Ísafold - 25.10.1882, Qupperneq 4
100
hjá húsbóndanum fyrir lítið, meðan hann
á nokkra björg i bæ sínum.
f>að er nú auðvitað, að hjú með slík-
um kostum taka sjaldan nema ráðlitlir
fátæklingar, og hver verður svo afleið-
ingin fyrir þeim? Skepnur sjálfra
þeirra fækka að því skapi, sem pen-
ingur hjúa og lausafólks þess, er þeir
halda, fjölgar, og verða svo að lokun-
um alveg skepnulausir, nema ef vera
skyldi ein eða tvær kýr; þeir hljóta því
að verja mestum heyafla sinum fyrir
fóðrapening frá vinnuhjúum og lausa-
fólki, og þar sem vetrarforðinn er lítið
annað en meðgjafirnar með þessum
fóðrapeningi, þá freistast þeir til að
taka svo mikil fóður, að þeir verða
heylausir í góulok eða fyrri, og liggur
þá ekki annað fyrir en að þeir annað-
hvort felli kýrnar og kúgildin eða að
aðrir sveitarbændur, sem betur mega
bjarga skepnum þeirra, og komi þá
nokkur vorharðindi að mun, getur þetta
orðið til að fella pening þeirra, sem
sjálfir höfðu sett nokkurn veginn vel á
hey sín.
þ>egar svona er komið fyrir slíkum
óráðsmönnum, þá liggur ei annað fyrir
en að þeir heimti ríflegan styrk af sveit-
inni til að halda áfram þessum ráðlausa
búskap, eigendur eða umráðamenn jarð-
anna byggja þeim út, nema að sveitar-
stjórnirnar taki jarðir og kúgildi i á-
byrgð og lofi að sjá um full skil á leig-
um og landskuldum og sjá um viðun-
anlega jarðar ábúð. En þótt svona sje
komið, vilja slíkir óráðsmenn opt ekki
láta hreppsnefndirnar hafa neitt veru-
legt eptirlit með ráðlagi sínu, og sumir
þeirra þykjast eiga heimting á að lifa
langt um meira makinda- og munaðar-
lífi en margir þeirra sem kúgaðir eru
um allhá útsvör til að viðhalda þeirra
óreglu búskap. Nú sýnist máske hrepps-
nefndinni betra ráð að taka hyski þetta
upp og setja flest börnin niður hjá öðr-
um sveitarbændum, ef hjónin hafa sæmi-
lega heilsu, þá er hreppsnefndin má-
ske svo harðbrjósta að ætlast til, að
þau sjái um sjálf sig og hafi að auki
ofan af fyrir einu barninu. f>egar slíkir
óráðsbúendur verða varir við þessa
fyrirætlun hreppsnefndarinnar, þá segja
þeir við hana, ef þið ætlið að rífa frá
okkur börnin þá verðið þið að minnsta
kosti að útvega okkur þægilega gras-
húsmennsku með það barnið, sem við
eigum að sjá fyrir, því ekki förum við
að ganga í vist hjeðan af. Hreppsnefnd-
in hlýðir og leitar fyrir sjer um hús-
mennskuna, en fær ekki kost á hús-
næði fyrir þau nema fyrir meira verð,
heldur en landskuld eptir 10 hnd. jörð
og verður stundum að kaupa handa
þeim slæjur og hagbeit fyrir nokkrar
skepnur þar að auki fyrir afarverð, þá
fara bændur að meta þetta nógu hátt
þó sumir þeirra íáti það stundum úti
við hálfgildings vinnuhjú og lausafólk
fyrir lítið. f>yki hrepsnefndunum þetta
þungir kostir og fari að bjóða hjón
þessi í vist þá vill enginn taka þau, af
því þau eru hjón og af því þau eru
með barni, því menn eru þá hræddir
um, að þau verði ærið vandfýsin bæði
fyrir sig og barnið, einkum sjeu þau
óviljug að ganga í vistina, fari þau á
reglu- og ráðdeildarheimili, og þó þau
hafi þar vel viðunandi fæði og klæði
á öllum timum árs nokkurn veginn
jafnt, þá þykjast þau nú fyrst og fremst
hafa minna sjálfræði en áður, af því
þau eru bundin við vissar reglur heim-
ilisins, konan vandar um fyrir manninn
maðurinn fyrir konuna og bæði hjónin
fyrir barnungann sinn, einkum þegar
hann fer að stálpast, því þá þykir þeim
hann hafa of lítið sjálfræði og of mikið
að gera, nú þykir þeim margt, einkum
munaðurinn, hnitmiðaður niður af skorn-
um skamti, nú fá þau ekki kaffi nema
tvisvar á dag á sumrin, og einu sinni
á veturnar, áður höfðu þau stundum
kaffi þrisvar og fjórum sinnum á dag,
áður var kaffið með köflum vel sterkt
og hressandi en núna; „svei hvað sára-
dauft pað er“, það er í því lítil hress-
ing og því minni undirstaða, og þetta
er nú hjá ríkisfólki, það var þó hóti
skárra með öllu mínu basli þegar jeg
bjó; þó opt væri bágt um tíma, liðum
við og krakkarnir ekki neyð til lengd-
ar, þegar allt varuppi, fjekk þóbónda-
tetrið optast nær seðil hjá oddvitanum
upp á kornhár úr kaupstaðnum og kon-
an reitti saman ullarhnak og gekk
stundum svo nærri sjer, að hún tók
hálfspunna kembuna frá rokknum sín-
um fyrir ögn afkaffi um leið, ef kýrin
dropaði að mun, þá hafði hún máske
dregið saman nokkrar merkur af smjeri
fyrir kaffi, sykur og rót. það varð
líka eitthvað að vera til að koma döng-
un í krakkana og viðhalda mergnum
í foreldrunum þegar að öðru leyti var
ekki annað á að lifa en vatnsgrautar-
spónn og mjólksopi!!! Börn, sem al-
ast upp á slíkum heimilum, inndrekka
bara munaðarfýsn með móðurmjólk-
inni, venjast á óreglu og sjálfræði,
og tolla því sjaldan til lengdar á nokkru
regluheimili, þegar þau fara að ráða
sjer sjálf; þau leitast því við að kom-
ast helzt í dvöl á þau óregluheimilin,
þar sem allir búshættir eru líkastir því,
er þau ólust upp við í æskunni, elleg-
ar þá að komast í hálfgjörða eða al-
gjörða lausamensku, sem engum er til
uppbyggingar, en sveitarfjelögunum til
niðurdreps.
