Ísafold - 10.07.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.07.1882, Blaðsíða 2
eða enginn, slagæðin þrátin og slær hart, tungan rauð, þá brukist Aconitum. þegar blóðhitinn er mikill með höfuðverk, hörundið rakt, hósti með hæsi, fyrst þur svo nokkur uppgangur, ákafur þorsti, tungan ó- hrein, hinn sjúki á bágt með að renna niður, þolir ekki birtu í augun; þá Belladonna. þegar einkennin líkjast barnaveiki, sem kemur af barkahimnubólgu; þá Hepar sul- phuris. Bn þegar hálsbólgan verður mikil eins og í virkilegri barkahimnubólgu, með soghljóði þegar hinn veiki dregur að sjer andan, Jodium, Spongia og Brómum á víxl. Meðan hóstanum fylgir uppgangur með stórgerðri hryglu, Belladonna. Komi niðurgangur eða gul vilsa renni úr nefinu eða hinn veiki fái ákafa augnabólgu. Mercurius sólub. Fái hinn veiki uppsölu, þá Ipecacuana. þegar hóstinn er þur eða uppgangurinn mjög tregur og mikil hrygla heyrist fyrir brjóstinu við hvern andardrátt, Hepar sulph. jpegar uppgangurinn er laus og hóstinn ' einkum á nóttinni, Pulsatilla. þegar hryggluhljóðið ersmágjört og mikil þyngsli fyrir brjóstinu, Brýonia. En ljetti ekki talsvert af Brýonia eptir 6 til 8 stundir þá gefist áhverjum 10 mínútum fyrst í stað, svo sjaldnar, T'artarus stibiatus. Hafi slímuppgangur gengið liðugt nokkra daga en teppist fyrir hann aptur, og mikil hryggla stórgerð heyrist fyrir brjóstinu, með kveljandi hósta, sem lítill eða enginn upp- gangur fylgir, slagæðin er lin en slær þó fljótt og máttin dregur mjög af þeim veika, þá Veratrum album. Yerði vart við mikla lungnabólgu, þá Phosphor. þegar mislingadílarnir verða eins og að upphleyptum blöðrum fylgir þeim stundum hjartveiki og mikið máttleysi, þá brúkist Arscnicum album. Arsenicum á líka við, þegar mislingarnir eru typhuskenndir, sem ráða má af því, þeg- ar útsláttar flekkirnir eru fjarska miklir og vara 4 til ð daga þá fylgir opt ráðleysi, krampar og svefnleysi og eptir á mikill svefn með fjarska máttleysi. þessi tegund kem- ur einkum fram á ungufólki, sjerilagibörn- um innan 5 ára og kemur fram einkum ann- aðhvort þegar mislingunum er að slá út eða þegar þeir eru að hverfa, og verður hún þá stundum banvæn. jpegar svona stendur á, má líka brúka Phosphor og Mercurius solub á víxl. Sjeu eptirstöðvar mislinganna á- framhaldandi kvef með hæsi, brúkist Causti- cum. En sje áframhaldandi kvef án hæsi, brúk- ist Sulphur. Sje tungan óhrein, meltingin veik og harð- lífi, þá brúkist Antimonium crudum. Verði eptirstöðvar veikinnar niðurgangur, Sulphur. Ef af niðurganginum leiðir fjarska mátt- leysi, þá brúkist Phosphori acidum. Við ýmsum afleiðingum veikinnar í hlust- unum brúkist Mercur salub. Hepar og Silicea til skiptis ef eitt ekki dugar til hlítar. Við ýmsum afleiðingum veikinnar í aug- unum brúkist Arsenicum, Hepar, Belladonna og Apis á víxl ef eitt ekki dugar. Meðöl þessi má öll brúka í 3. þynning nema Phosphor og Arsenicum í 5. þynning. Börnum á 1. ári gefist inn einn dropi, börnum á 2 og 3 ári tveir dropar, börnum frá fullra þriggja ára til 10 vetra þrír drop- ar. Unglingum yfir 10 ára 4 dropar, full- orðnum 5 dropar. Meðölin gefist eptir því opt inn, sem veikin er áköf, optast fyrst, sjaldnaref skán- ar, t. a. m. á hverjum kvarttíma, hálftíma, einusinni á tíma, annanhvern, þriðjahvern eða fjórða hvern tíma o. s. frv. Við Aconitum og Belladonna á víxl eptir ástæð- um má ekki hætta fyr en blóðólgan minnkar. þessi tvö meðul ættu menn að taka inn á víxl einu sinni eða tvisvar á dag, sem varnarmeð- öl þegar veikin fer að gjöra vart við sig á því heimili og sjálfsagt undir eins og menn finna í sjer hina fyrstu sóttar umleitun. það er ekki ráðlegt að skipta optar um meðöl en svo, að hvert meðal sje brúkað eitt eða tvö dægur eptir kringumstæðum, nerna því meira virðist liggja við til að stilla kvalir. — Hin fyrsttöldu tvö meðöl duga stundum eingöngu ef engar auka veikir koma. Við takverkjum í brjóstholinu á Bryonia. jpessar athugasemdir eru að miklu leyti teknar úr Lehrbuch der homöopathischen Therapie eptir