Ísafold - 15.07.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 15.07.1882, Blaðsíða 4
66 vorloptinu seint í maímánuði!.. . „ Oh du skenne, skenne Maj/“ Riddarinn byrjar á því að kalla grein mína í „Skuld“ (nr. 150) „fjarska- legt bull“. Má vera, þá er riddarinn á tal við sína jafningja, að þá sje þetta orðtak þeirra innbyrðis, og dettur mjer ekki í hug að bera neinar brigð- ur á, að það geti þá átt mjög vel við, þótt aldrei sje það nú kurteist. En þótt nú riddarinn hafi ekki fundið upp púðrið, þá þykir mjer næsta merkilegt að hann skuli ekki hafa haft neitt veður af því, að það muni sitja dálítið skringilega á honum, að segja þetta við mig, að minnsta kosti í augum allra þeirra lesenda, sem þekkja til þess, hversu hvorum okkar um sig er lagið að hugsa ljóst og skipulega og klæða hugsun sína í viðeigandi búning. Riddarinn ber mjer á brýn, að jeg hafi ekki talað um þetta mál „með sannleiksást og gáskalaust11, og bygg- ir hann þetta á því, að jeg hef getið um í enda greinarinnar, hverjar á- stæður kappstœkir menn kynnu að eigna ráðgjafanum, en jafnframt tekið fram, að jeg vildi ekki eigna honum í alvöru slíkar hvatir, en hef jafnframt tekið fram, að aðferð ráðgjafans sje jafnskaðsamleg íslandi, hverjar sem hvatirnar sjeu. Er það mjer að kenna, þó að riddarinn sje svo einfaldur að skilja ekki mælt mál ? Hver meðal- greindur íslenzkur alþýðumaður mun skilja, að jeg hef ritað alvarlega um málið ; öll hin langa grein riddarans hefði og verið óþörf, ef engin alvara hefði verið í grein minni. Og hvað sannleiksástina snertir, þá hefði ridd- arinn helzt ekki átt að beita slíkum orðum við mig. Hve mikið af eigin hagsmunum hefir hann lagt í sölurnar fyrir sannfæring sína (sannleikann) ? Og hvenær hef jeg lagt sannfæring mína (sannleikann) í sölurnar fyrir eigin hagsmuni ? þessum spurningum hefði riddarinn átt að svara sjálfum sjer samvvzkusamlega og ýtarlega, áður en hann dirfðist að tala við mig um skort á sannleiksást. Er það ekki sá eini vissi mælikvarði fyrir því, hve heitt vjer elskum sannleikann, að líta á það, hve mikið vjer leggjum í söl- urnar fyrir hann? — Vafalaust sannari en riddakross! Riddarinn segir þar næst, að „allir skilji, að brjef ráðgjafans snerti alls ekki þá Norðmenn, er sje reglulega búsettir á íslandi og reglulegir ís- lenzkir borgarar11. — Ja svo ! Hvernig fer herra riddarinn að lesa ? Herra Nellemann segir það hafi „alls enga þýðingu í þessu tilliti, að hlutaðeig- andi hafi leyst borgarabrjef“ (og þá náttúrlega svarið konungi vorum þegn- skapareið—því að það verður hver út- lendingur að gjöra, sem vill fá borg-' ararjett hjer1). Að því er það snertir, að þeir, sem fiska vilja í landhelgi, eigi að vera hjer búsettir, þá hefir enginn efazt um að svo ætti að vera eða haft á móti því. J>að er brýnt fleirum sinnum fyrir sýslumönnum að gæta þess skilyrðis2. þ>að er því eitthvað nýtt, sem Nellemann vill. Riddarinn hefir (eða læzt hafa) skil- ið svo grein mína, að jeg vilji að vjer íslendingar fleygjum frá oss landhelgis- rjettinum og leyfum útlendum þjóðum að fiska inni á fjörðum vorum, og vill hann siga á mig öllum sjómönnum, eins og væri jeg eitthvert skaðvænlegt óargadýr, er vilji vinna mein atvinnu- vegum landsmanna. þ>etta er svo ill- yrmislega gjört, þar sem lesendur „ísa- foldar11 margir hverjir hafa ekki lesið grein mína og mættu því ætla, að ridd- arinn segði satt um það, sem hann eignar mjer. J>að er yfir höfuð ódreng- leg aðferð og ber ekki vott um mikla sannleiksást, að sneiða hjá lesendum „Skuldar11, þegar riddarinn er þó að svara grein, sem í henni hafði staðið, en aldrei í „ísafold11; þeir sem ætluðu