Ísafold - 25.05.1882, Blaðsíða 3
bólu í miðjum blettinum. peir standa
hver út af fyrir sig, en stundum svo
þjett, að í fljótu bragði er að sjá sem
stóra, ýmislega lagaða, flekkótta eða
dropótta skildi á hörundinu. Opt eru
þeir ekki nema sólarhring að færast
um allan líkamann, en stundum geng-
ur til þess nokkuð lengri tími, enda 3
eða 4 dagar. Fyrir kemur það, að
þeir byrja ekki í andlitinu, heldur í út-
limunum, eða að þeim slær alls eigi
út neinstaðar. Sóttarþyngslin fara vana-
lega vaxandi þangað til blettunum er
slegið út, og meðan á því stendur, er
sóttin opt hvað skæðust, en úr því fer
vanalega að draga úr henni. þeir blett-
irnir sem fyrst komu, taka þá vanalega
að blikna, og svo hverjir af öðrum í
sömu röð og þeim sló út. Hóstinn
helzt enn, en losar meira fyrir brjóst-
inu ; rennslið úr nefinu verður minna
og þykkra ; augun þola að sönnu eigi
birtuna, en eru þó ekki eins viðkvæm
og áður. Loksins hverfa blettirnir
með öllu, en eptir það hreistrar hör-
undið og fylgir því þá optast nokkur
niðurgangur og sviti eða mikið þvag-
rennsli. Hreistrið er smágjört og sjest
ógjörla, þarsem svitinn er mikill, en bezt
sjest það aptur á móti þar sem hörund-
ið er þurt, eins og opt er í andlitinu.
Hinum sjúka batnar nú opt algjör-
lega á nokkurum dögum, ef varlega
er farið, en opt helzt líka hóstinn lengi
eptir að hreistrið er fallið af hörund-
inu, og öll önnur merki veikinnar eru
horfin.
Með því að sóttin er mjög næm, er
það áríðandi, að aðgreina sjúka frá
heilbrigðum svo sem fremst er unnt.
ý>að er nú sjálfsagt, að það er ekki
svo hægt, þar sem eins hagar til og
hjer á landi, að engin eru sjúkrahús,
en hýbýli manna víðast hvar þröng,
enda er auðvitað, að einhverjir þurfa
að annast hina sem veikir eru, og
hjúkra þeim; en þó mætti ef til vill
fremur enn gjört er forðast samgöngur
milli sjúkra og heilbrigðra bæja, og
og víðast munu vera til menn, sem hafa
haft sýkina, þegar hún fór hjer yfir
landið fyrir 36 árum, og ættu þeir
menn einkum að annast hina veiku,
því að það þykir sannreynt, að nálega
enginn fái þessa veiki optar en einu
sinni á æfi sinni. Næmust er veikin,
frá því hún byrjar og þangað til blett-
irnir eru komnir út.
Hvað meðferð á veikinni snertir, er
mest 1 það varið, að hinir sjúku fari
varlega með sig, og forðist allt, sem
þeim getur vesnað af. Hver sem veik-
ist ætti undir eins að leggjast í rúmið,
og ekki fara d fœtur, fyr en veikin er
afstaðin og hóstinn alveg hættur. Bezt
er að hiti sje heldur í meira lagi, og
allt af nokkurn vegin eins, þar sem
hinn sjúki liggur. þ>á er og áríðandi,
að loptið sje svo hreint sem unnt er,
enda má vel hleypa inn hreinu lopti
við og við, ef þess er gætt að breiða
vel yfir hinn sjúka á meðan svo að
ekki komi kul að honum. ]?egar hinn
j sjúki þarf að skifta um nærföt eða rúm-
föt, verður að sjá um, að þau sjeu vel
þur og heit. Birtan má ekki vera
meiri en svo, að augu hins sjúka vel
þoli hana, og sjálfsagt að haga rúminu
svo, að hann horfi ekki móti glugga
eða ljósi, en á hinn bóginn er ekki
vert að dimmra sje en þegar hálfrökkv-
að er; yfir höfuð er bezt að fara eptir því,
hvað hinum sjúka finnst þægilegast fyrir
augun. Framan af veikinni, það er að
segja, þangað til blettunum er alveg
slegið út, og þeir aptur farnir að fölna,
mun varla þurfa gera ráð fyrir, að
matarlystin sje mikil, enda er þá bezt
að hafa hafraseyði og þvílíkt ljettmeti
til matar; en úr því sóttin fer að rjena,
má gefa hinum veika súpu af nýju
kjöti og mjólk — mjólkina má blanda
með vatni framan af, ef hinum sjúka
finnst hún of megn — og svo smám
saman úr því almennan mat, en þó er
bezt að borða ekki mikið í einu fyrst
í stað, og þá heldur optar, ef þess
þykir þurfa. Til drykkjar er bezt að
hafa kalt vatn eða kælandi mixtúru.
Ef þess er gætt vandlega, sem nú
hefir verið talið, mun sjaldan þurfa
margra „meðala“ við í veiki þessari.
