Ísafold - 25.08.1882, Page 3

Ísafold - 25.08.1882, Page 3
79 Mann sinn missti hún 1856, brá hún þá búi, og var eptir það hjá börnum sínum ; síðustu árin var hún hjá dóttur sinni, Önnu ekkju Egils sál. í Mula sem andaðist í fyrravetur. J>að var hvorttveggja, að þessi merk- iskona hafði fengið ágætt uppeldi og notið meiri menntunar en þá var títt að stúlkur nyti, enda hafði hún af náttúru flesta hluti til þess að bera að vera sannkölluð höfðingskona. Hún hafði fjölhæfar gáfur, menntunarást og smekk- vísi, sem einkennilega hjelt sjer hjá henni fram á elliár, og sem í samein- ingu með trú og guðrækni, góðgirni og stöðuglyndi má kallast „hinn rauði þráður“ allrar hennar æfi. Rausn henn- ar og eðallyndi, í sameiningu við ráð og dáð, kom æ því betur fram, sem meira þurfti á að halda. í um- gengni var hún stillt og hógvær, enda var hún bæði elskuð og virt af öllum sem við hana kynntust. pað er eitt meðal annars, til merkis um eðallyndi hennar að þá er maður hennar ljezt, var fósturbarn þeirra enn í æsku, vildi hún þá ekki gjöra uppfóstrið endaslept þó hún brygði búi, en ljet barnið fylgja sjer, unz það var komið vel til menningar. Frú Kristín Vigfúsdóttir. Æfinnar aptan eilifðar við morgun í rósemd helgri rann 1 eitt; ljósheima-launin, leyst eptir dagsverk, frú Kristínu nú voru veitt. Hún bar í heimi höfðingskapinn sanna kærleikans ímynd uppheim frá; eðla-tign andans yfirbragð lýsti sem elli, sótt nje bani’ ei brá. Ágætrar ættar : óðmærings var systir og ekkja prófasts, ágæts manns; annað þó æðra ágæti hafði en náunganna nafna-kranz. Ágæti andans : eðallyndi, menntir, guðrækið hjarta, hreint og blítt, staðfasta stilling, stöðugar tryggðir, og rausn, er sparði liðsemd lítt. Kvennvalið keppti kosti þá að æfa um langa og fagra Hfsins tíð ; auðugur andi yndi við festi hið fagra og góða fyr og síð. Ástúðleg öllum ; óslítandi tryggðir til vandamanna og vina bar; annt var um ættjörð ; allt vildi styðja, er sá hún gott og gagnlegt var. Henni frá heimi hjartna fylgir margra samgleði, þökk og saknaðs-tár. Henni frá himni hrópað er móti : „Velkomin hjer um eilíf ár“. Br. J. Ársfundur hókmenntafjelagsins í Reykjavík. (Aíseil). Á fundi þessum, sem haldinn var 11. þ. m., voru eins og lög gjöra ráð fyrir kosnir embættismenn fjelags- ins, og urðu hinir sömu fyrir kosningu og áður höfðu verið, nema bókavörður var kosinn Kr. Ó. þorgrímsson með 18 atkv.; næst honum (17 atkv.) hlaut Jón Borgfirðingur, sem undanfarin ár hefir haft það starf á hendi; ekki er þess getið, að umkvartanir hafi komið fram gegn ráðsmennsku hans að und- anförnu, og þykir því kynlegar við- bregða, að hann ekki skyldi hljóta kosningu aptur, einkum þar sem það er algengt í því fjelagi, að kjósa allt af sömu mennina ár eptir ár, og á fundum þess heyrist hvaðanæva þessi spurning: „Hver hefir verið áður“? f>essi breyting kemur því mörgum kynlega fyrir, enda leikur sá orðrómur á, að töluverður undirróður (agitation) hafi átt sjer stað. £n þó er eitt enn verra, sem menn álíta að hafi átt sjer stað á þessum fundi, og það er, að sumir menn hafi þar verið og greitt atkvæði, sem eptir lögum fjelagsins eiga að vera útilokaðir úr fjelaginu, svo framarlega sem stjórnin hefir gætt þeirrar skyldu, sem sömu lög leggja henni á herðar, og hafa því eðlilega engan atkvæðisrjett í þvf. J>eir fje- lagar, sem ekki hafa goldið tillög sfn í tvö ár, þótt krafðir hafi verið, skulu eptir 33. gr. laga fjelagsins vera