Ísafold - 25.05.1882, Blaðsíða 4
haust hjelzt flskur óvanalega lengi við
hjer á firðinum, og þökkuðu menn
það niðurburðinum. Hjer er svo hátt-
að, að sjósókn er ill, þar sem sækja
þarf 2—3 vikur út í opið haf, verður
því sjór fljótt ósætur, en hjer inn á
firðinum má sem optast róa, hvernig
sem veður er. Einar á Hraunum og
undirskrifaður vildu því gjöra tilraun,
hvort ekki mundi hægt að búa til
fiskimið hjer á firðinum, en sökum
heyanna jvar ekki hægt að fá menn
hjer til sjóróðra um sláttartímann;
fengum við því 3 skip leigð frá Noregi
fyrir okkar reikning með vönum fiski-
mönnum á og ljetum þau liggja hjer
lengst af á firðinum ; ijeru skipverjar
á bátunum og slægðu allan fiskinn
inn á firðinum. Við skipstjórana var
gjörður samningur og staðfesti sýslu-
maður Skagfirðinga samning Einars
við einn skipstjórann, sem „notarius
publicus“. Samningarnir voru allir
samhljóða. Svo hefir nú brugðið við,
að þar sem að undanförnu enginn fisk-
ur hefir verið á firðinum eptir vetur-
nætur, þá var nú fram að jólaföstu
hlaðfiski hjer inni og er ekki alveg
fiskilaust enn; þakka menn þetta nið-
urburðinum. þessa skal getið, ef ein-
hverjir vildu reyna slíkt hið sama, en
öðrum til varúðar skal þess einnig
getið, að hinn setti amtmaður okkar á-
leit að þetta væri ólögleg veiðiaðferð og
bauð sýslumönnunum í Skagafjarðar-
og Eyjafjarðarsýslum að lögsækja okk-
ur Einar, samkvæmt tilskipnn 13. júní
1787 1. kap. 10. gr., sem kveður svo
að orði: „Vore Undersaatter skulle
til den islandske Handel og Fiske-
fangst, allene bruge indenlandske
Skibe“. Sýslum. Skagfirðinga áleit
veiðiaðferðina ekki ólöglega og varð
því ekki strax af lögsókninni; amt-
maður skaut til landshöfðingja, hvort
okkur skyldi lögsækja eða ekki, lands-
höfðingi til ráðgjafans, og hefir hann
nú ákveðið að lögsókn skuli fram fara.
fað er eptirtektavert, að eptir
þessu, þá eru Norðmenn þeim mun
rjetthærri en vjer íslendingar, að ef
þeir að eins byggja hjer einhvern
húskofa og borga 400 fyrir borgara-
leyfi, að þá mega þeir (sem innlendir
borgarar) fiska á utanríkisskipum, en
innlendir íslenzkir borgarar ekki, og
jafnvel ekki þar, sem Frökkum og
Englendingum, samkvæmt þjóðarjett-
inum, er heimilt að fiska á sínum skipum.
Skyldi þetta vera samkvæmt 51.
gr. stjórnarskrárinnar.
Siglufirði 28. febrúar 1882.
Snorri Pálsson.
-k -k 'k
Vjer getum þess um leið og vjer auglýsum
þessa fróðlegu grein, er oss barst með síðasta
norðanpósti, að vjer í Isaf. 2. tbl. þ. á. kennd-
um síldarveiðafjelag það, sem um var að
ræða, við Tr. Gunnarsson að eins af því, að
fjelagið var venjulega kennt við hann, enda
sýnir grein þessi, að það var með öllu rjett,
er vjer tókum svo til orða, að Tr. G. hefði
»hlutast til um, að stofna« það ; með því var
eigi útilokað, að aðrir hefði einnig átt hlut
í því oghann ef til vill meiri.
þar sem í Isafold var kveðið svo að
orði um ágóðann : »að sagt væri« o. s. frv.,
þá var það byggt á því, sem lýst var yfir á
almennum fundi hjer í Eeykjavík og sem
ýmsir, er við voru staddir, kváðu samkvæmt
brjefum merkra manna úr Eyjafirði, en
enginn mælti á móti. Bitst.
Frá fiskisýningunni í Edinhorg
eptir
G. Lambertsen.
Sýningin var opnuð þ. 12. apríl stundu
af hádegi með talsverðri viðhöfn; kostaði
þá innganga 4 kr. 50 aura, og var þann
daginn lítið gefið sig við að skoða sýnisgripi;
þann 13. kostaði innganga 2 kr. 25 a., og
hjelst það við til 23.; þá var innganga sett
niður í 90 aura. Alls urðu inngjöld við
sýningu þessa £ 5400, hjer um bil 97,000
krónur; talsverður afgangur er sagt að
verði, þá útgjöld eru dregin frá, og er ætlað
að verja honum í stofnun til að bæta kjör
ekkna og munaðarlausra barna fráfallinna
fiskimanna.
