Ísafold - 25.10.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn, 32blöð,|kostar
3 kr.Jinnanlands, en í'Danm.,
Svíþjóð og Norvegi um gl2
kr., i óðium löndum 4 kr.
Borgist í júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ÍSAFOLD
Auglýsingar kosta þetta
hver lína : aur.
ÍnDllDl íme® meg'nletri .. 10
.. 8
ítwarlmeð mesinletri • •■15
(meo smaletn ...
Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara. "J
IX 25.
Reykjavik, miðvikudaginn 25. októbermán.
18 82.
gs®g?~ Allir Jþcir, scm skulda annað-
hvort andvirði ísafoldar fyrir þetta
ár og þar á undan eða fyrir auglýs-
ingar, cru hcðnir að horga sem allra
fyrst til núverandi afgreiðslumanns
hlaðsins Páls Jóhanncssonar í livík.
FYRIR MINNI
mcistara Eiríks Magnússonar
frá Cambridge.
Mú geisla ljósin, gleði ljær
Oss gestur kær,
Sem þennan sækir fegins fund
Á fóstur-grund.
Vorn Eirík kæran eigum vér
Á aptni hér,
Og því skal vekja vinar mál
Hjá veiga skál.
Og þá skal undan þagnar stein
Vor þökkin hrein;
Vér sönnum þina sonar dygö
Við Snælands bygð.
Pú aldrei vissir íslands neyð,
Svo ei um leið
Pér hrærðist trútt og hjálpfúst geð,
Og höndin með.
Pín göfug, frjáls og funheit sál
Ei fer með tál,
Og vinui’ lands, sem vitnast bert,
Þú varst og ert.
Pér gleymdist ei á fjarri fold
Vor fósturmold;
Hver Islands bur á brautum þar
Pér bróðir var.
Pú elskar fold, sem barn þig bar
Við bláan mar;
Pú henni gefur lijarta þitt,
Og hún þér sitt.
Þér gleymir ei á fjarri fold
Vor fósturmold,
Á vort og hennar hjarta rétt
Pitt heiti’ er sett.
Nú ber þú héðan bliðust orð
Á brezka storð
Og Lslands þakkir enskri sjót
Af ásta rót.
Og heil sé Englands eikin væn,
Um aldur græn,
Hve liljan mjúka, mannást skær,
Við meið þann grær.
Vér stríddum hart við Hræsvelgs gný
Og liarðmóðg ský
En sunnangeisli glóði blítt
Og gerði hlýtt.
Og treystum því að öll vor el
Samt endi vel,
Og herðurn þrótt við hörku stríð,
Alt hefst um síð.
Nú heiörum bræður bróður þann
Frá Breta rann,
Sem færði björg og stoð og styrk
Pá stund var myrk.
Hans trygð og kærleik tigna ber,
Pví tæmum hér
Með ást í hjarta, eld í sál,
Vors Eiríks skál.
Steingr. Thorsteinsson.
Veizla
til að fagna komu
meistara Eiríks Magnússonar
bókavarðar f Cambridge.
21. þ. m. var fjölmenn veizla haldin
í Reykjavík til að fagna komu meist-
ara Eiríks Magnússonar í Cambridge.
Fyrir minni íslands mælti skáldið
Stgr. Thorsteinson; gat hann þess, að
þegar vjer minntumst ættjarðar vorrar,
þá væri það bæði endurminning og
von, sem hreifði sjer í brjóstum vorum;
harðindin og illviðrin og aðrir þeir
annmarkar landsins, er komið hefðu
sjerstaklega fram hin siðustu tvö ár
vektu að vísu eigi gleðilega endur-
minningu og það kynni að hafa komið
mörgum til að segja: þetta er ljóta
landið, en það reyndist einnig við slík
tækifæri, hversu sterka ást hver og
einn hefði á fósturjörð sinni; vonin
um, að ísland ætti sjer enn blómlega
framtíð fyrir höndum mætti þó vera
vakandi í hvers manns brjósti; ávextir
alheimsmenntunarinnar lýstu sjer seinna
hjá oss en öðrum þjóðum og þeir
mundu ef til vill aldrei verða eins
miklir, en að þeir mundu þó smásam-
an lýsa sjer meir og meir, það þyrfti
enginn að efa. pví næst var sungið
kvæði það, sem prentað er hjer á
undan og svo mælti ritstjóri Jón Ólafs-
son fyrir minni heiðursgestsins meistara
Eiríks Magnitssonar; nefndi hann fyrst
hvern sóma hann hefði gjört fslandi
með visindalegri starfsemi sinni; því
næst gat hann þess, hverja ást hr. E.
M. bæri til fósturjarðar vorrar; sá væri
vinur, sem í raun reyndist, og hann
hefði í tvennum raunum 1875 og nú
reynzt bezti vinur og bjargvættur ís-
lands; þeir, sem hjer væru nú saman
komnir, vildu bæði láta honum í ljósi,
að þeir viðurkenndu þetta og jafnframt
mótmæla því, að það hefði verið óþarfi
af honum, að safna nú samskotum
handa bágstöddum mönnum hjer á
landi1. pað væri eitt af boðorðunum,
sem væri með fyrirheiti og það væri
þetta: elska föður þinn ogmóðurþína;
sú ást, er hr. E. M. hefði sýnt á hinni
sameiginlegu móður vor allra íslend-
inga, gætum vjer því treyst að mundi
hafa blessun í för með sjer fyrir hann.
Jafnframt því sem hr. E. M. tók á
móti minni þessu gat hann þess, að
það, sem vakað hefði fyrir sjer og
samnefndarmönnum sínum, hefði eink-
um verið, að koma í veg fyrir, að
fjárfækkunin yrði eins fjarska mikil og
þar af leiðandi neyð, eins og útlit hefði
verið fyrir, sumpart vegna fellisins í
vor, sumpart vegna þess, að menn
yrðu að skerða svo mjög bjargræðis-
stofn sinn í haust sjer til bjargræðis í
vetur og sumpart vegnaþess, að menn
yrðu fyrir fóðurskort að lóga svo miklu
af skepnum sinum. pótt hann hefði
orðið fyrstur til að hreifa því máli í
útlöndum, sem tilefni hefði gefið til
þess, að hann væri nú hjer, þá væri
hin fyrsta undirrót málsins skýrslur frá
amtmanninum í suður- og vesturamtinu
og landshöfðingja, sem prentaðar hefðu
verið í dönskum blöðum og væri ís-
lendingum skylt að vera þeim þakk-
látir fyrir það, hvað vakandi auga þeir
hefðu haft á ástandi landsins. Hann
kvaðst hafa heyrt þá skoðun, að það
væri minnkun fyrir ísiand að taka á
I) A Englandi hafa enskir menn, sem voru á
ferð hjer í sumar, haldið þvi fram, að hjer væri
engin neyð og því væri óþarfi af E. M. og sam-
nefndarmönnum hans að vera að safna samskotum
handa íslendingum.