Ísafold - 25.08.1882, Síða 1

Ísafold - 25.08.1882, Síða 1
Árgangurinn, 32blöð, kostar 3 kr. innanlands, en í Danm., Svíþjóð og Norvegi um 3J/2 kr., í öðrum löndum 4 kr. Borgist í júlím. innanlands, erlendis fyrir fram. ÍSAFOLD Auglýsingar kosta þetta liver lína : aur. inniend lmeð meginletri • .. 10 (með smaletri. . .. 8 ítlBfÉrímeð mesinletri • • ■15 (með smaletn ... ■mTTTÍTTÍT^U^ Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. qf 1X20. Reykjavík, föstudaginn 25. ágústmán. 18 8 2. Áskorun. f>ar eð eg enn ekki hefi fengið nema 36 hugvekjur af þeim 90, semjegvildi fá, er útsjeð um að hugvekjusafn þetta verði hjeðan af prentað sumarlangt. En af því, að mig langar til, lofi guð, að láta því verða framgengt næstkomandi vetur, bið jeg þá, sem þegar hafa heit- ið mjer hugvekjum, að senda mjer þær svo fljótt sem verður, og með því mjer er það kunnugt, að margir andlegrar stjettar menn hjer á landi, sem jeg enn þá ekki hefi getað náð til eða skrifað um þetta mál, eru góðir og ritfærir ræðumenn, þá eru það vinsamleg til- mæli mín, að sem flestir þeirra vilji styðja þetta fyrirtæki með því, að senda mjer hugvekjur eptir sig og' mun jeg jafnskjótt og eg fæ fulla tölu af hæfi- legum húslestrarhugvekjum fara að semja um prentun þeirra hjer eða í Kaupmannahöfn. Höfundur hverrar hugvekju mun verða nafngreindur, nema einhver þeirra biðjist undan því. Reykjavík, 15. dag ágústmán. 1882. P. Pjetursson. Rausnarleg gjöf. Um næstliðin mánaðamót skýrði yfirkennari H. Kr. Friðriksson sýslu- manninum í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu frá því, að einn af hinum hjer- verandi kaupmönnum, er eigi vildi að sinni láta nafns síns getið, hafi heitið að gefa hinum bágstöddustu búendum í greindum sýslum í þessu báginda ári 5000 kr, er greiðast skyldu af hendi eptir að póstskipið er komið hingað í næsta mánuði, sumpart í matvöru og sampart í peningum. Fyrir hönd gef- andans hefir hr. H. Kr. Friðriksson seinna ákveðið, að hvor sýslan fyrir sig fái helming gjafarinnar eða 2500 kr., og eptir uppástungu sýslumannsins og ýmsra sýslunefndarmanna er gjört ráð fyrir, að hvor sýslan fái 1000 kr. virði í matvöru en 1500 kr. í pening- um. Gjöfinni eiga sýslunefndirnar að úthluta hvor í sinni sýslu, en eigi á hún að veitast sveitarómögum eða til þess að draga úr þeim styrk, sem bú- andi mönnum kann að vera veitt að staðaldri af sveit; enn fremur er það skilyrði fyrir úthlutun peninganna, að þiggendurnir kaupi fyrir þá fjenað, kýr eða sauðfje, annaðhvort til niðurlags, ef þess er brýn þörf eða til ásetnings, og þurfa sýslunefndirnar, hvort sem þær úthluta fjenu sjálfar til hinna einstöku sýslubúa eða láta hrepps- nefndirnar gjöra það hverja í sínum hreppi, að sjá um, að fjenu verði í þessu tilliti varið eptir tilætlun gefandans; þetta er gjört til þess að koma í veg fyrir það, sem annars væri hætt við, að sumir af þiggendunum kynnu að nota peningana til einhvers annars en fjár- kaupa og ef til vill til einhvers þess, að þeir yrðu að engu birgari af lífsbjörg eptir en áður. Að öðru jöfnu er ætlazt til, að viðskiptamenn gefandans njóti styrks- ins öðrum fremur, ef þeir þurfa hans. Vjer minnumst þess eigi að nokkur maður hafi fyrri gefið hjer á landi jafn- mikilfenglega gjöf til að bæta úr bráðri þörf manna; án efa verður hún til mik- ils stuðnings fyrir margan mann, sem harðindin í vor hafa komið á fallandi fót, í þeim sveitum, er hún nær til, og þegar það verður uppskátt hver gef- andinn er, þá mun hún bera ógleym- anlegan vott um mannúð hans og veg- lyndi eigi siður en höfðingsskap hans og rausn. Vjer getum þess, að það er talið víst, að hinn stórtæki gefandi muni vera stórkaupmaður W. Fischer, enda þykir þeim, sem þekkja hann, að