Ísafold - 10.07.1882, Side 3
stóð, komu 8 eða io boðar hver eptir
annan, sem brotnuðu beggja megin við
bátinn, en enginn svo nálægt bátnum,
sem olían náði út frá báðum hliðum,
svo brotsjóarnir gjörðu oss engan skaða,
var þó brimið á bæði borð ofsalegt,
vjer fundum að öldurnar lyptu oss, en
engin kom yfir bátinn; í þeim var ekk-
ert sog eins og annarstaðar er, þegar
holskeflur rísa, heldur var líkt því, sem
öldurnar færi fljótar og lægra undir
olíunni.
Við aðra tilraun, er vjer gjörðum,
rjerum vjer austur fyrir rifið og rjerum
bátnum, til þess vjer gætum farið und-
an vindi yfir grynningarnar, vjer helt-
um ekki olíunni áður, svo brotsjór skall
á bátinn og fleygði honum á hliðina,
svo við hættu lá. Eptir það hjeldum
vjer hægt yfir grynningarnar, og hellt-
um olíu út á bæði borð, brimið var
miklu hroðalegra en í fyrra skiptið,og
fossandi brimrastir á allar hliðar, en þó
komumst vjer áfram eins rólega og áð-
ur, svo að ekkert gaf á bátinn. Vjer
erum sannfærðir um, að hefðum vjer
ekki haft olíuna í þvi ofsaveðri, þá hefði
bátinn fyllt eða hann farizt. þ>að er
enn fremur vort álit, að margopt yrði
það til mikils gagns, ef bátar hefðu
með sjer olíu í sjógangi“.
Póstskipið „Airtie“ frá Kalkútta á
Indlandi, kom til Dundee (bær á austur-
strönd Skotlands) eptir fjögra mánaða
stormfulla ferð. Skipstjórinn sagði svo
frá, að í einu ofsaveðrinu, er varaði í
fjóra daga, hefði hann reynt að lægja
sjóganginn með olíu; hann tók nokkra
þjetta poka með smágötum á, fyllti þá
með olíu og hengdi þá svo utanborðs
áveðra, þannig hjelt hann áfram í 48
tíma; áður höfðu brotsjóar sífelldlega
skollið yfir skipið, en eptir að olíunni
var hellt út, urðu þeir sljettari, svo
skipverjar gátu unnið hættulaust á þil-
farinu. Skipstjórinn áleit, að hefði hann
ekki tekið þetta ráð, mundi skipið hafa
laskazt eður farizt með allri áhöfn.
Enskur skipsforingi segir svo frá:
„Fyrir mánuðum var jeg staddur í
spánska flóanum í svo miklu ofviðri,
að mörg gufuskip fórust. Jeg stýrði
gufuskipi mínu upp í veðrið, en boða-
föllin gengu ákaflega yfir skipið, svo
allt ætlaði sundur að ganga, tók jeg
þá tvo þríhyrnta poka úr segli, með
smágötum á einu horninu, í þá var lát-
inn pottur af vanalegri lampaolíu, og
síðan hengdir beggja megin á brjóst
skipsins, svo langt niður að þeir láu í
sjó, eptir það gaf eigi á til muna,
bylgjurnar brotnuðu ekki, en ultu ró-
lega aptur með skipshliðunum. 1 annari
ferð reyndi jeg olíuna aptur, þá neydd-
ist jeg til ásamt skipsfólkinu að yfir-
gefa skipið um hánótt í mesta hafróti,
og reyndist hún þá betur en mjer
áður hafði til hugar lcomið, lífið lá við
að skipsbátunum yrði slysalaust komið
í sjóinn, helltijegþá 9 pottum aflampa-
J olíu út yfir bæði borð, og setti bátana
' út í sjóinn, þegar olían var búin að
dreifa sjer, allt gekk vel og vjer kom-
umst fyrir þetta með heilu og höldnu
til lands, án þess á bátana gæfi einn
dropa; bylgjurnar 30 feta háar, voru
sjálfsagt miklar eins og áður, en þó
að brothljóðið væri ógurlegt allt í kring
um bátana, þá var engin froða eða
brotsjóar fast við þá. Oskandi væri,
að menn vildu nota olíuna sjer til björg-
unar í miklum sjógangi“.
þ>annig hljóða þessar skýrslur, frá
gömlum og reyndum sjómönnum. Jeg
efast alls ekki um, að þær hafi við sann-
leika að styðjast, og sjálfsagt sje, að
almenningur færi sjer ráð pessi í nyt.
þ>au eru svo kostnaðarlítil og einföld,
að engum eru þau of vaxin, hversu fá-
tækur sem er. Ef hver formaður gjörði
sjer að reglu, að láta ætið liggja í bát
sínum tveggja eða fjögra potta kút
með lýsi — sem gjörir alveg sömu verk-
un og olía — þá er slíkt ekki mikið ó-
mak nje kostnaðarauki, lýsið er óeytt
alla þá stund, sem góð sjóveður eru,
og ekki þarf að brúka það, en þegar
að hættustundin er komin, þá getur skeð,
að lýsi fyrir hálfa eða heila krónu
bjargi lífi allra skipverja.