þó verður að sjá um, að hinn sjúki
hafi hægðir, að minnsta kosti 2. eða 3.
hvern dag, og er því bezt að hafa
„laxerolíu“ (oleum ricini) við hendina,
eða að öðrum kosti stólpípu.
Stundum geta, einkum á börnum,
brjóstþyngslin orðið svo mikil, að liggi
við köfnun; er þá gott að hafa eitt-
hvað heitt til drykkjar og gefa uppsölu-
meðal. Hóstinn helzt, eins og fyr var
sagt, opt lengi eptir það, að önnur
merki sjúkdómsins eru horfin, og er
það þá mest áríðandi, að hinn veiki
haldi sig í rúminu, og forðist að kul
komi að honum; en haldist hóstinn
samt sem áður, og einkum sje hann svo
ákafur, að hann varni sjúklingnum
svefns, verður að leita meðala við hon-
um, og þykir hjer óþarfi að tilgreina
meðulin, þar eð þeir, sem kynnu að
vilja útvega þau fyrir fram, þó
þurfa að leita til lækna til þess að fá
þau. þó skal þess getið, að það er
gott að hafa dúk vættan í köldu vatni
um hálsinn, og væta hann eins opt og
þeim sjúka finnst þægilegt.
Mislingar eru í sjálfu sjer ekki hættu-
legur sjúkdómur ef vel er með farið,
en geta að öðrum kosti orðið hættuleg-
ir og enda banvænir, og því verður
einkum að varast að fara of snemma á
fætur, þó sjúklingnum finnist hann fær
um það,. Hvernig sem á stendur, er
ekki hættulaust að koma undir bert
opt, fyr en '/2 mánuði eptir að sjúk-
dómurinn kom í ljós.
í VIII. 31. og IX. 2. blaðl ísafoldar
er þess getið að Tryggvi Gunnarsson
hafi stofnað síldarveiðafélag við Eyja-
fjörð árið 1880. — þareð herra Tr. G.
er nú erlendis og þess vegna ekki víst
hvort blöð þessi berast honum í hend-
ur, og jeg að öðru leyti kann Tr. G.
að því að hann vill ekki láta eigna sér
það sem hann ekki á, skal eg leyfa
mjer að leiðrjetta þessa missögn.
Veturinn 1878-—79 var Einar B. Guð-
mundsson á Hraunum í Fljótum erlend-
is, til að kynna sjer síldarveiði Norð-
manna og ýms fiskiáhöld. Eptir að
hann kom heim, samdi hann langa og
glögga ritgjörð um síldarveiði, sem
prentuð er í Norðlingi. Jafnframt þessu
skrifaðist hann á við kaupmann í Nor-
egi Lars Brekke og ráðgaðist um við
hann, hvernig tiltækilegast mundi vera
að koma hjer á innlendum síldarveið-
um; varð það út úr, að L. B. bauðst
til að útvega helming þess fjár sem út-
haldið mundi kosta en hinn helminginn
skyldu íslendingar leggja til og svo
skipta skaða og ágóða til helminga.
Bæði var það, að til þessa útheimtist
talsvert fje, og svo var síldarveiði hjer
þá lítt kunn, og voru því fyrst daufar
undirtektir undir fjársamskotin. Ætlaði
E. B. G. engu að síður, með tilstyrk
undirskrifaðs, að reyna. að standast
kostnaðinn að hálfu leyti. Sendi því
L. Brekke stórt skip til Eyjafjarðar
með öll áhöld til síldarveiðanna ; brá
E. B. G. þá jafnskjótt við og fór til
Akureyrar, og þar eð honum þótti
öllu vissara, að stofnað yrði fjelag hjer
til þessa að helmingi móti Norðmönn-
um; varð Tr. G- góður aðstoðarmaður
hans til að fá menn til að skrifa sig
fyrir hlutum, sem alls áttu að vera 20
(10 íslenzkir og 10 norskir upp á 1000
kr. hver), þó mun þá ekki hafa selst
meira en 6 hlutir.
Rjett á eptir aflaðist vel, og þá
gengu hlutabrjefin greiðlega út. Tr. G.
var kosinn framkvæmdarstjóri fjelags-
ins. Af þessu er auðsætt, að Einar,
en ekki Tryggvi, hefir stofnað síldar-
veiðafjelag þetta, en að hinn síðat-
nefndi, þegar skip og öll áhöld voru
komin til Einars, varð við það riðinn,
og kom þar fram, sem hvfvetna, sem
góður og dugandi drengur.
þ>að mun orðum aukið, að „fjelags-
menn hafi fengið fje sitt fjórum eða
fimm sinnum endurborgað“, en þó svo
sje ekki, þá er ágóðinn samt mikill.
í sambandi við þetta skal jeg geta
annars fyrirtækis, sem helzt lítur út
fyrir að ekki verði þeim, er fram-
kvæma það, eins fjevænlegt og síldar-
veiðin. Fyrir nokkrum árum lá ein
fiskiskúta Færeyinga hjer á Siglufirði
um 6 vikna tíma, rjeru hásetar á
skipsbátunum til fiskjar og slægðu
ætíð að kveldi fiskinn um borð og
köstuðu slógi og hausum í sjóinn.
Menn tóku þá eptir því, að þetta