honum sje það vel ætlandi. fað er bæði vonandi og óskandi, að þeir, sem gjafarinnar njóta, sýni þakk- látsemi sína við gefandann með því að verja henni sem bezt eptir tilætlun hans til að birgja sig upp að lífsbjörg eða auka bjargræðisstofn sinn, ef þeir hafa nægilegt fóður; þá væri gjöfin miður launuð en skyldi, ef menn not- uðu peningana til einhvers þess, sem eigi væri þörf á, eða til þess að setja á fieiri skepnur en þeir hafa næg hey fyrir, svo að þær yrðu í voða fyrir hey- skorti næsta vetur; en það er vonandi að sýslunefndunum takist svo úthlutun peninganna og eptirlitið með því hvernig þeim er varið, að eigi sje hætt við þessu. IJm viðlagasjóð íslands. (Framhald frá blS. 76). Tekjustofnar laudssjóðsins eru flestirmjög hvikulir; skepnur manna geta fækkað stór- kostlega við vont árferði og þá minnk- ar lausafjárskatturinn; sjávaraflinn getur brugðizt og þá rýrnar útflutningsgjaldið; menn geta farið að spara vínkaup sín og þá rýrnar víntollurinn; af þessu leið- ir að tekjur landssjóðsins fyrir hvert ókom- ið fjárhagstímabil eru mjög óvísar þar sem á hinn bóginn útgjöldin eru vís; fyrir þvl verður töluvertfje jafnan að vera til í lands- sjóði, og tiltölulega miklu meira heldur en hjá öðrum þjóðum ; víðast annarsstaðar eru tekjustofnarnir eigi eins hvikulir og einkum eru þeir miklu fjölbreyttari, svo að þótt einn tekjustofn bregðist þá hefir það ekki eins mikil áhrif eins og hjá oss. Auk þess að það þannig er nauðsynlegt fyrir oss að eiga töluvert fje fyrirliggjandi, þá er og þess að gæta að því hvikulari, sem tekjustofn- arnir eru, því frernur má búast við að þótt þeir rýrni um stund þá geti þeir, að fám árum liðnum, náð sjer aptur ; sje nú lítill eða enginn viðlagasjóður til þá er eigi hægt að bíða eptir því að tekjustofninn vaxi aptur, heldur verður þegar í stað annaðhvort að minnka útgjöld landssjóðsins eða auka tekj- ur hans með nýjum álögum; hið fyrra, að minnka útgjöldin, yrði sjaldnasthægtífljótu bragði, því þau eru að mestu leyti fast á kveðin og verða eigi minnkuð að mun nema með því að hætta við þau fyrirtæki, sem byrjað er á eða leggja niður nytsamar stofn- anir, sem eigi yrði gjört nema með stórskaða; það mundi því reka að hinu, að það yrði nauðsynlegt að leggja á nýtt gjald, sem ein- att kæmi á þá þegar sízt skyldi, og þótt það mætti aptur sleppa því, þegar hinar venju- legu tekjur færu að vaxa aptur, þá mundi þó álagan hafa mikil vandkvæði í för með sjer. Sje aptur á móti eigi alllítill viðlaga- sjóður til, þá þarf eigi, þótt t. d. harðindi eða aflaleysi skerði um sinn að mun tekjur landssjóðsins, að fara jafnframt að þyngja á mönnum gjöldin til hans. Að koma í veg fyrir þá erfiðleika, sem því eru samfara að gjöra mjög opt breytingar á skattalögum og að komast hjá því, að þyngja gjöld á mönn- um, þegar illt árferði gjörir þeim erfiðast að bera þau; er því ein ástæðan fyrir því, að nauðsynlegt er fyrir Island að eiga eigi ali- lítinn viðlagasjóð. Nú er enn fremur þess að gæta að land- ið á sjóð, sem árlega er að ganga til þurðar : sá hluti árgjaldsins frá Danmörku, sem minnkandi fer, er ~nokkurs konar sjóður, sem árlega skerðist, þangað til hann verður aleyddur um aldamót; en um það, sem þessi sjóður mmnkar, um það verður þá annar sjóður að vaxa, ef landssjóðurinn á eigi að verða fátækari og missa til frambúðar tölu- verðar tekjur, sem hann nú hefir : að safna töluverðu af árgjaldinu frá Danmörku í sjóð er því eigi annað en að færa upphæð, sem landið á úr stað; og að að það verði eigi sjerlega tilfinnanlegt fyrir landið, að missa smámsaman meir og meir af hinu lausa ár- gjaldi, er þannig ein ástæðan fyrir því að Island þarf að eiga viðlagasjóð.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.