getur karlmaður, 69 ára að aldri, sem í eitt skipti borg- ar til stofnunarinnar 730 kr. fengið tryggingu fyrir því, að hún borgi aptur 100 kr. á ári svo lengi sem hann lifir og einu sinni eptir það ; þetta heitir æfi- langur lífeyrir (livsvarig Livrente); en það má einnig geyma lífeyrinn (opsat Livrente) og taka til hans, þegar manni sýnist, og verður hann þá þeim mun meiri, sem menn láta lengur bíða að taka til hans; þegar lífeyririnn er geymd- ur, þá má greiða gjaldið fyrir hann smámsaman t. d. með árlegum tillögum; þannig getur kvennmaður, sem 40 ára að aldri fer að borga til stofnunarinn- ar 10 kr. á ári, og heldur því áfram til sjötugs, upp frá því fengið rúmar 100 kr. á ári hverju til dauðadags, og eptir það verða dánarbúi hennar borgaðar einu sinni 100 kr. Lífeyririnn getur verið svo lagaður, að einn maður fái hann, eptir að annar er dáinn (Overlevelsesrente), t. d.konaeptir mann sinn eða barn eptir foreldra sína; þannig getur 25 ára gamall karlmaður fyrir eigi fullar 18 kr. á ári fengið tryggingu fyrir því, að kvennmaður, sem er jafngamall, fái eptir sinn dag iookr. á ári æfilangt. f>að leiðir af sjálfu sjer, að stofnuninni er óviðkomandi hver breyting kann að verða á högum þess, er nýtur lífeyrisins t. d. að hann gipt- ist, og er lífeyririnn því greiddur engu að síður. Sá, sem hefir keypt lífeyri en vill síðan hætta við það, getur þá, eins og sá, sem keypt hefir lífsábyrgð, fengið endurborgað það, sem hann á hjá stofn- uninni. Gagn það, sem lífsábyrgðar- stofnanir gjöra, er svo almennt viður- kennt, að þær hafa verið settar á fót víða um lönd að opinberri tilhlutun. Lífsábyrgðin getur sjer í lagi verið þýðingarmikil fyrir efnalitla menn, sem hafa fyrir ómegð að vinna og sem bú- ast mega við að börn sín komist á vonarvöl, ef þeir falla frá meðan þau eru á ómagaaldri; það getur einnig verið mikið hægra fyrir mann að fá lán, ef hann getur getur gefið lánar- ardrottni sínum fulla vissu fyrir að hann fái lánið endurborgað þótt sín missi við, og þarf þá eigi til þess að ganga að þeim litlu efnum, er hann kann að hafa eptirskilið konu sinni og börnum. Lífeyririnn getur verið mikilsverður fyrir menn, sem á gamals aldri eigi vilja verða upp á aðra komnir; þótt 69 ára gamli maðurinn, sem tilvartek- inn í dæminu hjer að ofan, setti 730 kr. á rentu, þá mundu honum eigi endast þær í full 9 ár, ef hann tæki af þeim 100 kr. á ári, og ef hann lifði lengur, þá mundi hann ekkert hafa fyrir sig að leggja, svo framarlega sern hann hefði eigi annað við að styðjast. Lífeyrir eptir lát annars manns er það atriði, sem helzt hefir verið notað hjer á landi, meðþví að flestir konung- legir embættismenn eru skyldir til að sjá ekkjum sínum borgið með fjárstyrk eptir sinn dag; en auk að menn kaupi slíkan lífeyri handa konum sínum, þá getur það stundum komið fyrir, að menn vilji á sama hátt sjá einhverjum öðrum vandamanni sínum borgið, sem ekkert hefði við að styðjast, þeg- ar sín missti við. J>að er athugavert, að ef slíkur lífeyrir er keyptur fyrir ár- leg tillög, þá eru tillögin því meiri, sem sá er eldri, sem tillögin greiðir, en sá yngri, sem lífeyrisins á að njóta. Hjer á landi er engin lífsábyrgðar- stofnun til, og þess er eigi að vænta, að hún geti að sinni komizt hjeráfót; aptur á móti munu menn eiga kost á að nota einhverja af hinum mörgu lífs- ábyrgðarstofnunum sem til eru víðsvegar í útlöndum, en sú stofnun, er vjer ætl- um að menn hjer á landi ættu helzt að snúa sjer að, er hin danska lífsábyrgð- ar- og umönnunarstofnun frá 1871 (Livsforsikkrings- og Forsörgeisesan- stalten af 1871), því bæði mundu við- skipti við hana vera hægri, en við slík- ar stofnanir utanríkis, og trygging sú, er hún hefir, er öldungis óyggjandi, því auk þess að stofnunin sjálf á mik- inn sjóð, sem safnaðist hjá hinni fyrri stofnun frá 1842, þá ábyrgist ríkissjóð- urinn einnig allar skuldbindingar henn- ar; enn fremur eru tillögin svo lág sem þau geta verið, með því að þau eru reiknuð svo út, eptir manndauða í Dan- mörku, að stofnunin hafi engan hagn- ;að. Að vísu eru til lífsábyrgðarstofn- anir þar sem sum tillögin eru lítið eitt lægri, en það er þá aðeins þar sem reikna má hærri rentur af tillögunum heldur en í Danmörku (t. d. í Ameríku), eða þar sem aldur manna er að með- altali ólíkur því, sem þar er, en það er næsta óvíst, að íslenzkir menn fengju aðgang að þeim. Að það væri nokk- ur vanhagur fyrir landið, að menn sendu tillög sin til Danmerkur, er að eins misskilningur, því þegar tillögin eru reiknuð svo lágt, sem verða má, til þess að stofnunin geti staðizt, þá má búast við að frá henni gangi jafnmikl- ir peningar til landsins eins og til henn- ar frá landinu. þ>að væri því að eins að þetta gæti orðið skoðunarmál, ef manndauða hjer á landi væri svo varið, að stofnunin hefði meiri hag af að tryggja líf manna á íslandi en í Dan- mörku, en það er miklu fremur ástæða til að álíta, að þetta sje þvert á móti, og það er eitt meðal annars, sem mundi gjöra ómögulegt að setja hjer á landi að svo stöddu lífsábyrgðarstofnun, er gæti gjört mönnum jafngóð kjör eins og hin danska stofnun. Hver sem vill kaupa lífeyri fyrir sjálfan sig þarf eigi með beiðni sinni um það, að senda annað skýrteini en skírnar- vottorð; en sá sem vill kaupa lífs- ábyrgð eða lífeyri fyrir annan eptir sinn dag, þarf, auk þess, að senda ná- kvæmt vottorð frá lækni sínum og sjálf- um sjer um heilsufar sitt, og eru til prentuð eyðublöð undir þau. Eptir áð- urnefndri auglýsingu hins setta land- læknis J. Jónassens, geta menn hjá hon- um fengið eyðublöð þessi sem og leið- arvísir um hvernig stofnunina má nota. Um framræslu. (Eptir jarðyrkjumann Björn Björnsson). Tímarit hins ísl. Bókmenntafjelags, 2. árg. 4. hepti, hefir inni að halda ritgjörð »um framræslud eptir Torfa Bjarnason í Olafsdal. Bitgjörð þessi er þess verð að vera lesin, og óskum vjer að hún komist í hendur sem flestra bænda vorra. Höfund- urinn skýrir ljóslega skaðsemi afvætunnar og nytsemi framræslunnar, og gefur marg- ar góðar bendingar um aðferðina við hana. —Vjer viljum leyfa oss að gjöra nokkrar at-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.