Ísafold - 08.06.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.06.1882, Blaðsíða 2
sitt og fá það eigi aptur, nema því að eins að ullin sje látin kólna mjög hægt og hægt. En nú er ullar- þvottinum hjá oss venjulega hagað svo, að ullin er fyrst þvætt í bráðheitum lög og síðan er hún jafnskjótt látin í kalt vatn; við þetta hlýtur ullin að missa fjaðurmagn sitt, og verið getur að hún við þessa meðferð verði lakari þvegin en óþvegin. Á hinn bóginn er eðlilegt að af þeirri ull sem þannig er, þyki þó skárst að kaupa þá ullina, sem hreinust er og sem búast má því við, að ljettist minnst við þvottinn á verkstöðunum. Vjer gátum þess í ísafold 9. bl. þ. á., sem áreiðanlegt er, að óvalin, ó- þvegin sunnlenzk haustull seldist í Kaup- mannahöfn í apr.m. viðstöðulaust fyrir 63 a. pundið; nú mun það eigi fjarri fara, að vel þvegin haustull ljettist um allt að fjórð.; við þvottinn, eða með öðrum orð- um hver 4 pund óþvegin eru 3 pund þvegin; þótt fyrirhöfnin við þvottinn væri eigi talin að neinu, þá hefðu þó orðið að fást 84 a. fyrir hvert haust- ullarpund þvegið, til þess að skaðlaust hefði verið að þvo ullina, og mundi hafa verið fjarstæða að ætlast til slíks. (Um lok febrúarmánaðar þegar verð á óþveginni haustull var 60 a. var verðið á þveginni haustull 65 aura eða rúmlega það, en hvort hún hefir verið á boð- stólum í aprílmánuði er oss ókunnugt). Á hinn bóginn var þvegin sunnlenzk vorull um sama leyti á boðstólum í Khöfn og seldist eigi fyrir 70 a.; vera kann að sú ull hafi verið í lakara lagi, en vjer höfum enga ástæðu til að ætla að hún hafi verið neitt úrkast, og get- ur þá munurinn á henni og meðal ull eigi hafa verið mikill. Nú er vorullin í öllu tilliti betri en haustullin, eins og líka raun ber vitni um, að hún er i hærra verði; fyrir því þykir oss á- stæða til að ætla, að hefði jafnframt þeirri haustull, sem seldist óþvegin fyr- ir 63 a., óþvegin vorull verið á boð- stólum, þá mundi hún hafa getað selst nokkuð meira t. d. allt að 7 aurum betur eða næstum 70 a.; þetta er með öðrum orðum, að vorullin óþvegin mundi hafa getað selst fyrir sama verð sem vorullin þvegin; en hvað sem þessu líður, þá er þó varla efa undirorpið, að vorullin óþvegin mundi eigi hafa selst fyrir minna verð en haustullin ó- þvegin. Nú ætlum vjer að óhættmegi gjöra ráð fyrir að vorull ljettist yfir höfuð við þvottinn hjá mönnum um fullan þriðjung, eða með öðrum orðum að hver 3 pd. af óþveginni vorull sjeu eigi meir en 2 pd. af henni þveginni; hefði nú í aprílmánuði mátt er- lendis fá 63 a. fyrir pundið af óþveg- inni vorull, sem naumast getur verið nokkurum vafa undirorpið, þá hefði að sama skapi orðið að fást 94 V2 a- fyr- ir pundið af henni þveginni, svo að menn væru skaðlausir af þvottinum, í staðinn fyrir að hún seldist eigi fyrir 70 a. Af þessu virðist oss, að það geti eigi verið efa undirorpið, að meiri hagnaður mundi vera, að selja ullina óþvegna en þvegna ; þótt verðið fyrir hvert pund af ullinni óþveginni kynni að vera nokkurum aurum minna en af hinni þveginni, þá mundi sá verðmun- ur að ætlun vorri aldrei muna því, sem ullin ljettist í þvottinum. Eins og sjálfsagt er, þá meinum vjer eigi, þegar vjer ræðum um óþvegna ull sem verzlunarvöru, þá ull, sem kleprar eru í eða óhroði, sandur og mold, sem hrista má úr, án þess að ullin sje þvegin. Væri ullin eigi þvegin, þá væri síð- ur ástæða til að hún væri miður þur en vera skyldi, en það er og nauðsyn- legt, að ullin sje ávallt svo þur að eigi geti í henni hitnað ; efnisbreyting sú, sem hitanum veldur og sem leiðir af vætunni, skemmir ullina meir eða minna og getur jafnvel eyðilagt hana alveg, þótt hún eigi brenni. Að hafa salt í löginn, sem ullin er þvegin úr, er því hið mesta óráð, því saltið dregur eptir á til sín raka úr loptinu, ef það er eigi vel þvegið úr. Væri svo, sem vjer ætlum, að engan- vegin sje ómögulegt, að fá mætti, þeg- ar lag væri komið á verzlun með ó- þvegna ull, jafnmikið eða því nær fyr- ir pundið af henni, eins og fæst fyrir pundið af henni þveginni, þá mundi það á ári hverju muna landið um verð fyrir mörg hundruð þúsund