(Framh. síðar).
Smápistlar frá Kaupinaimalxöfn.
5.
Eptir nýlega prentaðri skýrslu um fólks-
talið í Kaupmannahöfn 1880, 1. febr., hafa
þá verið hjer 386 íslendingar : 175 karlar,
211 konur.
Eptir skýrslu um fólkstal í ríki Breta-
drottningar 4. apríl 1881 voru þá í Kanada-
löndum (Dominion of Canada) 1009 ís-
lendingar.
Af Sveitarútsvarsskrá Kaupmannahafnar
um árið 1882 er svo að ráða, að árstekjnr
ýmissa íslenzkra kaupmanna hjer hafi auk-
izt drjúgum frá því í fyrra, sbr. tekjuskrána
í ísafold IX 6. Jeg set hjer helztu breyt-
ingarnar. Fremri talan er árstekjurnar,
hin síðari sveitarútsvarið eða tekjuskattur-
inn í bæjarsjóð, í krónum.
W. Fischer ................. 50000 1500.
J. P. T. Bryde (Evfk) ...... 40000 1200.
N. H. Knudtzon ............. 35000 1050.
C. J. Höepfner ............. 30000 900.
H. A. Clausen............... 30000 900.
J. H. E. Zöylner............ 10000 300.
M. Smith ................... 6000 180.
R. Jakobsen.................. 6000 180.
V. Th. Tostrup............... 4600 138.
Lárus Snorrason.............. 4000 120.
L. Popp ..................... 4000 120.
J. C. V. Bryde (Borðeyri) ... 3000 90.
N. H. Thomsen (Vestm.) ..... 3000 90.
Jón Guðmundsson ............. 2400 72.
Carl Andersen hefir nýsamið skáldsögu,
er gerist á Islandi fyrir rúmum mannsaldri.
Aðalefnið er Natansmálið í Húnavatnssýslu
og þuríður formaður.
Nú er fullsmíðað skip það, er gufuskipa-
fjelagið ætlar til vetrarferða til Islands í
stað Phönix. það heitir Laura, og er við-
líka stórt. (3% 82).
Hinn setti landshöfðingi B. Thorberg
hefir góðfúslega gefið oss upplýsingar
um, hvað mikið af korni því, sem kom
frá Danmörku með Valdimar 17. þ. m.
átti að leggjast upp á hverri höfn og
er það sem hjer segir:
Rúgur B.bygg Hveiti- Rúg- Hey
A Vestmannaeyjum klid klid
(handa Skaptfell- sekkir sekkir sekkir sekkir baggar
ingum) 200 n „ )? ))
I Reykjavík >56 n n n n
Á Stykkishólmi (handa Snæfellsn., Dalas., Strandas. og Barðastr.s. innst) 484 56 IOO n n
Á Skagaströnd handa Húnavatnss.) 350 5° i5o IOO IOO
Á Sauðárkrók (handa Skagafj.s.) 3H 5° 150 IOO IOO
Á Akureyri (handa Eyjafj.s. og f>ing- eyjars. vestast) 200 5° 300 IOO IOO
Á Húsavík 200 n 100 100 IOO
Korni því, sem hver sýsla fær, á
sýslumaðurinn með tilkvöddum mönn-
um úr sýslunefndinni að úthluta.
Frá Noregi hafa, auk 2000 kr., sem
komu í næstliðnum mánuði, eins og þá
var getið um í ísafold, og sem gengu
til Rangárvallasýslu, landshöfðingjanum
enn fremur verið sendar þessar gjafir
handa íslandi:
Frá Lemkuhl í Bergen . . . 500 kr.
og frá samskotanefndinni í
Kristjaníu................4000 —
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.
Prentuð i ísafoldar prentsmiðju.