Ísafold - 15.07.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.07.1882, Blaðsíða 2
geta eignast það fyrir lítið verð eptir eigin lýsing, og með því að rangherma markið, að geta aukið tekjur fátækra- sjóðsins og þar með ljett á sjer auka- útsvörum. Verða þá skilin innifalin í rangri lýsing, og naumum andvirðis- innlausnarfresti. En þetta má ekki svo 'til ganga. Til þess að koma lögun á þetta, álít jeg að æskilegt væri: að sýslunefndir hefði nákvæmt eptirlit með að sveitarstjórnir fari skilvíslega og rjettvíslega með úrgangsfjenað á haustum. þ>að fje, sem eigandi finnst að, ætti að ganga til skila á eiganda kostnað, ef vegalengdin ekki bannar; að einn viss maður, kjörinn af sýslu- nefnd í hverri sýslu annist aúglýs- ing úrgangsfjenaðar. Skulu hrepp- stjórarnir senda honum skýrslu úr sveit hverri, og uppboðsvitnin votta með þeim, að marklýsingin sje rjett og nákvæm; að lýsing hins selda fjár sje nákvæm: tilgreint auk marksins, litur, aldur, aldurmerki, hagamerki, rekstrar- merki ef er o. s. frv.; að hjeraðsmörk tíðkist almennar; að rjettur eiganda til hins selda sje á- kveðinn nákvæmar. Fyrirvarinn árlangt. Jeg álít, að þetta mál hafi þá þýð- ing, að vert sje að skýra það betur, og vona jeg, að sveitastjórarnir (einkum Kjósarhreppstjórinn) finni ástæðu til að gjöra það frá sinni hlið. Jeg munláta mjer nægja að vekja málið, en halda því ekki til deilu. Jeg vil geta þess, aðjegáenga kind og hefi enga skepnu mist í óskil, svo jeg skrifa þessar linur ekki af persónulegum hvötum ; en mjer virðist hver maður eiga heimting á, að hafa trygging fyrir því, að þeir menn, sem trúað er fyrir meðferð almennings fjár, meðhöndli það eptir vissum al- mennum reglum, svo menn þurfi ekki að óttast að tapa fje sínu fyrir hirðu- leysi, handvömm eða gjörræði slíkra manna. Nóg eru vanhöldin samt í þessu árferði. Skrifað í maí 1882. Smali. Svar til Eiríks i Grjóta. Jeg ætlaði eigi að skrifa meira um vegabætur en jeg gjörði í ísafold IX. 5 — 6. En nú hefir Eiríkur í Grjóta skrifað nokkur orð um þá grein mína, og vil jeg svara honum fáeinu, af þvi hann mun vera sá maður, er mest hef- ir fengizt við vegastörf hjer syðra á hinum síðustu sumrum (verið fram- kvæmdastjóri vegastarfa fyrir landsjóð- inn), en hefir láðst að kenna sig við þessa iðn sína, er hann skrifaði grein- ina í ísaf. IX. 10., sem þó hefði ver- ið æskilegt til þess menn skildu betur af hverjum toga hún er spunnin, ogtil að gefa í skyn, að hann væri „fær um að skrifa um þetta efni“, enda þótt sumt í grein hans „sýnist skráð meira af góðum vilja en gildum mætti“, eins og hann sjálfur að orði kemst. þ>að er sjálfsagt að jeg og aðrir virða vel allt það, er hr. Eiríkur gjörir „af góðum vilja“ til þess að skýra þetta mál fyrir þeim sem miður eru að sjer í vegfræðinni. En með eintómum ósvöruðum spurningum upplýsir hann ekki málið nægilega. Fyrsta spurning- in skil jeg ekki hvað á að þýða í sam- bandi við að „níða“ vegina, landsjóður- inn á einmitt ekki að láta niða þá, held- ur hafa það hugfast, að vinna í haginn fyrir eptirtíðina með því sem hún læt- ur gjöra að vegum, og velja þá menn til að framkvæma verkið, sem vænta má að geti leyst það af hendi betur en svo, að vegurinn á eptir sje „ófær og verri en fyrir hálfri öld“. Merkur mað- ur og nákunnugur hefir sagt um einn kafla Hellisheiðarfjallvegarins, að hann hafi, eptir að nýbúið var að leggjahann fyrir 4,52 kr. faðminn, verið svo á sig kominn, að hross sem reka átti um hann, „fóru heldur út um hraun en renna veginn“ (Isaf. IX. 8.); en eg hefi leyft mjer að sega um annan kafla sama vegar (Kamba)—áður en jeg vissi, að Eirikur í Grjóta hefði unnið að hon- um—að hann væri ómynd. Hr. Eirík- ur segir að „hjer vanti allar ástæður“. Nei! Frá mjer fylgir ástæðan: sakir ofmikils halla. Ástæður verkstjórans eru mjer ókunnar. Má ske vegarkafl- inn hefði ekki getað orðið „tilbærilega kostbær“ nema hann væri lagður óbæri- lega erfiður? Vegurinn yfir Kamba hefir kostað 4,65 kr. faðm., og er því jafnvel dýrasti fjallvegur á íslandi1. Nú ber mönnum saman um, að engum sem annt er um skynsamlega meðferð hesta sinna, og er heilfættur, detti í hug að ríða upp eða ofan brattasta kafla þessa vegar, og má þá geta nærri, hve hægur hann muni með þyngsla klyfjar, sem menn neyðast til að láta hesta bera umhann; enda sjást merki hinna bröttu vega opt á hestun- um sem herðameiðsli, gjarðasæri og volkasæri. Sá vegur sem er þannig lagaður, að menn verða að ganga af hestum sínum til að komast um hann, eða sneiða fyrir hann, mun vera því ó- vinsælli, sem meiru hefir verið til hans kostað, og skil jeg ekki hvað hann þá hefir til síns ágætis fram yfir það sem var fyrir hálfri öld, nema ef vera skyldi, að Eiríkur og hans hús hefði lifað af atvinnunni við hann. J>að hefði annars verið fróðlegt að heyra ástæður verkstjórans fyrir því, að vegurinn var þannig lagður, svona dýr, hversu mikill hallinn á honum er o. fl. þ.h. En hr. Eiríkur lætur sjer annara um, að velja mjer niðrunarorð fyrir ummæli mín en að færa ástæður móti þeim, með því að leiða rök að því, að vegurinn væri svo haganlega lagður, svo vel unninn og svo ódýr sem framast var auðið, og 1) Sbr, Timar. bókm.fjel. 1880, bls. 256—7. svara þannig spurningum sínum sjálfur. Að fullyrða að eg hafi „ekkert fengizt við vegastörf“, verð jeg að álíta að sje sjergæðingsskapur meiri, en jeg hefi sýnt í ummælum um Kambaveginn, sem jeg treystist til að rjettlæta með fjölda vitna. — Sú reynzla að vegirnir krefji iðuglega íburðar, sannar einmitt meiningu mína um ófullkominn frágang í fyrstunni. J»ar sem hr. E. minnist á grasreinarnar, gefur hann í skyn, að hann hafi aldrei veitt vegum eptirtekt, nema meðan hann er að leggja þá ; ella rnundi hann ekki hafa fyrirlitið þær svo mjög. Mjer kom ekki í hug, að vega- verkstjóri landssjóðsins myndi treyst- ast til að halda ávallt hendi sinni yfir hverjum steini í vegbrúnunum ; en það hlýtur að vera skilyrðið fyrir því að steinninn sje ávallt við hendina“, og að vegurinn spillist ekki um leið og steinn- inn „hrýtur út úr“. Jeg hefi tekið ept- ir því, að þar sem jörðin grasgrær upp með og á milli brúnsteinanna, stenzt vegurinn vatn, frost og hestafætur bet- ur en ella. Athugasemd mín um kast- malarlagið á einkum við um fjölfarna vegi, sem búast má við að ekið sje um svo sem Oskjuhlíðarveginn o. þvíl. Jeg skal ekki hukla við að lýsa því yfir, að eg hefi fulla ástæðu til að efa, að þeir menn, sem hafa stjórnað vega- vinnunni á Hellisheiðinni o. v., hafi ver- ið færir um það ; en á því hefir lands- stjórnin víst mesta ábyrgð ; því þeim mönnum sem takast á hendur að fram- kvæma slík störf, er þeir ekki eru færir um að leysa af hendi svo að þeim verði það til sóma en þjóðinni til gagns, neyðist maður til að vorkenna vanhygn- ina ; en trúnaðarmönnum þjóðarinnar, sem eiga að gæta alm. fjár, má ekki fyrirgefa slikt; enda mun nú mega vænta þess, að betur takist til með vega- bætur eptirleiðis, eptir því sem reynzl- an gefur þekkinguna, en skaðinn hyggn- ina. Björn Björnsson. Athugasemdir við ritgjörðina Pjóifs 24. jiíní 1882 um „Verðandi", eptir j3ENEDICT pRÖNDAL, (Niðurlag frá bls. 58). Skelfing mega allir menn um allar aldir hafa verið vitlausir, að rífa sig ekki út úr þessum Idealisme og og verða Realistar í skilningi höfund- arins! En að hin Idealistiska kenning Krists var einmitt sá hreinasti realismus, það ætti höfundurinn þó að vita á því, að Kristnin var í fyrstunni stofnsett með dauða Krists og píslarvottanna, en í stað þess að hræðast og gugna, þá urðu játendur hans einlægt fleiri ogfleiri, og upp af þessu blóðstorkna mustarðskorni spratt hið fagra trje menntunarinnar, gróðursett og rótfest í hreinum og tær-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.