Ráð þetta hefir ekki verið alveg ó-
þekkt áður á íslandi, þó ótrúlegt sje,
að það skyldi þá ekki vera almennt
meira notað. Fyrir mörgum árum, þegar
Ásgeir sál. kaupm. frá ísafirði, æfður
og dugandis sjómaður, strandaði skipi
sínu við Hafnarskeið i Árnessýslu? í
óttalegu ofsaveðri og sjógangi, þá sló
hann botna úr tveimur lýsistunnum, er
stóðu á þilfarinu, þegar skipið var
komið upp í brotsjóana; með þessu
bjargaði hann lííi sínu, konu sinnar,
barna, og allra skipverja. Jeg hef
heyrt menn segja, þar á meðal sjálfan
hann, að hefði hann ekki í sama bili
tekið þetta stóra happaráð, þá hefðu
líklegast allir skipverjar týnzt.
Mikið skyldi það gleðja mig, ef jeg
með línum þessum vekti menn til íhug-
unar um þetta mikilvæga ráð, svo sjó-
menn almennt færu að nota það, en
með því yrði bjargað lífi margra, sem
í sjóhættu eru staddir. Lífi, sem er svo
dýrmætt fyrir fátæk börn og konur,
sem heima sitja og bíða bænda sinna
óttaslegnar, að þeir muni ekki komast
lífs af úr sjávarháskanum. þ>ó sjó-
menn ekki sín vegna vilji skeyta um
að nota þetta ráð, er vonandi þeir gjöri
það vegna konu og barna.
Athugasemdir
É ritgjörðina PjóÖólfs 24. júní 1882 um „Veröandi",
eptir
ENEDICT pRÖNDAL,
f>að stendur optast nær—eða ætíð—
svo á fyrir mjer, að jeg verð að setja
nafn mitt á það sem jeg rita í blöðin,
þá sjaldan það vill til, af því jeg rita
varla eður ekki nema um það sem jeg
er við riðinn. Jeg er nú nokkuð riðin
við þessa ritgjörð í þ>jóðólfi.
J>að er eiginlega ekki nema tveir
dálkar af ritgjörðinni, sem þarf að tala
um, frá upphafinu og 30 efstu línurn-
ar á fyrsta dálki á bls. 52.
þetta er sjerstök grein, eða sérstak-
ur kafli af ritgjörðinni í J>jóðólfi, en
hann er einn af þeim greinum, sem
menn eigi ætíð hafa skap til að hleypa
fram hjá sjer, því að hann er svo full-
ur af ósannindum, heimskulegum mis-
skilningi á allri heimspeki og einstak-
legum sjergæðingsskap, að það er sorg-
legt að sjá annað eins á borð borið fyrir
margan skynsaman mann, sem kann
ske trúir 'þessum þvættingi, af því hann
stendur á prenti.
Fyrst byrjar höfundurinn á' Norður-
fara, sem ekki hefir fundið mikla náð
í augum hans, einna helzt fyrir það að
seinna árið hefir honum fundizt of póli-
tikst. J>að er auðfundið, að höfundin-
um ekki þykir neitt koma til neins
nema einhvers „skáldlegs“; hann hjer
um bil bannfærir allar pólitiskar rit-
gjörðir; en hefði engin pólitisk ritgjörð
verið rituð, þá værum vjer þó ekki
komnir það sem vjer erum, þó stutt sje.
Svo segir hann að „nálega ekkert slíkt
rit“ hafi komið út—vel og gott, en fyrst
höf. er að bisa við að rita um bók-
menntir, þá ætti hann að vita að fleiri
rit eru til en tímarit „Verðandi“ er
heldur ekkert tímarit. Árið 1860 var
„Svava“ gefin út, og var jeg fyrstur
frumkvöðull hennar; á hverju ári komu
kvæði í Fjelagsritin, sem höf. álítur
náttúrlega „þingræðu-skrínu“ Jóns Sig-
urðssonar og tóman þvætting, fyrst þar
er talað um pólitík. 1861 gaf jeg út
„Heljarslóðar-orustu", 1866 „Gandreið-
ina“, og 1868 „Ragnaröklcur“. 1870
til 1874 gaf jeg út „Gefn“—allt þetta
kom frá Kaupmannahöfn, svo ekki var
þagað þá. En þetta finnst höf. óþarfi
að nefna, líklega af því það er „þvætt-
ingur“ sem ekki er stílaður eptir hans
skoðunum, þó flestir hafi verið svo vit-
lausir að vilja fá þessar bækur. Jeg
leyfi mjer því að kalla þessa aðferð
höfundarins „bóklega lygi“ (á dönsku:
„en literær Lögn“), og ódrengilega að-
ferð, þar sem svo er þagað yfir því
sem gjört hefir verið. En jeg kippi
mjer ekki upp við þetta, jeg er ekki
því vanur að menn hafi borið mig á
höndum sjer.
Eptir þessa „literatúrhistorisku“ reki-
stefnu byrjar nú höfundurinn á heim-
spekilegum“ fyrirlestri, og fer að tala
um „Ideal“, „Idealismus“ og „Realis-
mus“. J>á kastar nú tólfunum, því höf.
veit í rauninni ekkert um hvað hann
talar, hann veit ekki, að Idealismus og
Realismus, eins og hann hefir komið
fram hjá hinum eldri mönnum, er eit;