Dr. W. Schwabe Leipzig 1878 bls. 1254—1261. Staddur í Beykjavík, 27. júní 1882. Jakob Guðmundsson þ>ó að svar mitt til herra Björns bú- fræðings Björnssonar væri fáort, þá hefir honum fundizt það gefa sér efni í nýjar athugasemdir, einkum til að sýna fram á, að jeg hafi í tímaritinu talið túnin með sáðlendi. Jeg held að herra Björn hefði ekki séð þær ofsjónir, sem hann er að glíma við ef hann hefði litið gjóðgjarnlega á málið, því orðin, sem hann tekur eptir tímaritinu eru engin sönnun fyrir ályktunum hans; þar eru tún ekki nefnd, og ekkert bendir til, að jeg hafi talið þau með þessum flokki. Á sömu blaðsíðunni, fáum línum ofar, er túnunum skipað annarstaðar til sætis. í tímaritinu hefi jeg ekki gjört ráð fyrir framræslu á túnum, nema til að veita frá þeim á- rennslisvatni, og þar sem þau eru rak- lend og líkjast grasmýrum. Að öðru leyti finnst mér ekki þörf að svara at- hugasemdum herra Björns, því eg skal fúslega gefa honum eptir að dæma um hver okkar hafi fremur leitazt við að „hártoga11 annars orð, og hverjum okk- ar hafi fremur mislíkað mótbárurnar. T. Bjarnason. „Lýsi seiu Ibjörgunarmeðal íhafróti“. (Eptir Tryggva Gunnarsson). pegar stormur og stórrigningar lemja gluggana í náttmyrkrinu, segi jeg opt við sjálfan mig og aðra — aumingja sjómennirnir sem eru út á hafi í þessu ólátaveðri, þeir vita ekki nema þá og þá komi sú báran, sem svelgir skip þeirra eða rekur það upp í einhverja klettana; við sitjum inni rólegir án hættu í hlýjum húsum, betra eigum við. Dagar sjómannanna eru opt harðir og hættumiklir, ekki sízt veslings fiski- mannanna, sem daglega verða að róa til hafs á opnum bátum, þar sem ekk- ert skýli er, eða heitt til að hlýja sig við, hversu mikill kuldi sem er; opt ber það við að lítið fiskast, svo heita má að ekkert sje í aðra hönd fyrir allt stritið og vosbúðina, og þegar halda á heim, og til lands kemur, þá er hafrót svo mikið, að hleypa verður í land upp á tvær vonir — líf eða dauða —, því miður rætist opt málshátturinn: „margur drukknar nærri landi“. þ>að sjest, þegar þetta er aðgætt, að sjó- menn vinna með tilveru sinni og vinna með hörðum kostum, þó stundum sje ekki hægt að segja vegna kuldans og vosbúðarinnar, að þeir neytisíns brauðs í sveita síns andlitis. Jeg les ætíð fegins hugar greinir, sem miða til, að bæta aðbúð sjómanna, eða minnka þá hættu sem þeir optast nær eru umkringdir af. Nýlega las jeg nokkrar greinir í blaði, sem jeg álit mjög þarfar, og bið sjómenn að veita þeim nákvæma eptirtekt, og reyna vandlega aptur og aptur, hvert þar í liggur ekki ágætt ráð, til að bjarga lífi manna í brimi og brotsjó, bæði við lendingar og í rúmsjó. Utdráttur úr greinunum er á þessa leið: Fyrir utan höfnina í Peterhead á Skotlandi1, er hættulegur brimgarður, þar hafa nýlega verið lagðar járnpipur frá landi eptir sjávarbotninum út fyrir grynningarnar, þar sem haföldurnar brotna. Gegnum pípurnar er hleypt olíu út í sjóinn, þegar skip leita hafn- ar í álandsstormi. ítarleg tilraun með þetta var gjörð 28. febr. í vetur. Brimið var ákaflega mikið og öldurnar 10 til 20 feta háar, en strax og olíunni var hleypt út um pípurnar, urðu öldurnar sljettari, svo að skip og enda smábátar gátu farið yfir rifið án hættu, án olíunnar var slikt ómögulegt að sögn sjónar- votta. Tilraunir hafa og verið gjörðar á björgunarbát í Montrose2. Gufuskip dró bátinn út á sjó í miklum álands- stormi. Á bátnum voru auk formanns og tveggja skipstjóra 16 róðrarmenn. Skýrsla þeirra er undirskrifuð afþrem- ur skipstjórum og hljóðar á þessa leið: „Vjer vorum fyrir utan Annatrifið og hjeldum sígandi þangað, sem brot- sjóarnir voru mestir á rifinu, þegar vjer lcomum þar í nánd, sáum vjer boða rísa á eptir oss, er leit út fyrir að þá og þegar mundi brotna, helltum vjer þá nálægt 9 pottum af olíu út }'fir bæði borð smátt og smátt, þar til vjer vor- um komnir yfir rifið, meðan á þessu 1) Bær norðarlega á austurströnd Skotlands. 2) Bær á austurströnd Skotlands nálægt 13 mílur frá Edinborg.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.