Ísafold - 10.07.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.07.1882, Blaðsíða 1
\l Argangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. BauKt Liúlinián. ÍSAFOLD. Pönlun er bindandi lyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. uglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. 1X15. Reykjavik. miðvikudaginn 10. júlimán. 18 8 2. Bréf úr Dalasýslu 20. jiiní. (Eptir síra Jakob Guðmundssón á Sauðafelli). Eins og kunnugt er orðið, eru af- leiðingarnar af næstliðnum vetri og vori orðnar hinar bágustu og ískyggilegustu hér á vesturlandi, sem orðið hafa á þessari öld. í fyrra sumar var óvanalegt gras- leysi, einkum á túnum og útengis-harð- velli, og varð því víðast að slá mest- megnis óræktaðar sinumýrar, svo megn- ið af heyjum manna mætti ekki kallast fóðurgæft; peningur í magrasta lagi undan sumrinu; haustveðráttan var að sönnu góð fram á jólaföstu, þá brá til hrakviðra, svo fjenaður hafði enganfrið úti eða inni; á útmánuðum komu út- synningsköföld með fannfergju ogblot- um, og leiddi þar af óvanaleg jarðbönn jafnvel í jarðsælustu sveitum ; fyrir pásk- ana gerði bata, svo nokkrar jarðir komu víða upp og ljetti því á útigangshross- um og sauðum, en peningar þessir voru víða orðnir grannir og sumstaðar lang- dregnir. Síðan á páskum hefir verið harðneskjutíð með grimdarhörkum og áhlaupakafaldsbyljum af norðri hverjum eptir annan; seint í maí gerði einn á- hl^pabylinn með fannfergju og ofsa- váPri á norðan, og fórst þá mikill hluti af geldfje manna, í Dala-, Barðastrand- ar- og ísafjarðarsýslum, og mest hjá þeim, sem áttu það bezt í standi, því þar var búið að sleppa því á fjall, fjeð fennti, sló um, hrakti í sjó, vatn, tjarn- ir, ár og læki. Sumir urðu heylausir um góulok, margir á einmánuði og all- ur fjöldi manna um sumarmál. þ>eir sem betur máttu, tóku fénað af öðrum og hjálpuðu þeim um hey, sem fyrri komust í heyþrot, svo næstum allir urðu jafnilla staddir á endanum, menn fengu afarmikið korn í kaupstöðum bæði Borð- eyri og Stykkishólmi handa fjenaði sínum, en hvorki nógu snemma nje til hlítar, svo mikið af fjenaðinum drapst eptir sem áður. Sumstaðar hefir sauð- fje orðið máttlaust í sæmilegum hold- um, og sumstaðar orðið að skera það af þó vel hafi sjeð til mörva í því; en megnið af fjenaðinum mun þó hafa far- izt af ljettu, óhollu og ónógu fóðri og langsömum illviðrum, enda var sauð- fjenaður víða orðinn lungnaveikur, en veiki sú verður opt ásamt illri meðferð að uppdráttarsýki og hordauða. J?að mun ýkjulaust, að í öllu vestur- amtinu sje fallinn til jafnaðar fullur þriðj- ungur alls sauðfjár, mikið af hrossum, en langminnst að tiltölu af kúm. Meginhluti allra unglamba er dauð- ur, þau fáu lömb, sem lifa, verða að engu gagni, og líklegt að ærnar, sem undir lifir, dragist upp á endanum — kýr víðast orðnar nær því eða alveg geldar, svo víðast hvar er engrar mál- nytu von í sumar — þorri manna bú- inn að eyða meiri kornmat handa mönn- um og skepnum í vor, en þeir geta borgað í sumar. Á ísafirði og sumstaðar undir Jökli hefir verið allgóður afli í vor, og að því leyti eru þeir betur farnir, sem til sjávar ná, en að hinu leytinu eiga þeir enga von í kaupavinnu við heyskap í sumar og enga von til að fá feitmeti úr sveit, nema ef vera skyldi litið eitt af kindum, tólg eða keti í haust. En guð, sem upp lýkur hendi sinni og seður alt sem lifir, hefir sent mikið af hvölum umhverfis Miðfjörð og Hrúta- fjörð, og er mælt, að á þessu svæði hafi komið að landi yfir 40 hvalir, en það hefir að sögn gengið bæði klaufa- lega og óhappalega að hirða þessa guðs gjöf — einkum