ullarpund, og þetta mundu menn græða eingöngu með því að spara sjer þá fyrirhöfn og kostnað, sem ullarþvotturinn hefir í för með sjer. Hjer er að minnsta kosti um mikils vert mál að ræða. Frá fiskisýningunni í Edinborg eptir G. Lambertsen. (Framhald). Veiðarfæri voru þar ýmisleg, og er helzt, fyrir utan hin ofangreindu slæðunet, sem voru þar af ýmsum stærðum og gæðum, að geta síldametanna, sem riðin eru á vjel, og fæst slangan úr baðmullarþræði, hjer á 2—3 krónur pundið, eptir því hve stór eða smáriðin netin eru; baðmullarþráður er tahnn hjer beztur til síldarneta, og hygg jeg hann sje og góður í laxa- og silunganet, en bezt mun vera hann sje barkaður eða litaður á annan hátt. Frá bræðrum Kraas- by Slyngefabrik í Alasundi í Noregi voru á sýningunni góðir lóðartaumar, og brugðnar línur, sem mjer virtust einkar hentugar í lóðarása, því þær eru snúðlausar, en það er undir verðinu á þeim komið, hvort nokkur hagur getur verið að brúka þær. Af fiskitegundum á sýningunni hvað mest að þeim niðursoðnu; frá Svíaríki var mikið af Anchiovis, frá Noregi einnig; reykt og söltuð síld var mjög mikil, helzt frá Englandi og Skotlandi; íslenzk söltuð síld var til sýnis frá Leith og var hún hin stærsta; saltfiskur og saltlanga var frá Skot- landi í meðallagi af gæðum; niðursaltaður fiskur í tunnum var mjög fallegur; lítið söltuð og reykt ísa var frá fleiri stöðum á Skotlandi, og þykir hún ágæti, og er það líka; einn reyktur lax hryggflattur var og til sýnis; reykt fiskihrogn sá jeg líka, og brúkast þau dálítið til sælgætis; það er í stuttu máh að segja, að niðursoðið fiskæti víðsvegar að, var yfirgnæfandi, nær því af flestu fiskakyni, svo sem lax, áll, sardínur, síld, makrel, stör, o. fl. o. fl. Harðfiskur helmingaður og sem bútungur, ásamt reyktri ísu og saltaðri síld, var hjer frá Noregi; frá Orkneyjum var þar flattur og hertur háfur, en ekki hef jeg enn þá getað komist að, hvort hann sje þar brúkaður til manneldis eða öðruvísi. Eins og kunnugt er, var þar ekkert sýnishorn af fiski frá Islandi, og er það nærri því betra að þegja um en frá að segja, því jeg er sannfærður um, að íslenzkar fiskitegundir hefðu unnið sjer áht með því að vera þar til sýnis, og ekki staðið á baki annara landa hvað fiski- verkun snertir, þegar sá bezti hefði verið úr valinn. Fyrirmyndir af björgunarbátum voru þar margar afbragðsgóðar, og er stöðugt lögð mikil stund á að efla björgunarmeðul á allan hátt, og verðlaun veitt fyrir nýjar endurbætur á því. Eegnkápur, prjónuð vesti og fleira þess konar, var þar með þeim útbúningi, að sá, sem í þetta er klæddur, getur blásið upp vindbelgi fóðra milli, svo hann getur flotið í sjó og vötnum ; líka var þar og loptfylltur útbúningur sá, er »Pedo- motive# var kallaður, og mátti sá, er í var klæddur, ganga í sjó, og sökk ekki dýpra en í mitti; voru eins konar blöðkur á fót- unum, sem lögðust aptur með, þegar fótur- inn var færður fram, en gjörði viðspyrnu annars; ekki er ólíklegt, að notandi væri þessi útbúningur við silungsveiðar í vötnum til að koma netum betur við, þar sem óhægt er, sakir vegalengdar, að hafa báta. Málning, sem í dagsbirtu er hvít á lit, var til sýnis, og hafði þann eiginlegleika, að hún sást líkt og maurildi í myrkri; var hún ætluð til þess, að þegar björgunará- höldum er fleygt út í myrkri, að menn þá megi sjá þau; líka má mála netadufl með henni og það með marki, svo að fiskimenn mætti auðvelt finna dufl sín í myrkri; sjeu stafir málaðir með henni, eru þeir læsilegir í myrkri; sagði sá, er sýndi, að sumir af sýnisgripunum væru málaðir fyrir ári síðan eða lengur, og hvað þessa málningu vera endingargóða. Lýsi var víðsvegar að sent, einkum af- bragðsgóðar tegundir af þorskalýsi til lækn- inga, svokallað meðalalýsi, og fengu fleiri þeirra verðlaun. Hjálmar Johnsen, kaup- maður frá Flateyri, sem sendur var af Danastjórn á sýninguna, kom þar hina síð- ustu daga, og var með sýnishorn af lýsi og diín, samt niðursoðnu sauða- og rjúpna- kjöti og silungi frá Islandi, og þótti þetta ágætt. (Framhald síðar).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.