sjálf- rækir úr fjelaginu. þessi grein hljóð- ar svo: „Fjelagar skulu hafa goldið tillög sín fyrir hver árslok; hafi þeir ekki goldið, skal krefja þá brjeflega ; gjaldi þeir ekki á öðru ári, skal krefja þá enn brjeflega, og ef þeir hafa þá ekki goldið innan ársloka, skulu þeir vera úr fjelaginu“, Nú voru á þessum fundi fyrir víst fjórir menn, sem ekki höfðu uppfyllt þessi lagaákvæði, eptir því sem sjeð verður af skýrslum og reikningum fje- lagsins. Tveir af þeim hafa ekki goldið tillög sín í 4 ár, 1 ekki í 3 ár og 1 ekki í 2 ár; þessir menn munu þó hafa greitt atkvæði á fundinum, þótt þeir í rauninni sjeu ólöglegir fje- lagar — sjeu skýrslurnar rjettar — og hafa því ekki atkvæðisrjett, svo framar- lega sem stjórnin hefir gætt skyldu sinnar og krafið þá, sem líklegt er að hún hafi gjört. Af þessu verður þá auðsætt, að kosning embættismanna fjelagsins er ógild; einkum nær þetta þó til lcosningar bókavarðar og yfir- skoðunarmanna reikninganna, þar sem svo lítill atkvæðamunur var, og virðist því þörf á að efla til fundar af nýju, og láta fram fara nýjar kosningar á þeim, ella verður ekki annað álitið, en að minnsta kosti bókavörðurinn og yfirskoðunarmennirnir sjeu ólöglega kosnir. Jeg vil því skora á fjelags- stjórnina að kalla saman fund til nýrra kosninga; gjöri hún það ekki, þá er það auðsjáanlega af þvi, að hún álítur að kosningarnar hafi verið löglegar, en ef hún lætur það álit sitt í ljós, þá má skilja það svo, að hún játi, að hún hafi vanrækt skyldu sína, þá er 33. gr. leggur henni á herðar. f>að virðist annars mesta þörf á, að fjelagsstjórnin skýri á hverjum fundi frá þvf, hverjir hafi ekki goldið tillög sín, svo að sjeð verði, hverjir eru lög- legir fjelagar og hafa atkvæðisrjett, því annars geta slík tilfelli opt komið fyrir. Viðstaddur f jelagsmaður. * * * Vjer höfum eigi viljað neita því að taka framanprentaða grein í ísafold, þótt oss eigi sje fullkunnugt, að hve miklu leyti hún er á rökum byggð; sjerstaklega viljum vjer geta þess, að þótt það megi sjá af skýrslum fjelags- ins, að það hafi eigi verið búið að fá tillög frá einhverjum fjelagsmanni, þegar þær eru samdar, þá getur verið að búið sje að greiða þau, þegar fund- ur er haldinn, meir en hálfu ári síðar. Bókiuenntafjelagsfundur var hald- inn 11. þ. m.; voru þar kosnir em- bættismenn Reykjavíkur-deildarinnar hinir sömu sem áður (Magnús yfirdóm- ari Stephensen forseti, Árni landfógeti Thorsteinson fjehirðir og Helgi kenn- ari Helgesen skrifari), nema bókavörð- ur var kosinn bóksali Kr. Ó. £>or- grímsson. Endurskoðunarmenn vorn kosnir hinir sömu sem áður (Jón há- yfirdómari Pjetursson og Halldór kenn- ari Guðmundsson). í ritnefnd tímarits fjelagsins frá næsta nýjári voru kosnir auk forseta ritstjóri Jón Ólafsson, málaflutningsmaður Páll Melsted, kenn- ari Steingrímur Thorsteinson og kenn- ari Eiríkur Briem. Landsköfðingi Hiliuar Finsen sigldi til Kaupmannahafnar með póstskipinu 6. þ. m. ásamt frú sinni og dætrum ; er svo mælt að hans muni eigi hingað von aptur fyrri en að vori. Emhættispróf á prestaskólanum ig. þ. m. tóku 1. Finnbogi Rútur Magnússon með 2. betri einkunn (39 st.). 2. Lárus Ó. porláksson með 2. betri einkunn (39 st.). Ritstjóri Jón Ólafsson hefir, eptir því sem segir í 17. blaði pjóðólfs, keypt eignar- og útgáfurjettinn að pjóðólfi, frá því að þessum árgangi er lokið; frá þeim tíma eiga pjóðólfur og Skuld að

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.