Af sýnisgripum er helzt að geta þessara:
Áhöld til að útklekja laxi og silungi, voru
þar frá fleirum, og var ungviðið að kvikna
þar úr hrognunum svo þúsundum skipti af
ýmsum lax- og silungstegundum, sem nú
er orðið svo almennt tíðkað í Evrópu og
Vesturheimi, að fylltar eru ár og vötn
með ungviði þessu, til að týmga þar veiði,
sem hún aldrei hafði áður verið, og svo er
mikið að þessu gjört, að ungviði er flutt
langar leiðir landa á milli. Árið 1871 var
ungviði lax og silungs fyrst flutt frá Eng-
landi til Ástralíu og Nýja Sjálands, og er
þar nú mikil veiði í ám og vötnum, hvar
þessir fiskar ekki fengust áður; svo er
þessi kunnátta búin að ná mikilli fullkomn-
un, að menn jafnvel með kynblöndun um
leið bæta fiskikynið ; vötn og ár eru því nú
orðin eiganda miklu arðmeiri eign en land
til akuryrkju og kvikfjárræktar, því dæmi
eru hjer til á Skotlandi, að laxar hafa
veiðst, sem jafngilda tveimur vænum
sauðum ; sá stærsti, sem veiðst hefir, veidd-
ist í ánni Tay þann 20. júní 1870, vóg 70
pd. ensk, og seldist fyrir rúmlega 172 kr.,
því nýr lax selst hjer dýrara en niðursoðinn
eða öðruvísi meðhöndlaður, að reyktum
undanskildum, sem þó lítið tíðkast hjer;
lifandi silungar frá New York, tveggja
þriggja og fjögra ára gamlir, voru sýndir,
og voru við beztu heilsu eptir fjórtán daga
ferð, og í engu frábrugðnir þeim, er tíðkast
á voru landi, og voru það þó uppalningar.
Margvíslegar fyrirmyndir (Model) af
fiskibátum voru til sýnis frá ýmsum smið-
um, og er ekki annað hægt í stuttu máli að
segja um þær, en að þar var margt af-
bragðslag að sjá, sem án alls efa tekur
langt bátalagi okkar fram. W. M. Jarvis,
bátasmiður i Austruther, hafði þar fjórar
fyrirmyndir og fjekk verðlaun fyrir allar,
alls um 1170 kr., og voru þær afbragð; Hay
& Co. í Lerwick hafði sent tvær mjög
góðar fyrirmyndir, og Tellev Lassen í Aren-
dal í Noregi eina af fiskiduggu með seglum
og reiða, og var sú og mjög álitleg. Margar
fyrirmyndir af gufufiskiskipum voru og á
sýningunni, og voru hvor annari fallegri;
nú er árlega að fara í vöxt brúkun gufu-
báta til fiskiveiða, og það svo útlit er fyrir,
að víða verði alveg hætt við seglskip til
fiskiveiða, bæði við síldarveiði og aðra veiði,
því hjer er nú mjög að fara í vöxt sú
veiðiaðferð að sigla fyrir, eða draga á eptir
skipinu með sjávarbotni eins konar slæðu-
net »Trawling nets«, og eru þau pokamynd-
uð og slæðist því allt, sem fyrir verður inn
1 þau af alls konar fiski, og kveður svo
mikið að aflabrögðum í þau, að sagt er að
hásetar í Leith hafi fengið í sinn hlut frá
108 til 180 króna um vikuna. þann 22.
apríl slæddist í eitt af netum þessum 6 álna
langur hákall og var honum jafnskjótt
sýnd sú virðing, að komast á sýninguna
í heilu lagi, og gisti hann þar í flmm daga;
þá fór hann að verða of stækur í nefi ná-
ungans og var þá tekinn á brott. Gufu-
skip til fiskiveiða eru búin hjer til og eru
að stærð 60 til 80 smálestir með 20 til 25
hesta afli; skip þessi seljast og hjeðan til
fiskiveiða að Spánarströndum, og líka þar
ágætlega; svona gufuskip tel eg væri af-
bragð á Islandi, því það mætti brúka þau
eptir hentugleikum til hákarlaveiða, þorsk-
veiða, síldarveiða, og þess utan til milli-
flutninga, þegar svo bæri til að það borgaði
sig. Gufuaflið getur orðið að peningum á
margan hátt, og er enginn efi á, að slíkt
skip gæti fiskað betur en seglskip, sem í
logni ekki getur borið sig eptir björginni,
og spillir opt bezta veiðitímanum þannig
til einkis.
(Framh. síðar).
Auglýsingar.
Hafi Árni nokkur, sem mun hafa
andast árið 1873-74 eða um það skeið,
frá Briðjuholti í Árnessýslu, átt erf-
ingja á lífi, Guðrúnu að nafni, þá
óskar jþorsteinn sýslumaður Jónsson í
Reykjavík, að ná sem fyrst tali af
henni eða erfingjum hennar, og verður
hún eða þeir þá að hafa meðferðis ó-
rækar sannanir fyrir skyldleika þeirra
við nefndan Árna.
Sömuleiðis vill hann fá vitneskju um,
hvar þuríður nokkur Guðmundssdóttir,
skyldmenni Höllu Jónsdóttur frá Götu
í Hrunamannahrepp, sem mun hafa
látist 1874 eða 1875, á heima, ef hún
(þ>uríður) er á lífi, eða þá erfingjar henn-
ar, sje hún látin.
Rauður hestur gamall með hvíta stjörnu
í enni magur á hold, mark: blaðstýft fr.
h., hvatt vinstra; var í óskilum í þing-
vallahrepp næstl. desemberm.; var hann
fóðraður í 14 daga eptir að skrifuð var
lýsing á honum, sem útgefandi þjóðólfs
geymdi hjá sjer óprentaða það sem eptir
var vetrar; eptir þann tíma var reynt upp-
boð á honum, en ekkert boð fjekkst og
ekki fóður lengur; var honum því slagtað
og háin hirt, hverrar eigandinn má vitja,
ef hann borgar áfallinn kostnað og þessa
auglýsingu.
Staddur í Reykjavík 12. maí 1882.
Jónas Halldórsson.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eirikur Briem.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.