honum meðallagi gott, hefðu ástæðu til að drótta því að honum, að hann hafi haft þessa aðferð, til þess, að les- endur yrði eigi varir við ósannindi hans. — En af þessu leiðir, að þar sem jeg hefi aldrei farið fram á að leyfa utanrikisþegnum að veiða í landhelgi, þá berst riddarinn í allri grein sinni við sínar eigin vindmyllur. Hefir hann nokkru sinni lesið Don Quixote? Don Quixote var líka riddari, en honum glöptust stundum sjónir, og þannig rjeðst hann með ógurlegum vígamóði á vind- myllur nokkrar eina nótt, og hugði að vindmyllurnar væru óvinaflokkur .Eins fer Nellemannsriddaranum hjer; hann berst við tómar vindmyllur.—Riddarinn álít- ur það mjög hagkvæmt, að allir, sem skip nota til síldveiði, sje skyldaðir til að gjöra þau að danskri eign. En jeg ætla að það væri óhagur oss, ef Danir yrðu einir um síldveiðina. þ>eir þurfa ekki að búsetja sig hjer, og sleppa því við öll opinber gjöld hjer á landi (alveg eins og Færeyingar nú). Hann segir þetta sje lög, og að lögum verði eigi breytt nema með nýjum lög- um. Svo eru lög sem hafa tog, svara jeg. Sum lög deyja þegjandi út, af því að hætt er að beita þeim. J>að er það, sem Monrad byskup kallar „den stille magt11, sem drepur þau. J>egar Havstein amtmaður ljet höfða mál móti Einari í Nesi fyrir það, að hann hefði ljeð Baudoin, hinumf ranska presti húsa- skjól og náttstað, og vildi láta dæma Baudoin prest til dauða fyrir það, að dvelja hjer f landi, þá hafði Havstein lög að mæla. D. L. 6—1—3 var þá 1) Sbr. landshöfð.brjef 3. maí 1880 og 3. júni s. á. (Stj.tíð. 1880, B, bls. 103—104. og 110.). 2) Sjá áðurnefnd landsh.brjef. enn i gildi hjer, en eptir því var það dauðasök fyrir Baudoin að dvelja hjer og þungrar hegningar vert fyrir Einar að hýsa hann. D. L. 6—1—3 var ekki úr lögum numið fyrri en 25. júní 1869, en þó vildi stjórnin eigi beita þessum lagastað gegn Baudoin og Einari, þótt hann að nafninu til væri í gildi. Tíð- arandinn — hugsunarháttur aldarinnar—- „den stille magt11—var þar sterkari en lögin. Og þessum lögum, sem Nelle- mann og riddarinn hans hafa lagt svo mikið ástfóstur á, hefir nú um mörg ár eigibeitt verið. Og er það Norðmönn- um í óhag, að íslenzkur dugnaðarmað- ur eins og Einar á Hraunum er ofsótt- ur með opinberri málsókn fyrir það, að hann hefir verið svo framtakssam- ur, að leigja sjer hafskip frá Noregi til veiða? Nei! þ>að eru íslendingar, sem óhaginn bíða. (Niðurl. í n. bl.). Hið enska gufuskip »Camoens kom hing- að hinn 10. þ. m. með ýmsar vörur og kol. —það lagði af stað aptur hjeðan í gær með yfir 200 hesta.— Með því fóru áleiðis til Ameríku um 50 manns til Dakota, og nokkr- ir mormónar til Utah. Auglýsingar. Frá 11. júní 1882 fara fram inn- og útborganir til samlagsmanna f spari- sjóði Reykjavfkur á hverjum : miðvikudegi kl. 4—5 e. m. laugardegi kl. 4—5 e. m. eða tvisvar í viku. Gjaldkeri tekur eigi við innlögum eða borgar samlagsmönnum fé út nema á sparisjóðsstofunni og á hinum ákveðna tíma. A. Thorsteinson. Hús til kaups og íbúðar hjer í bænum fæst á næsta vori, alinnrjettað með útihúsi og ræktaðri lóð. Sigm. prentari Guðmundsson vísar á seljanda. M. Snæbjörnsson á Geirseyri hefir sent oss svolátandi auglýsing : Síðan í haust hefir verið hjá mjer óskilapoki og eru í honum vatnsstígvjel, treyja, hattur og nokkrar álnir af striga m. fl. Brálii taa ít: Nokkur orð um almennar heilbrigðisreglur mÉlopeWaWkiiii Og 1 um miltisbrand og bráðapest eptir síra 3a4io% jon. ýERD: Ki^o.38 Sigm. Wmimdsson. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. pbil. ;Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð i Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.