á Anastöðum á Vatnsnesi, þar sem mælt er að komið hafi að landi yfir 30 hvalir. þ>að er sagt, að Kirkjuhvammshreppur hafi tekið að sjer 11 eða 12 hvali, skorið lítið eitt af hverjum, og þannig gert þá alla að ræksnum, sem mjög torvelt sje að koma nær landi eða á land á eptir, en suma hvalina hafi tekið út aptur í heilu líki. Sagt er, að Ásgeir bóndi á Jpingeyrum hafi tekið einn hval fyrir sig og sveitunga sína, komið með áh51d til að draga hann nær því á þurt land, og þar hafi hann verið skorinn upp til agna, enda muni það hafa verið eini hvalurinn þar á Vatsnesinu, við hvern menn hafi gengið þrifalega að mat sínum. Mælt er og, að Ásgeir hafi boðið að ljá áhöld sín við hina hvalina fyrir sanngjarna þóknun, en enginn tímt eða haft menning til að nota það tilboð. f>essum óhöppum hafa valdið stjornleysi, ódugnaður, ill- viðri og mislingaveikin. Jpað er mælt, að á Ánastaðafjöru hafi menn vaðið mörinn, hvaltungurn- ar og ketgrautinn í sokkaband, og þó hafa menn farið þangað svipferðis til hvalfanga; menn austan úr Svartárdal fóru þangað með 30 hesta, sem þeir að sögn manna ráku alla lausa heim aptur, enda mun þá hafa staðið yfir einn kafaldsbylurinn. f>að er mjög líklegt, að hin mesta mergð af hvölum sje dauð í ísnum fyrirT ðllu norðurlandi, og að mörgum þeirra mætti ná í heilu líki, þegar ísinn fer að lóna sundur, ef hægð væri á veðrinu, og þá væru við hendinanokkr- ir gufubátar til að hirða þá og draga að landi á ýmsum höfnum, og gæti það verið mikil búbót fyrir landið í þessum yfirvofandi feitmetis- og bjarg- arskorti. Atliiigaseiiulir um mislingaveikinaoghinhelztu smáskamta- meðöl við veiki þessari og afleiðingum henn- ar. Hvað aðbúnað og mataræði snertir er ráðlegast að fara eptir hinni nýprentuðu leið- beining Jónassens læknis, og sleppi jeg því að tala um það. Menn ættu að veita nákvæma eptirtekt þessum fjórum tímabilum veikinnar. 1. Undirbúningstímabilið (Prodrómalstadi- um). það er frá því menn hafa fengið í sig mislingaeitrið þangað til þeir fara að koma út, og gengur til þess lengri eða skemmri tími, vanalega 3 til 5 dagar, en í lengsta lagi 10 dagar. það tefur mjög fyrir mislingunum að koma út, ef menn eru að dragast lengi á ferli sóttveikir úti í ýmsu veðri, er því bezt að leggjast strax í rúmið í hlýju húsi , í 14—16° hita. 2. Útsláttartímabilið (Eruptions stadium), og varir það vanalega 24 til 36 stundir, í lengsta lagi 3 daga. f>á er mjög hættu- legt að hafa ekki góðan aðbúnað og mátulegan hita. 3. Tími sá, sem mislingarnir eru í fullum blóma, (Florescents-stadium), og varir það vanalega 1 til 2 daga, sjaldan leng- xa, þangað til flekkirnir fara að blikna og hverfa, og þá byrjar hið fjórða tíma- bilið eða: 4. Afhreistrunartímabilið (Stadium desqva- mationis), þegar hreistrið fer að falla af, og ganga opt til þess 10 til 14 dagar þangað til hörundið er orðið jafngott apt- ur, og er mjög áríðandi að menn á þess- um tíma klæði sig hlýjum fötum og forð- ist allt innkuls. Annars getur mönnum slegið niður aptur, fengið tærandi niður- gang, lungnabólgu og jafnvel hmgnatær- ingu, og fleiri hættulega sjúkdóma, því menn eru svo viðkvæmir fyrir innkulsi meðan hörundið er ekki orðið jafn gott eptir afhreistrunina. Á þessu tímabili er gott að þvo hörundið iðuglega, fyrst úr ívolgu vatni, svo kaldara og kaldara, seinast fullköldu, þetta flýtir fyrir að styrkja hörundið. MEÐOL, brúkuð eptir einkennum veik- innar og afleiðingum hennar. þegar blóðhit- inn er mikill, hörundið þurt, hóstinn harð- ur og stuttur með holhljóði, uppgangur lítill

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.